Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 9
Axel vor r r w x § r i onoð i ur- slitoleiknum GRÓTTU- MEISTARAR Ármannsstúlkurnar sem sigr- uðu i Gróltumótinu i handknatt- leik kvenna í gær. Fremri röð talið frá vinstri: Katrln Axels- dóttir, Álfheiður Emilsdóttir, Guðrún Sigþórsdóttir, Hjördis Rafnsdóttir og Auður Rafns- dóttir. Aftari röð frá vinstri: Snorri Kjartansson formaður handknattleiksdeildar Ár- manns, Þórunn Hafstein, Jó- hanna Asmundsdóttir, Helga Egilsdóttir, Anna Gunnarsdótt- ir, Jórunn Hafsteinsdóttir, Sig- riður Brynjólfsdóttir og Arnar Guðlaugsson þjálfari. Ljósmynd Bj.Bj.. Staðan I Reykjavlkurmótinu eftir leik Fram — Þróttar á laug- ardaginn og fyrir leik KR-Vals á Melavellinum I kvöld: Fram KR Valur Vlkingur Þróttur Ármann Markhæstu menn: Kristinn Jörundsson Fram 4 Jóhann Torfason KR 2 Ingi Björn Albertsson Val 2 Marteinn Geirsson Fram 2 Hinn skemmtilegi markvörður Þróttar er hér kominn niður á hnén og handsamar knöttinn I leiknum við Fram á laugardaginn. En þrisvar I leiknum náði hann honum ekki og varð að sætta sig við að rölta á eftir honum inn I markið. —Ljósmynd Bj.Bj.... Verður það KR Fram eða Valur? Þjólfarinn hélt honum fyrir utan á móti Gummersbach og varð að svara til saka þegar heim var komið — en eiginkona Axels kom heim með Þýzkalandsmeistaratitil í staðinn Axel Axelsson fékk lltið að sýna og gera I úrslitaleiknum I vest- ur-þýzku 1. deildarkeppninni I handknattleik I gær, en þar mætti lið hans, Dankersen, hinu fræga þýzka liði VFL Gummersbach. Axel hefur verið i ónáð hjá þjálfara Dankersen undanfarnar vikur, og hefur hann viljandi haldið honum fyrir utanliði leikj- um þess að undanförnu. í úrslitaleiknum keyrði þó um þverbak, þvi Axel fékk ekki að fara inn á, fyrr en þrjár minútur voru eftir af fyrri hálfleik, og var svo tekin útaf snemma i siðari hálfleiknum. Dankersen tapaði leiknum 13:7, en þegar Axel var tekinn útaf i siðari hálfleik var staðan 6:5 fyrir Gummersbach. Hann fékk svo aftur að fara inn á, þegar leiknum var að ljúka, en þá var sigur Gummersbach i höfn. Þegar Axel kom inn á I fyrri hálfleik, átti hann frábæra llnu- sendingu, og rétt á eftir skoraði hann gott mark, sem áhangendur Dankersen, sem fjölmenntu til Dortmund, kunnu vel að meta. Þeir urðu alveg æfir út i þjálfar- ann fyrir að nota ekki Axel meira i leiknum og þjörmuðu að honum við heimkomuna til Minden. Þar var haldinn fundur og þjálfarinn látinn standa fyrir máli sinu, en hann gat ekki komið með neina viðunandi skýringu af hverju hann hefði haldið Axel svona lengi fyrir utan og tekið hann útaf, þegar hann var sýni- lega 1 miklum ham. Búið er að ákveða, að þjálf- arinn verði látinn fara frá félag- inu og annar fenginn i hans stað. Ekki er ákveðið, hvort Axel verði áfram hjá Dankersen. Hann hefur fengið tvö góö tilboð frá öðrum félögum og er nú að kanna þau. tbúar Minden fengu plástur á sárið, þegar kvennalið borgarinn- ar, sem eiginkona Axels, Krist- björg Magnúsdóttir, leikur með, varð Þýzkalandsmeistari kvenna i gær. Kristbjörg og stöllur henn- ar sigruðu i úrslitaleiknum 12:8, og er Kristbjörg áreiðanlega þar með fyrsti Islendingurinn, sem verður Þýzkalandsmeistari i iþróttum. —klp— Kínverjarnir r x* r goðir i badminton Kinverska landsliðið I badmin- ton, sem nú er á ferðalagi um Evrópu, sigraði Vestur-Þýzka- land I landskeppni I gær 6:2. Kinverjarnir, sem eru sagðir frábærir badmintonleikarar, sigruðu I öllum einliðaleikjunum, en töpuðu I tviliðaieik. Starfsmenn hússins og dómar- ar ráku hóp af vinstri sinnuðum stúdentum út úr húsinu, er þeir trufluðu keppnina með þvl að ráð- ast aðkinverska hópnum með það' fyrir augum að afhenda þeim fána samtakanna. Klnverjarnir vissu ekki hvernig þeir áttu að taka þessu, en starfsmennirnir björguðu þeim með þvi að reka hópinn á dyr við mikinn fögnuð á- horfenda. —klp— Fram í efsta sœti í Reykjavíkurmótinu eftir 3:1 sigur yfir Þrótti, en síðasti leikurinn er í kvöld Eftir sigur Fram yfir Þrótti I Reykjavikurmótinu I knattspyrnu á laugardaginn hafa þrjú lið möguleika á þvlaðsigra I mótinu, sem á að ljúka á Melavellinum I kvöld með leik KR og Vals. Fram er með 8 stig og hefur lokiö slnum leikjum, KR er með 7 stig, og Valur 6. Sigri KR I leikn- um I kvöld, eru KR-ingar Reykj- vfkurmeistarar. Verði jafntefli, þurfa KR og Fram að leika auka- STAÐAN leik, en sigri Valur I leiknum, eru það Valsmenn og Framarar, sem berjast um Reykjavlkurmeist- aratitilinn. 1 leiknum á laugardaginn voru Framararnir betri aðilinn og sig- ur þeirra sanngjarn. Það tók þá samt þó nokkurn tima að ná yfir- höndinni. Þar var körfubolta- maðurinn Kristinn Jörundsson, sem kom þeim á bragðið með góðu marki, þegar um 30 mlnútur voru búnar af leiknum, og náðu Þróttararnir ekki að jafna fyrir hálfleik. I siðari hálfleik bætti Steinn Jónsson öðru marki við fyrir Fram, og rétt á eftir var Kristinn Jörundsson enn á ferðinni og skoraði 3ja mark Fram I leiknum. Þróttararnir minnkuöu biliö I 3:1 rétt fyrir lokin meö marki Leifs Helgasonar, en vannst ekki tlmi til að minnka bilið meir, og urðu að sætta sig við þetta 3:1 tap. Leikur KR og Vals i kvöld hefst kl. 19.00, og er eins og fyrr segir mikilvægur leikur fyrir þau þrjú liö, sem enn hafa möguleika á að hreppa Reykjavikurmeistara- titilinn. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.