Vísir - 25.08.1975, Side 12

Vísir - 25.08.1975, Side 12
12 Visir. Mánudagur 25. ágúst 1975 Enska ■■ M I # I# • Morkunum rigndi yfir Englendinga á laugardaginn Þrjátíu og níu mörk skoruð í 1. deild — tuftugu í þrem leikjum Mörk, mörk og aftur mörk var einkcnnandi fyrir leikinn i Eng- landi á laugardaginn, i 1. deild voru skoruð 39 mörk i 11 leikjum — og Perby—QPR, Manchester Utd.—Sheffield Utd. og Norwich- —Aston Villa i þrcm leikjum uröu mörkin 20!... Mesta athygli vakti leikur Eng- landsmeistaranna Derby, sem léku gegn QPR á heimavelli. Leikurinn varð hálfgerð martröö hjá leikmönnum Dave Mackay og litill meistarabragur á liðinu. Það voru hins vegar leikmenn QPR, sem léku eins og meistarar, þeir náðu forystunni strax á 6. min, þegar Dave Thomas af- greiddi fyrirgjöf Don Givens i markið hjá Derby og eftir það voru þeir óstöðvandi. Stan Bowles bætti öðru markinu við eftir langt útspark frá Phil Parkes i mark- inu og bakvörðurinn Dave Clements bætti þriðja markinu við fyrir leikhlé eftir aukaspyrnu Don Masson. 1 seinni hálfleik gerði landsliðs- maðurinn Colin Todd tvivegis ljót mistök — sem kostuðu mörk. Fyrst lét hann Dave Thomas „stela” frá sér boltanum, Thomas sendi siðan á Bowles, sem skoraði, og stuttu siðar braut hann illa á Don Givens innan vita- teigs og það kostaði vitaspyrnu. Or henni skoraði Stan Bowles sitt þriðja mark „hat trick” i leikn- um. 1 lokin tókst Roy McFarland að koma Derby á blað, en það hressti litiö upp á stöðuna úr þvi sem komið var. Manchester United er eina liðið i 1. deild, sem er með „fullt hús”. A laugardaginn lék liðið sinn fyrsta heimaleik á keppnistima- bilinu gegn Sheffield Utd. og var góð aðsókn á Old Trafford — 56 þúsund áhorfendur. Leikmenn Manchester voru fljótir að finna leiðina i mark Sheffield og i hálfleik höfðu þeir skorað þrivegis, Stuart Pearsson tvö og Sammy Mcllroy. Yfirburðir Manchester voru enn meiri i seinni hálfleik, en leikmennirnir fóru ekki i gang fyrr en Chris Cuthrie hafði skorað fyrir Sheffield, þá bættu þeir tveim mörkum við, fyrst Gerry Daly og loks Mcllroy sinu öðru marki. „Finnið stytztu leiðina i markið”, var dagskipunin hjá John Bond framkvæmdastjóra Norwich fyrir leikinn við Aston Villa, og hefur hann þá haft úr- slitin I fyrra I huga. Tap i deildar- bikarnum 1:0, og heima 1:4 i siðasta leiknum. t fyrstu var allt i járnum, Ted MacDougall skoraði fyrsta markið fyrir Norwich úr viti, en Ray Greydon jafnaði fyrir Villa úr annarri vitaspyrnu. En þá kom góður leikkafli hjá Norwich — þrjú mörk á þrem minútum, Steve Goyver, Duncan Forbes og MacDougall skoruðu og þannig var staðan i hálfleik. Smávon kviknaði hjá leikmönn- um Villa i seinni hálfleik, þegar Charli Aitkin og Ray Greydon minnkuðu muninn. En hún.varð að engu, þegar MacDougall skor- aði „hat-trick” og fimmta mark Norwich eftir skemmtilegan ein- leik. En litum nú á úrslitin áður en lengra er haldið. 1. deild: Arsenal—Stoke 0:1 Birmingham—Everton 0:1 Coventry—Manc.City 2:0 Derby—QPR 1:5 Leeds—Ipswich 1:0 Liverpool—Tottenham 3:2 Manc.Utd.—Sheff.Utd. 5:1 Middlesbro—Wolves 1:0 Newcastle—Leicester 3:0 Norwich—Aston Villa 5:3 West Ham—Burnley 3:2 2. deild: Blackburn R.—Oldham 4:1 Blackpool—Orient 1:0 Bolton—Fulham 2:2 Bristol R.—York City 2:1 Chelsea—Carlisle 3:1 Hull—Bristol City 3:1 Botts County—Southampton 0:0 Oxford—Sunderland 1:1 Plymouth Arg,—Charlton 1:0 Portsmouth—Notth.For. 1:1 WBA—Luton 1:0 Frammistaða Newcastle og Coventry vekur mikla athygli, Newcastíe átti i litlum erfiðleik- um með Leicester. Malcolm Mac- Ðonald skoraði tvívegis og lagði þriðja markið, sem Mick Burns skoraði. Hann hefur nú skorað 5 af 7 mörkum Newcastle i 3 leikj- um — og átt hin tvö. Lið Manchester City olli von- brigðum á Highfield Road i Coventry og voru leikmenn liðs- ins langt frá sinu bezta. Eftir að mark hafði verið dæmt af Rodney March, náði Allan Green foryst- unni fyrir Coventry með skemmtilegu marki — sendi Corrigan markvörð Manchester i öfugt horn. Rétt fyrir leiklok bætti Green við öðru marki og gull- tryggði Coventry bæði stigin. Staðan I hálfleik i leik Liverpool og Tottenham var 2:0 fyrir Lundúnaliðið og allt virtist stefna að fyrsta sigri þess á Anfield sið- an 1912. En varnarmanni Totten- ham urðu á mistök strax i byrjun seinni hálfleiks — handlék bolt- ann innan vitateigs og það kostaði vitaspyrnu. Úr henni skoraði Kevin Keegan og þar með var Liverpool-liðið komið i gang og þeir John Case og Steve Heighway skoruðu sitt markið hvor. Mörk Tottenham skoruðu Chris Jones og Duncan. Allan Taylor var aftur i sviðs- ljósinu með liði sinu West Ham og skoraði tvö mörk og hefur hann skorað 5 af 7 mörkum West Ham. Hann jafnaði gegn Burnley, eftir að Leighton James hafði náð for- ystuunni með „þrumufleyg” af 25 m færi. Peter Noble sá um að koma Burnley aftur yfir á 66. min. — en Taylor svaraði nær samstundis með góðu marki. Lokaorðið átti svo Graham Paddon fyrir West Ham. Bon Latchford var bókaður i leik Birmingham og Everton fyrir að brjóta á „litla bróður” Dave i markinu hjá Birmingham, en ekki tókst honum að skora hjá sinum gömlu félögum. Það kom I hlut David Smallmans. Eina markið i leik Arsenal og Stoke skoraði Alan Hudson, sem átti stórleik, á 49. min. Arsenal lék án Alan Ball og var þar skarð fyrir skildi og spurning hversu lengi liðið hefur efni á að halda honum fyrir utan liðið. Peter Lorimer skoraði eina markið i leik Leeds og Ipswich með „þrumufleyg” af 25 m færi, og John Hickton skoraði eina mark Middlesbro sem vann sinn fyrsta sigur á kostnað Úlf- anna. 1 Skotlandi var leikin næstsið- asta umferðin i deildarbikarnum, en siðasta umferðin verður leikin á miðvikudaginn. Helztu úrslit á laugardaginn uröu þessi: Dumbarton—Celtic 0:8 Dundee—Ayr 2:4 Dunfermline—Hibernian 0:4 Hearts—Aberdeen 1:0 Kilmarnock—Dundee Utd. 1:0 Motherwell—Rangers 2:2 Celtic vann stórt á laugardag- inn, en ekki tókst Jóhannesi Eð- valdssyni að skora. Mörk Celtic skoruðu: Harry Hood, Kenny Dalglish og Paul Wilsons tvö mörk hver og Tommy Callaghan og Danny McGrein sitt markið hvor. Staðan i 1. deild er nú þessi: Manc. Utd 3 3 0 0 9:1 6 Newcastle 3 2 1 0 7:1 5 QPR 3 2 1 0 8:2 5 Coventry 3 2 1 0 7:2 5 West Ham 3 2 1 0 7:5 5 Leeds 3 2 1 0 4:2 5 Manc. City 3 1 1 1 4:3 3 Arsenal 3 1 1 1 3:2 3 Stoke 3 1 1 1 4:4 3 Tottenham 3 1 1 1 4:4 3 Middlesboro 3 1 1 1 2:2 3 Liverpool 3 1 1 1 5:6 3 Norwich 3 1 1 1 6:7 3 Everton 3 1 1 1 3:5 3 B.urnley 3 0 2 1 3:4 2 Leicester 3 0 2 1 4:7 2 Derby 3 0 2 1 3:7 2 Wolves 3 0 1 2 2:5 1 Birmingham 3 0 1 2 3:6 1 Aston Villa 3 0 1 2 5:8 1 Ipswich 3 0 1 2 1:5 1 Sheff. Utd. 3 0 1 2 3:9 1 3.TA 1»AGA ÍJTSALA! * ■ri'lfLi T Mánudag þriðjudag miðvikudag ☆ Stakar buxur glæsilegt úrval — gott verö ☆ Herraföt vönduö herraföt á góðu veröi ☆ Skyrtur mikill afsláttur ☆ Peysur lika mikill afsláttur ☆ Stakir jakkar aö sjálfsögöu á mjög góöu veröi VIÐ LÆKJARTORG fr

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.