Vísir - 30.10.1972, Síða 10
Vísir .Mánudaeur ,'iO. október 1972.
Yisir Mánudagur :i(t. október 1972.
- og FH leikur til úrslita í Bikarkeppni KSÍ
Gustav meistari
Gústav Agnarsson,
menntskælingurinn ungi,
varö Norðurlandameistari í
lyftingum í þungavigt um
helgina og náði mjög góð-
um árangri.
Norfturlandameistaramótiö i
lyítingum var háð i Stavangri i
Noregi um helgina. Gústav keppti
i ungíingai'lokki á mótinu og nú
var þar keppt i tviþraut i fyrsta
skipti.
Gústav lyfti samtals 307.5 kiló-
um og sigraöi örugglega — jafn-
framt þvi, sem þetta er bezti
árangur, sem hann hefur náð.
Ilinn tvitugi Gústav er i mikilli
framför og var ánægjulegt að
hann skyldi fá þetta tækifæri til
að sýna hæfni sina. Hann brást
sannarlega ekki þeim vonum,
sem við hann voru bundnar — en
forráðamenn lyftingasamtak-
anna hór voru nokkuð öruggir um
það fyrir fram, að hann mundi
sigra i unglingaflokknum á mót-
inu.
Ungu FH-ingarnir í
knattspyrnunni gera það
ekki endasleppt. Þeir eru
enn taplausir eftir leiki
sumarsins i 2. deild og
bikarkeppninni og gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu
Keflvíkinga i undanúrslita-
leiknum i Hafnarfirði í gær
2-0. Mjög verðskuldaður
sigur, sem fagnað var vel
af áhorfendum, sem voru á
annað þúsund.
i *
tj*
Leikurinn átti að fara fram á
laugardag, en dómarinn Einar
Hjartarson taldi vöilinn ekki boð-
legan þá vegna þess hve blautur
hann var og var leiknum frestað
til sunnudags.
Þa voru allar aðstæður mun
betri og lið FH sterkari aðilinn i
leiknum. Keppnisvilji var meiri
— ungu piltarnir i FH léku betur
og uppskáru eftir þvi.
Þeir skoruðu eitt mark i hvor-
um hálfleik. Á 43. min. i fyrri
hálfleik fékk Leifur Helgason
knöttinn eftir mikla sóknarlotu
FH og lyfti honum yfir varnar-
mennina og i markið. A 17. min. i
siðari hálfleik komst FH i 2-0. Það
var Ólafur Danivalsson, sem
skoraði. Þorsteinn Ólafsson hálf-
varði, en hélt ekki knettinum,
sem skoppaði i markið, enda mik-
ill snúningur á honum.
Keflvikingar komust af og til i
færi, en það var eins og neistann
vantaði — liðinu tókst ekki aö
sameinast i lokaátökunum. Enn
einu sinni mega Keflvikingar þvi
bita i það súra epli að tapa i
undanúrslitum bikarsins.
Lið P'H er mjög ungt — tveir
elztu menn liðsins 23ja ár, tveir
þeir yngstu 17 ára - og á eftir að
ná langt. Efniviður er góður og
loksins er nú að koma fram gott
knattspyrnulið i Hafnarfirði. Mál
var til komið. Strákarnir voru
góðir i þessum leik — léttari, og
létu boltann ganga, en mót-
herjarnir. Þeir voru einnig harðir
ef á þurfti að halda og kappið var
i bezta lagi.
Sennilega ereinhver leikþreyta
hlaupin i Keflvikinga eftir strangt
og viðburðarikt sumar. Sóknar-
linan var i leiknum. Vörnin stóð
sæmilega fyrir sinu , en átti af og
til i erfiðleikum með fljóta FH-
inga, þar sem bakverðirnir voru
oft vel virkir i sókninni. Það er
mikill kostur hjá FH að þar eru
allir virkir i sókn og vörn — það er
ekki beðið eftir knettinum.
Stórgóður leikur Dýra Guð-
mundssonar, miðvarðar FH,
vakti athygli i leiknum. Hann var
sterkari i þessum leik, en hinir
kunnu landsliðsmiðverðir
Keflavikur.
Ólafur Dauivalsson skorar annað
markFH Ljósm. BB.
, ,Við höíðum Álafoss gólíteppi
ágömluíbúðinni,
og reynslan af þeim réðiþví að við völdum Álafoss teppi aftur núna.“
Dæmigerö tilvitnun vióskiptavina okkar vió a i a r“
kaup á nýjum teppum. Ástæóan er wjiton- / \ I / \ I—I 1
vefnaður Álafoss gólfteppanna, á honum / \ I / \ | V J \\ J
byggjast gæói'þeirra. ÞINGHOLTSSTRÆT! 2. SÍMI 22091
umboðsmenn um allt land
Hafa ekki tapað
á leiktímabilinu!
m m
Oll fjölskyldan saman
Frá 1. nóvember til 31. marz
gilda fjölskyldufargjöld Loftleiða,
þau leysa margan vanda.
Nú getur öll fjölskyldan skroppið saman í:
Viðskiptaferðalagið
Vetrarfríið
Jólaheimsóknina
Afslátturinn nemur 50% fyrir maka og
börn milli 12 og 26 ára.
Ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loftleiða um allt land
veita upplýsingar, taka á móti farpöntunum og selja farmiða.
10FTIEIDIR
Einar formaður
Einar Th. Matthiesen,
Hafnarfirði, var kjörinn
formaður Handknattleiks-
sambands islands á ársingi
þess á laugardaginn i stað
Valgeirs Ársælssonar, sem
gaf ekki kost á sér til
endurkjörs. Voru Valgeiri
þökkuð mikil störf fyrir
HSi.
Ársþingið var haldið i félags-
heirpilinu á Seltjarnarnesi á laug-
ardag. Hvað merkast i störfum
þingsins var, aö samþykkt var
með miklum meirihluta, að fjölga
um eitt lið i 1. deild, og veröa
Haukar og Grótta að keppa um
það sæti.
Auk Valgeirs gekk Rúnar
Bjarnason úr stjórn, en hana
skipa nú auk Einars, Jón Ásgeirs-
son, Jón Kristjánsson, Sveinn
Kagnarsson, Stefán Ágústsson,
Birgir Lúðviksson og Jón Er-
lendsson. — Tveir þeir siðasttöldu
komu inn i stjórnina.
Sigurbergur Sigsteinsson svifur inn úr horninu og skorar eitt af mörkum Fram í gærkvöldi.
I.jósm BB.
Framarar fundu lyktina
af annarri umferðinni!
- fengu ekki ó sig mark í 20 mínútur og unnu upp 4 marka forskot
Dananna - en Stadion sigraði
Framarar verða ekki í 2.
umferð Evrópubikarsins,
fremur en hin fyrri skiptin,
sem félagið hefur verið með
i keppninni. Sem betur fer,
liggur manni við að segja,
þvi leikmenn Fram eru svo
langt frá þvi að vera upp á
sitt bezta. Það sýnir tap-
ieikurinn gegn danska liðinu
Stadion i gærkvöldi. Stadion
á nú leiki i næstu umferð, en
vart er hægt að spá þeim
miklu gengi þvi liðið er
fremur lélegt, skyttulaust
og eiginlega allslaust af
öllum gæðum handknatt-
leiksins.
En átakalaust varð það alls ekki
fyrir þá Stadion-menn að sigra Fram.
Eftir að Fram hafði méð heppni og
stórglæsilegri markvörzlu með sér i
fyrrileiknum, var staðan hnífjöfn og
leikurinn i gærkvöldi var einnig hnif-
jafn i seinni hálfleik og Framarar sáu
glitta i 2. umferðina svo um munaði.
Framarar voru leiðandi lengst af i
fyrri hálfleik, en eftir 20 minútna leik
var eins og botninn dytti úr öllu
saman. Danirnir jafna i 5:5 og komast
yfir i 8:5 á 3minútum. Og i hálfleik var
staðan heldur óálitleg eða 11:7 fyrir
Stadion. Mikil spenna var i leiknum og
finnsku dómararnir sáu þann kost
vænstan að sussa svolitið á báða
markverðina, Þorstein og Petersen.
Seinni hálfleikurinn var hins vegar
dálitið furðulegur. Þá fór allt að ganga
i óhaginn fyrir Dönum. t rétt tæpar 20
minútur skoruðu þeir ekki eitt einasta
mark, en skot þeirra höfnuðu hvað
eítir annað i Framvörninni, eða þá
Guðjón Erlendsson, sem var nú
kominn i mark Fram, klófesti boltann
og átti hann ágætan leik um þetta
leyti.
Svend Lund fékk það verkefni aö
gæta Axels. Hins vegar fóru Framarar
snyrtilega framhjá þessum yfir-
frakka Axels og átti Sigurður
Einarsson stærstan þátt þar i. Og Lund
varð yfirmáta brotlegur og var visað
af velli strax i upphafi leiksins. Og það
fékk Gylfi Jóhannsson lika að
reyna (þ.e. 2 min. af leikvelli) en lik-
lega hafa þeir visað honum ranglega
af velli og ruglað honum saman við
einhvern annan leikmann Fram. Eftir
11 minútna leik hafði Fram jafnaö i
11:11. Það mark skoraði Björgvin,
kom brunandi upp á sinum mikla
spretti, stökk upp þar sem hann var úti
við hliðarlinu nálægt punktalinunni, og
skoraði glæsilega með langskoti, sem
er óvenjulegt að sjá til hans. Axel bætti
svo við 12:11 og Þorsteinn varði vita-
kast Stadion eftir spaugleg viöskipti
við dómara, þegar hann var að klæöa
sig úrblússu sinni i mestu makindum.
13:11 fengu menn að sjá dæmt af,
Sigurður Einarsson hafði stigið á lin-
una.
En nú var eins og Bleik væri brugðið,
Framarar voru ekki lengur hinir sömu
og fyrstu 20 minúturnar og nú skorar
Gunnar Nielsen og Leif Nielsen skorar
13:12 fyrir Stadion. Axel jafnar með
hálfgerðu heppnismarki þegar tæpar 7
minútur eru eftir, — en Danir eiga
lokaorðið og of mikið dregið af
Frömurum til að búast ms;tti við neinu
úr þeirri átt. Nicolai Agger, langbezti
leikmaður Stadion skorar næstu tvö
mörk. Lokaorðið áttu Stadionmenn
með marki Gunnars Nielsens 30
sekúndum fyrir leikslokin og 16:13
sigur Stadion og áframhaldandi þátt-
taka þeirravarstaðreynd. Danir höfðu
sem sé makkað rétt, látið Framara
um fjárhagslegu hliðina, fengið
skemmtiferð til Islands sér að
kostnaðarlausu og 2. umferðina i
Evrópubikarnum lika. Þeir tóku
áhættu, en tókst það sem þeir hafa
ætlað sér. Hins vegar er ekki laust við
að einhverjar fagnaðarstunur hafi
hrotið af vörum þeirra, sem sjá um
fjárhagslegu hliðina hjá Fram, þvi
önnur umferð hefði mögulega getað
orðið þeim dýrt „spaug.” -JBP
„Haustið eftir meistaratignina" hjá Fram
Stilltir á tuttugu mínútur!
,,Þaö viröist segin saga
meö okkur”, sagði Ingólfur
Óskarsson fyrirliöi Fram i
gærkvöldi, ,,haustið eftir að
við verðum íslands-
meistarar erum viö mánuði
siðar i fullri þjálfun en ella.
llverju er um að kenna er
ekki gott að segja.”
Það er óhætt að taka undir þetta álit
Ingólfs. Þetta hefur komið i ljós með
Framarana. Satt að segja var erfitt að
þekkja hina leikreyndu Framara i
þessum leik, og greinilega voru fáir
leikmanna þeirra i nægilega góðri
þjálfun. Landsliðsmenn þeirra báru
raunar af. Ekki gat ég séð að leik-
þreyta plagaði þá, öllu heldur vantaði
þá hæfa samherja. Tuttugu minútur
virtist hámarkið fyrir þá, og það
gerðist i báðum hálfleikjum. Siðustu 10
minútur beggja hálfleikjanna duttu
Framara niður, og það reið bagga-
muninn. Oft á tiðurri varð leikur
Framara nánast vandræðalegur og
talsvert var um misheppnaðar
sendingar, sem fóru i greipar and-
stæðinganna. Liklega var þetta einn
slakasti Evrópubikarleikur og leikir
sem við höfum séð hér á landi.
Hvorugt liðið mundi sækja gull i
greipar mótherja i A-Evrópu eða
Þýzkalandi með leikjum sem þessum.
Björgvin Björgvinsson, Axel Axels-
son og Sigurður Einarsson voru beztu
menn Fram, en Þorsteinn og
Guðjón vörðu nokkuð misvel i
markinu, áttu sinar góðu tilraunir, en
mistókst þess á milli herfilega. Þetta
lið hefði ég viljað sjá 3-4 vikum siðar
gegn Stadion og þá hefði ég ekki verið
smeykur um þá gegn Stadion.
Danska liðið er fremur slakt, og
raunar vantar allt i liðið til að það sé af
einhverjum gæðaflokki. Nicolai Agger
er langbezti léikmaðurinn, en Lasse
Petersen er ágætur markvörður og
skapmaður mikill eins og sjá mátti.
Gunnar Nielsen 2, Leif Nielsen 1 og
Svend Lund og Tonnny Jörgensen áttu
og góða spretti. En i sjálfu sér er
Stadion með allra lélegustu liðum,
sem við höfum tekið á móti frá
Danrhörku og raunar mesta furða
hvað Gert Andersen galdraði út úr
liðinu.
Mörkin fyriir Stadion: Agger 6 (eitt
úr vitakasti), Lund 3, Jörgensen 3,
Gunnat Nielsen 2, Leif Nielsen 1 og
Frandsen 1.
Axel Axelsson 4, Gylfi
Björgvin Björgvinsson
Óskarsson, Sigurður
og Sigurbergur Sig-
Mörk Fram
Jóhannsson 4,
2, Ingólfur
Einarsson 1
steinsson 1.
Finnsku dómararnir Kurt Anders-
son og Georg Krutelew dæmdu leikinn
alveg sæmilega vel. -JBP-