Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Mánudagur 5. mai 1975. 5 ÖND í MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson fólkið horn- Líta flótta- auga í USA Danska flutningaskipiö, Clara Mærsk, kom til Hong Kong I morgun með 4,200 S-VIetnama, sem það hafði bjargað um borð. Kom skipið að fólkinu á prömmum og smábátum á reki úti á hafi, en skip þeirra sökk 2. mal. George McGovern/ öld- ungadeildarþingmaður demókrata/ hefur sagt, að 90% þeirra tugþúsunda flóttamanna frá S-Viet- nam, sem Bandaríkja- menn hyggjast skjóta skjólshúsi yfir, væru betur komin í S-Víetnam aftur. McGovern, sem eitt sinn var i framboði i forsetakosningum fyrir flokk sinn, sagðist ætla að leggja frumvarp fyrir þingið, sem gerði ráð fyrir, aö skip og flugvél- ar yrðu til reiðu þeim flóttamönn- um, sem vildu snúa heim aftur. „Það hefur aldrei hvarflað aö Stjórn Schmidts vann ó Héldu velli í Norður-Rín,Westphalíu og bœttu við sig í Saarlandi. — Öfgaflokkarnir fóru niður fyrir 1 % Stjórn Helmuts Schmidts kanslara hefur heldur styrkzt í sessi eftir kosningarnar í Norður- Rín, Vestphalíu og Saar- landi í gær, þar sem þriðjungur kjósenda V- Þýzkalands gekk að kjör- borðinu. Eftir fjölda ósigra í ríkiskosningum síðustu tveggja ára héldu stjórn- arflokkarnir þó velli í Norður-Rín og Vest- phalíu, þar sem þeir hafa verið við stjórn síðan 1966. — Og þeir bættu við sig 4% fylgi í Saarlandi, þar sem kristilegir demó- kratar voru í stjórn. Kristilegir demókratar, sem höfðu gert sér vonir um að auka svo fylgi sitt i Saarlandi, að þeir tryggðu sér aukinn meirihluta i Bundesrat (efri deild sam- bandsþingsins, þar sem þeir hafa eins sætis meirihluta), urðu fyrir miklum vonbrigðum. Sósialdemókratar og frjálslynd- ir söxuðu svo á fylgi þeirra, aö heimaþingsætin skiptust jafnt. Kristilegir demókratar fengu 25 sæti og sósialdemókratar og frjálslyndir sömuleiðis 25 sæti samtals. Þykir þetta mikill sigur fyrir hina tvo síðarnefndu, þvi að Saarland hefur til þessa verið talið til öruggari kosningavigja kristilegra demókrata, sem far- iöhafa með stjórn þar siðustu 19 árin. NU er allt i óvissu með, hvort stjórn þeirra lafir áfram, en leiðtogar flokkanna þriggja i Saarlandi lýstu þvi yfir, að þeir mundu setjast til viðræðna um lausn ' á þvi þrátefli, sem nú hefur komið upp. A meðan mun stjórn kristilegra demókrata sitja enn um sinn. Fari svo, að samstarfsflokkar sambandsstjórnarinnar taki við i Saarlandi, missa kristilegir demókratar þrjú sæti i Bundes- rat yfir til stjórnarflokkanna og þar með meirihluta sinn. Og veröi samið um að skipta sætun- um milli flokkanna, þá fer á sömu leið, þvi að kristilegir demókratar hafa einungis eins sætis meirihluta i efri deild sambandsþingsins. Kristilegum demókrötum hefur I stjórnarandstöðu sinni i Bonn tekizt að nota þennan litla meirihluta sinn i Bundesrat til þess að fresta og seinka stjórn- arfrumvörpum, sem Bundestag (neðri deild sambandsþingsins) hefur samþykkt. Hins vegar hefur þeim ekki tekizt að fella þau, þvi að þá skorti meirihluta i þýðingarmiklum þingnefndum til þess að koma sliku fram. M.a. I málamiðlunarnefnd, sem útkljáir ágreining, sem kemur upp milli þingdeildanna. 1 Bundesrat eiga sæti fulltrú- ar fylkisstjórnanna. I Norður-Rín-Vestphaliu héldu st jórnarflokkarnir tiu sæti meirihluta sinum. Samkvæmt siöustu tölum úr talningunni i Noröur-Rin — Vest-Phaliu skiptust atkvæðin þannig milli flokkanna (i sviga úrslitin 1970): Kristilegir demókratar 47,0% (46,3%), sósialdemókrat- ar 45,2% (46,1%) og frjálslyndir demókratar 6,7% (5,5%). ar 41,8% (40,8%) 1 Saarlandi skiptust atkvæð- in: Kristilegir demókratar 49,1% (47,8%), sósialdemókrat- ar 41,8% (40,8%) og frjálslyndir 7,4% (4,4%). Allir þrir stóru flokkarnir juku fylgi sitt á kostnað þjóð- ernissinnaflokksins og komm- únistaflokksins. Báðir þessir flokkar fengu rúm 3% 1970, en fóru nú niður fyrir 1%. mér, að það væru fleiri en rétt nokkrir embættismenn Saigon- stjórnarinnar, sem ættu yfir höföi sér einhverja refsingu nýju yfir- valdanna”, sagði McGovern. Annar þingmaður Demókrata, Robert Byrd, sagði i gær, að Fordstjórnin ætti aö fara fram á það við önnur riki, aö þau veittu hluta af þessu flóttafólki hæli. — Alls er ætlað að um 150 þúsund S- Vietnamar hafi flúið land eftir fall Saigon. Innan Bandarikjanna er farið að gæta æ meiri andstöðu gegn flóttamannastraumnum, þvi að atvinnuleysi fer vaxandi i landinu (orðið 8,9% eins og fyrir strfð). Siðustu skip Bandarikjamanna komu frá Vietnam i gær og vörp- uðu akkerum á Subic-flóa við Filippseyjar með 27.000 flótta- menn um borð. Alls hafa um 40 bandarisk herskip flutt flóttafólk frá S-Vietnam á siðustu dögum. — Margir hafa haft viðkomu á eyj- unni Guam. Washingtonstjórnin hyggst leggja fram frumvarp, sem felur I sér 500 milljón dollara fjárveit- ingu til að hjálpa flóttafólkinu við að koma undir sig fótum i nýja landinu. Þingmenn stjórnarand- stööunnar telja, að sá kostnaður geti farið upp i 750 milljónir doll- ara. Minh frjáls Duong Van Minh, forseti S- Vletnams fyrir fall Saigon, sást siðast, þegar honum var ekið burt i herjeppa kommúnista, eftir að borgin féll. En „Stóri Minh”, eins og hann er kallaður, mun ganga um frjáls maður I Saigon, samkvæmt frétt- um úr útvarpi og blööum i Hanoi. — Austur-þýzka frétta- stofan ADN ber málgagn Hanoi- stjórnarinnar fyrir þvi, aö Minh hafi verið látinn laus strax aftur og fleiri ráðherrar stjórnar hans. BOÐAR HUSSítN FRIÐARSAMNINGA? Haft er eftir Hussein Jórdaníukonungi, að helztu Arabaríkin mundu tilleið- anleg til þess að viður- kenna Israelsríki, ef Israelsmenn hopuðu frá öllum hernumdu svæðun- um. Eitt stórblaðið i Bandarikjun- um segir, að konungur hafi lýst þvi yfir, að Jórdania, Egyptaland og Sýrland mundu semja frið við Israel, ef það dragi sig til baka af hernumdu svæðunum og viður- kenni rétt Palestinuaraba. Blaðiö segir, að yfirlýsingar þessar komi fram i ræðu, sem Hussein konungur muni flytja á morgun i heimsókn sinni i Banda- rikjunum. Ráðgjafar konungs hafa látið að þvi liggja, að kon- ungur muni i þeirri ræðu boða nýja stefnu i utanrikismálum. Ræðan mun hafa verið undirbú- in fyrir nokkru og lögð fyrir sendiherra Arabarikjanna átján i Washington. I. maí hátíðarhöld- ín á Rauða torginu Margt var um manninn að vanda á Rauöa torginu I Moskvu 1. maí, eins og sagt var frá I VIsi fyrir helgi. Hér birtum viö fyrstu fréttamyndina, sem borizt hefur þaðan. óllkt þvi, sem áður þekktist, þegar vaidamenn Kreml notuðu þennan alþjóðlega hátlðisdag verkalýðsins til þess að sýna alheim- inum hernaðarmátt Ráðstjórnarrikjanna, þá voru engar hersýning- ar á Rauða torginu að þessu sinni. Sá siður lagðist reyndar niður 1970, enda samræmdist hann illa tilraunum kommúnista tii að efia fyigi sitt meöal friðarsinna. Tveir með EBE á móti hverjum einum Nýjásta skoðanakönnun Breta bendir tii þess, að tveir á móti hverjum einum Breta séu með áframhaldandi aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Úrslit könnunarinnar voru birt I Daily Mail, og voru þau á þann veg, að 55% þeirra, sem spurðir voru, töldu, að Bretar ættu að vera áfram i EBE. 28% voru þvi andvigirog 17% vissu ekki, hvaða afstöðu þeir ættu að taka. Könnun þessi tók til 1.782 Breta i 100 kjördæmum dagana 22. april til 27. april.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.