Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 24
Mánudagur 2. október 11)72. Ísland-Albanía 2:0 og biðskákir tsland vann tvær skákir á Albaníumcnn i 2. riftli Olympiu- skákmótsins i Skopje i Júgóslaviu i gærkvöldi, tvær skákir fóru i bift. Itjörn Þorsteinsson vann Villa og Ölafur Magnússon Omari. ___________________—JBP— Vill fá leyfi til að útrýma svartbaknum Kinn útkcyrslumanna Mjólkur- samsölunnar i Heykjavikur hefur óskaft leyfis borgaryfir- valda til aö eyfta svartbak. „ícg bcf aldrci unnift aft mcindýracyft- ingu og hef ekki lcill hugann neitt aft þvi aft ráfti, á hvern átt be/.t væri aft vinna aft svartbakscyft- ingunni. Kn viljinn er vissulega fyrir hendi," sagfti liann i vifttali vift Visi i gær, hann Ingólfur Jólianncsson, sem hér um ræftir. „Ég hef veitt þvi athygli i í'erð- um minum á sorphaugana, að þar fjölgar svartbak orðið mjög ört. Eins hef ég lika veitt þvi athygli, að ungar eru orðnir sjaldséðir á tjörninni ogæðarkollanveröur lika æ sjaldséðari,” sagði Ingólfur. „Þvi er það sem ég vek athygli á þörfinni á eyðingu þess skað- valds, sem svartbakurinn er. Það er minni eftirsjá i honum en þeim fuglum, sem hann ræðst á og er sjálfur að útrýma.” „Hvergi á landinu er unnið að eyðingu fuglsins, svo ég viti lil. Og eigi honum óhindrað að geta fjölgaö svo ört sem fram til þessa verður hann með ölllu óviðráðan- legur. Og það þekki ég frá veru minni i sveitinni hér fyrr á árum, að svartbakurinn getur orðið slik- ur vargur að ráðast jafnvel á fén- að. Þannig getur farið þegar hann er orðinn svo margur, að þrengjast takii um æti.” Ekki hefur Ingólfur fengið svar við bréfi sinu til borgaryfirvalda ennþá, en borgarráð visaðiþvi tii borgarlögmanns, sem hefur það nú til athugunar. „Ég veit ekki, sem fyrr segir, á hvern hátt ég mundi haga eyðing- unni, og það er heldur ekki ljóst hversu miklu af tíma minum ég mundi verja til þess verks. Það byggist allt á þvi hvað borgar- yfirvöld eru tilbúin til að láta gera. Ég væri jafnvel til i að snúa mér að þessu einvörðungu um tima,” sagði mjólkurbilstjórinn að lokum.___________-ÞJM Slysatrygging sjómanna: Engin bróðabirgðalög „Þaft verfta ekki gcfin út bráfta- birgftalög vegna slysatrygginga sjóinanna. Alþingi kemur sanian eftir viku og þvi engin ástæfta til aft gefa slik lög út nií," sagfti Hannibal Valdiniarsson siglinga- málaráðherra i saintali vift VIsi i morgun Lögin um slysatryggingar sjó- manna sem tóku gildi 1. október eru þannig að mjög viðtæk ábyrgð er lögð á hendur útgerðar- mönnum. Hafa tryggingafélögin lýst þvi yfir að þau treysti sér ekki til aö tryggja á þennan hátt. LIÚ hafði farið fram á að fram- kvæmd laganna yrði frestað með bráðabirgðalögum, ellegar kæmi ef til vill til þess að flotanum yrði lagt. „Ég get ekki látið það detta mér i hug, að bátunum verði lagt. Það er opin leið að tryggja að ákveðnu marki og taka siðan ein- hverja áhættu sjálfur,” sagði Hannibal. Sjómannasambands- þingið treysti sér ekki til aö mæla með frestun á gildistöku, en taldi eðlilegast að rikið brúað bilið fram að áramótum. —SG SUNDRUNG RÍKJANDI Á LANDSFUNDI SFV — Ekki sameining með að splundra eigin flokki, segir Bjarni Guðnason „Þaft er Ijóst aft vinstri menn verfta aft kunna aft vinna saman áftur en samcining cr fram- kvæmanleg. ()g sameining er ekki þaft aft splundra eigin flokki. Þaft fór alltof mikill timi i karp.en ekki var rætt um þá málaflokka sem ráftherrar flokksins fara meft. Til þess heffti þó verift full ástæfta,” sagfti Hjarni (íuftnason i samtali vift Visi i morgun. Sundrung var rikjandi á landsfundinum sem lauk i gær- kvöldi. Hannibal Valdimarsson var kosinn formaður með 75 at- kvæðum en Bjarni Guðnason fékk 30 atkvæði. Einn seðill var auður. Hjarni tapaði einnig i kosningu um varaformanns- stöðuna. Hlaut hann 38 atkvæði, en Magnús Torfi Ólafsson hreppti sætið með 69 atkvæðum. ..Þetta var mjög ánægjulegur fundur og náðist samstaða i sameiningarmálinu og einnig um stjórnmálayfirlýsingu Sam- takanna” sagði Hannibal Valdi- marsson þegar Visir ræddi viö hann i morgun. Kvað hann mik- inn áhuga hafa verið rikjandi og málin rædd fram og aftur. Eins og fram kemur var ágreiningur um kjör formanns og varaformanns. Klofnaði kjörnefnd i málinu og vildu sex mæla með Hannibal og Magnúsi Torfa, en Inga Birna Jónsdóttir sat hjá. Taldi Bergur Sigur- björnsson/ sem orð hafi fyrir meirihluta kjörnefndar, illt til þess að vita að ekki skyldi hafa náðst samstaða um menn i for- ystustöður. Bæði Hannibal og Bjarni lögðu á það áherzlu i samtali við Visi.að hvað fyrirhugaðri sam- einingu við Alþýðuflokkinn við- kæmi, þá væri aðeins um vilja- yfirlýsingu að ræða. Þing Alþýðuflokksins ætti eftir að samþykkja hana lika áður en viðræður milli flokkanna gætu hafizt. Eitt mesta hitamál lands- fundarins var útgáfa málgagns Samtakanna sem er Nýtt land Frjáls þjóð. Kom fram heiftúð- leg gagnrýni á blaðið og mál- flutning þess frá mörgum fundarmönnum. Hannibals- armurinn fékk samþykkta til- lögu um að stefnt yrði að endur- skoðun á málefnum blaðsins. Það er gefið út af hlutafélagi.en ekki samtökunum sem slikum, og ljóst er aö þar hefur Bjarni náð undirtökum. Hannibalsliði fellur það meinilla og var sam- þykkt af meirihluta fundar- manna að ef ekki fengist lagfær- ing á Nýju landi skyldi stefnt að útgáfu annars blaðs á vegum Samtakanna. —SG. Nútímasena kvikmynduð „A næstunni niun vcrfta kvik- inynduft nútiniasena sem Hrekkukotsannáll mun liklega licfjast á lijá þeini i Þýzkalandi. Verftur þaft atrifti tekift á Kefla- vikuiTlugvelli og sýnir þegar Jón Laxdal seni Alfgriinur eldri keniur til islands i flugvél og liefur söguna, en hann er sögu- niaftur", sagfti llelgi Gcstsson, sem nú hefur tekift vift starfi Tróels Hendtsen. sem liefur snúift sér aftur aft sinni föstu stöftu Sagði Helgi að sennilega yrði súsena mjög afkáralega i augum margra tslendinga sem þekkja Brekkukot vel, en annað væri með Þjóðverja sem eru ekki eins kunnugir sögunni. Og stöðugt suða kvikmynda- vélar hjá þeim Brekkukots- mönnum og stift er unnið. Enda er hann langur vinnudagurinn „Komdu nú sæll og velkominii i landift", segir Þorsteinn ö. þegar hann fagnar söngvaranuni inikla, sem scgir á móti: Guöi sé lof og pris, lengi lili ísland. Mvndin var tekin i gær af tökunni i Garftinum (Ljósmynd VTsis MG) í Brekkukoti ó nœstunni hjá þeim sumum. Hjá leikurum og leikstjóra er hann um það bil 10 timar, en hjá sumum aðstoðaí- mönnum getur hann orðið allt að 12 timar og jafnvel meira. „Enda er vinnuþreyta farin að gera vart við sig”, sagði Helgi, „en ætli hún viki ekki fyrir þvi að kvikmyndatökum fer nú senn að ljúka”. Og það er vist farið að styttast i það að persónur Laxness i Brekkukoti klæðist aftur venju- legum borgarafötum og hverfi frá 19. öldinni fram á tækniöldina aftur. „Áætlað er að kvikmynda- tökum ljúki nú um 12. þessa mánaðar, ef Guð og veðriö leyfa”, sagði Helgi okkur, en það getur þó dregizt Um helgina var kvikmynduð útisena i Brekkukoti sjálfu, og einnig var kvikmyndað i stúdiói i Skeifunni, en þar var kvik- mynduð skrifstofusena. Atriði þar sem Róbert Arnfinnson kemur við sögu sem Gúð- múndsen, varð að flýta örlitið fyrir, þvi að Róbert hefur ekki látið skerða skegg sitt lengi, þvi það verður hann að bera i þessari senu. Hins vegar á hann ekki að vera skeggjaður i hlutverki sinu i þjóðleikhúsinu. Og það fer að styttast i það að hann geti tekið sér hnif og skæri i hönd, en i dag var öllum leikurum og öðrum gefið fri vegna vinnunnar um helgina. —EA Ráðherrabíll valt í Kúagerði Tveir bilar lentu út af Reykja- nesbraut sncmma i gærmorgun, vegna þess aft viftsjálir liálku- blettir mynduöust á steinstcyptri hraftbrautinni i frostinu i fyrri- nótt. Annar billinn, sem er i eigu utanrikisráðherrans, Einars Agústssonar, hafnafti á hvolfi á þakinu 17 nietrum utan vift veginn og skenimdist mjög mikift. En 19 ára dóttir ráftherrans, sem ók bilnuni. slapp þvi sem næst ómeidd og sömuleiftis þrir far- þegar, seni voru meft i bílnum. Þau voru á leið suður til Kefla- vikurflugvallar um kl. 6 um morguninn. þegar óhappið varð við Kúagerði. Annar bill, sem var á leiö norður Reykjanesbraut, kom:. að slysstaðnum nokkru seinna. og eftir að hafa gengið úr skugga um, að enginn hafði hlotið alvarleg meiðsli, kom ökumaður- inn hjálparbeiðni áleiðis til gjald- skýlisins við Straum. Tæpum tveim stundum siðar var varnarliðsbifreið ekið suður Reykjanesbraut. en við Straums- vik á móts við álverið missti öku- maðurinn vald á bilnum á hálku- bletti. Missti hann bilinn út af veginum með þeim afleiðingum að billinn valt. Okumaðurinn var einn á ferð og slapp ómeiddur. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.