Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 4
Lausar stöður hjá borgarverkfræðingi Starf gjaldkera á skrifstofu borgarverkfræðings er hér með auglýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skrifstofustjóra borgarverkfræðings fyrir 20. mai n.k. Starf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings er hér með auglýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna Rey k ja vikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skrifstofustjóra borgarverkfræðings fyrir 20. mai n.k. Tæknistarfsmaður Borgarstofnun óskar að ráða tækni- menntaðan starfsmann með þekkingu og reynslu i mælingum og kortagerð. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, fyrir 20 mai n.k. H| VINNUSKÓLI l|l REVKIAVlKUR Vinnuskóli Reykjavikur tekur til starfa um mánaðarmótin mai-júni n.k. og starf- ar til 1. ágúst. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1960 og 1961 þ.e. nemendur sem eru i 7. og 8. bekk skyldunámsins i skólum Reykja- vikurborgar skólaárið 1974-1975. Gert er ráð fyrir 4 stunda vinnudegi hjá yngri nemendunum en 8 stunda vinnudegi hjá þeim eldri. Umsóknareyðublöð fást i Ráðningarstofu Reykjavikurborgart Hafnarbúðum við Tryggvagötu og skal umsóknum skilað þangað eigi siðar en 23. mai n.k. Óskað er eftir að umsækjendur hafi með sér nafnskirteini. Ráðningarstofa Reykjavikurborgar. Laust embætti, er forseti íslands veitir Embætti skólameistara viö fjölbrautaskóla i Hafnarfiröi (Flensborgarskóla) er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur til 25. maf nk. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni upplýsingar um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið 28. april 1975 o Hve lengi viltu biða eftir fréttunum? Mltu fá þærheim til þín samdægurs? Eðaviltu bíóa til næsta morguns? VÍSIR flvtur fréttir dagsins í dag! Pyrstur meó ¥TTI!1 1 B % fréttimar | ^ | Vísir. Mánudagur 5. mai 1975. REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN U Kommúnistar byrjaðir á hreinsunum í Kambódíu? Tímaritið „TIME" heldur þvi fram í gær í nýjasta tölublaði sínu, að áttatíu háttsettir embætt- ismenn og foringjar Lon Nol-stjórnarinnar í Kam- bodíu hafi verið teknir af lífi í lok síðasta mánaðar. „TIME” segir, að Ford for- seti hafi skýrt þingmönnum Repúblikanaflokksins frá þessu á fundi. Hefur timaritiö orðrétt eftir forsetanum: „Þeir drápu eiginkonurnar lika. Sögðu þeir, að konurnar væru nákvæmlega eins og eigin- mennirnir. — Þetta eru hrylli- legar fréttir til að segja ykkur, en við erum vissir um, að heim- ildir okkar eru réttar.” Timaritið „NEWSWEEK” greindi frá þvi i gærkvöldi, að embættismenn i Bandarikjun- um hefðu upplýst það um, að þúsundir manna hefðu verið teknar af lifi i Kambodiu eftir valdatöku nýju leiðtoganna. „NEWSWEEK” heldur þvi fram i tölublaðinu, sem kemur út i dag (merkt 12. mai), að þessar aftökur kunni að leiða til fjöldamorða tuga þúsunda Kambodiumanna, sem sýndu Lon Nol stjórninni tryggð. Blaðið segir, að fyrstir hafi fallið i þessu blóðbaði foringjar stjórnarhersins og ýmsir emb- ættismenn. Með foringjunum voru einnig teknar af lifi eigin- konur þeirra. — Byggir timarit- ið heimildir sinar á hlerunum á talstöðvum Rauðu Khmeranna, þar sem fyrirmælin um fjölda- aftökurnar voru gefin. TIME og NEWSWEEK fullyrða að þúsundir hafi verið teknar af lífi Myndin hér aö neðan er ein af siöustu myndum er borizt hafa frá Kambódiu, þrátt fyrir að allt samband hafi veriö rofiö við útlönd. Hún sýnir tvo her- menn Khmer Rouge verja brú á landamærum Thaiiands og Kambódiu, meöan vestrænir fréttamenn og sendifulltrúar freista þess að komast yfir til Thailands. „Áttum að bylta Thieu" — segir Ky marskúlkur, fyrrum varaforseti S-Víetnam Nguyen Cao Ky/ fyrrum varaforseti Suöur-Víet- Langlíf- astur hjarta- þega Frakkinn, Emmanuel Vitria, — sem fékk nýtt hjarta i nóvember 1968 — er nú orð- inn langlifasti hjartaþeginn að Kanadamanninum, Charles Perri-Johnston, liön- um, en hann andaöist á föstu- dag. Þegar Vitria voru sagðar fréttirnar af andláti Perri- Johnston, sagði hann: „Dæm- in um mig og Johnston, sem lifði i sex ár, eftir að grætt var I hann nýtt hjarta, hijóta að hvetja skurðlækna tii að halda áfram hjartaígræðslum.” nam, var meðal flótta- manna, sem komu til eyj- arinnar Guam í gær, og sakar hann Nguyen Van Thieu forseta um, hvernig fór í S-Vietnam. „Þvi miður vorum við ekki nógu djarfir til að bylta Thieu fyrr”, sagði hann. „Ég held, að það, sem skeði, hefði ekki borið að, ef Thieu for- seti hefði sagt af sér fyrr”, sagði Ky marskálkur og bætti þvi við, að Thieu hefði hangið áfram af einberri þrjózku, og um leið tapað fýlgi. Ky ætlaði að vera um kyrrt á eyjunni Guam til liðsinnis þeim 30.000 flóttamönnum, sem biða flutninga þaðan. Kona hans er komin til Kaliforniu og biður hans þar. Aðspurður, hvort hann kenndi beizkju i garð bandarisku þjóðar- innar, svaraði Ky: „Bandarikja- menn hafa gert mjög mikið fyrir okkur á siðustu 10 árum — of mikið að minu áliti”. Ky marskálkur á útifundi i Saigon einn af siöustu dögum Saigonstjórn- arinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.