Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 11
Vísir Mánudagur 2. október 1972. 11 Heppnissigur Skagomanna gegn Þrótti Akúrnesingar eru komnir i 2. umferð Bikarkeppni KSÍ eftir heppnissigur gegn Þrótti á Mela- vellinum á laugardag. Þróttur átti meira í leiknum — en leikmenn liðsins voru klaufar við markið — og Teitur Þórðarson gerði svo út um leikinn með tveim góðum mörkum i síðari hálfleik eftir að Þróttur hafði jafnað i 1-1 i byrjun hálf- leiksins. Sigurinn var þvi 3-1 og gefur þa6 litið til kynna um gang leiks- ins. Þar kom 2. deildarlið Þróttar vissulega á óvart og lék betur en hinir kunnu mótherjar þeirra. En lánið var ekki með Þrótturum — hins vegar lék það við Skaga- menn! Fyrsta mark leiksins er gott dæmi um það. Þröstur Stefáns- son, hinn trausti miðvörður Akraness, var með knöttinn rétt fyrír framan miðju á 34.min — hugðist spyrna inn i vitateiginn, en knötturinn stefndi i markið og markvörður Þróttar missti hann gegnum hendur sér i markið!!! Ljótt mark það i þýðingar- miklum leik. Þegar 10 min. voru af siðari hálfleik tókst Þrótti loks að jafna. Sverrir Brynjólfsson komst þá einn innfyrir vörn Skagamanna og skoraði örugglega. Loksins var jafnræði og það verðskuldað. En Þróttarar ætluðu sér of mik- ið og gættu þvi ekki að vörninni sem skyldi. Þannig fékk Teitur knöttinn á miðjum velli á 27. min. hljóp af sér alla vörn, sem hafði hætt sér of framarlega, og skoraöi annað mark Skaga- manna. Tiu min. siðar var Teitur svo aftur á ferðinni og skoraði 3ja markið — það má þvi segja að einstaklingsframtak hans hafð fleytt Skagamönnum yfir þessa hindrun. Skagaliðið var heldur sviplaust i þessum leik — enda vantar enn marga þekktustu menn liðsins, sem litið hafa verið með i sumar vegna meiðsla. Þróttarliðið kom vissulega á óvart með leik sinum, — en hafði ekki árangur sem erfiði. Nú er aðeins einn leikur eftir i 1 umferðinni — milli Ármanns og Vals. i aðra umferð hafa komizt FH, Vikingur, Haukar, Vest- mannaeyingar, Keflvikingar, KR og Akurnesingar — og sennilega bætast Valsmenn við. Enn eru þvi margir leikir eftir og vafasamt, að Bikarkeppninni ljúki i þessum mánuði. Tékkar vilja keppa hér við ísl. júdómenn Júdófélag Reykjavikur liefur borizt athyglisvert boð frá Tékkóslóvakiu um gagn- kvæm heimboð júdómanna. Tckkar bjóðast til að senda hingað 12 manna keppnislið gegn þvi, að Júdófélagið sjái um uppihald þess hér i nokkra daga, og siðar fari svo liéðan álika hópur til Tékkóslóvakiu. Boð þetta er hið athyglisverðasta og hið fyrsta, sem islenzkum júdó- mönnum berst um gagn- kvæm hcimboð mcð við- ráðanlcgum koslnaði. Fram lil þessa hafa is- lenz.kir júdómenn aðeins tek- ið þátt i tvcimur alþjóðlegum mótum — tvcir kepptu á Noröurlandamóti 19(>8, og þrir á EM 197(1. Ucr hcima hcfur aðeins einu sinni farið fram júdókeppni með er- lendri þáttlöku — tveir Skot- ar kepptu hcr. Vetrarstarfsemi Júdó- félagsins hcfst i dag. Kennt verður i þrcmur byrjenda- flokkuin — og sérstök áhcrzla vcrður lög á þjálfun keppnismanna þvi mikið verður um að vera í þessari iþrótlagrein i vetur. Aðal- þjálfari félagsins verður Nohuaki Yamamoto, 5. dan Kodokan. V Þröstur Stefánsson, landsliðs- miðvörðurinn i Skagaliðinu, gerði sér litið fyrir og sendi knöttinn i mark Þróttar af 40 metra færi. Ljósmynd BB. POPhúsið Grettisgötu 46 • Reykjavík • ® 25580 GERIÐ REYFARAKAUP Á í MORGUN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.