Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 7
Vísir Mánudagur 2. október 1972. 7 cyyienningarmál Ólafur Jónsson skrifar um tímarit: Þokulúðrarnir talast við Oft er eins og tveir þoku- lúðrar séu að kallast á út í hafsauga, og þá eru það tveir sósialistar, segir Halldór Laxness. Þessi orð gerir Þorsteinn Gylfason að útleggingarefni í ný- útkomnu Tímariti Máls og menningar, svo sjald- gæfum texta á íslenzku sem deilugrein um heim- spekileg efni. Grein Þorsteins, Skemmtilegt er myrkrið nefnist hún, er skrifuð i andsvaraskyni við harð- orðan ritdóm um bók hans, Til- raun um manninn. sem Jóhann Páll Árnason birti áður i tima- ritinu. Þetta kann að sýnast ójafn leikur. Hvað sem liður öllum verðleikum Jóhanns Páls slær einattá mál hans i umgetnum rit- dómi kynlegum myrkva, bæði á hugsunarhátt og orðfæri — sem Þorsteini Gylfasyni veitist ofur- auðvelt að gera að gabb og háð. Sjálfur skrifar hann ekki aðeins af lærdómsiþrótt, með stuðningi við ótalda ,,autores”, heldur er grein hans fyrst og siðast ljós og læsileg, samin með skerpu og fyndni sem gerir hana að skemmtilestri, einnig fyrir leik- menn i þessum fræðum. Reyndar vakir annað og meira fyrir höfundi en svara fyrir sig. Ritdóm Jóhanns Páls Arnasonar tekur hann til marks um þýzka frumspekihefð i evrópsku menntalifi sem setji sitt mark og mót á allar skoðanir og mála- fylgju Jóhanns Páls sem og annarra þvilikra marxista. í moldviðrismyrkva þeirra fræða hljóma þokulúðrar sósialismans sem Halldór Laxness gat um. Og Þorsteini er svo sem ljóst að þvilik kappmæli geti alla vega farið. í greinarlokin rifjar hann upp fræga þrætu — sem þeir áttu Magnús konferensráð Stephensen og Snorri prestur á Húsafelli i Brekkukotsannál. Var lengi ósýnt hvor hafa mundi betur unz Stephensen konferensráði tókst að veiða upp „grein nokkra heldur fáheyrða eftir tanna gnjóstinn Abrakadabra sem verið hefur á dogum i Persiu sjö öldum fyrir kristburð”. Þá setti Snorra prest hljóðan við og tók það ráð i staðinn að sýna konferensráðinu sjálft heiviti opið i bæjargilinu á Húsafelli. Nú er bara að biða eftir næsta timaritshefti til að sjá hvort Jóhanni Páli Árnasyni ferst jafn snöfurmannlega að retta sinn hlut. Eftir grein Þorsteins Gylfa- sonar um uppskafning, lágkúru og ruglandi þýzkrar frumspeki er fjarska uppbyggilegt að lesa inn- gangsritgerð timaritsins um kvenfrelsismálin. Bylting sem ekki sér fyrir endann á, eftir Juliet Mitchell, hvaða kvenmaður sem það nú annars er. Þar er lýst harðsnúnum fræðum á þýzka visu: ,,Marx leit ekki á frelsun kon- unnar einungis sem frelsi, er fæli i sér aukinn mannlegleika i þeim þegnlega skilningi, að hið mennska yrði ómennskri grimmd yfirsterkara, heldur taldi hann innsta kjarna málsins telast i upprætingu hins dýrslega fyrir tilverknað hins mannlega, i menningarframvindu á kostnað upprunaleikans”. En einnig birtist þar praktisk lifspeki: ,,Það er altæk og ótimabundin staðreynd að konan gengur með og elur börnin. Af þessu leiðireðli málsins samkvæmt, að ekki virðist unnt að beita hinni sögu- legu rannsóknaraðferð marx ismans á þetta fyrirbæri. Það hefur svo aftur augljóslega i för með sér, að fjölskyldan muni sem slik verða til alltaf og alls staðar, jafnvel þótt hún taki á sig ýmsar myndir..” Liklega er það ekki nema von þótt fjölskyldulif verða eins og hálf-dularfullt samkvæmt þessum fræðum. Enda er þess getið um frjálslega hjúskaparlög- gjöf i Sovétrikjunum á 3ja áratug aldarinnár að „þessi ákvæði gerðu hjónabandið i reynd að marklausri stofnun". Aftur á móti segir, nokkrum blaðsiðum siðar, að frjálslyndi i hjúskapar- málum i borgaralegu þjóðfélagi á okkar timum leiði „vel i ljós hve hjónabandið sem slikt er mikil- væg stofnun”! En áfram skal haldið þótt leiðin sé löng: „Höfuðkeppimarkið i baráttu sósialista á sviði jafnréttis- málanna á ekki að vera að afmá fjölskylduna sem slika, heldur að koma á jafnrétti kynjanna. Náist það keppimark munu afleiðingarn ar ekki verða siður rótnæmar en þær verða jákvæðar og áþreifanlegar og munu þvi marka söguþróunina sinum rúnum.” Að svo mæltu er vel hægt að skilja og samsinna ályktunar- orðum greinarinnar — allténd fyrri hluta þeirra: „Sú frelsun konunnar, sem sósialisminn á að tryggja, verður ekki afsprengi skynseminnar sér- staklega — heldur eitt af afrekum mannlegs anda á langri vegferð mannkyns frá náttúrlegu sam- félagi til menningar.” Ennfremur er i Timariti Máls og menningar grein um leik- húsmál eftir ameriskan höfund, Eric Bentley. Bréf til imyndaðs leikskálds. Þar er með frenjur til- gerðarlegum hætti rifjuð upp sú góða og gegna skoðun að ritstörf fyrir leikhús séu skáldskapar- verk, bókmenntastarf, og brýnt fyrir mönnum gildi klassiskrar BylUng ■em ekkl aér fyrlr endann á Hlnn lákvaaöl og Hlnn nelkveHM Bkommtllegt er myrkrlO MALS OG____________ MiEISÍlSriJJGAR leikritunar og leikhúsverka öfugt við úrkula raunsæishefð á amer- isku leiksviði. Án bókmennta ekkert leikhús! Þessi visa er sjaldan of oft kveðin, svo gjarnt sem leikhúsfólki er að afneita bókmenntalegum bakhjarli leik- hússins sem þeim liklega finnst minnka sig og sin verk. „Þetta er leikhús”, segja menn þá ibyggi- lega, eða: „Þetta er ekki leik- hús”, — og eru aldeilis ekki að tala upp byggingar. En meira gaman væri ef þetta efni væri rætt i timaritinu af islenzkum höfundi, út frá eigin bæjardyrum, kringumstæöum islenzkrar leikritunar og leik- listar. Aðferðin i þetta sinn að efninu minnir dálitið a tilraun Leikfélags Reykjavikur fyrir nokkrum árum til að hefja um- ræður um samskipti leikhúsfólks og gagnrýnenda. Þá voru leikarar settir til að flytja brézkan útvarpsþátt um efnið á sviðinu i Iðnó og stóðu sú skemmtun klukkutimum saman. En þegar henni loksins var lokið var ekkert tóm lengur til að talast við! Með þessu timaritshefti Máls og menningar lýkur 32rum ár- gangi ritsins — árinu 1971. Likast tilrenna brátt áramót upp i koij; tórum ritstjórnarinnar, en enn hefur ekki aukatekið orð komið út af árangnum 1972. Væri nú ekki ráð að reyna að gleyma að það ár hefði nokkurn tima runnið? Með þvi móti væri hægt að byrja 33ja árgang timanlega á nýju ári, 1973, Og þá væru nokkrar likur á þvi að þetta ágæta rit yrði, að minnsta kosti i bili, nokkurn veginn samtiða sjálfu sér. íþróttafélag kvenna Leikfimi hefst i kvöld kl. 8 i Miðbæjar- skólanum. Kennari verður Margrét Gunnarsd. Innritun i sima 14087 og 40067 og i timunum. Stjórnin GOÐUR EIGINMAÐUR GEFUR til nútima matargerðar. í brúnum og rauðum litum. Einnig skálar, sérlega smekklegar, fyrir lauk- súpur og innbakaða rétti. ELDFASTIR POTTAR OG PONNUR gefur konunni sinni þetta um leið og hann kemur heim úr vinnunni i kvöld. NýttmO enn betrn ilmsterkt og bragdgott Fundin hefur verið upp ný og fullkomn- ari aðferð við framleiðsluna á Nescafé sem gerir kaffið enn bragðbetra og hreinna en áður hefur þekkzt. Ilmur og keimur þeirra úrvalsþauna sem nol- aðar eru í Nescafé er nú geymdur i kaffiþrúnum kornum sem leysast upp á stundinni í „ektafínt kaffi" eins og þeir segja sem reynt hafa. Kaupiðglas af nýja Neskaffinu strax i dag. Nescafé Luxus — stórkornótta kaffið i glösunum með gyllta lokinu verður auðvitað til áfram, þvi þeir sem hafa vanizt þvi geta að sjálfsögðu ekki hætt. I. BRYNIOLFSSON & KVflRDN Hafnarstræti 9 Smurbrauðstofan BJÖRIMÍIMN Niólsgata 49 Sími '5105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.