Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 16
16 Hljódfœrahus Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 Þér lærió nýtt tungumál á 60 tfmum! Linguaphone lykillinn að nýjum heimi Veró aóeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILMAIAR Tungumálanáimiwið á hljámplölum eða segulböndum: ENSKA. ÞVZKA. FRANSKA. SPANSKA. PORTUGALSKA. (TALSKA, DANSKA. SÆNSKA, NORSKA. FINNSKA. RÚSSNESKA. GRlSKA. JAPANSKA o. fl. VÍSIR Blaðburðarbörn óskast Rauðalœk og Hlíðarveg Kópavogi Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna. VÍSIR Hverfisgötu 32 Simi 86611. Vísir Mánudagur 2. október 1972. —Keyndu ekki að telja mér trú um. rétt einu sinni enn, að þú liafir veitt skrifstofustelpunum kauphækkun. —i dag leiðrétti kennarinn allan þanu misskilning, sem þú hefur staðið i trú um varðandi storkinn og það allt! — Ilann má alls ekki vera dvrari en I0U0 kall! — Já, en finnst þer það þó ekki gleðilegt, aö ég skuli hafa unnið þig aftur. Jónina min? „MACBETH” OG NÚ „NAKTI APINN” Hugh Hefner, kaninubóndi og útgefandi karlaritsins Playboy, heillaðist svo gjörsamlega af kvikmyndagerð, þá er hann vann við töku myndar sinnar „Mac- beth” að hann hafði ekki fyrr setið frumsýningu hennar en hann var búinn að hella sér út i gerð næstu kvikmyndar. Það er ekki sfður merkilegur efniviður, sem hann ber i hana, myndin á að bera heitið „Nakti apinn” og vera eins konar mannkynssaga. Aðal- stjarna myndarinnar verður hin nýuppgötvaða kynbomba Vietoria Principal, sem nýverið lék i mynd á móti sjálfum Paul Newman. t myndinni verður að sjálfsögðu æsileg ástarsena eins og við var að búast úr búðum Playboy-kóngsins. t þeim ástar- leik er mótleikari Principal hinn kunni leikari Johnny Crawford. Michael Wilding skilar mömmu stórhýsinu sem við sögðum nýlega frá að hefði séð á bak eiginkonu sinni er hún gerðist leið á villu þeirra og finheitum, hefur nú flutt úr stór- hýsinu sjálfur og sent móður sinni, Elisabetu Taylor leikkonu, lyklana. En húsið var búðkaups- gjöf leikkonunnar til sonarins og frúar hans. Michael kýs heldur að búa i litlum bæ i Wales þar sem litil umferð er og þangað er hann nú fluttur með allt sitt hafurtask — og kona hans komin þangað á eftir honum. — Ég get ekki fellt mig við flott- ræfilsháttinn á mömmu, segir pilturinn. En bætir þvi jafnframt viö. að hún sé þó ætið velkomin i heimsókn til hans. ANTHONY QUINN brá sér i bió fyrir nokkrum dögum og vakti þá sérstaka at- hygli fyrir taugaóstyrk. Övenju- legt er að sjá þann mann óstyrkan á taugum, en i þetta sinn hafði hann sérstaka ástæðu til þess, t myndinni, sem hann var að sjá, „Maðurinn og borgin”, fór 18 ára gömul dóttir hans meö sitt fyrsta kvikmyndahlutverk. En dóttirin, Valentlna, stóð sig með prýði, og karlinn faðir hennar lét ánægju sina óspart i ljós að frumsýningu lokinni. Færði hann dóttur sinni þá viðáttumikinn rósavönd með hamingjuóskum. Roger Moore sem islenzkir sjónvarpsáhorfend- ur hafa endurheimt á skerminn, er tekinn til við að leika i sinni fyrstu James Bond-mynd, en sú heitir „Live an Let Die”. Áður en kvikmyndatakan hófst varð leik- arinn að gera svo vel og fara til hárskera, sem klippti burtu alla lokkana, sem lágu yfir skyrtu- flibbann. „James Bond á sko ekki að vera neinn hippi,” útskýra framleiðendurnir. Myndin hér fyrir ofan sýnir Moore eftir hár- skurðinn. Dean Martin ófrjór ameriski söngvarinn og gleði- maðurinn Dean Martin, sem nú er orðinn 55 ára, tilkynnti vinum sinum og kunningjum nýlega i samkvæmi i Hollywood, að hann væri búinn að láta gera sig ófrjó- an. „Mér finnst rétt að þið fáið að fáið að vita þetta svo þið hættið að spyrja mig stöðugt að þvi hvort við Cathy (Hawn, 24 ára) förum ekki að koma okkur upp barni,” útskýrði Martin. Brigitte Bardot hefur komið sér notalega fyrir i Stokkhólmi ásamt nýjasta vini sinum, Maurice Ronet. Þar hélt hún upp á sinn þritugasta og átt- urtda afmælisdag i siðustu viku, en i Sviðþjóð er verið að gera um þessar mundir nýja kvikmynd með þokkadisinni i aðalhlutverki. Sú mynd á að bera heitið „Svona afvegaleiðir maður karlmann”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.