Vísir - 05.05.1975, Síða 8

Vísir - 05.05.1975, Síða 8
8 Vfsir. Mánudagur 5. mai 1975. LINOVA plastmálning fæst aöeins hjá okkur LITABLÖINIDUN FRAMLEIÐANDh VESTURGÖTU 21 - SIMI 21600 Stúlka óskast til fatabreytinga, þarf að geta grip- ið inn i afgreiðslustörf. Herradeild J.M.J. Laugavegi 103. Rvik. Afgreiðslustúlka óskast ekki vngri en tvitug. Uppl. á staðnum. milli kl. 3 og 6. Pylsubarinn Laugavegi 86. Nauðungaruppboð sem auglýst var 12. 4. og 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1975 á Austurbraut 2, Keflavlk, eign Asdisar óskarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Theódórs Georgs- sonar hdl. miðvikudaginn 7. mal 1975kl. 10. f.h. Bæjarfógetinn I Keflavlk. t Oska eftir 2ja-3ja herbergja ibúð strax. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. i sima 33063 eftir kl. 1. e.h. Trésög i borði og helzt með landi óskast keypt. Uppl. i sima 32500, heimasimi 32749. PASSAMYNDIR s feknar i litum ftilftsútiar sfrax I bartaa & fiölslcyldu LJ ÖSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 ' " N Nýir og sólaðir sumarhjólbarðar i miklu úrvali á hagstæðu verði < Hjólbarðasalan Borgartúni 24 — Slmi 14925. (Á horni Borgartúns og Fulltrúar Amnesty fyrir framan sendiráð Tékka, Björn Guðmundsson, Einar Karl Haraldsson og Ingi Karl Jóhannesson. (Ljósmynd: Bjarnleifur) ÁSK0RUN UM AÐ SENDA TÉKK NESKUM RÁÐAMÖNNUM SKEYTI „Nú þegar tékkóslóvaska þjóðin efnir til mikiila hátiða- halda i minningu frelsunar Tékkóslóvakiu úr greipum nasista fyrir þrjátiu árum og endaloka siðari heims- styrjaldarinnar, viljum við undirrituð skora á rikisstjórn Tékkóslóvakiu að veita sakar- uppgjöf öllum þeim, sem nú sitja i varðhaldi eða fangelsi i iandinu og hafa ekki brotið annað af sér en að gagnrýna rikjandi stjórnarfar,” segir I bréfi þvi, sem islandsdeild Amnesty International afhenti Josef Rajchart, sendifulltrúa, i tékkneska sendiráðinu i gær- morgun. Og bréfið heldur áfram: Sem liður i hátiðahöldunum 9. maí næstkomandi myndi slík al menn náðun mælast vel fyrir, og er reyndar ekki annað sæmandi i menningarriki en að skoðana- og tjáningarfrelsi sé virt að fullu. Við viljum leyfá okkur að vekja sérstaka athygli á þvi, að þeir starfsbræður okkar, sem staðið hafa að brúðuleikhúsi i Tékkóslóvakiu, voru dæmdir i eins og hálfs til tveggja ára fangelsisvistar i desember i fyrra. Islenzkir listamenn munu fylgjast náið með þvi, hver verða afdrif þeirra Emils Hauptmans, Lenku Horakovu og Frantiseks Maxera, sem og annarra tékkóslóvaskra lista- manna, sem svipað er ástatt um, og fagna þvi, ef þau fá á ný að leggja stund á list sina.” Undir þessa áskorun rituðu 37 listamenn islenzkir þeirrar á meðal formenn allra aðildar- samtaka Bandalags islenzkra listamanna. íslandsdeild Amnesti Inter- national hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem leitað er eftir stuðningi máls- metandi manna utan sam- takanna sjálfra i þessu máli, svo og annarra unnenda mannréttinda. Frá 1.-9. mai mega allir taka þátt i þessari herferð með þvi að senda skeyti til Svoboda, forseta Tékkóslóvakiu, Husaks, aðal- ritara kommúnistaflokksins eða sendiráðs Tékkóslóvakiu i Reykjavik. Amnestydeildin óskar sér- staklega eftir þvi, að beðið sé un náðun Ing Bohmir Kuba sem er sérstakur skjólstæðingur fyrsta starfshóps Amnesty á Is- landi. Áherzla er lögð á, að öll skeyti eða bréf séu orðuð af fyllstu kurteisi. Ókurteisar orðsendingar gera ekki annað en spilla fyrir. 1 tilkynningu Amnesti Inter- national eru talin upp nöfn 16 tékkneskra samvizkufanga — þeirra, sem hafa ekki annað til saka unnið en að halda fram skoðunum sinum og sannfæringu, án þess að beita neins konar ofbeldi. SHH. Hún heitir Rut Rekinalds þessi litla stúlka á myndinni hér að ofan. Hún er aðeins 9 ára gömul, en er þegar farin aö skapa sér nafn f skemmtanaiðnaði okkar tslendinga. Hún sésí hér I félags- skap góðvinar sfns, bangsans Robba, sem hún á einmitt fyrstu vinsældir sinar að þakka. Það er nýkomin hljómplata á markað- inn þar sem Robbi bangsi er aðal söguhetjan, en með sönghlut- verk hans fer Rut litla. A piötunni eru 16 lög, og tekur það kiukkutfma að hlusta á plötuna alia. Auk hinnar ungu söngkonu koma fram á hijómpiötunni Helgi Skúlason, sem fer með hlut- verk sögumanns, Pálmi Gunnarsson, sem fer með hlutverk þeirrar merku persónu er nefnist herra Flinkur, Sigrfður Haga- lin, Pétur Einarsson, Asgeir Óskarsson, Þórhailur Sigurðsson og Haraldur Sigurðsson, Janis Carol, Drffa Kristjánsdóttir, Linda Gisladóttir, Helga Steinsdóttir og tvær söngkonur, sem báðar bera nafniö Helga Möller. Platan um Robba er fyrsta hijómplata fyrirtækisins Demant hf.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.