Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 1
(>2. árg. — Mánudagur 2. október 1972 — 224. tbl. Hjalti var Hjalti Einarsson var kóngurinn i íslenzka Olympiuliðinu í gærkvöldi og með glæsimarkvörzlu lagði hann grunninn að góðum sigri liðsins gegn þýzka meistaraliðinu Göppingen. Lokatölur kóngurinn! urðu 22:16 og i 23 min. í fyrri hálfleik tókst þýzkum ekki að skora mark. Það var mikið um að vera á íþróttasviðinu um helgina og við segjum frá þvi i blaðinu i dag. Sjá iþróttir bls. 12,13,og 14. Bílakóngar án bílastœða- vandamála Okrýndir bilakóngar á is- landi eru Rangæingar, sem hafa :m bifreið á hverja 1000 ibúa syslunnar. Reykviking- ar eru fjarri þvi að ná Rang- æinguni i bifreiðaeign. En hverjir skyldu vera lægstir allra i bilaeigninni? — Sjá bls. 2. ★ Brezko olíulögsagan er 100 mílur eða meira Bretar vilja ekki vera jafn háðir arabalöndunum og þeir liafa verið með oliu undanfarin ár. Og nú sjá þeir fram á að geta orðið sjálfum scr nógir um oliu, a.m.k. að mestu lcyti. Þeir vinna oliu i Norðursjó þar sem Bretar og Norömenn hafa tileinkað sér svæði og fært landhelgina út „einhliða” um 100 milur eða meira. — Sjá bls. 6. ★ Flokksþing SFV: Ekki sameining að splundra eigin flokki — Sjá baksíðu ★. Eitt tonn af kristal og gulli - Fá- tœkt og eymd - Sjá bls. 10 ★ Barnaverndar- nefnd svarað — sjá bls. 6 Tólf milljónir og 330 þúsund krónur munu að öllum likindum fara í súg- inn núna í október. Og af þeim munum við aldrei sjó eyri aftur. Það fer allt beinustu leið til glötunar- innar. Hvaða peningar eru þetta? Það eru okkar peningar, sem þannig verður kastað á glæ í .....ÁREKSTR- UM. Meðaltjón hvers árekstrar var áætlað i fyrra um 13 þús- undir króna, en að margra mati var þaö alltof lág upphæð miðað við raunverulegt tjón, sem hlýzt af hverjum árekstri. Þessi upp- hæð byggðist á útreikningum tryggingarfélaga á tjónum, sem þau höfðu bætt vegna ábyrgðar- trygginganna, en þar er yfirleitt ANNAR AÐILINN i sök, eða þá að sök skiptist á BÁÐA AÐILA, svo að það er varla nema helmingurinn af tjóninu, sem er bættur (ef reiknað er með þvi að báðar bifreiðarnar skemmist jafnmikið i sama árekstrinum). Með tilliti til þess má tvöfalda meðal ábyrgðartjónið, (13 þús kr. á hvorn bil) og bæta 20% of- an á það vegna verðlagsbreyt- inga, sem hafa orðið siðan i fyrra, til þess að finna meðal- tjón hvers áreksturs i dag. Og útkoman er sú, að i súginn fari i hverjum árekstri að meðaltali kr. 31 þúsund. Á sama hátt má finna út, hvert meðaltjónið er, ef slys verður i árekstrinum, þar sem við bætist lækniskostnaður, sjúkralega, vinnutap o.fl. Meðal slysatjón i dag verður þá áætlað um kr. 165 þúsund. Það hefur verið áætlað að heildartjón árekstra i fyrra hafi numið 560 milljónum króna hér i landi. Með þvi að gera ráð fyrir fjölgun bila, sem siðan hefur orðið, og hækkun á verðlagi, þá verður áætlað heildartjón af árekstrum á þessu ári 700-750 milljónir króna. Og með þvi að gera ráð fyrir 31 þús. kr. meðaltjóni i hverjum árekstri, má búast við þvi að 12 milljónir og 330 þúsund krónur fari til spillis núna i október, hættulegasta mánuði umferöar- innar, þar sem ætla má, að verði 398 árekstrar á næstu 30 dögum. En sjá nánar um það á bls. 3. —GP Nýjar uppskriftir að slátrinu Það er hætt við þvi að nýju eldhúsinnréttingarnar séu ekkert sérlega finar þessa dagana, a.m.k. ekki ef heimilisfólkið er i slátur- gerð. Þá gengur allt af göfl- unum meöan unnið er við slátrið. INN-siðan fór á stúfana fyrir helgina og heimsótti námsmeyjar i hús- mæðrakennaraskólanum, sem einmitt voru i slátur- gerð. Þær gáfu okkur ýmsar nytsainar upplýsingar og uppskriftir. — Sjá bls. 8 Sá stutti á myndinni var i sláturveizlu vestur á Seltjarnarncsi, — og greinilcga undi hann sér vel þar sem hann var að berjast við blóð- mörshitana, sem vildu falla út af disknum (Ljósmynd Vfsis) MET í GJALDEYRISSJÓÐNUM - Sjá bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.