Vísir


Vísir - 11.02.1974, Qupperneq 6

Vísir - 11.02.1974, Qupperneq 6
6 Vísir. Mánudagur 11. febrúar 1974. visir ÍJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulitrúi: ^Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Askriftargjald i lausasölu kr. Blaðaprent hf. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 92. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. 360 á mánuði innanlands. . 22 eintakið. Vonir og veruleiki Getur þeim verið alvara, sem segja, að Island geti verið varnarlaust, ekki þurfi að óttast, að nokkurt riki ásælist það? Fjarri fer, að heimurinn hafi gerbreytzt i skjótri svipan. Þiðan i samskiptum austurs og vesturs táknar ekki, að valdabaráttu risaveldanna sé lokið. Hún táknar ekki, að þau séu hætt að seilast eftir þeim bitum, sem liggja á lausu. Þvert á móti geisar baráttan um yfirráðasvæði áfram um allan heim. Þiðan hefur vakið vonir um friðsamlegri framtið en það eru enn litið annað en vonir einar. Það vekur að sjálfsögðu athygli, þegar Bandarikin og Sovét- rikin semja á einhverjum sviðum, en engum dylst, og sizt forystumönnum i Moskvu og Washington sjálfum, hversu litið hefur enn miðað. Viðræður standa yfir, en enginn veit, til hvers þær leiða. Vist er sá dagur ekki runninn, er eindrægni, sátt og samlyndi geri landvarnir ónauðsynlegar. Lambið er ekki óhult fyrir ljóninu. Risaveldin talast við, en baráttan heldur áfram þeirra i milli, meðan ekki er samið. Indlandshaf er svo að dæmi sé tekið, um þessar mundir vettvangur mikillar baráttu milli Sovét- rikjanna og Bandarikjanna, sem fremur minnir á kalt strið en þiðu. Sovétrikin hafa á siðustu árum aukið gifurlega umsvif sin á höfunum. Þau hafa jafnt og þétt eflt herskipaflota sinn á Indlands- hafi og sumpart komið i stað Breta, sem hafa dregið niður seglin á þeim slóðum undanfarin ár. Stjórnvöldum i Washington stendur nú ógn af at- höfnum Sovétmanna á Indlandshafi og vaxandi áhrifum þeirra i rikjum, sem þvi liggja, að ráðgert er að verja miklu fé til að efla bandariska flotann á þeim slóðum. Bandarikjamenn óttast, að opnun Súezskurðar auðveldi Sovétmönnum siglingar til Indlandshafs að þvi marki, að hætta stafi af fyrir Bandarikin i striði og friði. Indlandshaf er býsna fjarlægt Bandarikjunum og Sovétrikjunum. Engu að siður er það vett- vangur vigbúnaðarkapphlaups i anda kalda striðsins. ísland er til dæmis tvimælalaust hernaðarlega miklu mikilvægara en eyjan Diego Garcia, þar sem Bandarikjamenn hyggjast nú verja milljörðum króna til byggingar öflugrar flotastöðvar til að vega á móti eflingu sovézka flotans. Þessi skák öll er ekki i þeim anda bróð- ernis, sem ýmsir herstöðvaandstæðingar hér á landi láta nú i veðri vaka að geri landvarnir óþarfar. Dæmið um Indlandshaf er hér nefnt til að minna á, hvers eðlis hin svokallaða þiða i sam- skiptum risaveldanna i rauninni er. Þiðan á rætur i þvi, að þrátefli kom upp i skákinni um heimsyfirráð, og risaveldin gátu ekki fundið vinningsleiðángereyðingarstriðs.Þau þreifa þvi fyrir sér um leiðir út úr þráteflinu. Fyrr en þær finnast, er öllum brögðum beitt, sem til greina koma án verulegrar styrjaldarhættu, og reynslan af afskiptum risaveldanna af deilunum i Mið-Austurlöndum á siðasta hausti sýnir, að jafnvel er gengið allt fram á brúnina, þegar um ræðir áhrifavald i mikilvægum löndum. Sem stendur væntum við þess, að forystumenn i Moskvu og Washington tefli ekki of djarft sitt háskalega tafl. En við eigum að vita, að taflið stendur enn. Við bindum vonir við þiðuna, en við eigum að geta gert greinarmun á vonum og veru- leika. —HH Er menningarbylt- ing númer tvö á nœsta Þeim skaut svo skyndilega upp, að ungum elskendum á bekkjun- um og gamalmennunum, sem spiluðu á spil við tunglsskins- glampann frá lygnu árvatni Perluárinnar i Kanton varð dauð- bylt við. Skrýddir alltof stórum hjálm- um með langa rauð-hvítmálaða stafi i hendi, sem þeir börðu með utan bekkina, rufu varðliðarnir kvöldkyrrðina með ópum: „Hypjið ykkur i rúmið,” öskr- uöu þcir. „Þetta er ekki að þjóna alþýðunni. A morgun biður annar dagur framleiðslustarfa.” Og orðalaust tipluðu elskend- urnir burt og spilafólkið hypjaði sig lúpulegt heim á leið. Aðeins tvær stúlkur, sem dyfu netum sin- um i ána úr smáum „sampan” (fljótabát) sinum voru látnar i friði. Slik atvik hafa orðið daglegt leiti í sé nýmæli hjá þeim i Kina. En mikið af þessari afbrotaöldu á rætur sinar að rekja til heimkomu menntaðra ungmenna úr sveit- innitil borganna aftur. Þessi ung- menni höfðu verið send úr borg- unum i tvennum tilgangi. Ann- arsvegar til þess að vega á móti fólksflóttanum til borganna, og hinsvegar til þess að dreifa á sin- um tima Rauðu varðliðunum, þegar Mao var nóg boðið vegna ofsa þeirra i menningarbylting- unni á sinum tima. Þessi ungmenni hafna þvi blátt áfram að lifa spartnesku lifi sveitafólksins, og snúa aftur til borganna i trássi við vilja yfir- valda. En i skorti sinum á skömmtunarseðlum, vinnupassa og öðrum nauðsynjum hafa þessi ungu menn og konur neyðst til þess að stela til að draga fram lif- Mao formaður teflir fram nýjum varðliðum. Skólaæskan (hér velfandi Rauða kveri Maos) hefur jafnan verið það lið, sem Mao hefur getað reitt sig á. brauð i kinverskum borgum að undanförnu. (Einn sendiherra Vesturlanda var á leið heim i Peking frá samkvæmi, þegar honum var þurrlega bent á það af varðflokki borgara, að það væri fyrir löngu kominn timi til að taka á sig náðir). Hvergi verður þver- fótað fyrir borgarlögreglunni — einskonar tómstundavarðliðum, sem skipta hundruðum þúsunda, verkamenn, stúdentar og bændur — sem er meira áberandi, en hún nokkru sinni var á timum menn- ingarbyltingarinnar. Og þessir varðliðar láta sér ekki lynda það hlutverk eitt, að gæta siðareglna Maos. Þeim er þakkaður sigurinn yfir her Suður-Vietnams á Para- celeyjum i Suður-Kinahafi, ekki alls fyrir löngu. Og þegar hópur Sovétnjósnara var hand- tekinn i Peking fyrir tveim vik- um, voru það varðliðarnir sem hylltir voru sem hetjur dagsins. Ferðalöngum i alþýðulýðveldinu sýnist þeir láta til sin taka á vett- vangi, sem annars heyrir undir her, öryggislögreglu og almenna löggæzlu. I augum Kinverja sjálfra er ein meginástæðan fyrir þessum skyndilegu auknu áhrifum varð- liðanna, ásetningur Peking- stjórnarinnar til þess að bæla nið- ur glæpaölduna, sem i viðmiðun við það, sem Vesturlandamenn þekkja, er þó smáræði, þótt hún ið. Stundum eru þó afbrot þeirra mun alvarlegri en þjófnaðir einir. t haust t.d. voru tuttugu ung- menni i Kanton dæmd til ýmis langrar fangelsisvistar eða dauða fyrir ýmist rán i verzlunum eða morð og nauðganir. , En að spyrna við þessari þróun er auðvitað ekki eina ástæðan fyrir upgangi varðliðanna. Hann er lika af stjórnmálalegum toga spunninn. Allt frá þvi, að Mao beitti hernum til þess að traðka út slðustu glæðurnar i menningar- byltingunni, hefur hann haft si- auknar áhyggjur af völdum þjóð- frelsishreyfingarinnar. í siðasta mánuði hrikti svo i, að menn urðu þess varir i vesturálfum, þegar hann flutti nokkra af áhrifamestu leiðtogum þjóðfrelsishreyfingar- innar úr æðstu embættum innan hersins. Og nú telja margir, að formaðurinn gamii vilji vekja upp varðliða sina til mótvægis vaxandi pólitiskum völdum þjóð- frelsishreyfingarinnar. Þessi „úthverfalögregla”, eins og nýju varðliðarnir eru stundum nefndir, gætu lika komið að gagni i baráttunni milli hinna hægfara og hina róttækari. Þeir gætu gegnt i nýrri menningarbyltingu svipuðu hlutverki og rauðu varð- liðarnir gerðu i þeirri siðustu. Chiang Ching, eiginkona Mao Tse-Tung, ein af mestu áhrifa- mönnum menningarbyltingar- innar og Rauðu varðliðanna. Illlllllllll ffiWfflSii Umsjón: Guðmundur Pétursson A dögum menningarbyltingar- innar, þegar Lin Piao (sem sést ganga á eftir Mao og heilsa mönnum) var ennþá talinn likleg- asti eftirmaður formannsins aldna. Lin Piao varð svo eitt af fórnarlömbum menningarbylt- ingarinnar, sem át svo börnin sin, eins og aðrar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.