Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 02.06.1973, Blaðsíða 16
16 Vísir. Laugardagur 2. júni 1973. Laugardagur 2. juni. 7-00 Morgunútvarp. 12.00 Da»skráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga 14.30 A Iþróttavellinum Jón Asgeirsson segir frá keppni um helgina. 15.00 A listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 15.30 Stanz 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum.Orn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Slðdegistónleikar. a. Atriöi úr óperettunni „Leðurblökunni” eftir Jo- hann Strauss. Karl Terkel, Hilde Gueden, Anneliese Rothenberger flytja ásamt Filharmóniusveitinni i Vinarborg. Heinrich Holl- reisér stjórnar. b. Holly- wood Bowl sinfóniuhljóm- sveitin leikur tónlist eftir Addinsell, Strauss, Proko- fjeff og Brahms. Carmen Dragon og Alfred Newmann st jórna . Einleikari: Leonard Pennario. 18.00 Eyjapistili. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 I.jóð eftir Halidór I.axness.Agúst Guðmunds- son les. 19.25 Sómi islands suður i Genf.Gisli J. Astþórsson les þriðju og siðustu sögu sina um Albert A. Bogesen. 20.00 Hljómplöturabb. borsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 Vestfirzkur bóndi i Fljótum. Höskuldur Skag- fjörð ræöir við Hermann Jónsson á Yztamói. 21.20 Gömlu dansarnir. Ameriskar hljómsveitir leika dansa i gömlum stil. 21.45 I.jóðaþýðingar eftir Kristin Björnsson lækni. Elin Guðjónsdóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sjónvarp í kvöld kl. 20.45: „Þœttir úr hjónabandi" „Um miðja nótt í dimmu húsi einhvers staðar í heiminum" Marlanna (Liv Ullmann) og Jó- hann (Krland Josephson) eru skilin og hittast I fimmta þætti I „Þættir úr hjónabandi” til að, skrifa undir skilnaðarskjölin. Marlanna hefur reynt eftir megni að jafna sig á aðskilnaðinum frá Jóhanni án þess aö fara aö vera með öðrum manni. Jóhann upp- götvar, að unga stúlkan, sem hann hélt sig elska, gerir allt of miklar kröfur til hans i ást sinni á honum. Nú er það Marianna, sem má sin mest, og það verkar ögrandi á Jóhann. Afleiðingin verður heiftarlegt rifrildi og handaiög- máí. Hversdagslega er Erland Josepshson ekki aöeins leikari. Hann er forstjóri fyrir Konung- lega leikhúsið i Stokkhólmi, þar sem Ingmar Bergman var for- stjóri áður. Josephson og Berg- man hafa i mörg ár veriö nánir vinir og unnið mikið saman. En Erland Josephson getur ekki aöeins leikið og stjórnað, heldur getur hann lika skrifað. Hann hefur fengið bókmenntaverðlaun og hefur bæði skrifaö skáldsögur og smásögur. „Þættir úr hjónabandi” hefur Marianna og Jóhann I „Þættir úr hjónabandi’ vakið mikla athygli á Noröurlönd um og finnst mörgum, að þetta sé spegilmynd af þeirra eigin hjóna- bandi. Þaö hefur komiö fram hjá skilnaöarráðgefendum, aö slags- mál milli hjóna séu mikið algengari en fólk heldur, en samt sem áður verður sjaldnast skilnaður út af þeim. Þaö hefur oft komiö fyrir að eiginkonan hef- ur hringt i ráðgefandann og kraf- izt þess að fá skilnað, af þvi að eiginmaöurinn ber hana, en augnabliki siðar hringir hún aftur og hættir við. — EVI Sjónvarpið kl. 20.25: „Brellin blaðakona" - NÚ í JAPAN Leigubílstjórinn vill verða verkfrœðingur en kann ekki einu sinni að fara með skrúfjórn Útvarpið í kvöld kl. 19.35: „SÓMI ÍSLANDS SUÐUR f GENF" Gísli J. Ástþórsson les ,,Nú hugmyndina um Bogesen, ja, hana hef ég fengið i gegnum árin i sambandi við hitt og þetta, maöur hcfur nú dundað við hlaöamennsku i 20 ár, svo að ýmislegt hefur nú borið fyrir bæði augu og eyru”, sagði GIsli J. Astþórsson, en hann ætlar að skemmta okkur með aö lesa þriöju og siðustu sögu slna um Albert A. Boges ui. Hún er um „diplómatiska” þjónustu og hittist svo á, að Bretinn er fjandmaðurinn.en það fer vel, þvi sigurinn er vis alveg eins og verður ábyggilega i land- helgisdeilunni, sagði GIsli enn- fremur. Gisli hefur skrifað m.a. Brauðið og ástin, sem er lengsta skáld- saga hans, Einfaldir og tvöfaldir, smásögur og rabbþættir,, og Hlýjar hjartarætur — smá- sögur og þættir. Hann var með þætti á laugardögum fyrir nokkrum árum i útvárpinu, og Gisli J. Astþórsson með pipu sina en hann er mikill plpurcykinga- maöur. áttu þeir að vera 10, en urðu 25. Honum þykir einna mest gaman að skrifa „Spjall”. Hann var 5 .ár blaðamaður hjá Morgun- blaöinu, 5 ár ritstjóri Vikunnar, 5 ár ritstjóri Alþýðublaðsins, 5 ár kennari i ensku við Vighólaskóla, öörum gagnfræðaskólanum i Kópavogi, og kenndi þar i menntadeildinni, eftir að hún var fyrst stofnuð, siðan brá hann út af vananum með 5 árin og var ritstjóri Alþýðublaðsins i 2 ár og er nú blaðamaður hjá Morgun- blaðinu. GIsli varð fimmtugur á árinu og stakk af, þvi hann vill hér eftir alltaf vera 39 ára eins og Bob Hope, sem raunar er kominn hátt á sjötugs aldur. „Nei f jandakornið, ég vildi ekki vera annað en blaðamaður, maður en nú einu sinni búinn að fá fluguna”, svaraði hann þegar við spurðum hann hvort hann vildi vinna einhverja aðra vinnu —EVI Það er hún vinkona okkar Shirley MacLaine I „Breilin blaöakona”, en hún er nú komin til Japan, sem skemmtir okkur i sjónvarpinu i kvöld. Hún hefur það verkefni með höndum að mynda gömul hof i Japan. Það er ungur japanskur piltur, sem keyrir leigubilinn, sem Shirley fær. Hann er úr sveit og hefur fengið það á heilann að fá visindalega menntun, en kann ekki einu sinni að meðhöndla skrúfjárn. Hann hafði ekki komizt i menntaskóla, af þvi að pabbi hans dó, og hann varð að sinna sveitastörfum á búinu, sem hann erfði. 1 fristundum ekur hann leigubil og stundar sjálfsnám og heldur að það taki sex og hálft ár að ljúka þvi, en aðeins fimm og hálft efhann leggur eins mikið á sig og hægt er. Shirley kynnist manni nokkrum, sem þjálfar undir iðnnám og eins og hennar er von og visa, þá kemur hún leigubilstjóranum i undirbúningsnám hjá þessum náunga. Leigubilstjórinn hefur hins vegar eigin einkaaðferðir við að gera við vélar sem hann hefur notað með góðum árangri á bú- garðinum. Hún er fólgin i þvi að fyrst lemur hann vélina með hamri, ef það ekki dugar, þá notar hann skrúfjárnið, og ef það reynist ekki nóg, þá fer hann inn i hofið, hringir þar bjöllu og biður guð að hjálpa sér. Þaö stendur á endum, að þegar þessu er lokið, þá er vélin farin i gang, en i rauninni er það konan hans sem gert hefur við vélina, þvi hún er ágætis viðgerðar- maður. Það verður þvi gaman að sjá, hvernig fer fyrir hinum unga Japana viö námið. Þýðandi er Jón Thor Haraldsson. —EVI Shirley MacLaine i „Brellin blaðakona”. Laugardagur 2. júni 20.00 Fréttir. 20.20 Veöur og auglýsingar. 20.25 Brellin blaðakona .Vcrk- fræöingurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Að bjarga Feneyjum. Kvikmynd, gerð að tilhíutan Evrópuráðsins, um fyrir- hugaðar ráðstafanir til bjargar menningarverð- mætum i Feneyjum. Þýð- andi og þulur Þórður örn Sigurðsson. 21.10 Æskuævintýri (Ad- ventures of a Young Man) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1962, byggð á smásögum eftir Ernest Hemingway og að hluta á skáldsögunni „Vopnin kvödd”. Leikstjóri Martin Ritt. Aðalhlutverk Richard Beymer, Dan Dailey og Susan Strasberg. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. Aðalsöguhetjan er bandariskur piltur, Nick Adams að nafni, sem ákveð- ur að yfirgefa fjölskyldu sina og heimkynni i Wiscon- sin og fara út i heim i ævin- týraleit. Hann flakkar fyrst um Bandarikin og dvelur meðal annars um skeið i New York, en gengur illa að fá góða vinnu. Loks gerist hann sjálfboðaliði i her Itala, sem um þessar mund- ir, 1918, eiga i höggi við Þjóðverja og Austurrikis- menn, og lendir þar i mikl- um mannraunum. 23.30 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 3. júni 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög a. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur lög eftir Isólf Páls- son, Sigvalda Kaldalóns, Helga Helgason, Arna Björnsson og Friðrik Bjarnason, Hans Franzson stj. b. Reynir Jónasson leikur létt lög á harmóniku. c. Sextett Ólafs Gauks leikur og syngur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir) a. Sálu- messa eftir Mozart. Sheila Armstrong, Janet Baker, Nicolai Gedda, Dietrich Fischer Dieskau og John Alldis kórinn syngja með Ensku kammersveitinni, Daniel Barenboim stj. b. „Hafið”, hljómsveitar- svita eftir Debussy. Concertgebouw hljóm- sveitin i Amsterdam leik ur, Eduard van Beinum stj. c. „Hebrideseyjar”, forleikur eftir Mendels- sohn. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur, Antal Dorati stj. 11.00 Messa I Dómkirkjunni Séra Grimur Grimsson messar og minnist drukknaðra sjómanna. Kirkjukór Asprestakalls syngur. Organleikari: Kristján Sigtryggsson. 14.00 Frá útisamkomu sjó- mannadagsins I Nauthóls- vlka. Avörp flytja: Lúðvik Jósefsson sjávarútvegs- ráðherra, Björn Guö- mundsson útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum og Guðjón Ármann Eyjólfs- son skólastjóri Stýri- mannaskólans i Vest- mannaeyjum. b. Pétur Sigurðsson formaður sjó- mannadagsráös heiörar aldraða sjómenn. 15.00 Miðdegistónleikar: Létt tónlist frá hollenzka úrvarpinu Metropole- hljómsveitin leikur lög eft- ir Irving Berlin, Richard Rodgers, Henry Mancini, Burt Bacharach o.fl. Dolf van der Linden stj. 16.15 Sjómannalög 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi a. Spurn- ingakeppni skólabarna i Reykjavik um umferöar- mál-Til úrslita keppa Breiðagerðisskóli og Landakotsskóli. Baldvin Ottósson stjórnar keppn- inni. b. Framhaldssaga hefst: „Þrir drengir i vegavinnu” eftir Loft Guö- mundsson • Höfundurinn les. 18.00 Eyjapistill. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 A sjó.Björn Bjarman, sem tók saman dag- skrána, ræðir viö Helga Hallvarðsson skipherra og Steindór Arnason fyrrver- andi togaraskipstjóra. Steindór Hjörleifsson les frásögn eftir Jónas Arna- son: „Þrir á báti”. 20.45 Tónlist eftir Leif Þórarinsson a. „Svart- fugl”, tilbrigði fyrir orgel. Haukur Guðlaugsson leikur. b. Sinfónia i þrem þáttum. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur, Bohdan Wodiczko stj. 21.10 Skyldleiki færeysku og Islenzku, Jóhan Hendrik Winther Poulsen kennari flytur erindi. (Hljóðritað 30. april á færeysku vik unni i Norræna húsinu) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kveðju- lög skipshafna og danslög. Margrét Guðmundsdóttir les kveðjurnar og kynnir lögin með þeim. (Fréttir i stuttu máli kl. 23.55) 01.00 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.