Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 4
4 Visir — Föstudagur 1, september 1972 „FISCHER HEYRIR HLJOÐ, SEM ENGINN ANNAR HEYRIR" — segir dr. Euwe „Ég hef átt mörg samtöl við Loihar Schmid yfir- dómara og hlýt að álykta, að Bobby Fischer heyri hijóð, sem engir aðrir heyra," sagði dr. Euwe í viðtali við Politiken. Viðtalið birtist fyrir helgi, og þar segist dr. Euwe vera reiðubúinn að halda til íslands, ef vand- ræðin yxu. Hann sagði um „úrslitakosti” Fischers viðvikjandi hávaða, að hann yrði úr leik, ef hann kæmi ekki til leiks, þótt i mótmælaskyni væri. ,,ljað er ekkert annað”, sagði dr. Euwe. ,,t>að er dómar- ans að úrskurða, hvort hávaði er of mikill.” „Fischer hafði tefll betur en sjálfur Capablanca i fyrstu tiu skákunum, en siðan hefur verið vandséð, að hann tefldi betur en margir góðir skákmenn aðrir. ... Ég held, að Spasski sé dálitið þreyttur á titlinum og leiki þvi ekki eins vel og hann gerði, með- an hann sóttist eftir honum. Fischer hefur ekki teflt eins vel eftir 10. skákina, og held ég, að þvi valdi vonbrigði hans með málsókn Chester Fox og viðtökur mótmæla hans sjálf”, sagði dr. Euwe forseti Alþjóðaskáksam- bandsins. — HH. Horfast aldrei í augu Það liaia rnargir tekið eftir þvi sem fylgzt hafa með skákeinviginu i Höll- inni að Fischer og Spasski horfast aldrei i augu þegar þeir heilsast. Þessar myndir bera það glöggt með sér og getur þá fólk imyndað sér að ekki er nú vinskapurinn upp á marga fiskana.... Síld er við Norðurland — en þorsk- og ýsuklak virðist hafa misfarizt í ár „Þorsk- og ýsuklak virð- ist hafa misfarizt að veru- legu leyti i ár. Við fundum engan þorsk fyrr en kom austur á Skjálfanda og í Axarfjörð", sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur en hann var leiðangurs- stjóri i rannsóknarferð Árna Friðrikssonar, sem nýlega er afstaðin. „ .Magbi Hjálmar að ekki væri auðvelt að skýra, hverju sætti þetta þorskleysi. ,,Það er margt sem getur valdiö þvi að klak mis- ferst. Dreifingin á seiðunum var t.d. allt önnur nú en undanfarin ár, þau hafa lent bæði noröar og austar en áður”. Sagði Hjálmar að i rannsóknar- leiðangrinum hefðu þeir fundið smásild inni i nokkrum fjörðum, Hvalfirði hér vestan lands, Eyja- firði, Skjálfanda og Axarfirði. ,,Og viö höfum haft spurnir af smásild i Skagafirði og Stein- grimsfirði”, sagði Hjálmar, ..hvergi mun reyndar vera um verulegt magn að ræða”, en Hjálmar taldi þó, að þessi sild, sem vart var við, gæti þakkað til- veru sina þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að vernda sildarstofninn hér við land. „Loðnuklak virðist hafa tekizt mjög vel, og einnig fundum við mjög mikið af karfaseiðum i haf- inu á milli islands og Grænlands. Þá urðum við og varir við talsvert af grálúðu — þótt ekki sé hægt að draga neinar beinar ályktanir af þvi um grálúðumagn hér við land”. Visir hefur heyrt sjómenn og aðra halda á loft þeirri kenningu, að það haldist i hendur, þorsk- leysi fyrir Norðurlandi og sild. Þ.e. að þegar sildin sé á þeim slóðum hverfi þorskurinn og öf- ugt. Hjálmar fullyrti að þorsk- leysi væri alls ekki hægt að setja á nokkurn hátt i sambandi við sild. - GG Skákfrímerkið senn á þrotum „Við reiknum mcð þvi, að skák- frimerkið dugi út einvigið — en það hefur verið gifurleg sala i þvi, scrstaklega i Höllinni. En þau eru ennþá til úl um allt land. Auðvitað er farið að ganga á birgðirnar, en viö búumst fast- lega við þvi að ekki komi til þess að það seljist upp áður en einvig- inu lýkur.” Þetta sagði Matthias Guðmundsson, póstmeistari i Reykjavik, þegar Visir talaði við hann i morgun um söluna á skák- frimerkinu. Eins og fram hefur komið hér i blaðinu þá telja fri- merkjasafnarar upplag fri- merkisins vera um tvær milljónir en póststjórnin hefur fyrir sið að gefa ekki upp birgðir frimerkja sinna, svo það eru þvi getgátur einar hve magnið er mikið. GF Stal 17 þús krónum og skildi eftir 10 þús. kr. Honum hefur ekki verið alls góðs varnað, þjófnuin, sem fór inn i mannlausa ibúð við öldu- götu i gær og stal þar kr. 17000 i pcningum, sem hann fann i skattholi i ibúðinni. Að minnsta kosti skildi hann cftir 10000 krónur, fyrir mat og mjólk. 10 þúsund krónu’rnar voru þó i sömu skúffu og 17 þúsundin, en hvort hann lét sér ekki detta i hug að leita að mciru, cða blöskraði svo há upphæð sem 27 þúsund krónur, eða vildi ekki alveg rýja eigend- urna inn að skinninu — þá gerði hann sig ánægðan með 17 þúsundin og skildi hitt eftir. — GP SIMRAD 25 Og SIMRAD er 19 ára á íslandi. SIMRAD fiskileitartækin hafa á þessu timabili átt verulegan þátt I að byggja upp skipastól okkar eins og hann er í dag. Og nú hefst nýr sögukafli fyrsti september þegar fiskveiðilögsagan verður færð út I 50 sjómflur. Og áfram getum við treyst SIMRAD-tækjunum við fiskileit. í tilefni 25 ára timamóta fyrirtækisins voru sýndar 12 nýjar gerðir fiskileit- artækja frá SIMRAD á sýningunni i Þrándheimi í ágúst siðastliðnum. óra SIMRAD Hönnunarkostnaður við þetta tiltak varð 135 miljónir króna, en árangur- inn er undraverður bæði i verði og tæknifullkomnun, fyrir allar stærðir fiskiskipa. j SIMRAD umboðið j } Brœðraborgarstíg 1. | j Símar 14135 og 14340. ( Friðrik A. Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.