Vísir - 02.10.1972, Blaðsíða 3
V'isir Mánudagur 2. október 1972.
3
Hinn miskunnlausi tollur
októbermánaðar í umferðinni
— en mánuðurinn byrjaði þó tiltölulega
vel miðað við það sem búast mátti við
Hér birtum viö linurit yfir áætlaöan fjölda árekstra i október niina. Meö þvi aö ætla 8% aukningu frá
þvi i fyrra, en þá uröu 356 árekstrar, (aukning árekstra á Reykjavik ár frá ári hefur þó veriö um 20%),
má búast viö 398 árekstrum, þegar mánuöurinn er á enda. Lárétt eru skráöir dagar mánaöarins, en lóö-
réttu tölurnar sýna fjölda árekstranna. — Inn á linuritiö hægra megin er sérstaklega skráö áætlaöur
fjöldi slysa, þar sem oröiö hafa meiösli, en þaö má búast viö 47 slikum.
Hættulegasti tími um-
feröarinnar er runninn
upp. Enginn annar mán-
uður ársins hefur verið
vegfarendum eins skeinu-
hættur í umferðinni og
október.
Og enginn mánuður eins
örlagarikur, þvi að sá
október hefur ekki liðið,
síðan byrjað varað halda
nákvæmar skýrslur yfir
árekstra og slys, að ekki
hafi orðið að minnsta
kosti eitt dauðaslys í
mánuðinum.
i fyrra uröu fjögur dauöaslys
hér á landi i október, og i hitteö-
fyrra tvö. Tvö þessara slysa i
fyrra uröu i Reykjavik og i
hitteðfyrra annað slysið. Enda
hefur Reykjavik og i hitteðfyrra
annaö slysið. Enda hefur
Reykjavik aöeins einu sinni
siöan 1964 sloppiö við að greiða
þennan óhugnanlcga toll, en þaö
var 1969. Ilin sex árin heimti
október sinn miskunnarlausa
toll.
Hvað verða þau þá mörg á
næstu þrjátiu dögum?
Svo óhugnanlega árviss eru
þessi óhöpp orðin, að það má
orðið reikna fastlega með þeim,
ef menn vilja horfast i augu við
sannleikann, þótt hann sé Ijótur.
356 árekstrar uröu á götum
Reykjavikur i október i fyrra,
239 uröu i október 1970, 239 urðu
1969, og enn 239 1968. — Og hvað
skyldu þeir veröa margir i
Reykjavik 1972?
VtSIR hefur látiö reikna út
fyrir lesendur sina, hve gera
megi ráð fyrir mörgum
árekstrum á næstu 30 dögum i
Reykjavik. Meö þvi að styðjast
við skýrslur fyrri ára, bera
saman fjölgun árekstra og slysa
frá ári til árs, er hægt að áætla,
að 398 árekstrar og slys verði
áður en þessi mánuður verður á
enda.
Með þvi er gert ráð fyrir 8%
aukningu frá þvi i fyrra, sem er
bjartsýnt áætlað.
„Fjölgun slysa i Reykjavik á
undanförnum árum hefur verið
um 20% frá ári til árs,” sagði
Bjarni Kristmundsson, verk-
fræðingur sem gerði áætlunina
fyrir Visi og setti hana upp i
linurit, sem birtist hér á siðunni.
,,A fyrstu 6 mánuðum þessa
árs hefur aukningin numið 15% ,
en núna i júli og ágúst hefur hún
numið rétt rúmlega 7%. Svo að
þeir mánuðir hafa verið hag-
stæðari. Fyrir þær sakir er rétt-
lætanlegt, að gera sér vonir um,
að aukningin i október verði
ekki NEMA 8%,” sagði Bjarni
verkfræðingur.
En 398 árekstrar á næstu
dögum þýða nær 13 árckstrar á
dag. Og ef menn hafa i huga, að
i 8. til 9. hverju sliku óhappi
verða meiösli, þá má búast við
þvi, að eitt slikt slys verði að
minnsta kosti á dag. Eða af 398
árekstrum hljótist 47 slys, og til-
viljunin ein sker úr um það, hve
margir slasast i hvert sinn eða
hve mikið og alvarlega.
Miðað við þessa áætlun voru
Reykvikingar framúrskarandi
heppnir i gær, þvi að okkur hafa
aðeins borizt fréttir af 6
árekstrum, sem urðu i gær, i
staöinn fyrir 13, eins og búast
mátti við.
Það væri vel, ef svo héldi
áfram, en Visir mun leyfa les-
endum sinum að fylgjast með
þvi dag frá degi, hvernig um-
feröinni vindur fram.
Og þvi miöur óttumst við, að
oklóber muni ekki slaka á
sinum kröfum. —GP.
„Ungfrú Snœfellsnes- og Hnappadalssýsla 1972"
Fanney Sigurðardóttir frá Hellissandi. Nýkjörin fegurðardrottning
Hún er 17 ára.
„Það mó hafa nokkurn
hagnað af keppnunum"
— segir annar forstöðumanna „fegurðarsamkeppnanna"
Þeir Iijörtur Blöndal og Einar
Einarsson hafa gengið vasklega
fram i að velja þjóðinni
feguröardrottningar undan-
farnar vikur, en „Feguröarsam-
keppni íslands” keyptu þeir i
sumar, svo sem kunnugt er. ,,Ég
viðurkenni, að við keyptum
keppnina einfaldlega af þeim sök-
um, að af henni má hafa nokkurn
hagnað,” sagði Hjörtur í viðtali
við Visi í morgun og benti á að
þeir Einar væru báðir spilandi i
hljómsveitinni Opus, sem þeir
ættu nú hægt um vik með að út-
vega ,,góð djobb” hverja helgina
á fætur annarri.
,,Þetta er geysileg vinna, sem
við þurfum að leggja á okkur við
undirbúning keppninnar,” sagði
Hjörtur ennfremur. „En ég teldi
það ekki eftir mér að leggja hana
á mig sumar eftir sumar.”
„Sumar eftir sumar?”
,,Já, eftirleiðis fer sýslukeppnin
fram að sumrinu til. Við urðum
bara aðgera undantekningu þetta
árið, sökum þess hve seint við
tókum við keppninni.”
„Og svo þurfið þið að gangast
fyrir heljarmikilli krýningarhátið
að sýslukeppninni lokinni?”
„Já við hlökkum til þeirra
átaka. Helzt höfum við látið okk-
ur detta i hug, að sú hátið fari
fram á Sögu með matarveizlu og
finerii. Háskólabió finnst okkur
ekki vera rétti staðurinn fyrir
fegurðarsamkeppni. Þaö er eitt-
hvað svo hráslagalegt aö sjá
stúlkurnar ganga i sundbolum um
salinn og safnast að lokum saman
á sviðinu,” sagði Hjörtur, en gat
ekki gefið neinar upplýsingar um
úrslitakeppnina næstu aö svo
komnu máli. „Get bara sagt þér,
að hún verður haldin um eða eftir
áramót.”
Og þá má ekki gleyma þvi, að
eiginkona Hjartar krýndi nýja
fegurðardrottningu siöastliðinn
laugardag. Sú hafði verið kjörin
„Ungfrú Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýsla 1972”.
Fanney Sigurðardóttir heitir
stúlkan og er 17 ára gömul. Hún
er gagnfræðingur að mennt og
hefur unnið viö skelfiskvinnslu
undanfarið.
Fanney er ljóshærð með blá
augu og er 167 sm á hæð. Dans og
iþróttir eru hennar aðal áhuga-
mál.
Nöfn foreldra fegurðar-
drottningarinnar eru Sigurður
Arnason og Asa Asmundsson.
Næst verða kjörnar „Ungfrúr
Þingeyjasýslanna”.
—ÞJM
Jósafat sver sig fró Þór og Sagafisk
— og hefur meira en 2ja ára upplýsingar úr bókum fógeta sem sönnunargagn — Viðskiptaskráin heldur öðru fram
Það vakti athygli að
Jósafat Arngrimsson kaup-
maður í Keflavík lét
bæjarfógetaembættið í
Keflavík semja fyrir sig
vottorð um að fyrirtækið
Þór h.f. væri honum með
öllu óviðkomandi Nokkrir
lesendur Vísis á Suður-
nesjum hafa látið undrun
sína í Ijós á þessari af-
neitun Jósafats.
Samkvæmt bókum bæjar-
fógetaembættisins er Jósafat
hvergi skráður i stjórn, — en frá
1967 hefur ein leiðrétting verið
gerð, það var 22 mai 1970, tjáði
Alfreð Gislason blaöinu.
,,Ég hef aldrei verið i stjórn
Þórs”, sagði Jósafat þegar við
hringdum i hann og vöktum at-
hygli á þvi að Viðskiptaskráin
1971 teldi hann upp með stjórnar-
mönnum félagsins, „nei, aldrei
verið viðriðinn félagið”, endur-
tekur Jósafat, „aldrei átt nein
hlutabréf, á engin hlutabréf”,
Hinsvegar kveðst hann einu
sinni hafa komið fram fyrir hönd
félagsins þegar stjórnarfor-
maður félagsins varð fyrir slysi
og aðrir forráðamenn fjar-
verandi. „Ég leit á þetta sem
greiða við fjöldkylduvin”. Þá af-
neitaði Jósafat með öllu tengslum
eða aðild að Sagafisk, en það
fyrirtæki átti að vera bakhjarl
flutninga Þórs h.f. sem aldrei
urðu miklir.
Kvaðst Jósafat hafa orðið fyrir
miklum vandræðum vegna
ágengni nokkurra lögfræðinga,
sem teldu kröfum sinum borgið
þar sem Jósafat væri og töldu
hann vera stjórnarmann i fél-
aginu.,
Þess skal getið að þegar siðasta ■
Viðskiptaskrá var gefin út var
óskað eftir þvi að Flugfélagið Þór
yrði máð út. I blöðum, bæði á
Suðurnesjum og eins i dagblöðum
Reykjavikur,var oft vitnað i Jósa-
fat sem ábyrgan aðila að Flug-
félaginu Þór og Saga-
fisk, en þvi mun aldri hafa verið
mótmælt af neinum, — ekki þá.
Þess skal að lokum getið að
Flugfélaið Þór er enn starfandi
félag og menn gera sér enn vonir
um að úr rætist með flutninga
fyrir félagið. Þá má geta þess að
fjöldi manns telur sig hafa haft
ýmislegt saman við félagið að
sælda meö Jósafat Arngrimsson
sem milligöngu sem milligöngu-
mann, en öllu þessu neitar hann
staðfastlega og hefur reyndar
nær hálfs þriðja árs gamlar upp-
lýsingar úr bókum bæjarfógeta
þvi til staðfestu.
—JBP—