Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. Föstudagur 31. mai 1974. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Askriftargjald 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson llaukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innaniands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Hringleikahúsið Niu flokkar verða i framboði i alþingiskosn- ingunum. Þar af eru átta flokkar, sem telja má vinstri flokka. Glundroðinn á vinstri væng stjórn- málanna hefur þvi enn aukizt frá þvi, sem var i byggðakosningunum. Visir birti i gær eins konar leiðabók vinstri manna. Þar voru raktir á myndrænan hátt hinir flóknu straumar klofnings og samruna á vinstri væng stjórnmálanna. Nokkur þörf var á slikum upplýsingum, þvi að almenningur á erfitt með að átta sig á glundroðanum, — að átta sig á, hvaða stjórnmálamenn hafa hlaupizt frá hverjum og til hverra. Athyglisvert er, að stjórnmálamenn, sem kenna sig við félagshyggju, skuli búa yfir jafn- litilli félagshyggju og klofningur þeirra og úlfúð ber vitni um. Þetta sýnir, hve innantómt slagorð félagshyggjan er oft og tiðum i munni vinstri st jórnmálamanna. Linur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hafa skýrzt að nokkru. Samtökin voru uppruna- lega klofningur frá Alþýðubandalaginu, — hópur manna, sem ekki vildu vera i flokki með kommúnistum. Aðallega voru þetta verkalýðs- sinnar. Þeir hafa nú yfirleitt flúið Samtökin og leitað á náðir Alþýðuflokksins. 1 staðinn hafa Samtökin fengið tvo klofnings- hópa menntamanna og hernámsandstæðinga frá Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Það eru Samtök jafnaðarmanna undir forustu Njarð- ar P. Njarðvik og Möðruvallahreyfingin undir forustu Ólafs Ragnars Grimssonar. Eru Samtökin eftir þetta komin i sama dilk og Þjóðvarnarflokkurinn var á sinum tima. Þau eru fámennur flokkur menntamanna, sem eru andvigir varnarliðinu, en vilja ekki vera i flokki með kommúnistum. Alþýðuflokkurinn fer liklega fremur vel úr þeim skiptum að losna við menntamennina og fá verkalýðssinnana i staðinn. Flokkurinn er senni- lega á uppleið um þessar mundir, enda gat hann ekki komizt neðar eftir fylgishrunið i byggða- kosningunum. Svo virtist lika á þeim kosningum, að honum vegnaði betur á þeim stöðum, þar sem hann var ekki i framboðssamstarfi við hinn nýja Þjóð varnarf lokk. Framsóknarflokkurinn tapar sjálfsagt ein- hverju fylgi með Möðruvellingum, aðallega úti á landi og þvi meira, sem lengra dregur frá Kefla- vikurflugvelli. Og það er raunar athyglisvert, að þeir, sem eru fjarlægastir og minnst kunnugir vandamálum þeim, sem fylgja varnarliðinu, skuli hafa mestan áhuga á að losna við það. Hins vegar þurfa framsóknarmenn ekki að yfirgefa flokkinn varnarliðsins vegna. Forusta flokksins hefur lýst yfir þvi, að hún stefni að framhaldi vinstri stjórnarinnar eftir kosningar og þar með samstarfi við Alþýðubandalagið um brottvisun varnarliðsins. Alþýðubandalagið hefur ekki farið varhluta af klofningi, fremur en aðrir vinstri flokkar. Áður höfðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna klofnað frá þvi. Og nú hafa Rauð verkalýðsein- ing, Fylkingin og Kommúnistasamtökin klofnað frá þvi. Tveir siðastnefndu klofningshóparnir bjóða fram til þings i vor. Vinstra hringleikahúsið heldur þvi áfram af fullum krafti i alþingiskosningunum 30. júni. —JK Var Krístófer Columbus á íslandi 7477? — Norðmaður segist geta sannað það og einnig að Columbus hafi vitað um Vínlandsferð Leifs Leifur Eiriksson, iandnáms- maður Ameríku, er alltaf öðru hverju i heimsfréttunum. Skemmst er að minnast allra skrifanna á slnum tima um Vin- landskortið. Nú þykir fullsannað, að það hafi verið falsað og þvl markiaus heimild. 1 vikunni kom norskur rithöfundur fram með þá kenningu og segist geta stutt hana með nauðsynlegum gögnum, að Kristófer Columbus hafi vitað um ferðir Leifs og þess vegna farið að leita að Amerlku. Segir rit- höfundurinn, Káre Prytz, að Coiumbus hafi komið hingað til íslands 1477 og afiað sér nákvæmrar vitneskju um vikingaferðirnar. Hann hafi byggt á henni, þegar hann hélt af stað til Ameriku 1492. Hér á eftir fer viðtal við Káre Prytz, sem Sverre V. Björnholt, átti við hann i norska blaðinu Verdens Gang 27. mai sl. — Vinlands-striðinu má nú hætta. Kristófer Columbus vissi, að Leifur Eiriksson og vikingar hans höfðu verið i Ameriku á undan honum. Mörg frumgögn frá Ameriku-ferðum hans sýna þetta. Þar eru norræn nöfn, og Noregs er getið oftar en einu sinni. Ég stefni að þvi að skrá þetta allt saman i bók, sem vónandi kemur út næsta haust, segir rithöfundurinn Káre Prytz frá Hamar. I tvö ár hefur Prytz af nákvæmni farið yfir gulnuð, ævaforn skjöl, sem skráð eru með hendi Columbusar og samstarfs- manna hans. Hann hefur meðal annars athugað ýmis merkileg kort, sem styðja kenningar Prytz, þvi að á kortunum er mikið af norrænum staðarnöfnum á austurströnd Bandarikjanna. Eftir öllu að dæma aflaði Columbus sér endanlegrar vit- .. neskju um vikingaferðirnar til Sigldi Columbus á slikum fleytum til tslands 1477? Illlllllllll umsjón B.B. Leifur Eiriksson á stalli slnum fyrir framan Hallgrlmskirkju. Hann kemst alltaf i heimsfrétt- irnar öðru hverju. Vinlands 1477, þegar hann ferðað- ist til íslands. Aðrir fræðimenn hafa haldið þessu fram áður. Kenningin fékk ( byr undir báða vængi 1965, þegar Norðmaðurinn Káre Prytz hefur kannað ferðir Columbusar og vlkinganna til Ameriku. rússneski sagnfræðingurinn David Y. Tsukernik skýrði frá þvi á þingi sagnfræðinga, að hann hefði fundið bréf frá Columbusi til Isabellu drottningar, þar sem skýrt kemur fram, að hann átti ekki að finna sjóleið til Indlands — heldur átti hann að finna eyjar, „sem hann hafði fengið áreiðanlegar upplýsingar um”. 1 Noregi hefur áður verið fjallað um þetta efni i bók, sem rituð er af J.Kr. Tornöe. Hann taldi sig meira að segja geta sannað, að Columbus hefði ekki aðeins ferðazt til fslands, heldur éinnig um Ishafið, e.t.v. til Grænlands og jafnvel farið norð- vestur-leiðina. Káre Prytz hefur sem sé safnað nýju efni um þetta. Hann heldur þvi fram, að á Islandi hafi Columbus fengiö nákvæmar upplýsingar um fyrirheitna landið i vestri og hann hafi i ferð sinni 1492 notað kort, sem byggðust á forskrift vikinganna. — Það er alveg stórfurðulegt, hvað Spánverjar vissu mikiö um vikingaferðirnar til Vinlands. Skjöl, sem ég hef fundið á Spáni, ítaliu og Englandi styðja full- komlega lýsingarnar i forn- sögunum. Aðeins verður vart við dálitinn óskýrleika á fáeinum stöðum — en hvergi er ósamræmi að finna. Þessi skjöl — sem öll eru frumgögn — eru algjörlega óþekkt hér i Noregi. Þess vegna býst ég við, að efnið muni vekja mikla athygli, þegar það kemur á bókamarkaðinn. — Hvað eftir annað er minnzt á Noreg i skjölunum, og það er enginn vafi á þvi, að vikingarnir hafa farið suður fyrir Flórida- skagann og einnig komið til Antille-eyja. Það kemur skýrt fram i skjölunum, sem ég hef fundið erlendis. Það var Þor- valdur, bróðir Leifs Eirikssonar, sem sigldi svo langt suður og austur. — Hver er ástæðan fyrir Vin- lands-striðinu? — Fyrst og fremst ágreiningur milli norrænna fræðimanna og spánskra, italskra og portú- galskra fræðimanna. Ég hef ekki athugað neitt af þvi, sem um mál- ið er skrifað eftir endurfund Ameriku. Ég held mig aðeins að frumgögnunum frá tima Columbusar. Ég dreg engar ályktanir — tek bara saman það, sem ævintýramenn þeirra tima skráðu. — Ég hef fundið skjölin bæði á Spáni, ttaliu og Englandi. Engin þeirra eru þekkt hér i Noregi. Þess vegna hefur þetta verið mjög spennandi starf. — Það er enginn vafi á þvi, að Columbus og italskir og portú- galskir kortagerðarmenn hans hafa duglega endurbætt land- fræðilegar hugmyndir viking- anna. Hann hefur leiðrétt staðar- ákvarðanir vikinganna og fengið mun réttari mynd af Amerlku. Meðal annars hefur hann sett Antilleeyjar á réttan stað á kortinu — vikingarnir héldu, að þær væru milli Irlands og Islands. — En hann hefur varðveitt norræn nöfn á kortum sinum. Þess vegna er mjög auðvelt að slá þvi föstu, hvar vikingarnir komu við á Vinlandsferðum sinum. — Columbus átti jafnvel sjálfur i erfiðleikum með að sannfæra Spánverja um, að hann hefði fundið Vinland. Það var fyrst 19 árum eftir fyrstu ferð hans, sem opinberir aðilar byrjuðu smátt og smátt að trúa honum, ef marka má skjölin. — Þetta hefur verið erfitt en skemmtilegt starf. Einkum vegna þess, að ég hef aðallega unnið þetta á nóttunni, þvi að á daginn hef ég orðið að sinna at- vinnu minni. Þetta er orðið að þúsund þéttskrifuðum minnis- blöðum — miklu meira efni en kemst i eina bók. En hún verður að nægja til að byrja með. Ég vona, að bókin komi út i haust. Þar að auki ætla ég að gefa Untvandrermuseet góða gjöf — 50—50 ævaforn kort, sem eru ó- metanlegar heimildir um viking- ana og ferðir þeirra til Vinlands, segir Káre Prytz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.