Vísir - 05.05.1975, Side 13

Vísir - 05.05.1975, Side 13
Vísir. Mánudagur 5. mal 1975. 13 NORÐMENN SETTU LÍKA A SVIÐ STÓRSLYS Almannavarnaœfingar í Osló og Reykjavík með stuttu millibili HVERS VEGNA HÆGRA MEGIN? Hvers vegna ökum við hægra megin á veginum? Vegna þess að sú regla var upp tekin fyrir sjö árum, segir kannski ein- hver. En málið er ekki svona einfalt. •Hvers vegna var sú regla upp tekin fyrir sjö árum? Jú, það var til þess að samræma um- ferðina þvi, sem algengast er i heiminum. En hvers vegna varð þá hægri akstur ofan á i heimin- um? Það er frá timum hestvagn- anna. Sú regla komst á með kúska tjaldvagnanna, sem notaðir voru á timum landnem- anna i Ameriku, að þeir riðu fremsta hrossinu vinstra megin. Ef þeir gerðu það ekki, gengu þeir gjarnan vinstra megin með þvi. Ef vagnarnir voru þá hafðir vinstra megin á veginum, lenti kúskurinn þar alveg úti i blá- kanti, sem oft var ansi óþægi- legt. Ef hann hins vegar stýrði tæki sinu hægra megin á vegin- um, hafði hann sæmilega þægi- lega gönguleið sjálfur. Þannig komst á sú regla, að vagnarnir voru hægra megin, og það er sú regla, sem meiri partur hins bilvædda heims gegnir enn i dag. — SH Það gekk ekki svo litið á I Reykjavik á ellefta timanum fyr:ri laugardag. Þá var haldin feiknaleg almanna- varnaæfing með mikium sirenubiæstri og öðru tilheyr- andi. Stor 0veíse: mmM's ty SliŒT i i-ii\\i\' Aðeins 15 1/2 tima áður hafði svipaður hamagangur átt sér stað f Osló. Svo einkennilega vildi nefnilega til.að kvöldið áð- ur var haldin mjög svipuð æfing i ósló, nema hvað þar voru að- eins 50 látnir siasast i stað 108 hérna. Það var klukkan 19.05 föstu- dagskvöldið fyrir viku að sim- inn hringdi á slökkvistöðinni i Bryhn i Osló og tilkynnt var um að lestarvagn hefði oltið djúpt inn i lestargöngum við Munkelia stöðina i Osló. 50 höfðu slasast. Allt fáanlegt hjálparlið var þeg- ar kvatt á staðinn og almanna- varnakerfið sett i gang. Lestin lá 200 metra inni i göngunum og það tók fyrstu slökkviliðsmennina 15 minútur að komast á staðinn (aðeins 4 minútur i Reykjavik). Fyrstu lögreglubilarnir komu að göng- unum 15 minútum eftir tilkynn- inguna (i Reykjavik 5 minútum eftir útkall). Tveim minútum siðar komu svo fyrstu sjúkrabilarnir og læknarnir. Hjálparsveitir komu á staðinn klukkan 19.40 eða 35 minútum eftir útkall (hér komu þær 28 minútum eftir útkall) og á sama tima fer viðbótarstarfs- liðið að streyma inn á sjúkra- húsin. Samanburðurinn er björgunarmönnunum okkar þvi i vil, þótt þeir hafi ekki vitað af þvi fyrr en eftir á að þeir væru að keppa við hjálparsveitir I öðru landi, sem einmitt höfðu tekið þátt i svipuðum björgunaraðgerðum kvöldið áð- ur. — JB SMÁTT AMINNING Maöurinn var reiður. Sýningin, sem hafði kostað hátt i jarðar- verö, var ieiðinleg. Hann greip i handlegginn á fallegri sætavisu og hreytti út úr sér: „Hvar i fjandanum er kamarinn i þessu húsi?” „Þú ferð fram i anddyrið,” svaraði stúlkan ljúflega, „og snýrð til hægri. Þar sérðu spjald á dyrunum, sem á stendur „Gentlemen.” Láttu sem þú sjáir það ekki og farðu bara inn.” Weekend Chuckle HANN ÞURFTI ÞESS EKKI George Washington sagði aldrei ósatt — en hann gerði heldur aldrei skattskýrslu. J.D. Harkins. SLÆMT MEÐ GÓÐU LÍFSKJÖRIN Við búum við beztu lifskjör i heimi. Slæmt, að við skulum ekki hafa efni á þeim. Lucille S. Harper FULLKOMINN SKILNINGUR Eiginmaður er maður, sem væntir þess að konan hans sé fullkomin — og skilji hvers vegna hann er það ekki. Oscar Jay ÞYNGDARLÖGMÁL- IÐ Það er slæmt að vita til þess, en þyngdarlögmálið gerir það að verkum, að það er léttara að opna munninn en loka honum. International Flying Farmer I BREIÐHOLTIÐ Hamarshöggin eiga lengi enn eftir að heyrast í Breiðholti III. En þjónustustofnanir eru þegar farnar að rísa í þessu nýja hverfi. Þann 16. maí verður hverfið enn einni þjónustu- stofnun ríkari. Þá opnar Iðnaðarbankinn nýtt útibú að Völvufelli 21. Eftir það þurfa því íbúar í Breiðholti III ekki lengur að sækja bankaviðskipti sín í bæinn. Þeir geta sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að beina viðskiptum sínum til Iðnaðarbankans að Völvufelli 21. LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT. Iðnaðarbankínn Völvufelli 21 Breiðholti III

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.