Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 9
Það verður ekkert skemmtiverk fyrir þjóð- ir að taka að sér Olym- piuieika í framtiðinni, eftir þá stórkostlegu sýningu sem gestir hér i Munchen hafa fengið að sjá siöustu dagana. Hár- nákvæm skipulagning, sem jafnvel stundum fer út i öfgar — uppbygging, sem engu ööru er lik. Allt þetta — ásamt ljóm- andi veöri — sem þýzkir fengu rétt i þann mund, sem leikarnir áttu að fara að hefjast, gera þessa tuttugustu Olym- piuleika að stórkostlegu ævintýri. Og ekki dregur viðmót Suður-Þjóðverja úr áhrifunum — þeir eru mjög alúðlegir. c&p mmmmmím. GREIN OG MYNDIR FRÁ MUNCHEN: JON BIRGIR PÉTURSSON mmmmmmm Það verður erfitt að sjó um Olympíuleika framtíðarinnar að lokum og fór með félögum sin- um i bæjarferð til að verzla og hét þvi að fara næst „skynsamlega klæddur”: Myndir Kfst sjáum við Kristinu Björns- döttur, I.áru Sveinsdóttur, Bjarna Stcfánsson og Friðrik Þór Ósk- arsson slappa örlitið af á vellin- um og með þeim er þjálfarinn Jó- hannes Sæmundsson. Að neðan er Þorsteinn Þorsteinsson með John Carlos, þeim fræga kappa, og öðrum óþckktum frá (Bandarikj- unum. Kristin til hægri er i unglingabúöun- um en þar hafast krakkarnir helzt ekki við, eru mun meira i Olympiu- þorpinu hjá iþróttafólk- inu, sem það þekkir svo vel. Og að neðan. Boh Seagren, heimsmet- hafinn i stangarstökki ræðir við fréttamann, en liann fær ekki að keppa með stönginni, sem hann heldur á, þar sem hún hefur vcrið of stutt á markaöi að áliti Al- þjóðasamhandsins. Okkar fólk hér er góðir fulltrú- ar íslands — reglusamt og mynd- arlegt fólk, sem verður landi sinu til sóma, enda þótt ekki muni fara mikið fyrir þeim verðlaunum, sem það sækir hingað. En vart mun nokkur hafa reiknað með sliku fyrirfram. Margir spá þvi, að Olympiu- leikar séu nú á einhverjum snún- ingspunkti — lengra geti kapp- hlaupið ekki orðið um glæsileik þeirra — nema þá, að risaþjóðir heimsins skiptist á um að halda leikana. Minni þjóðir geti vart staðið undir slikum kostnaði, sem nú á sér stað, enda hafa nú leik- arnir her komið verulega niður á pyngju hinna vel stæðu borgara Sambandslýðveldisins Þýzka- lands. En mannvirkin, sem reist hafa verið, verða að gagni i fram- tiðinni — hús og hýbýli koma i góðar þarfir eftir leikana. Hús- næðisskortur er hér eins og viðast annars staðar, og fþróttamann- virkjanna verður áreiðanlega þörf, og þá ekki verra að þau skuli svo stórglæsileg sem þau eru. Lifið i Olympiuþorpinu gengur sinn vanagang. Þar er ys og þys mestallan sólarhringinn. Þar ganga þeir siðustu seint til náða, en þeir fyrstu rjúka upp löngu áð- ur en fyrsti hani Míinchenborgar nær að gala. Það er slegizt um æf- ingaaðstöðu og það er sagt að „svelti sitjandi kráka meðan fljúgandi fær”. Það er þvi eins gott að taka daginn snemma og halda til æfinga. Okkar fólk heldur sig við æfing- ar á hverjum degi og sannarlega fær iþróttafólkið hér sitt stórkost- lega tækifæri til að kynnast ein- hverju nýju og merkilegu. Myndirnar, sem hér fylgja, voru teknar á æfingu frjáls- iþróttafólksins á æfingavellinum hér við Olympiuþorpið, en á lend- unum allt i kring þyrpist að múg- ur og margmenni til að horfa á heimsfræga iþróttamenn undir- búa sig af kostgæfni undir keppni leikanna. Áhugi almennings á iþróttafólkinu er mikill, það svo að fæstir voga sér út fyrir Olym- piuþorpið i einkennisklæðum þjoða sinna, þvi þá eru þeir þar með fórnardýr rithandarsafnar- anna. Hjalti Einarsson brenndi sig á þessu einn daginn — ætlaði hreint aldrei að sleppa frá áhuga- sömum söfnurum. En hann slapp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.