Vísir - 11.12.1972, Qupperneq 14
■■
::
:::::
■■■■■■■■
■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■i
Sigurmark Arsenal um-
rœðuefnið nœstu vikur
::
::
a rang-
En allt
ekki —
t»á hafa ibúar Norb-
ur-Lundúna umræðu-
el'ni, sem endast mun
þeim næstu vikur og
inánuði, eða ár — sig
urmark Arsenal i við-
ureign „erkilendanna”
á White Ilart Lane á
laugardag. Tottenham,
sem þarna lék sinn 3ja
leik á sex dögum, náði
sér ekki vel á strik — og
Arsenal náði forustu á
(»5. min. með marki Fet-
er Storey. Fimm
minútum siðar kom hið
umdeilda atvik. Storey
fékk knöttinn rang-
stæður 2-3 metrum inn-
an varnar Tottenham.
Linuvörðurinn veifaði,
en Storey lék til baka
og gal siðan á Itadford.
Allir leikmenn Totten-
ham hættu — John hélt
áfram með knöttinn og
renndi honum i markið.
Dómarinn dæmdi mark
þrátt lyrir áköf mót-
mæli leikmanna Totten
ham, sem sögðust hafa
hætt, þegar linuvörð-
urinn veifaði
stöðu Storey.
kom l'yrir
markið gilti og reyndist
sigurmark leiksins.
Lokakafla leiksins sótti
Tottenham mjög og munaði sár-
litlu, að leikmönnum liðsins
tækist aö jafna. Martin Peters
skoraði, og siðan áttu báðir,
Martin Ctiivers og Ralph
Coates, spyrnur i þverslá. En
inn vildi knötturinn ekki aftur.
Leiknum lauk með sigri Arsenal
og deilt verður fram og aftur um
atvikið á „pöbbum” Norður-
Lundúna i náinni framtið. ,,Til
hvers eru linuverðir” munu
áhangendur Tottenham spyrja
og fylgjendur Arsenal svara, að
það sé dómarinn, sem ráði.
Liverpool tapaði stigi gegn
WBA og leikmenn liðsins munu
naga sig i handarbökin —einkum
Peter Cormack, skozki lands-
liðsmaðurinn, þvi dómari leiks-
ins rak hann af leikvelli, þegar
stundarfjórðungur var eftir af
leiknum. Leikmenn Liverpool
voru þvi 10 lokakaflann. Jafn-
tefli var, þegar Peter var látinn
vikja. Boersman skoraði fyrir
Liverpool á 20. min, en Tony
Brown jafnaði fyrir WBA á 69.
min.
Annar frægur kappi var einn-
ig rekinn af leikvelli — miðherji
Englands. Francis Lee, hjá
Manch. City. Það var i leiknum i
Sheffield gegn United. Þá voru
25 min. eftir af leiknum, þegar
dómarinn rak Lee útaf fyrir að
sparka i mótherja sinn, Trevor
Hockey. Læti urðu mikil og
Colin Bell hjá City var bókaður.
Pcter Storev ..harðjaxlinn" i
liði Arsenal kom mjög við sögu
á laugardg. Ilann skoraði fyrra
mark liðsins sins með ágætu
skoti.
Eftir samninga,sem staöið hafa i margar vikur, hefur WBA nú loks tekizt að fá útherja Glasgow
Itangcrs - Wille .lohnston. Hann lék sinn fyrsta leik með WBA gegn Liverpool og kostaði 130 þúsund
pund. Willee, nr. 10, skallar þarna knöttinn.
Bell hafði skorað mark liðs síns,
en Woodward jafnaði fyrir
heimaliðið, sem þar hlaut dýr-
mætl stig i fallbaráttunni.
En við skulum nú lita á úrslit-
in i getraunaleikjunum á
laugardag.
X Birmingh.— Leicester 1-1
1 Chelsea—Norwich 3-1
1 Derby—Coventry 2-0
2 Everton—Wolves 0-1
1 Ipswich—C.Palace 2-1
1 Leeds—West Ham 1-0
2 Manch. Utd.— Stoke 0-2
X Newcastle—Southampt. 0-0
XSheff. Utd,—Manch.City 1-1
2Tottenh.—Arsenal 1-2
X WBA—Liverpool 1-1
2 Preston—Blackp. 0-3
Talsvert var um kaup og sölur
undir lok vikunnar. Willie John
ston var keyptur af WBA, sern
greiddi Glasgow Rangers 130
þúsund pund fyrir hinn kunna,
skozka landsliðsmann. Þá
keypti Everton miðherja
Skotlands og Aberdeen Joe
Harper fyrir 180 þúsund pund,
en seldi litla, rauðhærða Alan
Whittle til C. Palace fyrir 100
þúsund pund.
Ian Hutchinson kom aftur inn
i lið Chelsea eftir 21 mánaðar
fjarveru vegna meiðsla (fót-
brotnaði tvivegis) og hvilik end-
urkoma. Hann skoraði tvö af
- mörkum Chelsea i 3-1 sigri gegn
Norwich. Garner skoraði fyrir
Chelsea i byrjun siðari hálfleiks
og eftir 60 min. sendi Hutchin-
son knöttinn i mark. Skozki
landsliðsm. Bone hjá Nor-
wich setti spennu i leikinn, þeg-
ar hann lék á þrjá varnarmenn
og skoraði bezta mark leiksins.
En Hutchinson var aftur á ferð-
inni á 80. min. og tryggði örugg-
an sigur Chelsea. Og eftir þenn-
an leik ætti Chelsea að hafa mun
meiri möguleika til að komast i
úrslit deildabikarsins — liðið er
greinilega betra en Norwich,
sem leikur gegn Chelsea i
bikarnum.
Leeds hlaut bæði stigin gegn
West Ham, en áhorfendur urðu
þó fyrir miklum vonbrigðum
með liðið. Liðið lék þó vel fram
an af og Mike Jones skoraði eft-
ir hálftima. Þá átti Lorimer
hörkuskot i þverslá. En eftir
þvi, sem leik á leikinn varð leik-
ur Leeds lakari — West Ham fór
aðsækja miklu meira. Og Clyde
Bestfór þá illa að ráði sinu —
misnotaði auðvelt tækifæri til
að jafna.
Leikmenn Manch. Utd. kom-
ust aftur niður á jörðina eftir tvo
sigurleiki i röð og töpuðu óvænt
fyrir Stoke á Old Trafford.
Fyrsti sigur Stoke á útivelli
og liðið hafði aðeins náð einu
stigi i 10 leikjum áður. Stoke
skoraði bæði mörk sin i fyrri
háifleik. Fyrst bakvörðurinn
Pejic á 15. min. og siðan John
Ritchie. Og dæmigert fyrir vörn
United þá voru þetta einu um-
talsverðu upphlaupin hjá Stoke i
leiknum. Þrátt fyrir mun meiri
sókn tókst Manch. Utd. aldrei að
skora. Flóðljósin á vellinum bil-
uðu fyrst i siðari hálfleik og liðu
16 min. þar til leikurinn gat haf-
izt að nýju.
Everton leitar nú út um allt að
leikmönnum, sem geta skorað
mörk, en allt kom' fyrir
ekki gegn Úlfunum á laugardag
— ekkert mark og ekki sigur i
sjö leikjum. úlfarnir skoruðu
einu sinni og það nægði til sig-
urs. En leikmaður, sem Everton
hafði fyrir nokkrum vikum,
skorar nú nær öll mörk Ipswich
— David Johnson. Hann skor
aði bæði mörkin gegn Crystal
Palace á laugardag og tryggði
sigur liðs-sins eftir að Palace
hafði snemma i leiknum náð
forustu með marki John ,,joki-
björn” Hughes eftir mikil
varnarmistök. En á 34. min
jafnaði David, þegar hann
brunaði framhjá tveimur
varnarleikmönnum. 1 byrjun
siðari haifleiks skoraði hann svo
sigurmarkið eftir lallegt upp-
hlaup. Þetta var áttundi leikur
Ipswich án taps og liðið hefur
ekki náð jafn góðum árangri
siðan Sir Alf Ramsey var með
það.
Colin Boulton var hetja
Derby-liðsins i fyrri hálfleik og
varði þá oft snilldarlega, þegar
Coventry réð gangi leiksins. En
i siðari hálfleik náði Derby yfir-
tökunum — Alan Hinton skoraði
úr vitaspyrnu á 55.min. og á 70,
min, tryggði Archie Gemmill
sigurinn. Coventry hefur nú
tapað tveimur leikjum i röð og
hefur illa þolað að missa fyrir-
liðann Barry og Glazier mark-
vörð. Hins vegar kom það ekki
að sök að þessu sinni — Daniel
og O'Hare stóðu sig vel i stöðum
þeirra. Þetta var fyrsti leikur
John O’Hare sem framvörður i
Derby-liðinu, en hinn ungi,
hávaxni Davies var miðherji.
1 Miðlandaderbie-leiknum i
Birmingham náði Leicester for-
ustu á 33. min. þegar Graham
Cross, miðvörðurinn sterki hjá
Leicester, skoraði eftir
hornspyrnu. En i siðari hálfleik
tókst Birmingham að jafna á 57.
min. Það var 17 ára piltur
Jimmy Calderwood, sem skor-
aði — fyrsta mark hans fyrir
Birmingham.
Eric Martin, markvörður
Dýrlinganna, var „stjarna”
leiksins i Newcastle, þegar leik
menn heimaliðsins „skutu” á
hann frá öllum hliðum. En
aldrei fór boltinn i markið.
Dómari leiksins hótaði tvivegis
að hætta leiknum vegna þess, að
áhorfendur blésu i flautur og
höfðu mjög truflandi áhrif. I
siðara skiptið var leikurinn
stöðvaður i nokkrar min.meðan
lögregluþjónar leituðu meðal
áhorfenda að flautumeisturun-
um.
Úrslitaleikur skozka deilda-
bikarsins var háður á laugardag
og þriðja árið i röð tapaði Celtic
i úrslitum. Hibernian sigraði
með 2-1. 75 þúsund áhorfendur
sáu léikinn i Hampden Park i
Glasgow. Það var fyrirliði
Hibernian, skozki landsliðs-
maðurinn Pat Stanton, sem átti
mestan heiður af þessum
fyrsta sigri Edinborgarliðsins i
deildabikarnum. A 60. min
skoraði hann fyrsta mark leiks-
ins og sex min. siðar átti hann
frábæra jsendingu á annan
skozkan landsliðsmann i lið
Hibernian, Dave Cropley, sem
skallaði i mark. Dalglish skor-
aði eina mark Celtic i leiknum,
þegar 10 min. voru til leiksloka,
en ekki tókst Celtic að jafna
muninn.
Staðan i 1. og 2. deild i Eng-
landi er nú þannig: Liverpool 21 13 5 3 42 25 31
Arsenal 22 12 5 5 29 22 29
Leeds 21 11 6 4 39 24 28
Ipswich 21 9 8 4 29 22 26
Chelsea 21 8 8 5 32 25 24
Tottenh. 21 9 5 7 28 23 23
Derby 21 10 3 8 27 30 23
Newcastle 20 9 4 7 33 28 22
West Ham 21 8 5 8 37 29 21
Southampt. 21 6 9 6 22 21 21
Wolves 21 8 5 8 33 34 21
Coventry 21. 8 5 8 21 22 21
Norwich 21 8 5 8 22 30 21
Manch. City 21 8 4 9 30 32 20
Everton 21 7 4 10 21 22 18
Birmingh. 22 5 7 10 28 35 17
Sheff. Utd. 20 6 5 9 20 29 17
Stoke 21 5 6 10 31 34 16
WBA. 21 5 6 10 21 30 16
Manch. Utd. 21 5 6 10 20 29 16
Leicester 20 4 7 9 22 28 15
C. Palace 20 3 8 9 16 29 14
Burnley 20 10 9 1 34 19 29
Blackp. 21 10 7 4 35 21 27
QPR 21 9 9 3 37 26 27
Aston Villa 20 9 6 5 21 18 24
Luton 20 9 5 6 28 23 23
Preston 21 9 5 7 20 18 23
Middlesb. 21 8 7 6 20 23 23
Oxford 21 9 4 8 26 22 22
Sheff. Wed. 22 8 5 9 36 34 21
Bristol C. 21 7 7 7 25 26 21
Nott. For. 21 7 7 7 22 26 21
Fulham 20 6 8 6 26 24 20
Swindon 21 6 8 7 29 31 20
Carlisle 20 7 5 8 27 26 19
Hull 21 6 7 8 28 27 19
Huddersf. 21 5 9 7 19 24 19
Millwall 21 7 4 10 27 26 18
Orient 21 5 8 8 20 26 18
Sunderl. 20 5 7 8 26 32 17
Cardiff 20 7 3 10 26 33 17
Pourtsm. 21 5 5 11 22 31 15
Brighton 21 2 9 10 23 41 13
íi
::
::
::
::
::
::
ii
::
::
::
::
::
::
I.ii
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■?■■■■■■■■■■■■■!
::::
■■■■■■■■■■■