Vísir - 02.06.1973, Side 3

Vísir - 02.06.1973, Side 3
Vísir Laugardagur 2. júni 1973. 3 SJÓMANNADAGUR í EYJUM Eyjamenn láta líka heyra í sér hér í höfuðborainni Hann verður vist með öðru sniði sjó- mannadagurinn i Vest- mannaeyjum i ár heldur en hann hefur verið áður hjá þeim Eyjaskeggjum. Þar hefur alltaf verið lif og fjör á þessum degi, liöfnin hefur fyllzt af kappróðrarbátum og allir, sem vettlingi geta valdið, hafa tekið þátt i hátiðahöldunum Hátiðahöldunum verður ekki sleppt að þessu sinni, þó að þau verði heldur daufleg frá þvi sem áður var. Jóhannes Kristinsson i sjómannadagsráði Eyjamanna tjáði okkur, að farið yrði út i Eyjar á sunnudags- morgun og þar yrði athöfn við „Týnda sjómanninn”, sem er minnisvarði og stendur fyrir utan Landakirkju. Athöfnin hefst kl. 11. og verður þar flutt ávarp og hafinn verður upp söngur. Engar kappsiglingar verða eða annað slikt, enda hafa Eyja- menn lánað kappróörarbáta sina. Sjálfsagt gera þeir, sem nú eru i Eyjum, eitthvað sér til dundurs, en það verður svo sannarlega ekki litið framhjá Vestmannaeyingum hér i höfuð- borginni. Um klukkan hálf tvö hefst athöfn i Nauthólsvik. Þarleikur fyrst Lúðrasveit Reykjavikur, en siðan flytur Lúðvik Jóseps- son sjávarútvegsmálaráðherra ávarp. Og þá er komið að þeim Eyjamönnum sem munu láta frá sér heyra. Þeir Björn Guð- mundsson og Guðjón Armann Eyjólfsson munu þar mæla fyrir hönd útgerðarmanna og sjó- manna, en þeir tveir eru báðir úr Eyjum. Að þvi loknu heiðrar Pétur Sigurðsson aldnar sjómanna- kempur. Loks eru svo kappsigl- ingar, koddaslagur, kappróður, o.fl. og þyrla landhelgis- gæzlunnar sýnir björgunarað- gerðirog verður siðan til sýnis i fyrsta sinn almenningi. Veit- ingar verða seldar og ágóðinn af sölunni rennur til barna- heimilisins Hrauns i Grimsnesi. En dagskrá sjómannadagsins hefst reyndar fyrr þennan dag. Hún hefst með þvi, að Lúðra- sveit Reykjavikur leikur við Hrafnistu klukkan hálf niu. Sjó- mannamessa er i Dómkirkjunni kl. 11. þar sem Grimur Grims- son predikar i fjarveru biskups. Siðan verður lagður blóm- sveigur að leiði óþekkta sjó- mannsins i Fossvogskirkju- garði. Ekki má svo gleyma merki sjómannadagsins i ár. —EA Hér er verið að moka frá „Týnda sjómanninum” i Eyjum, en á morgun, sjó- mannadaginn, fer fram stutt athöfn við minnismerkið. „Hreinir sjó- rœningjar!" - SEGIR FORSÆTISRÁÐHERRA Stökk í norðan- bálið yfir sjó — og hitti á rýjamottuna við Laugardalshöllina Ég tel þetta svívirðilega árás á óvopnað vita- og björgunarskip. Þar sem árásin fór fram undir verndarvæng brezkrar frei- gátu, tel ég, að brezki flot- inn beri ábyrgð á þessum atburði, sagði ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra um ásiglingar Irish- man og brezku togaranna tveggja á Árvakur í gær. Það Htur út fyrir, að þeir, sem bera ábyrgð á þessu, séu farnir á taugum. Það nálgast að segja megi, að framferði þeirra lýsi geðveiki. Bretar eru orönir hreinir sjóræningjar á hafinu, sagði forsætisráðherra. — VJ Stolið úr sjálfsala Brotizt var inn í Sundhöll- ina við Barónsstlg I nótt og stolið þaðan einhverju af skiptimynt úr gossjálfsala, sem stendur þar f anddyrinu. Þjófurinn mun hafa fariö inn um kjallaragiugga og komizt þaðan upp inn I af- greiösluna. Skemmdir urðu litlar sem engar, nema aö sjálfsalinn varð fyrir nokkru hnjaski. —ÓG 11 sœkja um Ferða- skrifstofu Margir hafa greinilega áhuga á starfi forstjóra Ferðaskrifstofu rikisins, en umsóknarfrestur rann út i gær. Samkvæmt upplýsingum samgönguráðherra Hanni- bals Valdimarssonar höfðu borizt 11 umsóknir á miðviku- daginn, en ráðherra vildi ekki gefa upp nöfn þeirra, þar sem einhverjar umsóknir kynnu að hafa borizt á uppstigningar- dag. eru hús við Helgafellsbraut farin að soðna, að þvi er fréttaritari okkar i Eyjum tjáði okkur í morgun. Áður virtist gufu aðeins leggja upp úr jörðinni I húsin austan við Helgafellsbraut, en hún er nú farin að láta til sin taka á breiö- ara svæði. Gufan breiðist þó ekki ört út, en þar sem hana er aö finna, smýgur hún upp úr hverri sprungu og hverri rifu. Boraö er nú niöur i jörðina á þessu svæði og veröur borað niður I 40 metra til þess að mæla hitastig. Litið sem ekkert gos hefur verið i Eyjum nú að undanförnu og hraunrennsli til suðurs og suð- austurs virðist ekki eins kraft- mikið og oft áður. — EA Það þarf nákvæmni til að hitta beintofan á litla rýamottu, ekki sizt ef stökkva skal niöur á hana úr mikilli hæð. Eirikur Kristinsson, hinn góö- kunni fallhlifarstökkvari, lék þetta i fyrradag i sambandi viö sýninguna Heimilið '73. Hvasst var af noröri, sem þýddi, aö Eirikur þurfti aö kasta sér út úr flugvélinni allfjarri ströndinni og lét siöan reka til suöurs i átt að Laugardalshöll. Þar fylgdist mikill mannfjöldi með þvi, hvernig hann stýrði sér beina leið i markiö, og var honum aö vonum vel fagnaö, þegar hann hafði unniö þetta afrek. A myndinni sjáum viö Eirik koma svífandi i átt að höllinni. ## „Ekki rétt segir forsœtisráðherra Forsætisráðherra, óiafur Jóhannesson hefur óskað að gera athugasemd við eftir- farandi setningu i Föstu- dagsgreininni i blaðinu i gær: „Eftir þvf sem sem mér skilst skýrði sjálfur forsætis- ráðherra landsins frá þvi, að togarinn Everton væri aö sökkva fyrir norðan land og enn var ekki vitað, hvort mannbjörg hafi orðið. Hann getur þá mótmælt þvi, ef þetta er rangt.” Ráðherra mótmælir þessu sem ósönnu. FLEIRI HUS SOÐNA í EYJUM Svo virðist sem f leiri hús í Eyjum séu að soðna, og nú

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.