Vísir - 31.05.1974, Page 1

Vísir - 31.05.1974, Page 1
64. árg. —Föstudagur 31. mai 1974. — 88. tbl. KÓLUMBUS Á ÍSLANDI 1477? — Norðmaður segist geta sannað það og að Columbus hafi vitað um Vinlandsferðir Leifs Eiríkssonar Leifur Eiriksson iandnáms- maöur er alltaf öðru hverju i fréttunum, þar eð hann var fyrstur til að finna Ameriku. 1 vikunni kom norskur maður fram með þá kenningu, sem að visu ekki er alveg ný, aö Kristó- fer Coiumbus hafi vitað um ferðir Leifs og þess vegna farið að leita að Ameriku. Segir rit- höfundurinn, Káre Prytz, að Columbus hafi komið hingað til islands 1477 og aflaö sér nákvæmrar vitneskju um vikingaferðirnar. Hann hafi byggt á henni, þegar hann hélt af stað til Ameriku 1492. A bls. 6 er birt viðtal Sverre V. Björnholt við Káre Prytz. en það birtist i Verdens Gang. Vildi ekki undirrita fyrst - en.......... Með mikiili viðhöfn hittust erkifjendurnir, Sýrlendingar og ísraelsmenn, i Þjóðahöll- inni i Genf í morgun til að undirrita friðarsamningana og binda enda á 26 ára fjand- skap, sem leitt hafði til fjög- urra styrjalda og haturs þjóð- anna i milli. En þegar Israelsmenn höfðu undirritað fyrir sina hönd, sátu sýrlenzku fulltrúarnir sem fastast og hreyfðu sig ekki til að skrifa undir. Varð að aflýsa þessari virðulegu at- höfn, og blaðamennirnir voru beðnir um að yfirgefa marmarasalinn, þar sem seremónian fór fram. Brá mönnum mjög við þetta skyndilega hughvarf Sýr- lendinga, sem olli miklum vonbrigðum. Eftir yfirlýsingu Nixons núna fyrr i vikunni um, að samkomulag hefði tekizt, hafa flestar þjóðir heims látið i ljós fögnuð sinn með, að loks væri endi bundinn á ófrið land- anna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þvi létti mönnum óumræði- lega aftur, þegar i ljós kom svo núna rétt um þær mundir, sem Visir fór i prentun i há- deginu, að Sýrlendingar höfðu einfaldlega dregið við sig að undirskrifa friðarsamninginn, meðan blaðamennirnir voru inni i salnum. Vildu þeir einungis, að blaðamennirnir færu fram fyrir fyrst, áður en þeir tóku upp sjálfblekungana. • Engar stórmyndir í blaðinu i dag er að finna umsagnir um þrjár kvik- myndir, sem verið er að sýna þessa dagana. Eru það myndirnar: „Fram i rauðan dauðann”, „Morðin i likhús- götu” og „ótti um nótt”. Hljóta þær misjafna dóma, en engin þeirra er samt talin til stórverka. — Sjá bls. 4. Okkar fé bjargaði 93 þúsundum frú dauða HLÝINDI OG SKÚRAVEÐUR UM HELGINA — segir hiólparstofnumn A góðviðrisdögum undanfariö hafa Reykvikingar óspart notaö öll tiltæk útivistarsvæði i bæjarlandinu. Það þarf ekki alltaf að leita iangt til að komast i failegt um- hverfi og kyrrö ef vel er að gáð. Stúlkan á myndinni hefur lært aö notfæra sér einn þessara ágætu staða. Myndin er tekin i suður- hliö öskjuhliðarinnar, þar sem mikið hefur verið gert á undan- förnum árum til að fegra umhverfiö. En færri en skyldi viröast hafa veitt þessum stað athygli. Væri ekki tilvaliö næst þegar létt- ir til að bregða sér dagstund í öskuhliöina. Ljósm. Visis Bragi. m íslendingar björguðu 93 þúsund Konsóbúum frá dauða með þeim peningum, sem þeir gáfu til Æskulýðs- og fórnarviku kirkjunnar, sem haldin var 3.-10. marz s.l. Hjálparstarfið er nú i fulium gangi og fólkið verður að fá mat að minnsta kosti i 2 mánuði enn. 93 þúsund manns þurfa á hjálp að halda að minnsta kosti. 1 Konsó hefur nú verið úthlutað á milli 16 og 17 hundruð lestum af mat. Mjög fáir hafa látizt úr hungri fram að þessu, og er fólk i Konsó mjög þakklátt fyrir alla þá hjálp, sem það hefur fengið. Það segir sjálft, að ef þessi hjálp heföi ekki borizt þeim, heföi mestur hluti Konsóbúa dáið úr hungri. Segja má, að á sömu stundu og fólk hér á tslandi var að gefa til söfnunarinnar, þá var verið að kaupa matföng fyrir sömu pen- inga, dreifa þeim og jafnvel verið að snæða andvirði þeirra. Regnið brást ekki vonum manna á þessu svæði i ár, kom um 20. marz. All- ar likur benda til að uppskera verði góð i sumar, eftir þann tima verða Konsómenn sjálfbjarga á ný- Söfnunarfé nemur nú kr. 10.434.695,50. Til Konsó hafa verið sendar kr. 10.354.487,00. Beinn kostnaður við söfnunina, prentun, auglýsingar, o.fl. var kr. 257,682,00. Hjálparstofnun kirkj- unnar vill senda íslendingum beztu þakkir fyrir skjót og drengileg viðbrögð. — EA Vísir óskar lesendum ánœgjulegrar hátíðar — nœsta blað kemur út þriðjudaginn 4. júni Þó er dágott fyrir norðan Þvi miður er ekki hægt að segja, að veðurguðirnir ætli að sýna okkur nein sérstök gæði yf- ir hvitasunnuhelgina. Þegar við ræddum við Borgþór H. Jónsson. veðurfræð- ing á Keflavikurflugvelli, i morgun, sagðist hann raunar ekki alveg treysta tölvunni sinni, cn hún reyndist nú samt yfirleitt sæmilega sannspá. Veðurútlitið er þá þannig. Austan og norðaustanátt um landið, nema á Suðausturlandi veröur suðaustan átt,- Veðrið ætti að verða dágott fyrir norð- an, en hætt við skúrum eða rign- ingu öðru hverju á Vesturlandi. Þó litur út fyrir batnandi veður eftir þvi sem liður á hvitasunn- una. Sunnanlands og á Suð- austurlandi er spáö skúraveðri. Það er þó bót i máli, að tölvan lofar okkur hlýindum um allt land. Sennilega verður bezt fyr- ir þá, sem leggja land undir fót yfir helgina að aka i norðurátt, ef þeir ætla að fá gott veður. — EVI —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.