Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 10
Visir. Föstudagur 17. mai 1974. ROT Foreman rotaði Frazi- er á 5.35 min. i Kingston Jamaika 22. janúar 1973 og varö þá heimsmeistari i þungavigtinni. KH1 ROT Joe Roman fékk slæma útreiö i Tokfó 1. septem- ber 1971. Eftir tvær minútur var iillu lokið — Roman lá rotaður. ROT Ken Norton fékk sömu útreið i Caracas i Vene- súela 26. marz 1974. Eftir 5 min. stöðvaði dómarinn leikinn. Buldi við brestur! Við mikin brest ruku þúsundir króna úr gjaidkerakassa frjáls- iþróttadeildar ÍR, þegar hvíta stöngin vestur-þýzka hrökk í tvennt eftir misheppnað stökk Elíasar Sveinssonar á æfingu í Auðkúlu 27. apríl siðastliðinn. Þetta kemur sér illa fyrir auman fjárhag deildarinnar — en var þó ekki alveg til einskis, þvi það flýtir fyrir, að nýjar stangir verði keyptar handa iþróttamönnum deildar- innar. A þvi var ekki vanþörf — stöngum hjá frjálsiþróttadeildinni hefur fækkað iskyggi- lega mikið siðastliðin tvö ár — eða úr tólf nið- ur i fjórar. Það er þvi greinilegt, að þar þarf að bæta úr svo hægt sé að æfa stangarstökkið. En það hafa fleiri farið illa i sambandi við hinar dýru stangir. Stangarstökkvarar UBK misstu allar stangir sinar i eldi, 28. april, eða degi eftir að Elias braut IR-stöngina. Það er þvi almennur skortur istöngum.en kannski bætir Frjálsiþróttasamband íslands úr og kaupir stangir? -hsim. Ramsey til BBC! Sir Alf Ramsey, sem fékk spark sem lands- liðseinvaldur enskra i siðasta mánuði, hefur verið ráðinn til brezkrar sjónvarpsstöðvar. Hann á að vera sérfræðingur stöðvarinnar I knattspyrnumálum og fer sem slikur til Vest- ur-Þýzkalands f næsta mánuði. Þar mun hann segja álit sitt á leikjum i heims- meistarakeppninni. Itoy McFarland, hinn sterki miðvörður Derby County og Englands, meiddist það illa i landsleiknum við Ira á miðvikudag, að talið er, að hann verði frá knattspyrnu næstu sex mánuðina. Þetta er mikið áfall fyrir Derby, sem varð i þriðja sæti I 1. deild i vor. Lands- liðseinvaldurinn enski, Joe Mercer, verður að velja nýjan mann I landsliðshópinn fyrir landsleikinn við Skota á morgun, þvf vara- maður McFarland, Dave Watson, Sunder- land, getur ekki leikið vegna blóðeitrunar. ¦ r lt/| • •hsIm- Lana Vikingum grasvöll sinn Þróttur hefur hlaupið undir bagga með Reykjavfkurmeisturum Vfkings f knatt- spyrnu og lánað þeim grasvöll sinn við Sæviðarsund til æfinga fyrir keppnina I 1. deild i sumar. Vfkingur hefur engan grasvöll til að æfa á en hafði aðstöðu á smá túnbletti i Laugar- dalnum, þegar liðið lék f 1. deild fyrir tveim árum. Þessi blettur er nú horfinn undir ann- an völl, sem verið er að byggja, og var þvi fokið I flest skjól fyrir Viking, þar til að Þróttur bauð þeim sinn völl nú fyrir nokkru. Verið er að koma þessum velli i stand og munu meistararnir fá hann til umráða ein- hvern næstu daga. Þróttur getur ekki veitt leikmönnunum aðgang að búningsklefum og verða þeir þvi að skipta um föt i félagsheimili Víkings i Bústaðahverfi og aka sfðan i bilum niður i Sæviðarsund en þangað er um 10 min. akstur. _kip_ Tugþrautarmennirnir bœttu sig í kúlunni Tugþrautarmennirnir kunnu, Stefán Hall- grímsson, KR, og Elías Sveinsson, ÍR, bættu sinn bezta árangur i kúluvarpi á innanfélags- móti, sem Ármann gekkst fyrir á Mela- vellinum i gærkvöldi. Þetta lofar góðu hjá þeim i tugþrautinni i sumar, þvi erfitt var að keppa i gær — hávaða- rok og heldur kalt á Melavellinum. Stefán varpaði kúlunni 13.89 metra og Elias var skammt á eftir með 13.56 metra. Viö betri aðstæður er líklegt, að þeir varpi kúlunni vel yfir fjórtán metra strikið i sumar — og það telur vel I tugþrautinni. Ef vel tekst til hjá Stefáni ætti hann að geta bætt íslandsmet Valbjarnar Þorlákssonar, Armanni, i sumar — Stefán er i stöðugri og mikilli framför i mörgum greinum. Stefán sigraði i kúluvarpinu i gær I fjarveru Hreins Halldórs- sonar, sem gat ekki keppt á mót- inu vegna vinnu sinnar. Á mótinu bætti Asgeir Þór Eiriksson, IR, árangur sinn með sveinakúlu. Hann varpaði 16.25 metra — en bezti árangur i þeim flokki hér á Erlendur Valdimars- son, IR, sem varpaði sveinakúlu 17.79 metra. Þá kepptu konur einnig i kúlu- varpi á innanfélagsmótinu i gær- kvöldi. Asa Halldórsdóttir, Ar- manni, sigraði með 8.53 metrum. Ingunn Einarsdóttir, IR, varð i öðru sæti með 8.40 metra og Lára Sveinsdóttir, Ármanni, þriðja með 8.38 metra. Allar eru þessar Iþróttakonur kunnar fyrir afrek i öðrum greinum en kúluvarpi. Litið var hægt að eiga við aðrar greinar á mótinu vegna veðurs. Þó voru hlaupnir 100 metrar und- an vindinum og þar sigraði Ár- menningurinn ungi og efnilegi — Sigurður Sigurðsson, hljóp á 11.4 sekúndum. —hsim. ALLIR MUNU OPA ALI, ALI, ALI ,,Ég mun flögra um i hringnum eins og fiðrildi og svo stinga George Foreman eins og býfluga — og Afrikumenn eru allir bræður mínir. Enginn á áhorfendapöllunum i Zaire mun halda með Foremann — allir hrópa AIi, AIi, AIi. Þeir munu ekki leyfa Foreman að komast upp með „skitug brögð". En ég mun dansa um hringinn — stöðugtá hreyfingu — og þá er spurningin hve lengi Fore- man heldur það út — Foreman, þessi skítugi slagsmálamaður hvers högg- kraftur hefur mjög verið ofmetinn, á enga möguleika gegn mér". George Formen, heimsmeistarinn Opnu golfmótin byrjuð Fyrsta opna golfkeppnin á árinu fór fram á Hvaleyrarvelli I Hafnar- firði þánn 27. april s.l. Var það Uni- royal-keppnin, sem Golfklúbburinn Keilir stóð að f samvinnu við tslenzk- ameriska verzlunarfélagið, en það hefur umboð fyrir Uniroyal golfvör- ur hér á landi. Leiknar voru 18 holur með og án forgjafar og voru keppendur um 60 talsins. Veður var vont til keppni þennan dag og árangurinn þvi ekki upp á marga fiska. Úrslit án forgjafar urðu þau, að Sigurður Thorarensen GK sigraði, lék á 78 höggum. I öðru sæti varð Július R. Júliusson GK á 79 höggum, þriðji varð Agúst Svavarsson hand- knattleiksmaðurinn góðkunni úr IR, sem einnig lék á 79 höggum og fjórði varð óskar Sæmundsson GR, sem var á sama höggafjölda. Þessir þrir urðu að leika bráða- bana um verðlaunin. Féllu þau i skaut Júliusar og Agústar. Með forgjöf sigraði Kristján Richter, sem var á 66 höggum nettó (88-22 = 66). Annar varð Agúst Svavarsson á 79-10 = 69 högg og þriðji Oskar Sæmundsson á 79-6 = 73. Um helgina fer fram Dunlop keppnin hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Er það einnig opin keppni og verða þar leiknar 36 holur, 18 holur á dag. i þungavigtinni, mætti ekki á blaða- mannafund, sem efnt var til I New York á miðvikudag vegna fyrir- hugaðar keppni hans við Muhammed Ali i Zaire i september i haust. En Múhammed Ali mætti á fundinn — og hann var þvi einn um að tala. Hinn 32ja ára fyrrverandi heimsmeistari hefur örlitið hægt á sér með árunum — en aðeins fyrir neðan höku. Hann lét móðan mása á blaða- mannafundinum — bjartsýnn, ákaf- ur, baráttuglaður — hinn gamli, góði skemmtilegi Cassius Clay — mesti snillingur, sem keppt hefur i þunga- vigt hnefaleikanna. Hreinn Iista- maður á köflum i hinni eðlu list sjálfsvarnarinnar — en nægir það gegn rotaranum George Foreman? Sumir menn fá öll tækifæri, sögðu blaðamenn eftir fundinn skemmti- lega með Ali — öll tækifærin til að auglýsa sig. A fundinum var tilkynnt, að þeir Foreman og Ali muni keppa i Kinshasha (áður Leopoldville) i Zaire hinn 25. september og hefst keppniþeirrakl. 15.00að staðartima. Timinn er ákveðinn vegna sjón- varpsstöðva viðs vegar um heim, sem munu greiða þrjátiu milljónir dollara fyrir réttinn til að sjónvarpa keppninni beint vitt og breitt um heím. Hvor keppandi fær fimm milljónir dollara i hlut — um 450 milljónir islenzkra króna— mesta upphæð, sem greidd hefur verið i sögu hnefaleikanna. Og það er aðeins tryggingin. A eins manns sýningu Muhammed Ali I New York á miðvikudaginn sagði hann meðal annars. — ,,Ég mun sigra og koma stundvisi á aftur i hnefaleikum" og kom þannig að þvi, að Formen mætti ekki á fundinn. Það stafaði af einhverjum mis- skilningi i sambandi við heims- meistarann, en rétt er að geta þess, að allt vit hans er i þungu höggunum. En gefum Ali orðið. „Foreman leikur katta- og músa- leik eins og litið barn i hnefaleika- hringnum. Hanrikemstekki upp með þaðgegnmér. Högg Foremans gegn Frazier voru ólögleg — hann er skit- ur keppnismaður — hann sló Roman, þar sem hann var fallinn. Og i Caracas sló hann Norton, þar sem hann var fastur i köðlunum. Það verður enginn ,,skitur"i Zaire. Afrikumenn eru bræður minir." Eftir að hafa rætt um taktik Fore- mans sneri Ali sér að höggkrafti hans. Hann sagði háðslega. „Fore- man slær mjög fast. Hann slær svo fast, að hann varð að berja Frazier sex sinnum niður — Roman tvisvar og Norton þrisvar. Munið, að þegar maður sveiflar — pow — og.þá er náð i ilmsöltin" (Frazier og Norton stóðu á fótunum eftir leiki sina við Ali!!) Foreman „lemur" bara fast — en ég verð ekki eins og hinir. Ég kem ekki að honum til að láta hann „hitta mig — heldur dansa og hreyfi mig". Þá tilkynnti Ali, að hann mundi sýna nýtt högg i Zaire, sem hann kallaði „Ghetto whopper" eitthvað, sem hann hefur lært af gömlum vini, Kid Gavilan, úr fátækrativerfunum. „Klukkan þrjú streymdu fátæk- lingarnir af börunum", sagði Ali „og þá fóru bræður að rifast um kvinnur sinar. Þá byrjuðu „ghetto-högg- in." —hsim. FH-ingurinn Ólafur Danivalsson skor- aði fyrsta markið FH og Breiðablik skiptu með sér stigun- um i fyrsta leiknum i 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu, sem fram fór á velli FH i Kapla- krika í gærkveldi. Mikið rok var i krikanum þeg- ar leikurinn hófst. Var rétt á mörkunum að stætt væri á vell- inum og var þvi knattspyrnan, sem þessi annars ágætu lið reyndu að sýna, nokkuð langt frá að geta kallazt þvi nafni. Fyrsta mark leiksins — og þar með fyrsta mark Islandsmóts- ins i ár — skoraði FH-ingurinn Ólafur Danivalsson þegar nokk- uð var liðið á fyrri hálfleik, en þá lék FH undan vindi. Guðmundur Þórðarson jafn- aði fyrir Breiðablik i upphafi Sfðari hálfleiks er hann fylgdi vel á eftir upp að marki FH. Þetta voru einu mörkin sem skoruð voru i leiknum, sem var veðurs vegna hvorki til ánægju fyrir leikmenn né áhorfendur. Reykjavíkurliðin í 2. deiíd ó heimavöllum! //Við fórum fram á að fá að hafa okkar heimaleiki í 2. deild islandsmótsins í knattspyrnu á okkar eigin velli viö Sæviðarsund/ og fengum það mótþróa- laust" sagði Helgi Þor- valdsson, formaður Knatt- spyrnudeildar Þróttar, er við spurðum hann um ástæðuna fyrir því að leik- ur Þróttar og Hauka í 2. deild sem fram fer í kvöld, er auglýstur á Þróttarvelli. Þetta er i fyrsta sinn, sem leik- ur i 2. deild fer fram á þessum velli, en undanfarin ár hafa margir leikir i yngri flokkunum farið þar fram. . „Okkur þótti litið koma inn á Melavellinum — kostnaðurinn mikill og áhorfendur i flestum til- fellum fáir. Þvi ákváðum við að gera tilraun með að flytja leikina yfir á okkar eigin völl og þar með um leið inn i okkar eigið hverfi. Við búumst við að fólk úr ná- grenninu komi frekar til að horfa á okkur leika hér en á Melavellin- um, sérstaklega þeir yngri, sem þá þurfa ekki eins langt að sækja. Fylkir i Arbæjarhverfi lék á sinum heimavelli i 3. deildinni i fyrra, og kom það mjög vel út hjá þeim. Armann mun einnig bætast i hóp þeirra Reykjavikurfélaga, sem leika á heimavelli sinum i sumar, en þeir hafa ágætan völl við Miðtún". Fróðlegt verður að fylgjast með útkomunni hjá þessum tveim félögum, sem leika á sinum sann- kölluðu heimavöllum i 2. deild i sumar. Hver veit nema að með þessu takist þelm að brjóta Isinn fyrir hin félögin, sem þá muni taka upp sama hátt. Margir hafa haldið þvi fram, að Reykjavikurfélögin hafi á seinni árum aldrei átt neinn heimavöll i likingu við önnur félög. Þau æfi á sinum eigin völlum én keppi á Mela- og Laugardalsvellinum, þar sem þau fá ekki. að æfa nema einstaka sinnum, og þá eingöngu á Melavellinum. Aftur á móti æfi og keppi leikmenn annarra félaga á einum og sama vellinum og standi þeir þvi að öllu leyti betur að vigi, þegar þau keppa þar við aðkomulið. —klp— Alltaf sama sagan i Gömlu vandræðin I sambandi við dómaramálin f knattspyrnu skutu upp kollinum f fyrsta leik islandsmótsins á iuilli FH og Breiðabliks I gærkveldi. Annar linuvörðurinn mætti ekki og tafðist þvf leikurinn á meðan leitáð var að manni meðal áhorf- enda til að taka að sér flaggið. Mönnum þótti þetta slæm byrj- un hjá dómurunum, og vona að ekki verði meira um þetta i sum- ar frá þeirra hálfu... en við þvf er varla að búast því leikirnir, sem þeir þurfa að sjá um eru yfir 700 talsins og dómararnir fáir. — Klp. Miklatúns- hlaup Ármanns Mikiatúnshlaup Ármanns verð- ur háð á laugardag og hefst kl. tvö. Ollum er heimil þátttaka — einnig fólki utan Armanns. Þetta verðursjöunda hlaupið á árinu og ef til vill verður eitt háð til viðbót- ar. Formaður FIFA, Stanley Rous, virðir fyrir sér verðlaunagripinn, sem keppt verður um á HM I knattspyrnunni I siimai. Hann hefur að undan- förnu verið til sýnis á Bretlandi — úr 18 karata gulli og metinn á 44 þús- und dollara. Þing FIFA verður haldið I sambandi við HM og hefst 7. júnl. Sir Stanley er engan veginn öruggur um endurkjör — aðallega vegna deilu þeirrar, sem kom upp f sambandi við HM-leiki Chile og Sovétríkjanna. Hlutu silf ur-| merki GSÍ t tilefni af fimmtu F.l-golf- ferð islenzkra kylfinga til Skotlands i byrjun þessa 'mánaðar, þar sem þátttak- endur voru um 140 talsins, voru tveir menn, sem i öll skiptin hafa séð um undir- búning og skipulag ferðanna, sæmdir silfurmerki Golf- sambands tslands. Það voru þeir Sigurður Matthiasson og Birgir Þor- gilsson, fulltrúar hjá Flug- félagi tslands, sem um ára- raöir hafa stutt dyggilega viö bakið á Islenzkum kylfingum og golfklúbbum vfðsvegar um land. Páll Asgeir Tryggvason forseti Golfsambands fs- lands sæmdi þá silfurmerk- inu sfðasta kvöldið sem hópurinn dvaldist i Skotlandi og þakkaði þeim þeirra mikla framlag til íþróttar- innar með nokkrum orðum. Nánar veröur sagt frá þessari ferð, sem er trúlega ein fjölmennasta utanlands- ferð, sem fslenzkur fþrótta- hópur hefur farið, i blaðinu á morgun, og birtar svip- myndir úr henni. Volvo læsingar Ytri og innri handföng eru felld inn í huröirnar til öryggis fyrir farþega. Læsingin gefur ekki eftir viö árekstur. Afturhuröir eru búnar sérstökum öryggis- læsingum vegna farþeganna. Volvo öryggi. 1130 til brigði Kosturinn viö Sadolin máln- ingu er m. a. hin nákvæma litablöndun, sem þér eigiö völ á aö fá í 1130 litbrigoum. Sadolin er einasta máln- ingin, sem býöur yöur þessa þjónustu i oliulakki og vatnsmálningu. Komiö meö litaprufu og látio okkur blanda fyrir yöur Sadolin liti eftir yöar eigin óskum. Sadolin Málningarverzlun Péturs Hjalte- sted, Suöurlandsbraut 12, Reykjavik. Verzlunin Málmur, Strandgata Strandgata 11, Hafnarfjöröur. Dropinn, Hafnargata 80, Keflavík. Neshúsgögn, Borgarnesi. Hafliði Jónsson, hf., Húsavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.