Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 4
Yisir Mánudagur 2. október 1972. Frá sparibauk til spariláns Reglusemi í viðskiptum hefur jafnan veriö leiöin til trausts og álits. Þeir sem temja sér reglusemi í bankaviðskiptum, njóta því trausts bankans umfram aöra. Landsbankinn hefur þess vegna stofnað nýjan flokk sparisjóðsbóka, sem tengdur er rétti til lántöku. Meö þessu veröa banka- viöskipti þeirra, sem temja sér reglubundinn sparnaö, hjá Landsbankanum, auð- veldari en nokkru sinni fyrr. Sparilán er nýr þáttur i þjónustu Landsbankans. Nú geta viðskiptamenn hans safnaö sparifé eftir ákveðnum reglum. Jafnframt öölast þeir'rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar á þarf aö halda. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskipta- vinar hans. Reglulegur sparnaður og reglusemi í. viöskiptum eru einu skilyröin. Þér ákveöiö hve mikið þér viljiö spara mánaðarlega. Eftir umsaminn tíma getiö þér tekið út innstæö- una, ásamt vöxtum, og feng- fengið Sparilán til viöbótar. Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Látiö sparibaukinn og sparisjóðsbókina, sem tengd er rétti til lántöku tryggja fjárhag fjölskyld- unnar. Búiö í haginn fyrir nauösynleg útgjöld síöar meir. Verið viöbúin óvæntum útgjöldum. Kynniö yður þjónustu Landsbankans. Biöjiö bank- ann um bæklinginn um Sparilán. Banki allra landsmanna STÁLVER s.f. Viljum ráða menn til starfa Helst menn vana jármðnaði STÁLVER s.f. Funahöfða 17 (Ártúnshöfða) Simar 30540 og 33270 Kvöldsimi 33767 William Shakespeare efta David Ilaeek? ÚTLÖND í MOR Shake- speare sagður hafa verið njósnari A í rauninni að hafa verið Flœmingi að nafni David Haeck William Shakespeare var ekki enskur. Iieldur flæmskur ujósnari i þjónustu hennar hútignar Klizabetar fyrstu, segir hollen/.ki sagnfræðingur- inn J.W. Bergsneider, sem um þessar mundir er að gcfa út bók um Shakespeare. Samkvæmt kenningum Berg- sneider var Shakespeare sonur auftugs fatakaupmanns i Ant- werpen. Hann á að hafa skipt tima sinum milli leikritunar og njósna fyrir ensku meydrottn- inguna á meginlandi Evrópu. Bergsneider heldur þvi meira að segja fram, að Shakespeare liggi grafinn i kirkju heilagrar guðsmóður i Antwerpen. A meginlandinu gekk Shake- speare undir nafninu David Haeck. Bergsneider skýrir kenningar sinar út frá lausaleiks'barn- eignum föður Shakespeares. sem var giftur Onnu de Carne i Anlwernen. en hélt um tima viö Mary Arden i Stratford-on- Avon i Englandi. A pólitiskum upplausnartima flúði faðirinn yfir til Englands og átti þar son með Mary Arden og var sá nefndur William Shakespeare. Siðan sneri faðir- inn heim til meginlandsins, en sendi syni sinum William mikið fé til uppihalds. Fyrri kona föðurins dó og þá giftist hann Onnu Boel, ástkonu annars sonar sins David Haeck yngra. Detta hjónaband kom miklu róti á David. Hann fór til Englands, komst þar i góð sambönd við hirðina og gerðist sendiboði eða njósnari drottningar. Við hirðina notaði hann nafn hálfbróður sins, William Shake- speare. En á njósnaferðum sinum notaði hann nafnið David llaeck. Bergsneider segir, að það hafi verið David, sem dundaði við það við hirð drottn- ingar að skrifa hin heimsfrægu leikrit, sem komið hafa út undir nafni Shakespeares. Athyglisvert er. að sonnettur Shakespeares eru tileinkaðar einhverjum dularfullum William Haeck. en það mun vera sonur sá, sem David Haeck átti með ástkonu sinni, áður en hún giftist föður hans. Til munera mynd eftir málar- ann fræga Rubens, þar sem David Haeck sést. Bergsneider bendir á. að á myndinni sé David alveg eins og á myndum sem gerðar voru af Shake- speare i Englandi. Bergsneider telur þessi flóknu fjölskylduvandamál og tviferli Davids vera grundvöllinn að sálarlifslýsingum þeim. sem hingað til hafa verið haldnar samdar af William Shake- speare. Ekki er vist. að brezkir sagn- fræðingar séu hrifnir af hug- myndinni um. að hin frægu leik- rit séu eftir hollenzkan mann að nafni David Haeck.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.