Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 15

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 15
Vísir Mánudagur 2. október 1972. II Blaðið er myndarlega úr garði gert og prýtt fjölda mynda, sem flestar eru i litum. í blaðinu eru greinar, m.a. spjallað við ómar Ragnarsson sem fræðir lesendur á þvi<að of stórir skammtar náttúrufegurðar fari i magann. Of stórir skammtar af náttúrufegurð fara i magann. Flugfélögin nú til dags sysla við hvaðeina, — lika blaðaútgáfu og nú hefur Flugfélag tsi. sent út sitt fyrsta skemmtirit, Flugtaxa, sem farþegar með vélum félagsins fá ókeypis með sér. Indriði G. Þorsteinss. ræðir um Akureyri, tslandstizkan er kynnt, og Árni Björnsson ræðir um ferðalög hér fyrr á öldum áður en Faxar Flugfélagsins komu til sögunnar, en hinir upphaflegu faxar voru enn við lýði. Myndin okkar er að sjálfsögðu af Ómari Ragnarssyni við stýri flugvélar sinnar og er hún tekin úr Flug- MUNIÐ VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN SIMI 8 6611 faxa, sem kemur einu sinni til tvisvar út á ári. Skipaður i em- bætti landgræðslustjóra Sveinn Runólfsson, búfræði- kandidat var fyrir helgina skipaður til að gegna embætti landgræðslustjóra. Sveinn tók við starfi frá gærdeginum að telja. o llannibal og „hnúturinn” Miklar ýfingar eru meðal starfsmanna pósts og sima út af nýjustu mannaráðningu Hanni- bals Valdimarssonar, samgöngu- málaráðherra, er hann veitti stöðu póst- og simastjóra á Siglu- firði. Var það gengið framhjá manni, sem starfsmannaráð Landssimans hafði mælt með. Ráðherra gaf stjórn Póstmanna- félagsins þær skýringar á veiting- unni ,,að hann hafi þurft að skera á hnútinn”. Hinsvegar segja póst- menn: „Við fáum ekki með nokkru móti séð að um hnút hafi verið að ræða”. Segja þeir jafn- framt að máli þessu sé ekki lokið af hálfu póstmannastéttarinnar og nánar verði tilkynnt um aðgerðir siðar. roSmurbrauðstofan i BJQRNINN Njálsgata 49 Síml 15105 ; ^mw w Hvers Vegna Frystikistu ? Hvers Vegna Electrolux ? % 4 Djúpfrysting er bezta geymsluaSterð a matvælum, sem enn hetur verið fundinn upp. Þér spariS tíma viS innkaup. Þér getiS keypt matvæli langt ' , fram í timann. vaíter Þer ge,is ,ryst ei9in garðuppskeru og matreitt hana á hvaða árstíma sem er. Það er þægilegt að hafa 'fö' matvæli ávallt við hendina. ' v" Þér getið fryst afla úr 'jjgj' veiðiferðum sumarsins. ' i *“ ÞaS sparar peninga, aS kaupa >4' inn í stærri einingum. ' v “ Þér sjáið ekki eftir því aS '•4' kaupa Electrolux, það gera gæSin. CtMtrelux Frystlklsta TC 75 210 lítra, Frystigeta 14,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn (og aðra vökva) sem kemst inn. í frystihólfið. Segullæsing. Fjöð- ur, sem heldur lokinu uppi. Electrolux FrystlkiStaTC 114 310 lítra, Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Electrolux Frystlkista TC 145 410 lítra, Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. EINNIG ER TIL 510 LITRA FRYSTIKISTA Útsölustaðir úti á landi: Akranes: Örin hf., raftækjaverzlun isafjörður: Straumur, raftækjavinnustofa Húsavík: Raftækjavinnustofa Gríms& Árna Siglufjörður: Gestur Fanndal Vestmannaeyjar: Haraldur Eiríksson hf., Keflavík: Stapafell hf. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 8 6112, REYKJAVÍK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.