Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 05.05.1975, Blaðsíða 20
vísm Mánudagur 5. mai 1975. Árás á Laugavegi RáOizt var á 17 ára pilt á horni Laugavegar og Snorrabrautar um þrjúleytið i fyrrinótt. Arásar- maðurinn var einu ári eldri og er ekki vitað til, að hann hafi verið fórnarlambinu kunnugur. Lög- reglan kom þarna að og færði árásarmanninn f geymslu. Ekki hiutust alvarieg meiðsl af rysk- ingunum. —JB Stal stuðara af bíl Sáu ibúarnir við Ásbrautina I Kópavogi mann vera að gera við rauða fólksvagninn sinn fyrir framan hús númer 11 á laugar- dagskvöldið eða nóttina? Ef svo er, eru þeir beðnir um að láta lögregluna vita, þvi umget- inn maður átti ekkert I bilnum. Þegar hinn rétti eigandi aftur á móti kom út á sunnudagsmorgun- inn sá hann, að stuðaranum hafði verið stolið af farartækinu. bað tekur hokkurn tima að kippa stuðaranum af fólksvagni og bið- ur þvi lögreglan i Kópavogi þá, er kynnu að hafa orðið varir við það, að hafa samband við sig. —JB íbúarnir tóku hrossin í pant tbúar i fjölbýlishúsi við Völvu- fell I Breiðholti tóku 6 hross i pan't, eftir að þau höfðu valdið þó nokkrum spjöilum i garði við húsið i gærkvöldi. tbúarnir hringdu i lögregluna, er þeir urðu varir við hrossin, og fór hún ásamt vörzlumanni bæj- arlandsins á staðinn. Hross þessi tilheyrðu flest Vatnsenda, og neituðu Ibúarnir að afhenda þau, nema trygging yrði sett fyrir bót- um á skemmdunum. Hrossunum var þvi komið fyrir I girðingu við Suðurfell, sem er á vegum Breiðholts h.f., en er siöast fréttist I morgun, voru hrossin á bak og burt. Hvort trygging hafði verið sett fyrir skemmdunum eða einhver óprúttinn hleypt þeim út var ekki vitað. —JB Tók leigubíl til að frelsa heiminn — á kostnað Félags- málastofnunarinnar Leigubilstjóri einn i höfuð- borginni ók farþega sinum niður á lögreglustöð snemma i morgun. Var hann ekki alveg ánægður með, að þær tvær ökuferðir, sem hann hafði farið með farþega sinn I, yrðu skrifaðar á reikning Félags- málastofnunarinnar. Við yfirheyrslur niðri á lög- reglustöð hélt farþeginn, sem var kona, þvi fram, að hún hefði ætlað að taka leigubil út fyrir bæinn til að sinna köllun sinni, sem væri að frelsa heiminn, enda bæri hún nú barn sitt eingetið undir belti. Konan mun vera sjúklingur, og lét lögreglan sér þvi nægja þessar upplýsingar og ók henni til sins heima. —JB Festu bíl sinn í „Manntapagili ## — og eyðilögðu hljóðfœri Það varð ekki ferð til fjár, er hljómsveit Ás- geirs Sigurðssonar frá ísafirði fór til Patreks- fjarðar á laugardag til að leika þar fyrir dansi i félagsheimilinu. Hljómsveitin fór i VW- sendiferðabil og á leið- inni til Patró fór billinn hálfur á kaf og við það skemmdust hljóðfæri og bíllinn varð óöku- fær. ökuferðin hafði gengið vel yfir Breiðadalsheiðina og kring- um Dýrafjörð, en þegar félag- arnir koma á Rafnseyrarheiði, komu þeir i mikinn snjó. Það var þó búið að ryðja göng i gegnum Skipadal og gat hljóm- sveitin þvi haldið áfram ferð sinni. Skyggni var mjög slæmt og varð ökumaður bifreiðarinnar þess þvi ekki var, að i svonefndu „Manntapagili” hafði snjó- skriða fallið á veginn og göngin fyllzt af vatni á kafla. Skyndi- lega var bifreiðin föst og náði vatnið upp á miðjar bilhurðir. Bifreiðin drap á sér og billinn tók að fyllast af vatni. Hljóðfær- in fóru á kaf og rafmagnsorgel hljómsveitarinnar og söngkerfi eyðilagðist. Þeir félagarnir i hljómsveit- inni voru ekki á þeim buxunum að láta sig vanta á dansleik Pat- reksfirðinga. Fengu þeir aðstoð vegavinnumanna, sem þarna voru skammt frá. Voru þeir dregnir til Rafnseyrar, en það- an fóru þeir með bát yfir til Bildudals og þaðan með bil til Patreksfjarðar. Það var ekki fyrr en um mið- nætti, sem hljómsveitin komst á ákvörðunarstað og var þá þegar farið i að fá lánuð handa þeim hljóöfæri til að spila á, en á meöan Ásgeirs og félaga hans var beðið, hafði verið notazt við plötuspilara. Má öruggt telja, að fáar hljómsveitir hafi lagt á sig eins mikið erfiði fyrir einn dansleik og hljómsveit Ásgeirs á laugar- daginn.... —ÞJM r 14 óra, drukkinn, ó stolnum bíl: FOR 6 VELTUR OG GJÖREYÐILAGÐI BÍLINN FINNST EKKI Leitað var án árangurs i allan gærdag aö Sigurði Þ. Agústssyni fiugvirkja, 53 ára að aidri, er ekk- ert hefur spurzt til siðan á föstu- dag. Sigurður fór frá heimili sinu um hádegi á föstudag á bil sinuni og er ekkert hafði spurzt til hans á hádegi á laugardag var lýst eftir bilnum og Sigurði. Billinn fannst svo á iaugardag mannlaus úti við Reykjanesvita. 1 morgun var haldið áfram leit á þessum slóðum. —JB Kaffirjómi ó markaðinn Verður okkur boðið upp á sérstakan kaffirjóma á næst- unni? Eftir öllu að dæma er I bfgerð að setja hann á markaðinn. Þessi ferna barst okkur hér á ritstjórninni og var ekki annað að heyra en mönnum fyndist kaffið bragð- ast ágætlega eftir að búið var að helia rjómanum út i það. Annars virðist kaffirjóminn liafa margt annað til sins ágætis, svo sem geymsluþol, scm upplýsingar eru gefmar um á umbúðunum. Mjólkur- samsaian var ekki tilbúin til þess að tjá sig neitt um málið i morgun. —EA Billinn gjörónýtur við Kópavogsiækinn við dagrenningu á sunnudaginn. Bill frá Hafnarfjarðarlögregl- unni stóð Hafnarfjarðarmegin við Kópavogsbrúna eldsnemma á sunnudagsmorguninn og fylgdist með þeim fáu bílum, sem voru á ferðinni á þessum tima sólarhringsins. Þá bar að nýlegan ameriskan bil á leið i Hafnarfjörð og þótti lögreglumönnunum sem bil- stjórinn héldi ekki alveg örugg- lega um stjórnvölinn. Ók lög- reglubillinn á eftir þeim ame- riska til að kanna, hvort þetta aksturslag héldi áfram. Bilarnir beygðu inn á Keflavikurveginn og á móts við Glerborg. Þótti lögreglumönnunum þá timi til kominn að stöðva ökumanninn. ökumanninum og farþega hans i framsætinu virtist ekkert um lögregluna gefið, og þegar lögreglubillinn ók i veg fyrir ameriska bilinn setti ökumaður hans benzingjöfina i botn, sneri bilnum við á punktinum og stefndi i átt til Reykjavikur á ný. Nú þótti lögreglumönnunum nóg komið, og héldu þeir á eftir þeim ameriska með blikkandi ljós og sirenur. Hraðinn jókst og á rúmlega 100 kilómetra hraða nálguðust bilarnir brúna fyir Kópavogslækinn. En nú fipaðist bilstjóra ame- riska bilsins. Billinn hentist utan i vinstri brúarvænginn Kópavogsmegin og lög- reglumennirnir i bilnum á eftir sáu er billinn tókst á loft, lentiá jörðinni á ný og valt einar 5-6 veltur, sem sýnir glöggt, hversu hraðinn hefur verið orðinn mik- ill undir lokin. ökumaður bilsins hentist út úr honum i þriðju eða fjórðu veltu, en stúlka, sem var með honum i bilnum, hékk i flakinu allar hringferðirnar. Billinn gjöreyðilagðist, en fólkið slapp við skrámur. En sagan var ekki búin þar með. ökumaður og farþegi voru færðir til yfirheyrslu og fékk þá lögreglan að heyra hina furðulegustu sögu. ökumaður bilsins reyndist vera töluvert drukkinn, en aðeins 14 ára að aldri. Stúlkan var 15 árá og reyndist hafa strokið af upp- tökuheimilinu i Kópavogi um kvöldið. Hafði hún þvi verið ófús að leita þangað aftur um nótt- ina. Fundum unglinganna hafði borið saman i Tónabæ á laugar- dagskvöldið. Þau voru ekki til- búin að fara að sofa að dansleik loknum og ákváðu þvi að verða sér úti um farkost. Þau gengu inn á Suðurlandsbraut, þar sem Kr. Kristjánsson er til húsa, og komust inn i fyrirtækið i gegnum opinn smáglugga. Pilt- urinn hafði þá farið inn á skrif- stofu verkstjóra, þar sem töflu með lyklum þeirra bila er i húsinu voru var að finna og þar valdi hann sér bezta og fallegasta bilinn. Nú var sett i gang, stúlkan opnaði hurðina, pilturinn ók út og hún lokaði aftur. Svo var ekið af stað og haldið út alla nóttina, þar til óhapp það skeði, er áður grein- ir. Við yfirheyrsluna spurði rannsóknarlögreglan piltinn, sem þrátt fyrir lágan aldur á lit- rikan afbrotaferil að baki, hvort þetta mikla tjón, sem hann hefði valdið, fengi hann nú ekki til að hætta þessari iðju. „Ekki get ég nú lofað þvi”, sagði stráksi. —JB Brotizt inn í bíó og tízkuverzlun Brotizt var inn i tizkuverziun- ina Parið á Njálsgötu I gærkvöldi og þar rótað i pappakössum full- um af fatnaði. Ekki var séð, að miklu hefði verið stolið. Þá var einnig aðfaranótt sunnudagsins brotizt inn i Hafn- arbió i leit að peningahirzlum. Þær fundust, en ekki tókst að opna þær. Þjófarnir fylltu þvi vasana af sælgæti og héldu á brott. Bæði eru þessi mál I rann- sókn. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.