Vísir


Vísir - 02.06.1973, Qupperneq 7

Vísir - 02.06.1973, Qupperneq 7
Vísir. Laugardagur 2. júni 1973. 7 IIMIM SI ÐA IM Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Erfiðleikar með svefn eru mjög algengir hjá börnum á öllum aldri. Orsakirnar eru mismun- andi, en oft er þeirra að leita í umhverfi barnsins. Strax eftir að komið er heim af fæðingardeildinni, má búast við, að svefn hinna fullorðnu verði rofinn. Fyrstu vikurnar verða oft mjög erfiðar, ekki sizt fyrir móðurina, sem oftast er þreytt og eftir sig eftir fæðing- una. Erlendis hafa verið stofn settar sérstakar deildir við sjúkrahús, sem hafa það hlut- verk að létta undir með foreldr- um, sem eiga börn, sem sofa lit- ið á nóttunni. Er þá hægt að fá sérstaka næturhjálp, (einkum fyrir börn með 3ja mánaða magakrampa), og einnig er hægt að fá að koma með börnin að næturlagi og leggja þau inn til rannsóknar. Grátur ung- barna er ekki lengur talinn hraustleikamerki, nema að mjög takmörkuðu leyti. Mikill og stöðugur grátur er alltaf merki um einhvern veikleika eða rangan aðbúnað og á ekkert skylt við óþekkt eða hreysti, eins og áður var talið. Þegar barnið stækkar, minnka þessi vandamál oftast, en þó er talið, að a.m.k. 1 af hverjum 4 börnum á aldrinum 3—4 ára eigi i einhverjum erfið- SOFA Orsakir erfiöleika meö svefn hjá börnum geta verið óteljandi. Röskun á daglegu lifi er mjög oft kveikjan að svefnleysi. Of mikil athafnasemi eða of litil getur hvort tveggja verið orsök- Foreldrarnir verða að reyna að meöhöndla vandamálið sem eins litið vandamál og unnt er. Bezt er aö þreifa sig áfram, kannski þarf að skapa barninu meiri hvatningu og tima, meiri ieiktæki og tækifæri til leiks. 1 mjög þröngu og liflausu um- hverfi er þetta vandamál al- gengt, þar sem börnin eru ein- faldlega ekki nógu þreytt og ekki nógu ánægð til þess að geta sofnað örugg með tilhlökkun til næsta dags. Stundum verða for- eldrarnir að leyfa barninu að sofa hjá sér, ef það verður myrkfælið, þvi að myrkfælni læknast aldrei meö hörku. Myrkfælni er merki um næmni, imyndunarafl og stundum ör- yggisleysi og harka er versta aðferðin viö alla þessa þætti og getur beinlinis eyðilagt rikt imyndunarafl og gert barnið taugaveiklað. Hins vegar ættu foreldrar að reyna að halda reglum um háttatimann, eftir þvi sem það er unnt, en nöldra ekki allt kvöldið i barninu ,,um að fara nú að sofa”. —ÞS ÉG VIL EKKI leikum með svefn, sem veldur foreldrunum áhyggjum og erf- iðleikum. Börn á milli 2ja og 3ja ára eiga mjög oft erfitt með að sofna og vakna gjarnan upp á nóttunni. Þegar sjálfsvitund barnsins vaknar, finnst þvi oft erfitt að leggjast til svefns, og „hverfa”. Það byrjar að upp- götva sig sjálft og um leið kviöir það svefntimanum, þegar það verður „ekki lengur til”, en þannig verkar svefninn á barnið á þessum aldri. Börn frá 2 1/2- —3ja ára vakna mjög oft á nótt- unni, og um 15% þeirra vakna á hverri nóttu. Börnin eiga erfitt með'að útskýra, hvers vegna þau vilja ekki sofna og „hætta að vera til”, en i staðinn hrökkva þau upp á nóttunni, ýmist hrædd og óróleg eða upp- spennt og æst i leik og skemmt- un, sem á að sanna tilveru þeirra. Þessi óróleiki er ekki ó- svipaður erfiðleikum skóla- barnsins (oftast 9 eða 10 ára), sem þorir ekki að sofna, af þvi að þvi finnst að hjartað muni hætta að slá eða að það muni hætta að anda. En hvernig fer maður þá að, þegar barnið neitar að fara að sofa og þvælist á fótum fram undir miðnætti, þrátt fyrir lof- orð eða hótanir foreldra? Þótt það geti stundum verið erfitt, þá verða foreldrar að reyna að halda jafnvæginu, án þess þó að láta barnið stjórna algerlega ferðinni. Akv^ðin regla, sem þó er ekki án undantekninga, gefst oft bezt . Gott bað ogýmisskonar siðir fyrir háttinn geta orðið skemmtilegur vani og barnið lærir sjálfkrafa að búast til svefns. Tannburstun og þvottur, helzt við litinn spegil, sem hang- ir á vegg og sull i baðkeri er notaleg afslöppun fyrir háttinn. Sull i vatni er börnum mjög nauðsynlegt og þarf að sjá til þess, að þau geti sem oftast fengið tækifæri til sliks. Góð saga er þó kannski það nauð- synlegasta fyrir svefninn og munið að velja lestrarefnið af kostgæfni og umhugsun. Þegar barnið fer að nálgast 4ra ára aldurinn, fer það að dreyma i samhengi. ímynd- unaraflið er fjölskrúðugt og lif- andi, og barnið gerir ekki mun á draumi og vöku. Það, sem ger- ist i draumi, finnst barninu hafa gerzt , og þess vegna er þýð- ingarmikið að gefa barninu ekki kveikjur fyrir slæmum draum- um eða martrööum, sem veröa mjög algengar á þessum árum. Barn, sem fær martröð, getur æpt og velt sér i svefninum. Þá verður að vekja það, tala viö það, útskýra drauminn, reyna að róa það, gefa þvi mat og leyfa þvi svo gjarnan að sofna hjá foreldrunum, Barn, sem viröist sofa fast, en byltir sér mikið og umlar, ætti ekki að vekja ef það virðist ekki vera hrætt og er ekki sveitt eöa spennt. Rofnir draumar eru oft hættulegir fyrir barnið, þar sem nauðsynlegt, er, að barnið sofi drauminn „úr sér”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.