Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 5
Yisir Mánudagur 2. október 1972.
5
í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN ÚTLÖND
Brezkir kratar stökkva
Mikill klofningur í flokknum á þinginu
í Blackpool
til
vinstri
Verkamannaflokkurinn
brezki færðist snögglega
til vinstri í gær, þegar
framkvæmdanefnd flokks
ins hélt fund til'
undirbúnings flokksþingi.
Þar voru gerðar sam-
þykktir, sem brjóta í bága
við fyrri stefnu flokksins
gagnvart bandamönnum
Breta i Evrópu og Norður-
Ameríku.
Samþykkt var i nefndinni að
krefjast lokunar kjarnorkuher-
stöðva Bandarikjanna i Bret-
landi. Einnig var samþykkt að
taka til endurskoðunar aðild
Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu. þegar Verkamanna-
flokkurinn kæmist aftur til
valda i landinu, og setja geysi-
hörð skilyrði fyrir áfram-
haldandi setu i bandalaginu.
Um tima var hermt, að
nefndin hefði á fimm klukku-
stunda fundi ákveðið að mæla
með þvi, að flokkurinn stefndi
að hlutleysi Bretlands og úrsögn
úr Atlantshafsbandalaginu.
Talsmaður flokksins bar þetta
siðan til baka og sagði, að til-
laga um slikt efni hefði verið
felld.
Raunin var sú, að bæði i
málefnum Efnahags- og
Atlantshafsbandalagsins voru
felldar tillögur, sem gengu mun
lengra, með aðeins eins at-
kvæðis mun. Tillögurnar gengu
út á skilyrðislausa úrsögn úr
Efnahagsbandalaginu og einnig
úr Atlantshafsbandalaginu.
Það sem bjargaði ráðamönn-
um flokksins á siðustu stundu,
var stuðningur Roy Jenkins,
fyrrum ef naha gsrá ðherra
flokksins, sem er leiðtogi hægri
arms flokksins. Hann hvarf frá
stuðningi sinum við Efnahags-
bandalagið og studdi tillögu
flokksleiðtoganna um ströng
skilyrði fyrir áframhaldandi
setu i bandalaginu.
Taliðerað klofningurinn, sem
nú er kominn i Verkamanna-
flokkinn, svo og vinstri stefnu-
breyting hans, muni freista
Heath forsætisráðherra að efna
fljótlega til kosninga til að auka
meirihluta sinn i þinginu.
Wilson með harðari vinstri stefnu
Sovétlýðveldin:
Flokksformenn fjúka
Formaður kommúnistaflokks
sovézka lýðveldisins Georgiu,
öðru nafni Grúsiu, hefur verið
látinn hætta störfum. i stað hans
kom óþekktur flokksmaður, sem
starfað hefur i lcynilögreglunni.
Vasily P. Mzhavanadzesagði af
sér að eigin ósk., að þvi er
Moskvublaðið Pravda segir. Hinn
nýi flokksformaður i Grúsiu er
Edward A. Shevardnadze, er
áður var yfirmaður leyniþjónustu
lýðveldisins. Sem slikur var hann
litt kunnur og var ekki einu sinni
i miðstjórn flokksins.
Mzhavanadze hefur verið gagn-
rýndur harðlega fyrir slæma
flokksstjórn, mútur, þjófnað og
margt fleira./Sá, sem gróf upp
þessi hneykslimál, er einmitt
erfingi hans i forrhannsstöðunni.
Þessi hreinsun minnir á afsögn
flokksformannsins i sovétlýð-
veldinu Úkraniu, Pyotr Shelest,
sem fór fram með svipuðum hætti
fyrir nokkru. Búizt er við þvi, að
báðir menn hverfi sem varamenn
úr miðstjórn kommúnistaflokks
Sovétrikjanna, þegar hún kemur
saman innan tiðar. Ennfremurer
reiknað með, að Berzhnev flokks-
foringi láti trygga stuðnings-
menn sina fylla sæti þeirra
Mzhavanadze og Shelest.
Hinn sögulegi fundur Maós formanns og Tanaka, hins nýja forsætisráð-
herra Japans. Þessi tvö fjanésamlegu stórveldi Austur-Asiu ætla nú
að sættast og taka upp friðsamlegt samstarf á kostnað þjóðernissinna
á Formósu og Sovétríkjanna.
RÚSSAR REIÐIR
JAPÖNUM FYRIR
AMIN NEITAR
FRAMLENGJA
SAMNINGAVIÐ KÍNA
Hið nýgerða samkomulag
Japana og Kinverja um stjórn-
málasamband og viðskipti hefur
ekki aðeins komið illa við stjórn
þjóðernissinna á Formósu. Leið-
togar Sovétríkjanna eru sagðir
ákaflega óánægðir með þetta
samkomulag.
Efnahagsbandalag
Mið-Ameríku
í erfiðleikum
Jose Figueres, forseti Costa
Rica, sagði i dag að Costa Rica
mundi tilkynna næstkomandi
laugardag skilyrði þess að hefja
aftur tollfrjáls viðskipti við önnur
mið-Amerikurfki. Ekki er talið að
Costa Rica muni segja sig alger-
lega úr efnahagsbandalögum
mið-Ameriku en mögulegt er að
kröfur þess yrðu hinum banda-
lagsrikjunum ofviða.
Tollfrjáls viðskipti milli Costa
Rica og annarra bandalagsrikja,
Nicaragua, Guatemala og EÍ
Salvador féllu niður 5. september
þegar Costa Rica hækkaði gengið
fyrir útflutningsvörur.
Ráðamenn miðbanka Costa
Rica kváðust ekki geta haft við-
skipti lengur á núverandi gengi
vegna gjaldeyrisskorts, sem
stjórnin telur að stafi af óhag-
stæðum viðskiptum við hin
bandalagsrikin.
Af stjórnmálalegum ástæöum er
gengisfelling þó talin ólikleg.
Opinberlega geta þeir litið gert,
þvi að andmæli af þeirra hálfu
yrðu túlkuð sem hjálp við
þjóðernissinnastjórnina á For-
mósu. En óánægjan skin i gegn i
dagblaðinu Izvestia. Þar var
þurrlega sagt frá heimsókn
Tanake, japanska forsætisráð-
herrans, til Kina og vitnað i
vestrænt blað, sem skrifaði:
„Hvers vegna liggur Peking
svona mikið á að taka á móti
Tanaka”. Hins vegar svaraði
Izvestia ekki spurningunni.
Sovétleiðtogarnir eru sagðir
hafa sérstakar áhyggjur af
sjöunda tölulið i samkomulagi
Kina og Japans. Þar segir, að
bæði rikin skuli vera á móti til-
raunum rikja til að auka áhirf sin
i Austur-Asiu.
Einnig þykir Sovétmönnum
miður, að viðskipti Japana skuli
nú beinast til Kina. Aður höfðu
fariö fram viðræður um, að
Japanir aðstoðuðu Sovétmenn við
að nýta auðæfi jarðar i Siberiu.
Nú er búizt við, að dráttur verði á
sliku samstarfi. Loks óttast
Sovétmenn, að tækniaðstoð
Japana muni lyfta Kinverjum
hernaðarlega og minnka þann
mun, sem nú er á hernaðarlegum
styrk Sovétrfkjanna og Kina.
Margt hefur þvi breytzt i heimin-
um. Brezhnev og Sjang Kai Sjek
eru saman i fýlu, en Nixon og
Tanaka brosa sem bliöast framan
i Maó formann.
Idi Amin, forseti úganda,
sagöi í gær aö hann mundi
ekki framlengja brott-
rekstrartíma Asiubúa í
Úganda sem eru ekki
þegnar Úganda.
I’réttir herma að Moutu-sese
Seko, forseti Zaire (fyrrum
Kongó), nágrannarikis Úganda,
hafi reynt að fá Amin til að milda
afstöðu sina gagnvart Asiubúum.
Amin sagöi að fólk yrði að skilja
tilfinningar Úgandabúa i þessu
máli. Þess lengur sem Asiu-
búarnir verða hér, sagði Amin,
þess hættulegra verður það fyrir
Úganda, vegna þess að Bretland
mun halda áfram að krefjast þess
réttar sins að senda hermenn inn i
landið til að vernda þegna sina.
Bretland, hélt Amin áfram, hefur
ekki gefizt upp á þvi að nota ein-
hvern fyrirslátt til að geta sent
hermenn til Úganda.
waw?- * - r.. 'isœmá íl&zj 'sr,■ tea
A landamærum Úganda og Tanzaniu. Forseti, Úganda, Idi Amin heimsækir hermenn á landamærum
Úganda og Tanzaniu, þar sem harðir bardagar geysuðu siðustu vikur.