Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 20
Pompidou er glaðklakkalegri en Nixon á þessum fundi, sem forsetarnir héldu meft fullskipuöu lifti slnu undir lokin. Margir telja, aö hlutur Pompidous á fundinum hafi orðið stærri en Nixons. „FRJÓVGUNIN NOTA- LEGRI EN FÆÐINGIN" fundarlok - en fréttaskýrendur telja, að lítið hafi gengið vísm Laugardagur 2. júni 1973. Enn rœtist ein spá völvunnar Enn rætist ein spá völvunnar umræddu, sem spáði um áramót- in I Vikunni sem kunnugt er. Ein af spám hennar var sú, að Anna prinsessa myndi ganga I hjóna- band nær hausti. Eftir öllu að dæma virðist svo ætla að veröa, þar sem Anna prinsessa og Mark Philips ridd- araliðsforingi hafa nú trúlofast, og tilkynnt hefur veriö i Bucking- ham Palace, að þau hafi ákveöið að ganga i hjónaband i haust, trúlega i nóvember. Það verður fróðlegt að fylgjast áfram meö spám völvunnar, en liklega er Kötlugos eitt af þvi, sem menn biöa helzt eftir nú. — EA Nixonbíll í árekstri Það er deginum Ijósara að bilar Nixons Bandarikjaforseta ættu aö standast kúlnaregn mætavei. Þegar bilalestin var aö fara frá Myndlistarhúsinu i gærdag i há- deginu, lenti varabill forsetans i árekstri viö rútubil við innkeyrsl- una að húsinu. Varð þarna a 11- snarpur árekstur og rifnaði bretti af rútunni að mestu auk annarra skemmda, en á Cadillac Nixons mátti greina þrjár rispur, — en ekki lét málmurinn undan að öðru leyti. Suður á Keflavlkurflugvöll brunaði Nixon á öðrum skotheld- um bil af Lincoln-gerð. — sagði Pompidou í ,,Við vorum sammála um fleiri atriði en viö vorum ósam- mála um. Þessu má likja við frjóvgun, en fæðingin er eftir, og vissulega er frjóvgunin nota- legri en fæðingin”, sagöi Pompidou Frakklandsforseti við blaöamenn að skilnaöi, þegar hann kom af lokafundi þeirra forsetanna. Fréttaskýrendur eru þó yfir- leitt þeirrar skoðunar að niður- stöður fundarinshafiveriö næsta litlar, nema að halda fleiri fundi, en þar munu embættis- menn ræðast við. Fundurinn i gærmorgun varð nokkrum minútum lengri en ráö haföi verið gert fyrir. Var augljóst, að Nixon var farinn að þreytast, enda sagt, að Bandarikjamenn hefðu ekki haft erindi sem erfiði. Frakkar, stöðu fast fyrir og höfnuðu þeim tillögum Bandarikja manna, sem mestu skiptu. Bandarikjamenn stefna að þvi, að Nixon hitti æðstu menn V-Evrópurikja, þegar hann fer til Evrópu á hausti komanda. Frakkar hafa ekki fallizt á þetta, nema þvi aðeins að fundir embættismanna leiði til veru- legs árangurs og ýmis ágreiningsmál Bandarikjanna og Frakklands verði leyst fyrir haustið. Ráðherrar munu meta þá stöðu, þegar liður að hausti. Haft var eftir Ziegler, blaða- fulltrúa Nixons, að eitthvað hafi miðaðf áttina á fundinum i gær- morgun. Fréttaskýrendur drógu i efa, að fullt mark mætti taka á „hressilegum ummælum ráöamanna”, þar sem ekkert kom fram, sem benti til raun- verulegs árangurs. Forsetarnir héldu siðan með föruneyti sinu til Keflavikur- flugvallar, og fóru blaða- mennirnir bandarisku og frönsku samtimis. Nixon gekk úr bilnum á vallarsvæðinu og tók i hendur margra Banda- rikjamanna, sem höfðu safnazt saman þar til að hylla hann. Flaug svo hver til sins heima. —HH Sjá nánar um niður- stöður fundanna á Kjarvalsstöðum i forystugrein á bls. 6. ÁTTIAÐ MYRDA NIXON EÐA POMPIDOU? - MAÐUR VOPNAÐUR BYSSU HAND- TEKINN VIÐ LAUFÁSVEGINN í FYRRINÓTT 1 fyrrinótt var maöur vopnaður byssu handtekinn á Laufásvegin- um, þar sem forsetarnir Nixon og Pompidou bjuggu. Maðurinn var undir vopnum i bii við Laufásveg- inn, þegar hann var handtekinn. Hann er Kópavogsbúi og ungur maður. Hann var færður i hendur rannsóknarlögreglunni I Kópa- vogi til yfirheyrslu. Ásmundur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður i Kópavogi, sem hefur meö rann- sókn málsins að gera, vildi sem minnst segja um málið, en sagði, að hann héldi, aö hér væri ekki um stórmál á ferð, a.m.k. ekki við fyrstu sýn. Ekki er vitað, hvort hér hafi átt að sýna Nixon eða Pompidou til- ræöi, eða hvort maðurinn hefur veriö að fiflast. Ekki er vitaö, hvers konar byssur það voru, sem maöurinn var með i fórum sinum. Maðurinn var fyrir utan afgirtu svæðin kringum bústaði forset- anna og hefur ekki frétzt að hann hafi sýnt mótþróa við handtök- una. A þessum tima voru forsetarnir að koma úr veizlu aö Bessastöö- um, en ekki er vitaö, hvort þeir voru ókomnir, þegar byssumaö- urinn var handtekinn. Við yfirheyrslu i gærdag bar maðurinn þvi við, að hann hefði gleymt þvi, að byssan væri i biln- um hjá honum. Manninum var sleppt lausum i gærdag, eftir að Pompidou og Nixon voru farnir af landi brott. —ÓH ENGAR KVÖLDSKEMMTANIR í REYKJAVÍK 17. JÚNÍ — segir þjóðhátíðarnefnd í greinargerð sinni til borgarráðs Þjóöhátiðarncfnd Reykja- vikurb. hefur lagt þá tillögu fyrir borgarráð, aö engar kvöid- skemmtanir verði i Reykjavik á 17. júni, og er taliö nokkurn veg- inn öruggt, aö þessi tillaga hljóti samþykki. Borgarráö hefur skorið fjárhagsáætlun til há- tiðahalda 17, júni niður um tæp- lega eina miiijón. Blaðið hafði samband við Markús Orn Antonsson, for- mann þjóðhátiðarnefndar, og spurði hann um þessi mál og ástæðurnar fyrir tillögu nefndarinnar. Markús sagði, að þjóðhátiöarnefnd hefði sent greinargerð til borgarráðs, þar sem lagt var til, að engar skemmtanir yröu i miðbænum eftir kvöldmat á 17. júni og aö hátiðahöldunum lyki með barnaskemmtun á Lækjartorgi kl. 7-8. Bent er á reynsluna frá þvl i fyrra, sem nefndin telur miður góða. Einnig er kostnaður við slikar kvöld- skemmtanir talinn vera óhóf- lega mikill. Nýstúdentar komu þvi til leiðar i fyrra, að af kvöld- skemmtun varð, en nú fer þeim óöum fækkandi, sem útskrifast ekki fyrr en 17. júni, og i Reykjavik er þaö reyndar aðeins einn skóli, Verzlunar- skólinn. Þjóðhátiðarnefnd heldur við fyrri tillögur sinar um stærri hátiðahöld á fleiri ára fresti. A fjárhagsáætlun Reykja- vikur núna var gert ráð fyrir einnar milljón króna framlagi til hátíðahaldanna, en i fyrra var framlagið 1,7 milljónir og fór samt fram úr áætlun. Þykir þvi sýnt, að borgarráð muni samþykkja tillöguna, en fundur þess er ekki fyrr en á þriðjudag- inn. Þess má geta, að i Kópavogi hefur einnig verið falliö frá þvi aö hafa kvöldhátíðahöld. SKJÓNA KOMIN í DÝRASAFNIÐ Það er ekki vitað, hvað Kristján S. Jósefsson, eigandi Dýrasafnsins, lét Björn frá Löngumýri hafa fyrir skrokkinn af henni Skjónu. Hitt er vitaö, að einhverntima á dögunum voru boðnar I kringum eitthundraö þúsund krónur fyrir húðina af henni. Dýrasafnið hreppti hrossiö — og nú er búið að stoppa hana Skjónu upp og i gærkveldi var henni stillt upp i Dýrasafninu við Skólavörðustiginn. „Skjóna er fyrsti visirinn aö hestasafni, sem ég hef ákveðið aö koma hér upp,” sagði Kristján, er hann i gærkveldi sýndi okkur gripinn. ,,Ég hef til að mynda komizt yfir 18 vetra stóðhest, sem ég ætla að láta stoppa upp fljótlega,” hélt hann áfram. Og hann sagði okkur lika frá 5 vetra bola, sem hann felldi fyrir nokkru siöan og ætlar að setja á safnið. Auk þess á hann svo tilbúna til uppstoppunar fjölmarga fugla og þrjá 300 kilóa útseli. „Það hefur Spánverji verið mér til aðstoðar við uppstopp- unina siðasta árið,” sagði Kristján næst. Og nú á hann von á enskum hjónum til sin að auki, sem ætla að leggja honum nokk- urt lið við að koma upp þeim dýrum, sem mest liggur á. —ÞJM i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.