Vísir - 31.05.1974, Side 11

Vísir - 31.05.1974, Side 11
Vísir. Föstudagur 31. mai 1974. 11 Fram gerði lengi vel allt nema skora mörk! — Jafntefli varð í leik Vals og Fram í 1. deildinni í gœrkvöldi 2:2 á Laugardalsvellinu. Fyrstu mörk Vals og fyrsta stig Fram í keppninni. Mikil hætta var oft við Valsmarkið i fyrri hálfleiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Fram fékk fjölmörg góð tækifæri til að skora, en tókst ekki. Hins vegar áttu Valsmenn tvö tækifæri og skoruðu úr báðum. Munur var þvi mikill á nýtingu, en i siðari háifleiknum tókst Fram að jafna. Bæði mörkin voru með nokkrum heppnisstimpli —beztu tækifærin ekki nýtt fremur en áður. Það var heldur slappur fótbolti, sem þessi 1. deildarlið sýndu á erfiðum Laugardalsvellinum og ekki bætti úr skák að veður var slæmt, rok og rigning. Fram var skárra liðið, en hvort liðið verð- skuldaði bæði stigin er önnur saga. Vissulega fékk Fram tækifæri til þess, einkum i fyrri hálfleikn- um, það merkil. var, að beztu tækifæri sin fékk Fram eftir mis- tök Jóhannesar Eðvaldssonar. Það var hreint furðulegt hvað þessum sterka leikmanni voru þá mislagðir fætur og hann skapaði oft mikla hættu við eigið mark. Slapp hins vegar með skrekkinn — og i siðari hálfleiknum þekkti maður Jóhannes á ný sem bezta mann Valsliðsins. Strax i byrjun rann knötturinn eftir marklinu Vals — Jóhannes ætlaði að gefa á Sigurð, en tókst ekki betur, og enn „heppnari” var Jóhannes siðar, þegar hann sparkaði knettinum úr höndum Sigurðar Dagssonar, markvarð- ar, beint til mótherja, en varð svo sjálfur fyrir skoti Framarans á marklinu! Þá björguðu Valsmenn á marklinuoftar — og eittsinn tók Rúnar Gislason af þeim ómakið. Varð fyrir skoti félaga sins Snorra Haukssonar i opið mark- ið. Já, Valsmarkið slapp oft — Valsmenn skoruðu svo úr sinu fyrsta færi. Aukaspyrna Jóhannesar frá miðju sigldi yfir Framvörnina til Birgis Einarssonar, sem óvaldaður inn á markteig skallaði laglega i mótstætt horn. Það var á 32. min. og minútu fyrir hlé skoraði Valur aftur. Alexander tók aukaspyrnu úti á kanti. Gaf inn i markteiginn. Enginn Framari hreyfði sig og Jóhannes skallaði i mark. Ljót varnarmistök. 2-0 i hálfleik. Strax i byrjun s.h. lagaði Fram stöðuna i 2-1 og ljótt var markið fyrir Sigurð Dagsson, markvörð. Kristinn Jörundsson átti I höggi við Valsmenn i vitateigshorninu — tókst að pota i boltann, sem skoppaði i átt að marki og inn, því Sigurður hafði hlaupið út rang- lega. Fram sótti mjög eftir mark- ið, en nýting var slæm m.a. missti Marteinn Geirsson af öllum mönnum frá sér knöttinn i opnu færi — og Ásgeir Elíasson átti skot i hliðarnet kominn inn i markteig. Þó Valur ætti ekki mik- ið i leiknum fékk liðið tvö opin færi. Alexander skaut framhjá og átti markmanninn Árna Stefáns- son einan eftir — sennilega rang- stæður, þegar hann fékk knöttinn — og Kristinn Björnsson, bezti framherji Vals, spyrnti framhjá i opnu færi. Fjórum min.fyrir leikslok tókst svo Fram að jafna. Eftir „þunga” sókn átti Guðgeir Leifsson skot af 20 metra færi — boltinn small i völlinn og breytti stefnu örlitið, en nóg til þess, að Sigurður rann til, þegar hann ætlaði að verja og missti knöttinn yfir sig. 2-2. Þá má geta þess, að Framarar vildu fá viti, þegar svo virtist sem Jó- hannes setti fótinn fyrir Kristin innan vitateigs. Magnús dómari Pétursson var á annarri skoðun — og Framarar voru ekki beint ánægðir með dómgæzlu hans. Tvivegis sýndi hann þeim gulu spjöldin — áminning — vegna mótmæla. Skotar fagna marki gegn Englandi — og skozku leikmennirnir þrlr á myndinni eru allir úr Leeds. Billy Bremner, fyrirliöi Skotlands og Leeds, lengst til vinstri hleypur til félaga sfns Peter Lorimer, Leeds, nr. 17, eftir að knötturinn hafði farið af Todd, Derby, I enska markið eftir skot Lorimer. Nr. niu er Joe Jordon, hinn 21 árs miðherji Skot- lands og Leeds. Skotar unnu Englendinga 2-0 I leiknum á Hampden 18. mai — og horfa miklu bjartari augum á HM i næsta mánuði eftir þann sigur. Það vakti nokkra athygli, að Ingi Björn Albertsson og Þórir Jónsson léku ekki með Val að þessu sinni — voru ekki einu sinni varamenn vegna áreksturs við þjálfarann. Litið er hægt að hæla leikmönnum liðanna fyrir leikinn, en hjá Val vakti Grimur Sæmund- sen mikla athygli i vörninni. Beinlinis „stakk” Rúnari Gisla- syni i vasann — þá stendur Sigurður Jónsson alltaf fyrir sinu. En Valsliðið á langt i land með að ná getu sinni frá i fyrra. Sama er aö segja um Fram og furðulegt, að jafnir sterkir leikmenn og Asgeir og Guðgeír skuli vera látn- ir „dútla” á köntunum. — hsim. Alexander kominn frir að marki — en spyrnti framhjá. Ljósmynd Bjarnleifur. Þrír deildar- leikir í kvöld Þrir mikilvægir deiidar- leikir, einn i 1. deild og tveir I 2. deild, verða leiknir i kvöld. Leikurinn i 1. deild er á milli KR og Vikings, liðanna, sem uröu i efsta sæti i Reykjavikurmótinu á dögun- um. Hann fer fram á Laugardalsveliinum og hefst kl. 20,00. t 2. deild verða leiknir tveir leikir. Á Þróttarvelli leika Þróttur og Breiðablik kl. 19,00. Þessi tvö lið, ásamt FH, eru talin sigurstrang- legust i deildinni i ár, og má þvi búast við hörðum átökum á Þróttarvellinum i kvöld. Á Selfossi leika heima- menn við Armann kl. 20,00. Armenningar hafa ekkert stig hlotið í mótinu til þessa, en Selfoss er með tvö stig — eftir sigur gegn ÍBÍ. Á morgun — laugardag — verða leiknir átta deildar- leikir. t 1. deild leika i Vest- mannaeyjum ÍBV og Akra- nes og i Keflavik mæta Kefl- vikingar Akureyringum. t 2. deild verða tveir ieikir. t Hafnarfirði leika FH og Völsungar og á tsafirði leik- ur ÍBÍ við Hauka. Þá fara fram fjórir leikir i 3. deild. A Háskólavelli ieikur Hrönn við Reyni, I Garðinum leika Víðir og Þór, I Árbænum leikur Fylkir-við Stjörnuna — en það er mjög mikilvæg- ur leikur I riðlinum — og á Háskólavelli leikur tR við Leikni úr Breiðholtshverf- inu. —klp Komdu ogkysstu mi9 Nú er yöur óhætt. Þér getiö komiö meö hvers- kyns litaprufur til þeirra málningarsala, sem verzla meö Sadolin. Sadolin, heimsþekkt málning fyrir gæöi og end- ingu, blandar 1130 litbrigöi eftir yöar eigin óskum. Sadolin er einasta málningin, sem býöur yöur þessa þjónustu í lakkmálningu, olíumálningu og vatnsmálningu. Reyniö Sadolin og sannfærizt, - kossinn má bíöa þangaö til þér eruö búnar aö sjá árangurinn. Sadolin

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.