Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Mánudagur 5. mal 1975. Fulham var betra liðið en West Ham sigraði! Fulham, liðið úr 2. deildinni, var betra lið- ið i úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardag, en West Ham bar sigur úr být- um 2-0 i annað skipti i sögu félagsins. Áhorf- endur' voru 100 þúsund á Wembley á laugar- daginn og um 500 mill- jónir fylgdust með þessum mesta sýning- arleik i heimi — i sjón- varpi. Umgjörðin var C jafn glæsileg og áður og 'oft góð knattspyrna, sem sást á iðjagrænu Wembley-grasinu. En margir urðu fyrir von- brigðum — hundruð milljóna manna viðs vegar um heim óskuðu köppunum frægu hjá Fulham, Bobby Moore og Alan Mullery, sig- urs, en varð ekki að þeirri ósk sinni. í lok keppnisferils þeirra tókst þeim ekki að bæta við enn einni skraut- fjöðrinni i litrikan feril sinn — en báðir tóku tapinu brosandi. Mull- ery, fyrirliði Fulham, 'sem tvivegis hefur sigrað i úrslitaleik bik- arkeppni á Wembley varð fyrstur tii að óska leikmönnum Austur- Lundúnaliðsins, West Ham, til hamingju. En þeir verða þó ekki eftir- iminnilegustu leikmennirnir frá úrslitaleiknum á laugardag. ,Þar verða tveir aðrir mest I sviösljósinu og um frammistöðu iþeirra verður lengi rætt — á mismunandi hátt þó. Alan Tay- or, ungi leikmaðurinn, 21 árs, 'sem lék I 4. deild I haust, var etja West Ham-liðsins — þessi eikmaður, sem West Ham eypti frá Rochdale fyrir 40 'þúsund pund — skoraði bæði nörkin I leiknum. 1 þriðja sinn i ikarkeppni nú, sem hann skor- r tvivegis i leik — tvö mörk ians gegn Ipswich i undanúr- litum komu West Ham I úrslit, ’og tvivegis skoraði hann einnig, — í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardag Leikmenn West Ham —myndin tekin á æfingu fyrir úrslitaleikinn. þegar West Ham vann Arsenal. Hinn leikmaðurinn er mark- vörður Fulham — Peter Mellor. Fyrir hann var leikurinn sorg- Ball veröur seldur! Stjórna enska 1. deildarliðsins Arsenal hefur samþykkt að verða við ósk fyrirliða lands- liðsins, og eins þekktasta leik- manns liðsins, Alan Ball, að setja hann á sölulista. Alan Ball, sem hefur veriö hjá Arsenal s.l. tvö ár — kom þang- að frá Everton — óskaði eftir þvi fyrir nokkrum dögum að vera settur á sölulista. Astæöan sem hann gaf upp var sú, að hann heföi enga ánægju af þvi iengur að leika með Arse- nal!!.... Þá hefur Manch. Utd. sett tvo kunna leikmenn — tvo lands- liðsmenn —á sölulista. Þaö eru Willy Morgan, skozki iandsliðs- maðurinn ieikni, sem Manch. Utd. keypti frá Burnley fyrir rúm 100 þúsund sterlingspund fyrir tæpum áratug, og írski landsliðsmaöurinn Mick Martin. —klp- legur — leikur, sem hann mun áreiðanlega reyna að gleyma sem fyrst. Þessi annars frábæri markvöröur missti tvivegis I siðari hálfleiknum frá sér knött- inn eftir „hættulaus” skot mót- herja, fyrst frá Pat Holland og slðan Graham Paddon, og það er hættulegt, þegar sókndjarfur miðherji er I vitateigum — leik- maður eins og Alan Taylor, sem frægur er oröinn fyrir að nýta þessi óvæntu tækifæri, sem gef- ast. Og Taylor var til staðar I bæði skiptin, þegar Mellor urðu á þessi hroðalegu mistök — og i bæði skiptin hafnaði knötturinn I marki Fulham. Þar með voru úrslit leiksins ráöin, þegar Taylor skoraði siðara markið á 65 min. 2-0 — en áður virtist Ful- ham hafa alla möguleika að jafna eins marks mun. Fyrstu 20 min. leiksins virtist ekki nema eitt lið á vellinum — Fulham. Leikmenn 2. deildar- liðsins voru miklu fljótari á knöttinn og leikur liðsins allur heilsteyptari. En vörn West Ham — og markvörðurinn 19 ára Merwyn Day — stóðu fyrir sinu. En 20 min. liðu, þar til raunverulega var hægt að tala um upphlaup West Ham. Siðan jafnaðist leikurinn nokkuð — en Fulham hafði þó frumkvæðið þar til Mellor urðu á fyrri mistök sin. Það var á 52 min. og Taylor skoraöi fyrra mark sitt. Eftir annað markið 13 min siðar fór sjálfstraustið að segja til sin hjá West Ham — þá loks fóru leikmenn liðsins að sýna sinar beztu hliðar. En þeir Meistararnir í það heilaga 1 siðustu viku voru gefin sam- iin i hjónaband i Moskvu heims- reistararnir og Evrópumeist- ararnir I listhiaupi á skautum, þau Irina Rodnina og Alexander Caitsev, en þau hafa veriö mikið fréttum I vetur. Þá sigruðu þau bæði i Evrópu- og heimsmeistaramótinu i iist- lilaupi og vöktu fádæma hrifn- ingu. Irena var áður trúlofuð Aiexei Uianov, og þau unnu hvert stórmótið á eftir öðru. Fyrir tveim árum stakk Alexei hana af og giftist annarri stúlku, sem i mörg ár haföi ver- ið I skugga Irenu. Það fékk mjög á hana og hún ætiaði aðhætta að keppa. En Rússarnir fundu nýj- an mann handa henni, og það i orðsins fyllstu merkingu, eins og kom i ljós I siöustu viku, þeg- ar þau renndu sér tii prestsins. Alexander er 23 ára gamali, en Irena 25. Hún sagði við blaðamenn eftir vfgsluna, að þau ætluöu ekki að hætta að keppa eftir OL I Insbruck á næsta ári, eins og haldið hefur verið fram. „Égget ekki hugsaö mér lifiö án Iþrótta, og með Alexander mér við hlið vona ég að við getum haldið kórónunni I nokkur ár enn....” —klp— máttu þó gæta sin. — Leikmenn Fulham gáfust aldrei upp og hættu á allt lokakafla leiksins — reyndu mjög að sækja á kostna? vamarinnar, en mörkin vildu ekki koma. Þá komst Viv Busby I gott færi, en spyrnti yfir mark West Ham, og Merwyn Day varöi glæsilega frá Mitchelll leikmanninum, sem reyndisi Fulham svo drjúgur fyrr keppninni. Auk hetjunnar Alan Taylors áttu nokkrir leikmenn West Ham góðan leik — einkum þó fyrirliðinn Billy Bonds. Vörnin var sterk, Tommy Taylor og Lock á miöjunni, og MacDowell og Lampard sem bakverðir. En aðrir brugðust — einkum þó landsliðsmaöurinn enski, Trevor Brooking, sem aðeins var skuggi af sjálfum sér þar til West Ham náði tveggja marka forustu, og Paddon og Jennings náöu ekki að sýna raunverulega getu. En Pat Holland stóð fyrir slnu — leikmaðurinn, sem komst I liöið vegna meiðsla Keith Robson. Hann virtist alls staöar á vellinum. Fulham sýndi oft þá takta, sem geröu það aö verkum að liðiö komst i úrslit. Hefur nokkra frábæra leikmenn — en ekki nógu heilsteypt lið. Það voru einkum framverðirnir Conway og Slough, sem drógu leik Fulham niður. Bakvörður- inn John Frazer var'bezti mað- ur liösins „bezti leikmaðurinn á vellinum” sagði BBC. Bobby More og Alan Mullery stóðu vel fyrir sinu — nokkrum sinnum sýndi Moore slik tilþrif að hann gnæfði yfir aðra leikmenn — til- þrif I bezta heimsklassa. Þar sýndi hann ástæðuna fyrir þvi að hann var einn albezti leik- maður heims um langt árabil. Og Moore naut leiksins — alltaf brosandi, já, hann brosti þó svo West Ham kæmist tveimur mörkum yfir. Mullery vann og vann — skipulagði áhlaup eftir áhlaup og ef hann komst i færi máttu leikmenn West Ham vissulega vera varkárir — þrumufleygar Mullery eru hættulegir. Les Barrett var stórhættulegur á kantinum — en markaskorararnir Mitchell og Busby voru i strangri gæzlu. Þeir sluppu þó úr henni — en gæfan var þeim ekki hliðholl að þessu sinni. Sigurinn I úrslitaleiknum er hinn þriðji meiriháttar, sem hið fræga félag West Ham vinnur. Það sigraöi einnig f bikarkeppn- inni 1964 og vann þá einnig lið úr 2. deild i úrlslitum, Preston, og 1965 sigraði félagið i Evrópu- keppni bikarhafa. í úrslitaleiknum léku þessir menn. West Ham — Day, Lamp- ard,Tommy Taylor, Lock, Mac- Dowell, Bonds, Paddon, Jenn- ings, Alan Taylor, Brooking og Holland. Fulham. Mellor, Cut- bush, Frazer, Lacey, Moore, Mullery, Slough, Conway, Barrett, Mitchell, Busby. -hsim. Skautasérfræðingar Sovétrikjanna fundu nýjan mann handa Irenu Rodninu, en þaö varö meira úr þvien þeir bjuggust viö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.