Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 14
14
Visir Mánudagur 2. október 1972.
ÍMT
mSLm
magagmgr
/éÉm
'
SSfc&í-ÍáS :
Fyrsti tapleikur Leeds Utd.
á heimavelli í átján mánuði
— og Liverpool heldur forustu í 1. deildinni á betra markahlutfalli en Arsenal
Eftir aö hafa ekki tapaö
leik i um 18 mánuöi á
heimavelli — eöa siðan i
april i fyrra — beið Leeds
loks lægri hlut frammi
fyrir áhorfendum sinum á
Elland Road, og þaö var
þungbært tap fyrir Leeds-
ara, tap fyrir efsta liöinu i
1. deild, Liverpool. Þetta
var bráðskemmtilegur
leikur stórgóöra liöa, en
mistök Jackie „gamla"
Charlton í siðari hálfleik
geröu það aö verkum, að
Liverpool hrifsaöi til sín
bæöi stigin i þessum þýö-
ingarmikla leik. Þaö
verður erfitt fyrir önnur
liö aö stöðva sígurgöngu
Liverpool á þessu leik-
tímabili — þaö er ekki
veikur hlekkur i liðinu, og
auk þess á Liverpool 2-3
leikmenn, sem gefa þeim
i aðalliðinu ekkert eftir.
<>g það var einn þeirra, sem
lagói drög að sigri Liverpool á
laugardaginn, l’hil Iloersma,
sem leikiö hefur siðustu leikina
vegna meiðsla .John Toshack.
Lað var Boersma, sem skoraði
sigurmarkið eltir mistök Charl-
ton og hann halði einnig lagt upp
jölnunarmark I.iverpool, Leikir
hans undanfarið hafa verið svo
góðir, að erlitt verður fyrir
welska landsliðsmanninn Tos-
hack að vinna sa'ti sitt aflur.
Leeds byrjaði mun betur i
leiknum á laugardag og sótti
miklu meira allan fyrri hálfleik-
inn. Miðherjinn Mike Jones
skoraði skemmtilegt mark á 21.
min. kaslaði sér upp og
spyrnli knettinum yfir höfuð sér
i markið. Liverpool tókst að
jalna tiu minútum siðar. þegar
miðviirðurinn stóri, Larry
Lloyd. skallaði i mark fyrirgjöf
Boersma.
i siðari hálfleik náðu leik-
menn Liverpool yfirhöndinni og
Joe Hoyle skallaöi glæsilega i mark hjá Newcastle á laugardag og hefur skorað mikið af mörkum I
haust.
langtimum saman varð Leeds
að verjast og sigurmarkið
kom, þegar Jackie Charlton
mistókst að hreinsa i auðveldri
stöðu - Boersma náði knettin-
um og skoraði.
Kn áður en lengra er haldið
skulum við lita á úrslitin á is-
len/.ka getraunaseðlinum.
lArsenal Southampton 1-0
2Coventry Chelsea 1-3
2C.Palace - Norwich 0-2
1 Derby-Tottenham 2-1
I Kverton - Newcastle 3-1
2Ipswich Leicester 0-2
2 Leeds
1 Manch
Liverpool
City WBA
l Sheff. Utd. —Man. Utd. 1-0
1 West Ham — Birmingham 2-0
1 Wolves — Stoke 5-3
1 QPR — Cardiff 3-0
Dýrlingarnir pökkuðu vitateig
sinn gegn Arsenal i Lundúnum
- leik, sem Vikingar horfðu á —
og The Gunners tókst ekki að
brjóta niður varnarvegginn fyrr
en George Graham kom inn fyr-
ir Ray Kennedy á 63 min. Aðeins
siðar fékk Arsenal hornspyrnu
Kric Martin varði þá vel i
horn frá Charlie George — og
tókst Graham þá að skora. i
fyrra kom George Graham eitt
sinn inn sem varamaður gegn
t'essi mynd var tekin, þegar efstu liðin Arsenal og Liverpool mættust á Highbury á dögúnum og
leiknum lauk án þess að mark væri skorað. Þaö er Peter Marinello, Arsenal, sem hefur spyrnt
knettinum framhjá Larry Lioyd, miðverði Liverpool, en á laugardaginn skoraði miðvörðurinn fyrra
mark liðs sfns gegn Leeds.
Liverpool og skoraði þá tvö
mörk — honum virðist lika illa
að vera settur úr liðinu, enda
kemur það sjaldan fyrir.
Tvö mörk siðustu sjö
minúturnar færðu Everton sig-
ur gegn Newcastle — fyrsti sig-
ur liðsins i hálfan mánuð. Jafn-
tefli var i leikhléi 1-1. John Con-
olly skoraði fyrir Everton á 9.
min., en Stewart Barrowclough
jafnaði á 26-min. eftir mistök
* varnarmanns Everton, Steve
Sergeant. En tvö skallamörk
gáfu, sigurinn. Joe Royle skall-
aði knöttinn i mark á 83.min. og
fjórum min. siðar var David
Johnson á ferðinni og skallaði i
mark 3ja mark Everton. New-
castle lék án Malcolm McDon-
ald, hins mikla markaskorara.
John Richards skoraði þrennu
fyrir Ulfana og var hetjan i
markaleik i Wolverhampton,
þar sem heimaliðið sigraði með
5-3. Geoff Hurst skoraði fyrsta
markið — Stoke fékk viti á 3
min. og Hurst sendi knöttinn i
markið. Richard jafnaði á 13
min. og Derek Dougan náði
'forustu fyrir Úlfana á 22.min,
Jimmy Greenhoff jafnaði fyrir
Stoke tveimur min. siðar og
þannig stóð þar til á 66,min. að
Richardskom Úlfunum i 3-2. En
leikmenn Stoke voru ekki á þvi
að gefa eftir — þeim tókst strax
að jafna og var Alan Bloor þar
að verki. En siðustu átta min.
leiksins tókst Úlfunum tvivegis
að skora — Danny Heagan og
Richards — og tryggja sigurinn.
En gengur allt á atturtotunum
hjá Manch. Utd. Leikmönnum
liðsins tókst að halda framherj-
um Sheff. Utd. i skefjum þar til
tvær minútur voru eftir — þá
skoraði Alan Woodward úr vita-
spyrnu fyrir heimaliðið. Vita-
spyrnudómurinn var byggður á
þvi, að varnarmaðurinn John
Donald hefði bakkað á einn leik-
mann Sheffields, þegar horn-
spyrna var tekin.
West Ham sótti mjög gegn
Birmingham. en tókst þó ekki
að skora nema tvö mörk. Billy
Bond skoraði þegar á 3ju
minútu- og Bermundasverting-
inn Clyde Best hiö siðara á 67-
min. Markvörður Birmingham,
Dave Latchford, hafði mikið að
gera i leiknum og varði oft
glæsilega.
Manch. City komst af botnin-
um með sigri gegn WBA og
sigurmarkið skoraði Francis
Lee úr vitaspyrnu. Tommy
Booth skoraði fyrra markið fyr-
ir Manch. City, en Brown jafn-
aði fyrir WBA. Crystal Palace
tapaði enn einu sinni og nú á
heimavelli fyrir Norwich. Þeir
Bone og Patton skoruðu mörkin,
en aðeins einn af nýju mönnun-
um, sem Palace keypti i vik-
unni, lék með — varnarmaður-
inn Ian Phillips.
Það voru mikil slagsmál i Ips-
wich bæði á áhorfendapöllum og
leikvelli. Ipswich tapaði annan
laugardaginn i röð og það var
fyrst og fremst snilldarleikur
Peter Shilton i marki Leicester,
sem var ástæðan fyrir tapinu á
laugardag. Það var sama
hvernig leikmenn Ipswich
reyndu — Peter varði allt, og
svo skoruðu þeir Glover og
P’arrington fyrir Leicester, sem
þar með hlaut tvö dýrmæt stig.
Derby tókst að vinna Totten-
ham og var það ekki beint sann-
gjarnt eftir gangi leiksins.
Tottenham hefði verðskuldað
jafntefliað minnsta kosti. Hect-
or skoraði fyrsta markið fyrir
Derby á 46. min., en aðeins
þremur min. siðar jafnaði Steve
Perryman fyrir Spurs. Og þann-
ig stóð þar til nokkrar sekúndur
voru eftir, að dómarinn dæmdi
vitaspyrnu á Tottenham og Hin-
ton skoraði úr henni. Þetta var
mjög strangur dómur og leik-
menn Tottenham mótmæltu
ákaft. Það varð aðeins til þess
að tveir þeirra voru bókaðir —
og tveir höfðu áður verið bókað-
ir i leiknum.
Liverpool
Arsenal
Everton
Tottenham
Wolves
Chelsea
Leeds
Ipswich
Sheff.Utd.
Norwich
West Ham
Newcastle
Southampton
Derby
W.B.A.
Leicester
Birmingham
Manch. City
C. Palace
Stoke
Coventry
Manch. Utd.
I 2. deild sigraði Aston Villa
Millvall með 1:0 og hefur enn
forustu i deildinni ásamt Sheff.
Wed., sem gerði jafntefli upp
við landamæri Skotlands við
Carlisle 1-1. Mesta athygli i
deildinni vakti þó stórsigur
Sunderland gegn Nottm. Forest
4-1 — sigur, sem þó var alltof lit-
ill eftir gangi leiksins.
Á Skotlandi tapaði Rangers
enn — og nú fyrir Kilmarnock,
sem þar með vann sinn fyrsta
sigur. Rangers hefur aðeins
fjögur stig af 10 mögulegum, en
efst eru Aberdeen, Celtic,
Hibernian og Dundee Utd. öll
með átta stig.
11 7 2 2 24-12 16
12 6 4 2 17-9 16
11 6 3 2 14-8 15
11 6 2 3 14-10 14
11 6 2 3 24-20 14
11 5 3 3 18-14 13
11 5 3 3 18-15 13
11 5 3 3 15-13 13
11 5 3 3 14-15 13
11 5 3 3 12-14 13
11 5 2 4 19-13 12
11 5 1 5 18-17 11
11 3 4 4 9-10 10
11 4 2 5 9-12 10
11 3 3 5 9-12 9
11 2 4 5 12-17 8
12 3 2 6 15-21 8
11 4 0 7 11-18 8
11 2 4 5 7-14 8
11 2 3 6 16-20 7
11 2 3 6 7-14 7
11 1 4 6 7-13 6