Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 3
Mdnudagur 5. mal 1975. 3 Fó rafmagn í hjólhýsin við Vaíaskjólf Hjólhýsaeigendur eiga von á nýrri þjónustu viö félagsheimiliö Valaskjáif nú i sumar. Eins og kunnugt er hefur Valaskjálf selt burtu af staðnum smáhýsin, sem notuð voru sem hótel. Eftir verð- ur þó miðdepillinn f byggingunni, snyrtiaðstaða, afgreiðsla og fleira. Stendur ná til, að þarna verði þjónusta fyrir þá, sem eru með hjólhýsi I eftirdragi. Þarna veröur til dæmis hægt að kaupa rafmagn i hjólhýsin, og mun það vera eini staðurinn á landinu, sem það er hægt. —JBP— Samið við Eyja- menn í nótt Loks í nótt náðist samkomulag við Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja/ sem hafði þraukað lengi og hafn- að hinu almenna sam- komulagi, sem ASi og vinnuveitendur gerðu. Eyjamenn munu hafa náð fram ein- hverjum aukakröfum, en að sögn Torfa Hjartarsonar, sátta- semjara, í morgun fengu þeir ekki beinar kauphækkanir um- fram aðra, heldur sömdu „um það al- menna." Yfirvinnubann hefur verið í gangi hjá Eyja- mönnum, og mun því nú Ijúka, ef hinn nýi samningur verður samþykktur. —HH Kviknaði í við hús Ludvig Storr — en eldurinn fljót- lega slökktur Slökkviliðið var I gærdag kvatt að hiísi Ludvig Storr við Lauga- veginn. Fórbetur en sfðast, þegar kviknaöi I á þessum stað, og reyndist eidurinn aðeins ioga I kassadrasli I porti á bak við hús- ið. Fijótlega gekk að ráða niður- lögum eldsins. t gærkvöldi var slökkviliðið svo kvatt út vegna elds I gömlum og hrörlegum skúr I Kópavogi. Brann hann að mestu, og taldi slökkviliðið þaö vera fyrir beztu, enda um engin verðmæti að ræða. —JB 56,8 prósent hœkkun byggingarkostnaðar Byggingarkostnað- urinn hefur aukizt um heil 56,8 prósent siðustu tólf mánuðina, fram til 1. marz, samkvæmt visitölureikningi. Sú vísitala gildir nú til dæmis að hluta um húsnæðislán, sem tekin voru i fyrra. Vísitala framfærslukostnað- ar, sem verðbólgan er venju- lega við miðuð, hækkaði um 53,7 prósent á tólf mánuðum, fram til 1. febrúar. Kaupgreiðsluvlsi- talan dróst mjög aftur úr verð- bólgunni. Hækkun hennar varð 46,2 prósent siðustu tólf mánuð- ina, fram til 1. marz. Kauptaxtar launþega hækk- uðu og aöeins um 44,2 prósent á tólf mánuöum, fram til 1. febrú- ar. Þessar upplýsingar koma fram I nýútkomnum Hagtölum mánaðarins. —HH LANDBÚNAÐAKTÆKIN STAFLAST UPP INNI VK> SUNDAHÖFN Inni við Sundahöfn bfða dráttarvélarnar I breiðum eftir þvf að fá að erja Islenzk jörð og verða virkir þátttakendur I framleiöslu þjóðarbúsins. — Ljósm. Bragi. — fyrirgreiðsla Stofnlánadeildar er í seinna lagi Álitleg stæða af dráttar- vélum og heyvinnuvélum ýmiss konar stendur nú inni við Sundahöf n og bíður kaupenda. Ein aðalástæð- an til þess, að þessar vélar eru ekki lengra komnar á leið sinni er sú, að staðið hefur á fyrirgreiðslu Stof nlánadei Idar land- búnaðarins. Visir hafði I gær samband við nokkra innflytjendur þessara véla og spurðist fyrir um sölu- horfur i ár. Niðurstaðan varð sú, að salan er treg i dýrari tækjum, svo sem heybindivélum og hey- hleðsluvögnum, en nokkur i ódýr- ari tækjum, svo sem sláttuþyrl- um, heyþyrlum og baggafæri- böndum, svo dæmi séu tekin. Einhver hreyfing er á dráttar- vélum, en hún er einna mest á ódýrari gerðum, svo sem tékk- nesku gerðinni Zetor, enda er verðið þar ákaflega hagstætt, séu þær til að mynda bornar saman við hinn sivinsæla og þrautreynda Massey Ferguson. Zetor kostar nú um 670 þúsund með húsi og ýmsum fylgihlutum, en Massey Ferguson 135 kostar um 900 þús- und með öryggisgrind og vökva- stýri. Gera má ráð fyrir, að þessar tegundir séu söluhæstar, en aðrar koma svo þétt á eftir. —SHH „Endurreisnarstarfið ó enn kingt í lond" — segir í drögum að stefnuyfirlýsingu Sjálf stœðisf lokksins — formanns- og vara- formannskjörí kvöld „Tekizt hefur að halda uppi atvinnurekstri, tryggja fulla at- 1 vinnu og koma i veg fyrir óbæri- lega kjaraskeröingu launþega. Eigi að siður á endurreisnar- starfið langt i land. Ytri aðstæð- Fjölmennasta flokksþing, sem nokkru sinni hefur veriö haldið hér, landsfundur Sjálfstæðisflokksins stóð um helgina. Fulltrúar eru 987. ur eru þjóðarbúinu óhagstæðar, gjaldeyrisforði er enginn, og er- lendar skuldir halda enn áfram að aukast meira en góðu hófi gegnir.” Þetta segir I drögum að stjórnmálaályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram hafa veriö lögð, en er þó eftir að lita á nánar á fundum nefnda og á morgun. „Endurreisnin, sem hófst með störfum núverandi rikis- stjórnar, hefur enn ekki borið þann árangur, sem að er stefnt,” segir ennfremur og, að „á hverjum tima hefur ekki verið unnt aö ganga lengra en almennur skilningur hefur sagt til um.” Formaður og varaformaöur verða kjörnir á fundinum I kvöld, og er ekki búizt við breyt- ingum. Þá munu kosnir átta menn i miðstjórn flokksins, en þrir munu ganga úr henni, aö minnsta kosti, þar sem þeir eru nú komnir I þingflokkinn, þeir Albert Guðmundsson, Guð- mundur H. Garöarsson og Jón G. Sólnes. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.