Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 2
2 Visir Mánudagur 2. október 1972. rismsm: Gerið þér yður vonir um góða vetrardagskrá sjón- varpsins? Kergþóra Gústafsdóttir, forstöðu kona dagheimilis i Breiðholti: Ég vona að hún verði betri en i l'yrra. Reyndar var hún ekki slæm þá, en hún mætti vera fjölbreyttari, og meira mætti gera fyrir börnin. Og þá ekki aðeins um helgar, heldur einnig á virkum dögum. Gunnar Guðjónsson, matsveinn: Hún verður sennilega svipuð og hún hefur verið. Þóerekki gott að segja, þá vantar liklega peninga til þess að gera dagskrána góða. Hún hefði mátt vera betri i fyrra, og meira hefði átt að gera af skemmtiefni. Klisabcl Júliusdóltir, húsmóðir: Nei. Ekki ef dæma á eftir þvi sem verið hefur að undanförnu á boð- stólum. Mér finnst eiginlega vanta allt i sjónvarpið. Friörik Sigurjónssin, nemi: Nei, mer finnst dagskrá sjonvarpsins mjög léleg. Sérstaklega mætti gera meira af þvi að sýna kvik- myndirog þær mættu þá gjarnan vera nýrri. Ég væri lika þakklát- ur ef Keflavikursjónvarpið fengi að fljóta með. Sveinn Hjörtur Hjartarson.nemi: Já, ég geri mér góðar vonir. Mér finnst vetrardagskrá sjónvarps- ins hafa verið góð, en sumardag- skrá, t.d. i sumar, var léleg. Það ætti að bæta við gömlum bió- myndum, ekki endilega nýjum. Siðan mætti fækka fræðslumynd- Rósa Pedesen, húsmóðir á Akur- eyri. Já, ég býst við góðu. Hún var góð s.l. vetur og yfirleitt er dagskrá sjónvarpsins ágæt. .Annars mætti sýna meira af islenzkum leikritum. Nýtt „met": Við eigum nú sex mill- jarða í gjaldeyrissjóði 2600 milljónir hafa komið í nýjum lónum á órinu Gjaideyris,,sjóðurinn” hefur náð methæð og er kominn I næst- um sex milljaröa króna. Hann skauzt i ágústmánuði upp um S76 milljónir, en erlend lán áttu mikinn þátt I þeirri hækkun. Alls komu inn um 670 milljónir , i erlendum lánum, svo að „batinn” varð um 200 milljónir þegarbúiðeraðdraga lánin frá. 1198 milljónir hafa bætzt i gjaldeyris,,sjóð” Islendinga sið- an um áramót. En um 2600 milljónir hafa kom- ið inn i lánum á árinu að öllu samanlögðu. Hins vegar voru endurgreidd erlend lán gegnum bankakerfið upp á um 800 milljónir króna. Mismunurinn er þvi um 1800 milljónir , sem komið hefur til af erlendum lánum „nettó”. Þessi tala er rúmum 600 milljónum króna hærri en 1198 milljónirnar, sem hafa bætzt i gjaldeyris,,sjóðinn” siðan um áramótin. Segja raætti þvi, að raunveru- lega hafi „minnkað i sjóðnum” um þessar 600 milljónir , þvi að á móti 1198 „reikningslegri” aukn- ingu koma 1800 milljónir i nýjum lánum „nettó”. Ágústmánuður sýnir hins vegar raunverulegan bata. Aukningin var þá um 200 milljónum meiri en lánin. Þau lán, sem um ræðir i ágúst, voru aðallega fram- kvæmdalán og lán vegna Laxár- virkjunar, hið fyrrnefnda 5 milljónir dollara og hið siðara 2 milljónir dollara (435 og 176 milljónir króna). 1 gjaldeyrissjóði voru 5954 milljónir i ágústlok. Um áramót voru i honum 4756 milljónir. -HH ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ RANGÆINGAR ÓKRÝNDIR BÍLAKÓNGAR Ókrýndir bilakúngar landsins eru Rangæingar. Þar er 331 bifreið á hverja 1.000 ibúa i árslok 1971, cn samtals eru vörubifreiðir og fólksbifreiðir þar 1.071, ibúatalan 3.236. „Þetta er mjög ágætt”, sagði sýslumaður Rangárvallasýslu, Björn Fr. Björnsson, og var hinn ánægðasti yfir titlinum. „Hér er lika mjög mikið af traktorum, töl- una veit ég reyndar ekki alveg, eru liklega á annað þúsund, en þeir eru ekki reiknaðir með i þessari tölu”. „Ekki veldur þessu aðeins velmegun, hún er hér ágæt>en ekki meiri en gengur og gerist. Frekar veldur þessu, að hér kom- umst við ekki neitt nema á bif- reiðum. Sjóleiðis eða loftleiðis komumst við ekki, svo viö verð- um að halda okkur við jörðina. Hér er einnig sæmilegt að komast um og samgöngur við Reykjavik verða að vera góðar, enda eru þærmjögörar. Hér er lika margt ungt fólk sem gjarnan vill eiga bila og reynir þá að veita sér það. En nóg um það, þetta er geysilega myndarlegt hlutfall”. Arnesingar eru næstir i röðinni, en þar eru 284 bifreiðar á hverja 1.000 ibúa. Hér i höfuðborginni eru 263 bifreiðir á hverja 1.000 ibúa, en lægstir i röðinni eru Vest- mannaeyingar með 152 bíla á hverja 1.000 ibúa. Næstlægstir eru Siglfirðingar með 170 bfreiðir á 1.000 ibúa. — EA. I ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■r------- I ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I :::::::: !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■! !■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! 380.000 Volvobílar kallaðir vegna galla. 1100 HÉR Á LANDI Tvœr órgerðir vegna galla i stýrisbúnaði og þrjór vegna galla í kœliviftu, eigundum að kostnaðarlausu Volvo verksmiðjurnar sænsku munu á næstunni kalla inn 380 þúsund bila til viðgerða og eftir- lits vegna galla i stýrisbúnaði og kæliviftu. Var frá þessu skýrt er- lendis fyrir nokkrum dögum. Það sem hér um ræðir er i fyrsta lagi: Kalla alla bila inn af árgerð 1967 og 1968. Þarf að yfir- fara stýrisbúnaðinn og skipta um vissa hluta hans. Gallarnir, senj þarna er um að ræða, eru þeir að salt og sandur kemst með gúmmihosu inn i stýrisstöngina og veldur óeölilegu sliti á kúluleg- um. Hins vegar er hér um að ræða innköllun á árgerðunum 1969, 1970 og 1971 vegna galla i kæliviftu. Hefur orðið vart þreytu i málm- steypu og hefur það i för með sér hættu á þvi að viftuspaðinn geti rifnað af. Astæðan fyrir þessari fjölda- innköllun á þessum bilum nú er sú, að æ tiðara hefur verið upp á siðkastið að vart hafi orðið við þessa galla, og þvi hafa verk- smiðjurnar gripið til þessarar innköllunar. Allar þessar viðgerðir og eftir- lit mun fara fram eigendum að kostnaðarlausu, og mun taka um einn klukkutima að yfirfara hvern bil. Heildarkostnaður verk- smiðjanna við þessa innköllun mun nema um 160 milljónum is- lenzkra króna. Ekki um hættulega galla að ræða Hérlendis mun þetta snerta alls um 1100 bila, að þvi er Asgeir Gunnarsson hjá Velti hf. tjáöi blaðinu. Er hér um að ræða bila af 140 gerðum, og voru af árgerð- unum 1967 og 68 aðeins fluttir inn um 100 bilar. Mætti búast við að búið væri að framkvæma við- gerðir og endurnýjun á stýrisbún- aði vegna eðlilegs slits á ein- “ hverjum þessara bila og hefðu þeir.til að byrja með pantað vara- hluti i 50 bila. Af árgerðunum 1969, 70 og 71 voru fluttir inn um 1000 bilar og munu þeir jafnt og hinir verða kallaðir inn til þess aö skipta um kæliviftu. Sagði Asgeir að ákveðið yrði næstu daga hvernig innkölluninni yrði háttað og væru staddir hér menn frá verksmiðjunum(og má búast við að þetta verði fram- kvæmt i samráði við þá. Varðandi gallana tók hann fram að ekki hefði orðið vart við þá hér á landi, þó svo að aðstæður hér væru þannig að umræddir gallar i stýrisbúnaði hefðu átt að koma fram, ef þeir hefðu reynzt alvarlegs eðlis. Er til þess tekið hve öryggis- eftirlit Volvo verksmiðjanna er fullkomið og þeir fljótir að kalla bila inn til eftirlits,ef á annað borð eitthvað hefur komið i ljós sem varhugavert má teljast. — JR. Lesendur J$t hafa Lélegt dómsvald Fyrr i mánuðinum birtist i Visi grein um pólitiskt þráíefli um lausn áfengisvandamálsins, þar sem alltaf er forðazt að koma að kjarna vandamálsins og orsök- um, einnig misræmi og linkind i meðferð afbrota, o.fl. Þar var m.a. fjallað um það misræmi i meðferð dóms- og sakamála að birta opinberlega nafa og númer báta þeirra islenzkra, sem staðn- ir eru að veiðum i landhelgi. Ekki hefur enn verið aflétt þessu mis- ræmi i meðferð dómsmálanna, þvi nú nýlega var frétt i öllum blöðum og útvarpi um bát og skipstjóra úr Vestmannaeyjum, sem dæmdur var fyrir land- helgisbrot. Þessar fréttir er ekk- ert við að athuga i sjálfu sér, en hvers vegna er þessi mismunun i opinberum fréttaflutningi dóms- valdsins? Hvers vegna eru ekki lika birt nöfn raunverulegra glæpamanna, sem framið hafa hryllilega glæpi á fólki o&eignum hérlendis? Hver er munurinn, að áliti dómsvaldsins, milli raun- verulegra glæpamanna og lög- brjóta, sem eru staðnir að þvi að fara inn fyrir landhelgi, oft óaf- vitandi vegna rangrar staöar- ákvörðunar? Svo margar eru þær spurningar, sem við á sjónum reynum aö kryfja til mergjar, er við komum saman yfir kaffibolla. Svör viö þeim eru ef til vill sizt til reiðu nú, þegar æðsti yfirmaður dómsmála er svo reikull sem raun ber vitni i öllum þeim fregn- um, sem bera þarf til baka, eftir að hann hefur haldið fundi með fréttamönnum. En svar væri nú fróðlegt aö fá þrátt fyrir það. Steini stýrimaður. Ekki rétt að fela viðkvœm mál Þ. S. símar: „Þar sem barnaverndarmál' hefur borið mjög á góma langar mig að leggja þar orð i belg. Þótt ég sé kona, sem komin er á fertugsaldur, hef ég enn ekki náð mér eftir þau áhrif, sem ég varð fyrir á barnaheimili sem ég var sett á þegar ég var 9 ára gömul. Þar átti ég að dvelja um tima, en móðir min fékk mig ekki aftur fyrr en hún leitaði aðstoðar hátt- settrar konu. Þótt þessi mál séu viðkvæm er ekki rétt að fela þau. Barnaverndarnefnd á ekki að starfa algjörlega fyrir lokuðum dyrum, þvi slikt verður aðeins til að vekja tortryggni. Þvi miður er reynsla min slæm af störfum sumra, sem starfað hafa fyrir þessa nefnd, og er ég ekki ein um þá reynslu.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.