Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 20
/# EG SA HANN LIGGJA VIÐ BOTNINN" PgPPP$8SppM!! — amerísk kona bjargaði 9 ára dreng í sundlaugunum í Laugardal í gœr „Ég sá hann liggja viö botn- inn, og mér fannst eitthvaö óvenjulegt að sjá drenginn þannig. Kg kafaöi þvi niður til - hans, og þá fann ég, aö hann var alveg máttlaus, og mér fannst hann ekki anda. Kg fór því meö hann upp á bakkann og hrópaöi á hjálp. Mér skilst, aö þeir hafi bjargað honum.og mikið óskap- lega er ég fegin”. Og þar með stakk hún sér úti sundlaugina, ameriska konan, Linn að nafni, sem bjargaði i sundlaugunum i Laugardalnum i gær dreng frá drukknun. Visismenn voru staddir i sundlaugunum, þegar þetta gerðist, klukkan að verða þrjú i gærdag, og náðu þvi tali af þessari amerisku konu, sem kvaðst vera gift islenzkum manni og búa hér i Reykjavik. Drengurinn, sem bjargað var, heitir Stefán Jensson og er 9 ára gamall. Drengurinn var i laugunum i fylgd með Sundlaugaveröi og -gesti dreif þegar aö, og lifgunartilraunir voru hafnar strax. s ■ * x il iPlllll Nærstatt fólk var ekki Iengi aö átta sig en full ástæöa er til aö vara fólk viö aö missa sjónar á litlum börn- um i lauginni. Drengurinn, Stefán Jensson, er 9 ára og var I fylgd með kunningja sinum og fööur hans. kunningja sinum og föður hans. Faðirinn kvaðst hafa verið að skyggnast um eftir honum, þegar hann sá amerisku konuna koma með hann upp á bakkann. Drengurinn var með sundkút, en hann hafði losnað frá honum og þvi farið svona illa. Sundlaugaverði og gesti dreif þegar að, og voru strax hafnar lifgunartilraunir á drengnum. Hann mun nú vera á batavegi, að sögn lögreglunnar, en lik- lega er full ástæða til að benda þeim á, sem hafa börn með sér i laugunum, að vera alltaf á varðbergi, þvi alltaf geta slik slys áttsér stað. —EA ,MESTI HAMINGJUDAGUR IW I i rn 1 II m * B ■ ■ # “ 72*a ara 9ama** maður bjargaði ÞI mm I lÉ Ír sonarsyn' sínum 5 ára gömlum frá drukknun á síðustu sekúndum á Húsavík Föstudagur 15. febrúar 1974. Ekki fullljóst hvers vegna Vestri sökk Ekkert ákveðið hefur komið fram, sem gæti varpað ljósi á, hvers vegna flutningaskipiö Vestri sökk. Flestir skipverjar hafa verið yfirheyrðir fyrir sjórétti Borgar- dóms Reykjavikur. Þó er enn eftir að yfirheyra einn og einnig leiðsögumanninn, sem var um borð I skipinu. Við yfirheyrslur hefur það helzt verið talin skýring á óhappinu, að farmur i lest hafi kastazt til. Hverjar sem ástæðurnar voru, hallaðist skipið mikið og flæddi sjór inn I það, svo það sökk eftir stuttan tima. Talsvert af áburðarfarminum var á þilfari. Leiðsögumaður skipsins hefur látið hafa eftir sér i blaðaviðtali, að farmur hafi kastazt til, þegar skipið tók krappa beygju. Enginn skipverja kannast við, að skipið hafi rekizt á bryggjuna i Gufunesi morguninn , sem lagt var af stað i þessa seinustu ferð. —ÓH Skákstaðan ■ dag Sem fyrr er það Smyslov, sem rikir á toppnum i Reykjavikur- mótinu. Eftir að biðskákir voru tefldar i gær, er hann með 7 1/2 vinning. Biðskákirnar, sem voru tefldar I gær, fóru þannig, að tvær skák- anna voru aldrei tefldar. Smyslov og Velimirovic sömdu um jafn- tefli, og Ögaard og Trinkov hófu sina skák aldrei. Trinkov vann þá skák, Forintos vann svo Ingvar, en eftir 80 leikja maraþonskák Jóns Kristinssonar við Trinkov, sömdu þeir um jafntefli. Það var um klukkan ellefu i gærkvöldi. Á eftir fóru þeir svo i bió. Röðin er þá þannig: l.Smyslov, 7 1/2 vinn. 2. Forintos 7 vinn. 3. Friðrik, 6 vinn. 4. Bronstein, 5 vinn. 5. Guðm. Sig., 5 vinn. 6. Velimirovic, 4 1/2 vinn. 7. Ciocal- tea, 4 1/2 vinn. 8. Trinkov, 3 1/2 vinn. 9.-10. Magnús og ögaard, 3 vinn. hvor. 11. Freysteinn, 2 1/2 vinn. 12.-13. Ingvar og Kristján , 1 1/2 vinn hvor. 14. Jón Kristinss. 1 vinn 15. Július, 1/2 vinn. — ÓH „Mér er vist óhætt að segja, að þetta sé minn mesti hamingjudagur í lifinu. Ég hef aldrei áður orðið fyrir því að bjarga mannslifi á siðustu sekúndum", sagði Árni Jónsson, 72 ára gamall maður á Húsavík, sem bjargaði 5 ára sonarsyni sínum frá drukknun í fyrradag. Drengurinn, sem heitir Snorri Sigurðsson, var að leik ásamt fleiri börnum i garðinum fyrir utan heimili sitt við Ásgarðsveg 16. Lóðin snýr út að Búðará, og er girðing á milli lóðarinnar og ár- innar. Miklirsnjóskaflar þöktu þó girðinguna, enda hafði snjóað mikið sem kunnugt er. Snorri fór nokkuð framarlega á snjóskaflinn og velti sér þar eins og börnum er titt. En svo illa vildi til, að snjóbreiða brotnaði.undan honum, og hann féll i ána. Afi hans, Arni Jónsson, ásamt konu sinni og tengdadóttur, hafði horft út um gluggann á börnin i leik sinum, og sá þvi, þegar drengurinn hvarf. „Það var engin umhugsun til”, sagði Árni. „Ég tók bara á rás og hljóp út. Svo vill \ til, að tvær dyr eru á húsinu, aðaldyr og svo dyr, sem snúa út að ánni. Ég var tiltölulega nýbúinn að moka snjó frá dyrunum, sem snúa út að ánni, og komst þvi út um þær. Ef ég hefði þurft að fara um aðaldyrnar, hefði það liklega orðið of seint”. Árni var á inniskóm en henti þeim af sér og stökk siðan út i ána. Hann sá ekki annað af drengnum en i kollinn á húfu, sem hann var með, en greip þegar i hann. Engu mátti muna, að drengurinn-væri ekki horfinn undir snjóbreiðu, sem er við ána, og þá hefði honum liklega ekki verið bjargað. Arni taldi, að það hafi bjargað drengnum einnig; að mikið snjókrap féll með honum og hélt honum uppi nokkra stund. Arni og drengurinn voru siðan fljótt dregnir upp, og kvaðst hann vona, að drengnum hefði ekki orðið meint af, þó að hann væri með hósta siðan. —EA Þar fór annar far- kostanna Hún hafði gert það gott i lofti, en I óveörinu sem gekk yfir Þingeyri fyrr i vikunni, eyðilagðist flugvélin gjörsam- lega, þar sem hún stóð á flugvellinum bundin við veg- hefil. Hér er um að ræða aðra flugvél isfirzka flugfélagsins Ernir, en myndin hér til hliðar sýnir, hvernig sú ágæta vél endaði sinn feril. Að sögn annars eigandans, Harðar Guðmundssonar flugmanns, er vélin gjörónýt og er nú ekki annað eftir en .að rifa hana sundur, þar sem hún stendur á flugvellinum á Þingeyri. — ÞJM/Páll Pálsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.