Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 6
Visir Mánudagur 2. október 1972.
6
vísm
Útgefandi: Keykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
y Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Barnavernd er erfið
Barnaverndarnefnd Reyk.iavikur birti i f.iöl-
miðlum fyrir helgina vinsamlegt, opið bréf til
dagblaðsins Visis i framhaldi af skrifum hér i
leiðaranum. I bréfinu segir réttilega:
„Oftast er það svo, að engra góðra kosta er völ,
engin leið er fær, sem ekki veldur sársauka,
hneykslan einhvers staðar”. Þetta sama sjónar-
mið kom raunar einnig fram i umræddum leiðara
Visis. Þar stóð: „Starf forsvarsmanna og starfs-
manna barnaverndarnefndar er vandasamt og
vanþakklátt”.
En Visir bætti við um starf þetta ,,Það er svo
erfitt, að mistök hljóta annað veifið að koma
upp”. Þennan möguleika verða barnaverndar-
menn að hafa i huga og eiga raunar ekki að þurfa
neina utanaðkomandi hjálp til þess. Visir vill þó
bendaá tvö atriði, sem gætu stuðlað að góðum
starfsárangri barnaverndarnefndar.
Varast ber að lita á gamlar skýrslur lögreglu-
manna og starfsmanna nefndarinnar sem full-
komin sönnunargögn um núverandi sálarástand
fólks, þvi að slik vinnubrögð eru bæði óvisindaleg
og ósiðleg. Ennfremur ber að varast að valda
fólki þviliku ónæði, að minni háttar taugaveiklun
þess magnist um allan helming og verði að raun-
verulegu vandamáli fyrir barnaverndarnefnd.
Að lokum vill Visir itreka þá skoðun, að barna-
verndarmenn fóru gróflega rangt að, þegar þeir
létu fremja húsbrot og barnsrán hjá konu einni
fyrir viku. Þeir höfðu ekki fyrir þvi að kanna áður
hjá lögreglunni, hvort hún hafi haft afskipti af
konunni á siðustu vikum, né heldur höfðu þeir
fyrir þvi að kanna hjá nágrönnum og öðru
kunnugu fólki, hvernig hegðun konunnar væri um
þessar mundir. Þeir fóru bara i gamlar skýrslur
og fengu þar þau sönnunargögn, sem nægðu
þeim, — að þeirra áliti.
Kappsamir biðlar
Kinverska alþýðulýðveldið var i tvo áratugi
hin mesta skessa i augum ráðamanna i Washing-
ton og Tókió.
Skjótt skipast veður i lofti. Nú finnst ekki feg-
urri mey.
Nixon varð fyrri til. Hann sótti meyna heim og
tengdist henni böndum. Allt i einu samþykkti
stjórn Bandarikjanna, að Kinverska alþýðulýð-
veldið skyldi tekið i Sameinuðu þjóðirnar. Nixon
lét þó nægja að gefa i skyn, að Bandarikin kynnu
að fallast á, að Formósa tilheyrði alþýðulýðveld-
inu einhvern tima i framtiðinni.
Nixon spurði helztu bandamenn sina i Asiu,
Japani, ekki ráða. Hann létþá ekki einu sinni vita
um ætlun sina.
Asiumenn þola öðrum verr, að stolt þeirra sé
sært. Þeir hafa nú svarað i sömu mynt. Japanir
lýsa yfir, að Formósa tilheyri stjórninni i Peking.
Bretar fá helming
olíueyðslu sinnar
með sinni „útfœrslu
í Norðursjó
Bretar eru komnir
með lingurna i auðugar
oliulindir á botni Norð-
ursjávar, þar sem þeir
hafa helgað sér land-
grunnið. Tveir meiri-
háttar oliufundir i siðustu
viku valda þvi, að eyðsla
Breta i oliukaup frá öðr-
um rikjum ætti að fara
að minnka um helming á
næsta áratug eða svo, að
sögn brezkra embættis-
manna.
Bretum er mikið i
mun að þurfa ekki að
vera háðir arabalöndum
i jafn rikum mæli og nú
er.
Oliufundir nú eru ekki þeir
fyrstu og verða varla þeir siðustu.
Ekki kæmi á óvart, þótt Bretar
kæmu með þaðan áður en lýkur
alla þá oliu, sem þeir þurfa til
heimanota og meira til.
Norðursjór er að verða eitt
helzta oliusvæði heims, sem Bret-
ar og Norðmenn hafa tileinkað
sér með þvi, sem mætti nefna
„einhliða útfærslu landhelgi á
hafsbotni” i 100 mflur og mun
meira og þar fram eftir götunum.
Ekki að kvarta um at-
vinnuleysi i Grimsby
Brezk-bandariska stórfyrirtæk-
ið Mobil Oil NorthSea, skamm-
stafan Mons, fann auðugar oliu-
lindir 100 milum suðaustan Orkn-
eyja, og Hamilton Brothers rák-
ust á aðrar jafnvel betri 200 mil-
um austan Dundee á Skotlandi.
Skota fórað dreyma um glæsta
framtið. Oliuauðurinn ætti að
veita þúsundum vinnu i Skot-
landi, þar sem atvinnuleysi hefur
verið stöðugt og mikið.
Yrði þá ekki um að kvarta at-
vinnuleysi i Grimsby og Hull, sem
surriir iáta sem muni leiða af úf-
færslu landhelgi við Island.
Brezkir ráðherrar eru ekki ókát-
ari en aðrir, enda sér stjórn
Heaths i svo glæstum framtiðar-
draumum nýjar vonir um að
endurreisa stuðning kjósenda,
sem mjög hefur skort að undan-
förnu eftir endalaus mistök
stjórnarinnar i atvinnumálum.
Draumur okkar um olfu- J-2-
auðævi
llllllllllll
Olian var alltaf vegurinn, sem
fátæki ameriski sveitardrengur-
inn gat hugsað sér að ganga til að
verða auðmaður. Við hugsum um
Umsjón:
Haukur Helgason
(lleatli mun ganga eins langt og
Jliann getur til að vernda atvinnu
(nokkurra manna i Skotlandi,
Jmeðan beðið er eftir, að unnt
(verði aö koma þeim i oliufram-
/leiðsluna.
„draum Amerikumannsins” ekki
vegna þess að hann sé okkur svo
nálægur, heldur vegna þess, að
hagkerfi okkar, sem i svo rfkum
mæli byggist á viðskiptum og
einkaframtaki, hlýtur að eiga
rætur i draumum um efnahags-
lega velgengni. „Draumur
Amerikumannsins” um, að hinn
fátæki sveitadrengur geti „vakn-
að sem rikur maður”, hlýtur að
vera undirstaða hagkerfis fram-
taksins. Okkur hlýtur i rauninni
að dreyma um að reka niður
skóflu i kálgarðinum eða blóma-
beþinu og upp komi olia streym-
andi og æðandi yfir okkur. Bretar
ráku niður skóflu
Fyrirtækin tvö, sem nú i fyrri
viku fundu þessar lindir á botni
Norðursjávar, vona, að þær muni
gefa jafn mikið oliumagn og allar
lindir, sem Bretar höfðu áður
eignað sér þar.
Talsmaður viðskipta- og iðnað-
arráðuneytisins i London sagði,
að 25 milljóriir tonna af oliu
kynnu að verða framleidd á botni
Norðursjávar, miðað við árið
1975. Ef hugsað væri fram til
1980-1990, gæti framleiðslan orðið
75 milljónir tonna.
Þessir útreikningar miðast við
það, sem nú er að heita má vitað
um gjöfular oliulindir Breta i
Norðursjó. Jarðgas mun fylgja og
leysa kol af hólmi i rikum mæli
eins og rjómi á tertuna.
Athygli okkar beinist að oliu-
fundum Breta á botni Norður-
sjávar vegna landhelgismálsins,
þar sem svo skýrt kemur fram,
hvernig stórveldinu hefur heppn-
azt að hirða mótmælalaust þenn-
an gróða, meðan litla rikið Island
berst i bökkum við að vernda fisk
inn sinn, fyrir ofan ámóta svæði
landgrunns og reyndar miklu
minna. Bretar geta hlakkað yfir
þvi, sem þeir grafa upp út hafs-
botninum, en þeir beita þvingun-
um til að verja rétt, sem þeir
þykjast eiga ofan landgrunnsins.
„Hvers vegna?” spyrjum við.
Svarið er augljóst. Frá upphafi
sögu og til okkar daga hafa
alþjóðlegir samningar „rétt og
rangt” og „sanngirni” verið hug-
tök, sem hafa verið höfð i flimt-
ingum i ráðuneytum stórvelda.
Spurningin hefur aldrei i sögunni
verið um slik atriði, heldur hefur
sú spurning verið efst á baugi,
hvernig mætti sem bezt finna rök
til að styðja þá stefnu, að halda
sem mestu og láta sem minnst.
Afstaða íslendinga i iandhelgis-
málum er á engan veg vafasöm
að þvi leyti að engin alþjóðalög
banna einhliða útfærslu og ekki
siður að ekki skiptir máli, hvað
alþjóðadómstólar kunna að segja
nemaaðþvi, sem yfirlýsingarnar
geta haft áhrif á viðhorf þeirra,
sem úrslitum ráða.
Bretar hafa með kæti hirt þann
gróða undir sjó, sem íslendingar
vilja verja i sjó. Rök eru ekki til,
sem réttlæta slik viðhorf.
Meðan Heath kætist yfir ný-
fundinni oliu á botni Norðursjáv-
ar og vonar, að bjartir draumar
muni halda stjórn hans við lýði,
mun hann ganga eins langt og
hann getur til að verja atvinnu
nokkurra sála i Skotlandi.
Meðan þær sálir blða eftir að
komast i oliuna.