Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 2. júnl 1973. Tvö mikilvœg skref stigin - EN MEIRA ÞARF TIL AÐ GERA UNGA ÚTVARPSHLUSTENDUR ÁNÆGÐA Fyrir nokkrum árum skrifaöi ungur maöur I pósthólf út- varpsins og kvartaöi yfir þvi, aö sér fyndist alit of litiö um poppmúsik I útvarpinu. Eins og viö var aö búast fannst svara- manni útvarpsins þetta órétt- mæt gagnrýni og þvi til sönnunar taldi hann upp poppþætti útvarpsins, sem þá voru: óskalög sjómanna, Óska- lög sjúklinga, danslög laugar- dagsog sunnudagskvöld, Lögin viö vinnuna, A nótum æskunnar og Lög unga fólksins. Og þar meö átti öllum aö vera Ijóst, aö engin tónlist tók eins mikinn tima i dagskrá útvarpsins og poppiö. Já, þannig var nú popp- menningunni háttaö hér á ts- landi, þcir sem voru þar i fremstu viglinu voru þeir félagar Edmundo Hoss, Max Greger og Alki Jóla. En svo tók nýtt útvarpsráð viö. Þeir, sem þar voru kváðust vel skilja vandamál unga fólksins, auövitað þyrfti það að fá sinn skammt af poppi eins og ungtfólk annars staöar. Héðan i frá skyldu vera tveir poppþættir daglega, hina fimm virkudaga vikunnar, einn fyrir hádegi og svo popphornið eftir hádegi, og var þeim valinn timi á þeim tima dags sem fæstir hlusta á útvarp. Þar með var búið að redda málunum næstu árin. En hvernig fór, popp- þátturinn sem er fyrir hádegið er alltaf að styttast og geispar sennilega golunni fljótlega og er orsökin sú, að sumum finnst nú of langt gengið á hlut synfónianna. Já, og svo var það popphornið, þar voru leiddir saman nokkrir kunnáttumenn, og áttu þeir að sjá um að fæða hina hungruðu popphlustendur, Þetta var sundurleitur hópur, og sumum hefur tekizt nokkuö vel, en öðrum miður. En samt, popphorniðer þó allavega spor i rétta átt. Þaö hefur verið áberandi, hvað það er, sem vantar i poppþætti útvarpsins, það er ,,það nýjasta’’ þ.e.a.s. lög, sem eru ný og að verða vinsæl úti. Sum þessara laga heyrast eigin- lega aldrei, en önnur eru spiluö og spiluð i vikur og mánuði, þar til allir hafa fengið ógeð á þeim. Og hver er ástæöan, hún er sú, að alltof litið er spilað af ,,þvi nýjasta” meðan það er nýtt. Já, popp hefur veriö mikil hornreka i dagskrá útvarpsins og greinilegt, að þeir, sem þar stjórna, hafa gert eins litið og mögulegt var til aö koma til móts við hlutstendur, og eitt gleggsta dæmið um það er, að fyrir 2-3 árum, þegar mikil pressa var á þessum háu herr- um að auka popp i útvarpinu, gripu þeir til þess ráðs að endurtaka fyrir hádegið þættina Lög unga fólksins og A nótum æskunnar. Sýnir þetta hið mikla virðingarleysi, sem popphlustendum hefur hingað til verið sýnt. En timarnir eru að breytast, fyrsta skrefið var popphornið og annað skrefiö var þátturinn Tiu á toppnum, en sá þáttur á að vera opinber vinsældalisti Is- lendinga. Eg ætla að vona, að þessi þáttur heppnist vel, en til þess þarf samvinnu tveggja aðila. Útvarpið veröur að spila þessi lög oftar en bara i þessum þætti. Og hlustendur veröa aö vera virkir þátttakendur i þess- um leik. I Tiu á tdppnum er spilaður vinsældalisti og auk þesskynnt ný lög, sem koma til með aö verða vinsæl, en eins og áöur var sagt, þá þurfa þau að heyrast oftar en i þessum eina þætti. Já, tvö skref hafa verið tekin til að koma til móts viö popphlustendur, en miklu fleiri þarf aö taka til þess að fá þá til að brosa út i annað, hvað þá gera þá ánægða. Að lokum, hér hefur veriö talaö um popphlustendur: Hverjir eru það? Þeir eru 90% af þeim hluta þjóðarinnar, sem ermilli fjögurra ára og fertugs. Stjarna 8. áratugs? DAVID BOWIE: David Bowie: A r á d din Sane. Elvis Presley var stjarna 6. áratugarins, Bitlarnir voru stjörnur 7. áratugarins, og þeir segja, að David Bowie veröi stjarna 8. áratugarins. En svo- leiðis lagað er aldrei hægt að segja til um fyrirfram. Það verður ekki séð fyrr en 8. ára- tugurinn er liðinn. En i dag er David Bowie óneitanlega ein skærasta stiarnan, sem skin i poppheiminum. Aladdin Sane er nú i efsta sæti enska listans og á hraðri uppleið i Bandarikjun- um. Allt, sem Bowie hefur gert hingað til, er frábært, og svo er einnig um þessa plötu. Það skyldi enginn láta útlit hans blekkja sig, þvi sú tónlist, sem hann framleiðir, er það sem allt snýst um, og hún er góö. Þess vegna er þeim, sem ekki hafa hlustað á Bowie, en ætla að fylgjast með tónlist 8. áratugar- ins, hollast aö fá sér þessa plötu eða einhverja aðra með David Bowie. NÝJAR PLÖTUR5 Spooky Tooth: You Broke My Heart, So I Busted Your Jaw. Spooky Tooth var fyrir nokkr- um árum talsvert vinsæl hljóm- sveit. Þegar hún hætti, fóru aöalmennirnir, Gary Wright og Mike Harrison, hvor i sina áttina. Nú hafa þessir tveir endurvakið Spooky Tooth. Þessi fyrsta plata þeirra eftir upp- risuna lofar góðu. A henni er ekkert æðisgengið eða framúr- skarandi, en margir góðir punktar. Ef þeim félögum tekst að halda hópinn, er öruggt, að Spooky Tooth á eftir að láta talsvert að sér kveða i framtið- inni. /i Roger Daltrey: V Daltrey Roger Daltrey hefur hingað til aðeins verið þekktur fyrir að vera söngvari Who, og örugg- lega hafa fáir átt von á sólóplötu frá honum. En það er nefnilega það skemmtilega við þessa plötu, hún kemur á óvart. Hér er ekkert, sem minnir á Who, jafn- vel ekki söngurinn, nema á stöku stað. Daltrey ætti að halda áfram á þessari linu, þvi hann hefur aldrei notið sin betur, og ég tel, að með þessari plötu hafi hann lagt grundvöllinn að sóló- ferli sinum, og er það vel. Paul Simon: There Goes Rhymin Simon. Mikið hefur verið talað um þessa plötu, og við miklu hefur verið búizt. Þegar svo er ástatt, er oft hætt við, að þegar platan kemur, valdi hún vonbrigðum, vegna þess að við of miklu var búizt. Én ekki i þessu tilfelli, Paul Simon uppfyllir það, sem viö var búizt og rúmlega það. Þetta er þannig plata, að manni liður ósjálfrátt vel, þegar hlust- aö er á hana. Það er alveg sama, hvar á plötuna er litið, al- búmið, textana eða músikina, allt er gert eins vel og kostur er á og yfirleitt með smáhúmor. Þess vegna er þetta ánægjuleg- asta plata, sem ég hef hlustað á I langan tima, og ef þú þekkir einhvern, sem þig langar til að sjá brosa, þá skaltu reyna þessa plötu Paul Simons. A1 Green: Call Mé A1 Green er bandariskur negri. Árið 1972 var hann kosinn bezti söngvari Bandarikjanna, og það er þvi furðulegt, að hann skuli ekki þekktari hér en raun ber vitni. Þessi plata hans er mjög góð og i sama klassa og fyrri plötur hans. Annars ættu það að vera næg méðmæli með A1 Green, að hann er uppáhalds- söngvari bezta poppsöngvara Islendinga, Björgvins Halldórs- sonar. Tiu á toppnum i dag. 1 þættinum TIu á toppnum i dag verður kynntur vinsælda- listinn, eins og hlustendur hafa valið hann. Einnig verða kynnt þar þrjú ný lög, sem örugglega eiga eftir að fara inn á listann. Þar ber fyrst að nefna nýtt lag með Paul Simon, Kodachrome, og nýtt lag með Doobie Broth- ers, Long Train Running, en bæði þessi lög æða nú á fullri ferð upp vinsældalista vestan- hafs. Siðast en ekki sizt verður þar lagið Power to All Our Friends með Cliff Richard, en það lag nýtur nú þegar tals- verðra vinsælda hér. VINSÆLDALISTAR N.M.E. þessa vikuna: ENGLAND 10 11 12 13 14 15 23 16 SEE MY BABY JIVE Wizzard (Harvest) CANTHECAN . Suzi Quatro (Rak) ONE AND ONE IS ONE Medicíno Head (Polydor) ANDILOVE HERSO Perry Como (RCA) TIE A YELLOW RIBBON Dawn (Bell) HELL-RAISER ......Sweet (RCA) BROKENDOWN ANGEL Nazareth (Mooncrest) YOU ARE THE SUNSHINE OF MY LIFE .....Stevie Wonder (Tamla) ALSO SPRACH ZARATHUSTRA (2001) ...Deodato (Creed Taylor) WALK ON THE WILD SIDE Lou Reed (RCA) COULD IT BE l'M FALLING Detroit Spinners (Atlantic) GIVING ITALLAWAY Roger Daltrey (Track) HELLO! HELLO! I'M BACK AGAIN Gary Glitter (Bell) RUBBER BULLETS ... 10 c.c. (UK) BOTHER LOUIE Hot Chocolate (Rak) WALKING IN THE RAIN Partridge Family (Bell) AMERÍKA 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 23 17 MY LOVE ....................Wings FRANKENSTEIN ..........Edgar Winter DANIEL .................EltonJohn PILLOWTALK ................Sylvia TIE A YELLOW RIBBON ROUND THE OLE OAKTREE .....................Dawn STUCK IN THE MIDDLE WITH YOU Stealers Wheel HOCUS POCUS ................Focus I M GONNA LOVE YOU JUST A LITTLE MORE BABY ..............Barry White WILD FLOWER ..............Skylark STEAMROLLER BLUES ......Elvis Presley THINKING OF YOU .... Loggins and Messina GIVE ME LOVE ........George Harrison FUNKYWORM ..............Chic Players PLAYGROUND IN MY MIND ..Clint Holmes l’MDOIN'FINENOW .....New York City WILL IT GO ROUND IN CIRCLES Billy Preston ONEOFAKIND ..............Spinners

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.