Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 2. júni 1973. c7VIenningarmál Inngangur að ritdómum: BÖRN í BÓKUM Ætli það sé oftalið, að ár- lega komi út á íslenzku allt að því 100 bækur ætlaðar börnum og unglingum, um það bil þriðjungur árlegrar útgáfu á jólamarkað sá ýmiskonar barnabækur. Þótt þessar tölur séu ekki nákvæmar hygg ég að þær fari ekki fjarri lagi — ef ailt er talið sem bókarlag hefur. Samkvæmt skýrslum um bóka- útgáfu, sem geröar eru i Lands- bókasafni og birtar i Hagtiöind- um, nam útgáfa barnabóka árin 1968-70 58-85 bindum á ári og fór hún jafnt og þétf vaxandi bótt bókaútgáfan i heild sinni stæöi aö kalla mátti i staö þessi ár. Mjög verulegur hiuti þessarar útgáfu er þýddar bækur — 46 af 58 bókum áriö 1968, 50 af 71 bók 1969, 57 af 85 bókum áriö 1970. Vara á markaði Annars eru barnabækur þaö markaössvæöi bókmennta, sem hvaö minnst er vitaö um, enda litt viö þaö fengizt þar sem fjallaö er um bókmenntir. Vera má aö þetta sé aö breytast. 1 seinni tiö er i vaxandi mæli fariö aö tala um barna-menningu, aögreinilega frá menningarstarff fulloröins fólks, og þá eru bókmenntir barnanna væntanlega mikils- eftir Ólof Jónsson háttar partur hennar. Þetta við- horf kom t.a.m. glöggt fram á þingi norrænna barna- og unglingabókahöfunda, sem haldiö var I Reykjavik i fyrravor. 1 aðal- ályktun fundarins var athygli vakin á þvi, aö alvarlegar, list- rænar og leitandi bókmenntir handa börnum og unglingum ættu nú I vök að verjast. Forlögin skera þessa útgáfu niöur, en hrein og bein gróöravara flæöir yfir markaðinn I staðinn. Meö þessu móti er norrænni barnamenningu ógnaö — og þegar til lengdar lætur öllu menningarstarfi á norrænu málsvæöi, segir þar. Þaö er nú mátulega mikiö mark takandi á fundamælsku af þessu tagi. En aö visu þarf ekki nema lauslegt yfirlit yfir bókamarkað barnanna ein jól eöa svo til aö sjá hversu mikiö er til i þessari gagn- rýni: aðeins hlutfall erlendra bóka á viö inniendar sýnir þaö hversu eindregin verziunar- sjónarmið ráöa á þessum markaöi t.a.m. hér á landi. En það sem úr sker er auövitaö bóka- valið, svo óvandað sem þaö einatt er, mikill hluti árlegrar útgáfu hreinir og beinir reyfarar fyrir börn og unglinga, bókageröin sjálf oft mjög óvönduö. Þar á móti kemur i seinni tið vaxandi útgáfa á myndabókum prentuö- um erlendis, ýmiskonar alþjóö- legu litprenti, sem oft eru snotrar bækur — ef þess er nógu vel gætt aö Islenzki textinn sé vandaður til móts viö myndir og prentun. A þvi verður nú stundum mis- brestur. Þessa bókaútgáfu má að sjálf- sögðu greina nánar sundur eftir efni bókanna og tilætluðum lesendahópum. En það hygg ég að barnabækurnar eigi sammerkt við aðra bókagerð hér á landi að þær eru tiltölulega mjög fábreyttar, útgáfan i mjög svo föstum skorðum: alveg bundin við jólamarkað, en hitt kemur alls ekki fyrir að barnabók komi út i aöra tima árs. Aö frátöldum myndabókum og öðrum bókum fyrir byrjendur i lestri er meiri- hluti þessara bóka skáldsögur fyrir börn og unglinga, frum- samdar og þýddar, sem i rauninni eralveg sérstök bókmenntagrein. Hlutfall innlendra bóka i þessari útgáfu mun vera nokkuö breyti- legt. En þótt vel láti hygg ég að það verði ekki nema svo sem þriöjungur af allri útgáfunni, miklu minna þegar lakast lætur, sjálfsagt fjarska misjafnt efni að allri gerð og verðleikum. Þaö eru vitanlega þessar bækur sem at- hyglin beinist að ef á að meta hlut barnabóka og útgáfu i bók- menningunni. Sjáifsagt er stundum mjótt á mununum hvað telja eigi mynda- bók, ævintýri, byrjendabók i lestri og hvaö reglulegar skáld- sögur fyrir börn og unglinga. Það hlýtur aö velta á aðferö og til- ætlun höfundarins i hverju falli, persónusköpun, atburöarás, stils- hætti i hverri tiltekinni sögu. En meö þessum fyrirvara viröist mér að af 90-100 barnabókum sem út komu áriö 1971 sé aö minnsta kosti helmingurinn réttnefndar skáldsögur, 30-40 þeirra þýddar, margt af þvi alls ómerkir reyfarar þótt vissulega séu betri bækur meö, en 10-15 inn- lendar skáldsögur. Ariö 1971 held ég aö innlend barnabókaútgáfa hafi verið með minnsta móti. En ætla má að flest ár komi út svo sem 10-20 innlendar barna- og unglingasögur, en frumsamdar skáldsögur á markaö fullorðinna munu vera um það bil helmingi fleiri. Þessi sagnagrein er þar með umtalsverður þáttur i árlegu bókmenntastarfi. Kjörin á markaðnum Höfundar barna og unglinga- bóka eru einatt aö kvarta um sin kjör, ónóga eftirtekt, uppörvun og viöurkenningu sem verk þeirra veki, ónóga gagnrýni og umræðu um þau. Þaö er svo sem satt: þaö er ekki mikið rætt um barna- og unglingabókmenntir á við bók- menntir fulloröinna. Og það sem verra er — oft viröist þaö aldeilis á huldu hvaöa kröfur eigi eöa megi með sanni gera til barna- og unglingabóka, listrænar og bók- menntalegar, eða uppeldis- og siðferöislegar. Þetta er vitanlega fyrsta vandamál gagnrýni sem vill fjalla af sanngirni um bók- menntir barna og unglinga, að gera sér grein fyrir þvi hvaöa verðleika megi mælast til af þeim. Ætli þær kröfur séu i verunni mjög ólikar þeim sem við gerum til annarra bókmennta? Skáldsaga handa börnum — á hún ekki að gera heimi barns, bernskunni skil með viðlika skáldlegum hætti og lifi fullvaxta fólks, er lýst i öðrum skáldsög- um? Velað merkja: gera heimin- um skil með þeim hætti að höfði til barnsins sjálfs, lesanda bókarinnar, veiti honum af- þreyingu, geri honum ef til vill kleift að skilja lifið og menninguna ögn betur en ella væri, og veiti um leið eitthvað meira, hvaö sem þaö nú er sem skáldskapur einn getur gefiö i aðra hönd. En hvað sem liöur ónógri gagn- rýni, umræöu, áhuga, sem aö barnabókum beinist er ekki hinu aö neita að eftirtektarleysið veitir lika allgott skjól á markaðnum. Sé fátt um þaö talað sem i raun og veru tekst vel i bókmenntum barnanna er þó enn færra sagt um þaö sem öldungis mistekst, alla þá hégómlegu verzlunarvöru sem þar er i boði undir yfirskini bók- mennta. Og þvi er ekki vert aö gleyma aö höfundar barna- og unglingabóka skrifa fyrir dauð- tryggan, einkar þakklátan markað, sem aukin heldur er i stööugri endurnýjun, skiptir um alla lesendur á fárra ára fresti. Um lestrarvenjur og bóksölu á meðal barna er álika fátt vitaö og meöal fulloröinna lesenda. Vist væri áreiöanleg vitneskja fróðleg um meöal-upplag og sölu barna- bóka, tiöni endurprentana, sem áreiöanlega eru tiltölulega mjög tiöar á þessum markaöi, og um fjárhagskjör útgáfunnar að ööru leyti. En svo mikiö er vist að hið háa hlutfall barnabóka i út- gáfunni, vaxandi útgáfa barna- bóka á síðustu árum bendir ekki til neinnar kreppu á markaðnum. Börn, bækur, samfélag 1 seinni tiö beinist eins og áöur sagði vaxandi áhugi að barna- menningu almennt og þar meö bókmenntum barna og unglinga. Eitt dæmi þessa áhuga er norræn ráðstefna um „börn og fjöl- miðla”, sem nýlega var haldin i Danmörku og frá hefur verið sagt i fréttum. Niðurstöður hennar munu siðar meir væntanlegar i bók eins og fyrri ráðstefnu um „börn og menningu” sem haldin var á vegum norrænu menningarmálanefndarinnar fyrir nokkrum árum. En það er að skilja að á ráö- stefnum þessum hafi gagnrýni beinzt ekki aðeins að vanrækslu og tómlæti um barnamenningu af opinberri hálfu hvarvetna á Norðurlöndum, rikjandi v e r z 1 u n a r v i ð h o r f u m á menningarmarkaði barnanna, heldur einnig og ekki siður að hin- um uppeldislegu viðhorfum, vitaðri og óvitaðri innrætingu af hálfu samfélagsins og hinna fullorðnu i hvers konar menningarstarfi fyrir börn. Börnin eiga lýðræðislegan rétt á að’ fá raunhæfar upplýsingar á máli sem þau skilja, til að fjallað sé i alvöru um þeirra mál i fjöl- miðlunum: þau eiga kröfu til að fá að kynnast og skilja sam- félagið þar sem þau búa. Sjónar- mið sem þetta hygg ég að sé öldungis nýtt i umræðum um þessi og þvilik mál hér á landi. En hvernig skyldu barnabækur okkar standa sig að þessu leyti: hvað vitneskju veita þær lesandanum um heiminn, sam- tiöina, samféiagið þar sem hann lifir? Einnig það er verkefni bók- mennta. Menn með mönnum Ég hef að undanförnu veriö aö lesa mér til gamans einar 10-12 skáidsögur handa börnum og unglingum, sem út komu i haust, sumpart nýjar bækur, en sum- part nýjar útgáfur af eldri sögum. Ætlunin er aö huga ofurlitið nánar að þessum bókum, sem tilviljun hefur valiö saman, ef verða mætti til marks um stööu barnabók- menntanna um þessar mundir, út frá þvi sjónarmiði einu að þar sé um að ræða bækur á meðal annarra bókmennta eins og börnin eru menn með mönnum: skáldskaparstarf, sem ætli sér aö rækja bæði listræn og uppeldisleg erindi við lesanda sinn. Þetta tvennt verður áreiðanlega ekki sundurgreint svo mikið er vist, en að þvi efni gefst trúlega tóm til að vikja nánar siðar. Viðlagasjóður auglýsir Auglýsing nr. 4 frá Viðlagasjóði um bráðabirgðalán til fyrirtækja. 1 29. grein reglugerðar nr. 62, 27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: ,,Nú skortir atvinnufyrirtæki, sem starf- rækt var i Vestmannaeyjum 22. janúar 1973, en hefur orðið að hætta starfsemi sinni þar, fé til að standa við greiðsluskuld- bindingar sinar eða skortir fé til að hefja starfsemi sina aftur i landi, og er sjóðnum þá heimilt að veita þvi bráðabirgðalán vegna þessa, enda séu rök að þvi leidd, sem stjórn sjóðsins metur gild, að fjár- skorturinn sé afleiðing náttúruham- faranna i Vestmannaeyjum. Umsóknir um lán þessi skulu vera i þvi formi og studd þeim gögnum, sem stjórn sjóðsins ákveður. Auglýst skal i blöðum um lán þessi.” Lán þessi verða veitt til allt að eins árs, enda gert ráð fyrir að þau verði gerð upp með bótum sem lántaki kann að fá úr sjóðnum, en ella verður samið um þau sið- ar. Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán skv. framan greindu. í umsókninni skal gerð grein fyrir þeim ástæðum sem til fjárskortsins liggja og taldar upp þær greiðslur, sem verja skal lánsfénu til. Umsókninni skal fylgja afrit af skattfram- tölum 1972 og 1973 (tekjuárin 1971 og 1972) og greiðsluáætlun fyrir árið 1973. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðinni við Tryggva- götu i Reykjavik. Stjórn Viðlagasjóðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.