Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 7
Vfsir. Mánudagur 5. mai 1975. 7 cTVIenningarmál Á að qefg út tímarit? TtMARIT MALS OG MENN- INGAR 35. árgangur Ritstjórar: Jakob Benediktsson og Sigfús Daöason Mál og menning 1974. 272 bls. í eftirmála 35ta árgangs ræðir Sigfús Daðason um ýmisleg vandkvæði á útgáfu tímarita um þessar mundir. Af þeim hefur Tímarit Máls og menn- ingar ekki farið varhluta eins og iesendur þess mega vita. Uppdráttar- sýki ritsins birtist þegar af þvi að þessi síðasti árgangur, allmikil bók að vöxtum, prentuð i tveim- ur hlutum, berst ekki lesendum fyrr en komið er fram á árið 1975. Svipaður seinagangur hefur verið á útgáfu Tímaritsins mörg undan- farin ár. Nú má svo sem segja að litlu skipti hvenær timarit komi út — bara ef efni þess sé nógu gott þegar það kemur. Rit sem ekki kemur út nema þetta 2-3svar sinnum á ári getur hvort sem er ekki með neinu móti haldið til jafns við stórvirkari fjölmiðlun, blöðin og útvarpið, sem jafnan gleypa allmikið efni sem á fyrri tið hefði frekar fallið i hlut timarita. Enda verður það ein- att þrautaráð timarita i efnis- hraki og uppdrætti aö sælast eft- ir efni sem áður hefur birst, t.a.m. i útvarpinu, eða verið flutt opinberlega annars staðar, oft efni sem jafnvel mundi henta til birtingar i blöðum við núver- andi útgáfusniði. Og svo er raunar einnig um sitthvað efni sem þó er samið handa timarit- um og birt þar. Tímarit og f jölmiðlar En það er ekki þar með sagt að vel rekið timarit með skyn- samlegri stefnu hafi ekki eða gæti haft hlutverki að gegna á vettvangi dagsins, álengdar við umræðu hinna stórvirkari fjöl- miðla um dægurmálin. Og þá er trúlegt að „skynsamleg stefna” felist i senn i efnislegri sérhæf- ingu og efnisvöndun: styrkur timarits liggur þá i miklu ræki- legri umfjöllun efnisins en unnt er i dægurmiðlum, áður en umræðuefnið sé þó útrætt i þeim, og timarit getur sinnt margvislegum efnum sem af einhverjum ástæðum verða út- undan hinum fjölmiðlunum. Það þarf bara að velja sér verk- svið og stunda það af festu. Hætt er við að „timarit almenns efnis” eins og áður tiðkuðust eigi ekki mikið ráðrúm nútildags. Hitt er mætaliklegt að timarit um „bókmenntir, listir og önnur menningarmál” gæti vel dafnað ef það legði raunverulega rækt við viðfangs- efnið. Af þvi tagi rita stendur nú Timarit Máls og menningar eitt uppi, að þvi leyti sem það enn stendur, allténd I annan fótinn — nema ef svo skyldi fara að Eimreiðin kæmist til manns i sinni nýju mynd. Um það spurs- mál, hvernig unnt sé að halda úti sliku riti svo vel fari, snúast hugleiðingar ritstjórans i áður- nefndri grein, með heldur svo dauflegum niðurstöðum. En þar er þó ekki vikið að þvi sem mestu kann að skipta, fjárhags- grundvelli útgáfunnar. Er unnt að halda úti sliku riti með þeirri útbreiðslu og áskriftargjöldum að nægi til að kosta hæfileg efnisföng og efnisvöndun? I öllu tali um fjárhagsörðugleika út- gáfustarfseminnar, ómældum styrkjum af opinberu fé til út- gáfu flokkspólitiskra blaða, ýmislegum ráðagerðum um fjárstyrki til bókaútgáfu, er aldrei vikið einu orði að úrkost- um timarita, hvort þarflegt eða æskilegt væri að greiða fyrir út- komu slikra rita en i öðrum löndum eru „timaritastyrkir” sums staðar farnir að tiðkast. En svo mikið er vist að eigi timarit að halda tiltrú iesenda og þar með eðlilegri útbreiðslu og afkomuvon verður að hafa reglu á útkomu þess. Það skiptir jafnvel enn meira máli en reglufesta i efnisvali. Og raunar trúlegast að hvort tveggja fari jafnan saman, efnisvöndun og ástundum útgáfunnar. Best að hætta við? Sigfús Daðason reifar i eftir- mála sinum tvo kosti við tima- ritsgerð, einbeitingar og efnis- festu á aðra hönd, en frjálslegr- ar útgáfu á hina, rits sem eink- um sé „óformlegur samkomu- staður höfunda” ýmislegs efnis. Það sýnist mér að honum sé seinni kosturinn meira að skapi. Og jafnfrámt kvartar hann und- an þvi að hér á landi þar sem allir kraftar einbeitist að „hinu ekonómiska”, sé nú lltill kostur dugandi höfunda að semja slik rit. A hinn bóginn veltur ágæti timarita jafnan á ágæti þeirra höfunda sem i það rita, eins og Sigfús segir — rit verður aldrei „betra” en sem svarar meðal- tali efnisins hverju sinni, árang- ur þess helgast af ástundun , og ástriðu einstakra höfunda þess. Það má sjálfsagt spyrja sem svo: á nokkuð að vera að gefa út timaritlengur, erekki hlutverki TÍMARIT eftir Ólaf Jónsson þeirra aflokið sem áður var, og best að hætta við? Satt best að segja er fátt efni i 35ta árgangi af Timariti Máls og menningar þesslegt að það sýni fram á neina nauðsyn þess að gefa ritið út til að birta það þar með þess- um hætti. En til hvers er þá rit- ið: kemur það bara út af vana? Eigi að gefa út timarit verður þrátt fyrir allt að tjalda þvi sem til er. Það vinnst ekkert við að trega efni sem af einhverjum ástæðum ekki fæst. Og það hygg ég að styrkur Timarits Máls og menningar fyrr á tið hafi sumpart falist i pólitiskri stefnumótun og stefnufestu þess, þótt hún væri nógu rúmgóð fyrir nokkurt frjálslyndi i efnis- vali, og sumpart af þvi að i trausti stefnunnar safnaðist hópur prýðilegra rithöfunda um timaritið. Agæti ritsins var þeirra ágæti — en veitti Tima- ritið þeim ekkí lika tækifæri til að sinna verkum sem ef til vill hefðu oröið útundan ellegar? Vel rekið timarit er ekki bara „samkomustaður” tilfallandi efnis. Það er lika aðili sem laðar að sér efni, gott eða vont, sem væri ekki samið án vettvangs til birtingar. En örlög Timaritsins hafa þvi miður orðið að eldast með þeim hópi höfunda sem léðu þvi brautargengi framan af, án þess upp kæmu nýir menn, ný kynslóö i staðinn þeirra. Fyrir nokkrum árum var tilraun gerð til að stækka og efla ritiö, og birti þá Sigfús ritstjóri sjálfur eftirtektarverðar ritgerðir og harðmúlaðar pólitiskar forustu- greinar. En þessi tilraun til að endurvekja i ritinu „heimspeki og teoriu” fjaraði brátt út, og tilfallandi þýðingar erlendrar marxólógiu sem stundum sjást, i þessum árgangi grein um „hlutdrægni visinda” eftir Ernst Bloch, duga ekki i staðinn fyrir frumsamið efni, jafnvel þótt efnisval og þýðing takist sem raunar er sjaldgæ.ft. Tjalda sem til er A seinni árum er oft eins og tilviljun hafi hóað saman efni Timaritsins, bara til að koma út riti. Vera má að slðasti árgang- ur sé með allra dauflegasta móti — en ekki er það greinan- leg neitt sem stefna má heita i efnisvali eða efnistökum. Þetta er svo sem ekki sagt t til að lasta t.a.m. greinar sr. Rögnvaldar Finnbogasonar um helgimyndir og myndbrjóta, Sigurlaugs Brynleifssonar um galdra, þótt ógerningur sé að sjá nauðsyn þess að endurprenta útvarps- viötöl, Nyrðra, syðra, vestra, viötal Haralds Jóhannssonar við Ingólf Jónsson i þetta sinn, né þá hver verði hverju nær um heimspeki Brynjólfs Bjarna- sonar af grein ólafs Tryggva- sonar um það efni. En oft virðist læsilegasta efnið samið til ann- arra nota en Timaritsins og hefði sjálfsagt fullvel komist af án þess. Þær frumsömdu, eða þýddu, veigamiklu greinar, sem megnuðu að veita minniháttar efnum skjól — þær vantar i ritiö. Timarit Máls og menningar má heita eina timaritið sem i seinni tið birtir að staðaldri frumsaminn skáldskap. Af þvi- tagi er sitthvað i þessum árgangi, fátt ef nokkurt efni, sem ástæða sé að amast við, en ekki margt heldur sem hrifur hugina. Og þó: eftirtektarverð smásaga eftir nýjan höfund, Krjstján Jónsson, i fyrra heftinu: Ertu nú ánægð kerling, dálitil hrollvekja úr borgara- legu hversdagslifi i stíl við Svövu Jakobsdóttur og Villy Sörensen. Og gaman er að sjá i Timaritinu, og nýlegri Sam- vinnu, dæmi þess að Ólafur Jóh. Sigurðsson er ekki hættur að yrkja og birta ljóð, sem hann hótaði i eftirmála ljóðabókar sinnar i haust. En tilfallandi skáldskapar- efni, hefti fyrir hefti og ár fyrir ár, hrökkva skammt til að helga útgáfu Timaritsins sem bók- menntarrits — þótt enn mundu þrengjast útgáfukostir ungra höfunda ef það væri úr sögunni. Er virkilega ekki meiri verk að vinna á vettvangi bókmenntanna, gjarnan nýrra og róttækra bókmennta? eða pólitiskrar hugmyndafræði? is- lenskrar vinstristefnu? rót- tækrar gagnrýni þjóðmála og menningarmála? eða á hverju þvi efnissviði, sem ritstjórn kann að vera hugleikið? Ó jú, það er bara að herða sig upp til þess, að tjalda þvi sem til er. A þá að öðrum kosti að leggja niður Timarit Máls og menningar? Það hygg ég að mörgum tryggum lesanda þess þætti ill tiðindi — þótt bágt sé að sjá ritið dragast upp af nenningarleysi, eða því öðru sem að þvi amar. Eiginlega mega aðstandendur og forsjár- menn Timaritsins til með að gera fyrr en siðar upp hug sinn, að hætta annaðhvort við út- gáfuna við svo búið, eða þá móta nti sinu stefnu, ætla þvi verk að vinna að nýju. Er þá ekki augljóst mál hvorn kostinn velja ber? Dregiö i Ulokki kl. 5.30 á morgun. Miöar, sem losnaö hafa, til sölu í aöalumboöinu Vesturveri. v7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.