Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 2
2
Vlsir. Mánudagur 5. mai 1975.
visnsm:
Hver myndiröu helzt vilja
ferðast?
Sæmundur Guðvinsson, blaða-
maður.Ef ég mætti velja án tillits
til kostnaðar, þá vildi ég hélzt
fara til Japan. Það er lika sagt að
Sake sé mjög góður drykkur....
Kristin Sveinbjarnardóttir, ritari.
Ég get ekki ákveðið það núna.
Það eru svo margir staðir sem ég
hef hug á að heimsækja.
Kristján Kristjánsson, nemi.
Helzt vildi ég ferðast um landið.
Hákon Hákonarson, nemi. Ja, ég
veit varla hvert öðru fremur. Ætli
ég vildi ekki helzt fara bara i
hringferð um hnöttinn. Eða
kan'nski til helvitis, það væri ekki
dónalegt að geta sagt að maður
hefði verið þar sem túristi.
Guðrún Gunnarsdóttir,
húsmóðir: Fyrst vil ég hugsa um
að koma ibúðinni upp, svo vil ég
ferðast og skemmta mér.
Sigriður Magnúsdóttir, húsmóðir.
Þa er vandi að velja. Staðirnir
eru svo margir sem mann langar
að koma á. Annars langar mig til
Bandarikjanna. Kannski fer ég
þangað í sumar á fslendinga-
hátíðina. Ég er á biðlista en vona
að heppnin verði með mér.
Frumvarpið um fullorðinsfrœðslu
hlýtur mjög harða gagnrýni
„Teljum gagnrýnina
ósanngjarna og með
skœtingstón",
segja nefndarmenn
„Mér þykir sem
þessi sjö manna nefnd,
sem starfað hefur i 3 ár
hafi kastað til höndun-
um, er þetta frumvarp
var samið,” sagði
Bárður Halldórsson
menntaskóiakennari á
Akureyri um frumvarp
til laga um fullorðins-
fræðslu, sem nýlega
var lagt fyrir alþingi.
Bárður flutti útvarpserindi i
vikunni þar sem hann gagn-
rýndi harðlega störf nefndar-
manna og nefndi ýmis dæmi úr
frumvarpinu.
,,Það er greinilegt, að
nefndarmenn ætlast til þess að
komiö verði upp öðru mennta-
bákni af svipaðri gráðu og það
sem fyrir er í landinu. A einfald-
an hátt hefði ég þó talið að full-
orðinsfræðsluna mætti sam-
ræma núverandi menntakerfi
að mestu leyti,” sagði Bárður i
viðtali við Visi.
,,Því er lýst í frumvarpinu, að
Sovétmenn og Bandarlkjamenn
séu lengst á veg komnir I full-
orðinsfræðslu en á sama tima og
nefndarmenn taka þetta fram
leita þeir sjálfir fanga I Noregi.
Lög um fullorðinsfræðslu I Nor-
egi hafa verið þýdd og þau
fylgja I greinargerð með Is-
lenzka frumvarpinu. Laga-
frumvarpið islenzka er að miklu
leyti I samræmi við norsku lögin
og breytingar sem gerðar hafa
verið eru frekar til lýtaen hitt,”
heldur Bárður áfram.
,,Þá er I frumvarpinu að finna
klásúlu um að yfirstjórn fullorð-
insfræðslunnar verði I höndum
enn einnar nefndarinnar á veg-
um menntamálaráðuneytisins.
Ég fæ ekki séð neinn hagnýtan
tilgang með þvl að láta fullorð-
insfræösluna ekki heyra beint
undir menntamálaráðuneytið
annan en þann að auka enn á
lagöi á ráðin um umrætt frum-
varp var Guðmundur Sveinsson
skólameistari en aðrir í nefnd-
inni voru Sigrlður Thorlacius,
Gunnar Grimsson, starfs-
mannastjóri S.I.S., Stefán
Ogmundsson tilnefndur af
A.S.Í., Matthías Jónasson fyrr-
verandi prófessor, Ragnar
Georgsson hjá skóla-
rannsóknardeild menntamála-
ráðuneytisins, er tók við sæti
Jónasar B. Jónssonar fyrrver-
Frumvarp til laga
um fullorðinsfræðslu.
(Lagt Ivrir Aljiingi á ÍM». Kiggjat’arþingi 197
I. KAFLI
MARKMIÐ OG SKIPULAG
L gr.
æðsta hefur að niarkmiði að skapa ölluni skil
im og samfélagsþegnum. Fullorðinsfræðsla er ar
ir, ævimenntun, og er hún jafnrétthá hinum
rfi, frummenntuninni.
peðsla getur verið með þrennu móti:
rlkisbáknið”, sagði Bárður að
lokum I viðtali við VIsi.
Frumvarpiö til laga um full-
oröinsfræðslu var sent um land
til hinna ýmsu stofnana og
einstaklinga til að fá fram
skoðanir manna á þvl. Svo virð-
ist sem hörö gagnrýni hafi kom-
ið úr fleiri áttum en frá Bárði
Halldórssyni, I það minnsta var
greinargerð Háskólans mjög
gagnrýnin á frumvarpið, þótt
sjálfri hugmyndinni um fullorð-
insfræðslu sé yfirleitt vel tekið.
Formaður nefndar þeirrar er
andi fræðslustjóra á miðjum
starfstima nefndarinnar og
Andrés Björnsson útvarpsstjóri.
Guðmundur Sveinsson skóla-
meistari er nú staddur I Banda-
rfkjunum, en leitað var til ann-
arra nefndarmanna um svör við
þessari gagnrýni.
,,Ég tel að mikið af gagnrýn-
inni I umræddu útvarpserindi
hafi verið byggt á miskilningi
og annað var rangt með farið
eða ósanngjarnt,” sagði
Matthlas Jónasson, er Visir leit-
aði til hans.
I sama streng tók annar
nefndarmanna Gunnar Grlms-
son. ,,mér fannst hálfgerður
skætingstónn I þessu erindi
frekar en færð væru nægjanleg
rök fyrir gagnrýninni. En ég hef
ekki hugsað mér að fara að
standa I neinu rifrildi af þessum
sökum.”
„Við sendum frumvarpið til
umsagnar ýmissa aðila og þar á
meöal fengum við umsögn
Bárðar Halldórssonar og tekið
verður til lit til hennar eins og
annarra umsagna,” sagði
Gunnar.
„Það er að visu sjónarmið
hvar við eigum helzt að leita að
fyrirmynd fyrir okkar kerfi og
við töldum Noreg mjög hentugt
fordæmi vegna svipaðra að-
stæðna þar frekar en að um
nokkra minnimáttarkennd væri
að ræða. Um nefnd þá sem við
leggjum til að hafi yfirstjórn
fulloröinsfræðslunnar með
höndum er það að segja, að um
ha'na voru skiptar skoðanir og
það verður lika að skoðast að
frumvarpið á eftir að hljóta
meðferð alþingis og getur
breytzt við það,” sagði Gunnar
Grlmsson.
Birgir Thorlacius ráðuneytis-
stjóri menntamálaráðuneytis-
ins sagðist hafa þá skoðun, að
nefndina hefðu ■ skipað hæfir
menn, sem unnið hefðu mjög
gott starf og kynnt sér málið vel
áður en frumvarpið var sett
saman.
„Við höfum fengið I hendurn-
ar umsagnir ýmissa aðila og
allir taka undir nauðsyn þess að
fullorðinsfræðslu verði komið á
en um einstök atriði má vitan-
lega deila”, sagði Birgir
Thorlacius. Birgir sagði, að
frumvarpið lægi nú hjá mennta-
deildar alþingis, þar sem það
yrði skoðað og yfirfarið í sam-
ræmi við umsagnir þær er borizt
hefðu. Mjög ólíklegt er að frum-
varpið verði þvi tekið fyrir fyrr
en á næsta þingi. — jb
„Mánudagsveikin" liðin undir lok?
Ætla mætti að það væri úkaf-
lega freistandi að leggjast
„veikur” þessa föstudagana,
vegna þeirra frla sem þrír
fimmtudagar I röð leyfa. Væri þá
um leið hægt að lengja heigina
verulega.
Ekki virðist þó starfsfólk fyrir-
tækjanna I borginni nota sér það
að ráði. Þeir starfsmannastjór-
ar sem við ræddum við I morgun
sögðust ekki hafa orðið varir við
annað en að fólk mætti hresst og
kátt eftir fríin.
Hins vegar fengum við þær
upplýsingar hjá einu stórfyrir-
tæki, að lasleiki almennt væri al-
gengasturá föstudögum hjá fólki,
eftir að samantekt hefur verið
gerð um það á siðasta ári. Mánu-
dagsveikin svokallaða sem hefur
verið talin svo algeng, er þvl
kannski liðin undir lok.
— EA
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Ríkið styðji við bakið á þeim
Athuguii skrifar:
„Þeir eiga miklar þakkir
skildar hjá Almannavörnum,
fyrir að.sýna okkur fram á það
að þeir aðilar sem fyrir öryggi
okkar sjá eru alls ekki svo óvið-
búnir að mæta stórfelldri vá,
eins og margir gætu hafa haldið
fyrirfram.
Með æfingunni uppi I Hliðum
um daginn, þá kom það berlega
i ljós hversu við getum treyst á
ólaunaðar hljálparsveitir þegar
stórslys og aðrir slikir atburðir
skella á okkur.
Þá er ég kominn að þvi sem
ég vildi sagt hafa. Er það nú
ekki rétt i kjölfar þessarar
æfingar, að opinberir aðilar geri
sitt til að styðja betur við bakið
á þessum sjálfboðaliðssveitum,
sem alltaf eru tilbúnar að hjálpa
okkur.
Þessar sveitir hafa, af oft
miklum vanefnum og með
miklu erfiði, komið sér upp
þeim útbúnaði sem þarf, og er
oft svo að þeir hafa verið að
berjast við rlkisváldið til að fá
eftirgefna tolla og önnur afgjöld
til rikisins. Væri mál að linnti af
hálfu rikisins og færi betur á að
þeir sneru taflinu við og hæfu
virkari stuðning við hjálpar- og
björgunarsveitir, gjarnan undir
forystu og eftirliti Almanna-
varna rikisins.”
Af stað með sumar-
stúlkukeppnina 75!
Guömundur hringdi:
„Ég vildi bara vekja athygli
ykkar Visismanna á því, að það
er komið sumar. Það er þvi
timabært fyrir ykkur, að fara aö
lita I kringum ykkur eftir
sumarstúlkum. Ég og félagar
minir hér á verkstæðinu, sem ég
vinn á, biðum spenntir eftir að
keppnin hefjist.
Okkur finnst þessi keppni með
hinum skemmtilegu litmynda
birtingum hafa heppnazt mjög
vel hjá ykkur og væntum þess,
að það verði fremur fjölgað
þátttakendum I keppninni frá
þvi sem verið hefur fremur en
hitt.
Og þar sem það er nú sérstakt
„Kvennaár” mætti gjarnan
birta itarlegri viðtöl við stúlk-
urnar. Þetta voru svo ósköp
stutt og snubbótt viðtöl með
myndunum i fyrra og hitteð-
fyrra. Það er alltaf gaman að
lesa viðtöl við fólk, sem hefur
ekki endilega unnið sér eitthvað
stórkostlegt til frægðar, en
getur skýrt frá viðhorfum sin-
um til hinna ýmsu hluta.
Af stað með sumarstúlku-
keppnina 1975 eins og skot!”