Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir Laugardagur 2. júni 1973. rfmsm: Hvernig tókst okkur að taka á móti forsetunum? Alda Sigurbrandsdóttir, af- greiöslustúlka: Virkilega vel. Þaö var gaman aö fundurinn var hór á landi. Mér fundust ekki of miklar öryggisráöstafanir, þær eru nauösynlegar. Georg Glslason, verzlunar- maöur: Mér fannst ákaflega vel tekiö á móti þeim. Ég bjóst hálft i hvoru viö mótmælum vegna komu þeirra, þau eru eölileg. Fundur þeirra hér er tslending- um til sóma. Unnur Þorstcinsdóttir, nemi: Agætlega,þótt að visu hafi verið of mikið umstang, t.d. að láta sjúkrabil fylgja þeim um allt. Samt var þetta svo sem allt ágætt. Aöalsteinn Eiriksson, kennari: Mér finnst móttakan hafa tekizt ágætlega. Ég vil vekja athygli á hversu ótrúlega vel mótmæla- gangan tókst. Valgeir Jónsson, iönnemi: Vel. Ég er hrifinn að vissu leyti og held þetta sýni, að tsland getur oröiö ráðstefnuland. Ég átti von á óeiröum frá vinstri öflum. Asgeir Skúlason, lærlingur: Vel heppnuð. Ég var einn af þeim, sem Nixon heilsaöi við Stjórnar- ráðshúsið, og mér virtist hann anzi kátur og ánægður. Ég bjóst nú viö einhverjum látum i sam- bandi við þessa komu. MIKIL VONBRIGÐI! . . . nokkra tíma karp og enginn árangur Að kvöldi uppstigningar- dagsog ég úti á Loftleiða- hóteli. Það er þröng á barnum og rætt um at- burði dagsins. Flestir eru sammála um, að svo til ekkert hafi gerrt, banda- rísku blaðamennirnir bera sig illa, en Frakk- arnir kíma og segja eitt- hvað á þá leið: Þetta máttuð þið vita, drengir mínir, okkar maður lætur ekki vaða ofan í sig". í anddyrinu situr vinur minn úr rannsóknarlögreglunni, og ég gef mig á tal við hann: „Þaö var ljóta panikin hér i dag um það bil, sem eftir há- degisfundurinn var aö byrja. Allt var til reiöu og bilstjórarnir biöu i bilunum og forkólfarnir i startholunum uppi á lofti og bandarisku kollegar okkar á þönum hér i anddyrinu og uppi á göngum. Hingaö inn kemur maður labbandi, ósköp venju- legur maöur haldandi á skjala- tösku. Einn öryggisvarðanna kemur hlaupandi til okkar islenzku löggæzlumannanna, segjandi með miklu irafári: Þiö veriö aö skoöa i töskuna hans þessa, bilarnir verða stoppaöir á meðan. Allt i pati og bil Rogers harðlæst, meðan rann- sóknin fer fram. Þessi grun- samlegi töskumaður reynist vera bilaleigumaöur með skjöl og pappira varðandi fyrirtæki sitt. Þegar gengið hafði verið úr skugga um, að allt væri i lagi með þennan, að þvi er virtist, meinlausa bilaleigumann, tóku bilstjórarnir sér aftur stööu, en þegar bilstjóri Rogers ætlaði að opna bilinn uppgötvaði hann sér til skelfingar, aö hann haföi læst lyklana sina inn i drossiunni. öryggisvörður kom á vettvang með vir eða einhvern fjárann til aö bjarga vandræöum, en án árangurs. Endirinn var sá, að aumingja bilstjórinn fékk bágt og má gott heita, ef hann heldur stööu sinni i sendiráöinu hér. Nú, þaö má svo bæta þvi viö til gamans, aö ég labbaði yfir aö bilnum, þegar halarófan var horfin úr augsýn og auðvitað tókst mér undir eins að opna. Þeir eru fjarska taugaóstyrkir þessir Kanaöryggismenn,” sagði rannsóknarlögreglu- maöurinn vinur minn. Birna kemur á vettvang Nýr dagur óttalega venju- legur föstudagur og leiksviöiö er listasafnið á Miklatúni. Ungir lögreglumenn i forljótum sam- festingum liggja og sóla sig i brekkunni fyrir sunnan húsið. Þetta eru vist einhvers konar varaliðsmenn úr iþrótta- hreyfingunni og einhverjum á móta hreyfingum.Ung spengileg dama i bláum gallabuxum með sitt hár röltir með fram giröing- unni með myndavél á maganum og allt i einu er rekið upp öskur: „Nei, sjáið þið, þetta er hún Birna”. Strákarnir gerðu hálfvegis óp að blessaðri dömunni, sem fór með friði og gerði ekkert annað af sér en að vera til. Hreyfing á mannskapnum, stórmennin eru aö koma. Frakklandsforseti er á undan og grinast andartak viö frétta- mennina, sem standa i kös á hlaðinu. Nixon er frakkalaus og ekki annað að sjá en hann sé kátur i bragði. Sennilega hefur hann sofið bærilega eftir veizl- una á Bessastöðum. Monsieur Albert Svo kemur löng og leiðinleg bið og ég kiki i franska blaöið La Figaro frá þvi i gær, þar er m.a. grein um monsieur Albert, sagt að hann sé gestgjafi Pompi dou og rakin knattspyrnusaga hans. A öðrum staö má finna hól um islenzku öryggisgæzluna og i lokin stendur þessi setning: ... en cette saison la nuit n’existe pas (á þessum árstima er engin nótt). Þó ekkert sé að gerast, þá er spenningur i loftinu og sú frétt flýgur um loftiö, aö Pompi- dou ætli að halda blaöamanna- fund klukkan hálf eitt. Nokkrir erlendir blaðamenn hafa komið sér upp landhelgis- merkinu og Alan Lidow frá Hvita húsinu segist standa meö Islandi i þessu ójafna striöi þess við Stóra-Bretland. Tvær sólir á lofti Arni Bergmann þýöir aukablað Moggans fyrir sovézkan vin sinn Vladimir og nafni hans Gunnarsson,„kóket- ar” við unga fegurðardis i rauðum kjól. Úti á hlaði sitja þau Sonja Diego og Matthias ritstjóri og fer vel á með þeim. „Tvær sólir á lofti,” segir Matthias. Blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar gefur yfirlýsingu um islenzk málefni, og þegar hann er i miðju kafi, kemur Helgi Agústsson upp i pontuna til hans og truflar hann. „Hvað er nú, má maðurinn ekki tala i friði?” hugsa ég. Nei og ekki aldeilis, þvi hann slær botn i ræðu sina i skyndi og vikur af sviöinu. Eftir andartak er Hannes aftur kominn i pontuna, þrúgaöur af ábyrgöartilfinningu og alvöru. Válegir atburðir hafa skeö austur af tslandi. Floti hennar hátignar Breta- drottningar hefur ráðizt á óvopnað varðskip og allar likur á að varðskipið sé nær þvi að sökkva. Hlaup og stökk i telex- tækin og jafnvel fundur Pompidous gleymist i irafárinu. Sýningunni að Ijúka Sýningunni er að ljúka og Frakklandsforseti gengur i salinn, hann kemst þó ekki lengra en rétt inn fyrir dyrnar, en landar hans hafa stillt sér upp við ræöupallinn og þar eru flestar sjónvarpsmynda- vélarnar. óánægjuóp fara um salinn. Amerisku blaða- mennirnir slá hring um Pompi- dou og Frakkarnir standa vonsviknir álengdar og heyra ekki neitt. Þegar ég stend á túninu fyrir utan listasafnið, finn ég allt i einu, að raunveru- lega hefur ekkert gerzt. Tveir menn hafa setiö i nokkra klukkutima og karpað um heimsmálin án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Miklu sjónarspili er lokið og i flestum andlitum má sjá vonbrigði, mikil vonbrigði. b. Er Helgi að reka Hannes úr pontunni? lslandsvinur frá Hvita húsinu. LJÓT ORÐ ÚR PRESTS MUNNI Kudolf Stolzenwald, Hellu, skrifar: „Ljótt var að heyra i séra Sigurði Hauki Guöjónssyni i út- varpsmessunni á sunnudaginn var. Ræðan var eins og versta æsingaræða úr pólitikinni. Þótt ég fari nú ekki oft i kirkju og sé ekki mikið guðrækinn, þykir mér alltaf notalegt og gott að hlýða á sunnudagsmessuna i útvarpinu og vil helzt ekki missa af henni. En svona ræður ætti enginn prestur að flytja við messu, heldur á öðrum véttvangi. Séra Sigurður er að tala um Ekki á móti ,, I lesendadálki blaðs yðar, hinn 17. þ.m., er því haldið fram, að heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkurborgar hafi bannað starfsmönnum Hótels Holts að hafa þar höf uðverkjatöf lur fyrir gesti. Tekið skal fram, að heil- brigðiseftirlitið hefur ekki átt neinn þátt í banni þessu, og er málið eftirlitinu alls óviðkomandi Þórhallur Halldórsson, fram- kvæmdastj. heilbrigðiseftirl. lygar stórveldanna, sem er að mörgu leyti rétt, og væri gott, að hann gæti lagað það. Sjálfur fer hann með rangindi og lygar, þegar hann segir, að bandariski herinn hér hafi ekkert annað gert en að taka meydóminn af islenzku kvenfólki! tslenzkt kvenfólk, hvað segið þið um svona orð, sem prestur flytur i útvarpsmessu til þjóðarinnar ? Mér finnst, að presturinn ætti að fá áminningu og hana ræki- lega. Bandariski herinn hefur margt annað gert hér en það eina, sem presturinn minntist á. Hann hefur oft og iðulega bjargað mannslifum og það islenzkum lifum, en þau eru e.t.v. ekki neins virði eða hvað? Herinn hefur ávallt verið boðinn og búinn til hjálpar svo sem við leitir að týndum flug- vélum, sjúkraflug, hjálpar- og björgunarstörf, svo sem i Vest- mannaeyjum, auk margs annars, sem allir landsmenn hljóta aö vita”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.