Vísir - 31.10.1975, Síða 2

Vísir - 31.10.1975, Síða 2
2 VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975 vfeœsm: Fylgist þú með erlend- um fréttum? Guörún Agústsdóttir, afgreiðslu- maður. Nei, það er litið sem ég geri af þvi. En ef það er eitthvað alveg sérstakt á ferðinni, þá geri ég það. Loftur Magnússon, sölumaður. Svolitið. Ég hlusta þá á erlendar fréttir i öllum fjölmiðlum, og nokkuð jafnt. Ég tek engan sér- stakan fjölmiðil framyfir annan. Ingibjörg Sigurðardóttir, hús- móðir og iþróttakennari. Já, já, svolitið. Ekki vil ég þó segja að ég hafi brennandi áhuga fyrir þeim. Ég hlusta meira á innlendar fréttir og vildi fá meira af þeim. Oktavia Sigurðardóttir, liúsmóð- ir. Já, i sjónvarpi. Ekki i blöðum eða útvarpi. Nei, ég hef engan sérstakan áhuga, en fylgist nú samt með þeim i sjónvarpinu. Justa Mortensen, húsmóðir. I sjónvarpi og útvarpi já, en ekki mikið f blöðunum. Ég hef áhuga fyrir erlendum fréttum, og þar sem ég er frá Færeyjum, þá vildi ég gjarnan fá meira af fréttum þaðan. Það er svo litið sem heyr- ist þaðan i fréttunum. Kristinn Eysteinsson, vélstjóri. Já, já, talsvert. Ég hef áhuga fyr- ir erlendum fréttum en ég tek þó þær innlendu framyfir. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Með munninn fyr- ir neðan nefið! Guöjón V. Guðmundsson skrifar: Að leita réttar sins ,,Skyldi nokkur trúa þvi að óreyndu hversu geysierfitt það er og nánast á stundum útilokað að leita réttar sins i þessu landi, sem þó gumar af lýðræðisást og jafnrétti allra fyrir lögunum. Staðreyndin sýnir manni óþyrmilega aðrar hliðar i þessum málum. Hjálpast þar að bæði „kerfið” sjálft, sem sér nægir til að gera hvern meðal- mann ringlaðan og er þá vægt tekið til orða, og einnig hitt og ekki siður, að allt of margir skussar starfa við framkvæmd ýmissa mála. Til dæmis ætti auðvitað að vera einhver há- markstima sem dómkvaddir menn hafa til að gefa upp álit sitt á viðkomandi máli. Ég undirritaður fékk til dæm- is lán úr lifeyrissjóði rikis- starfsmanna vegna kaupa á húseign sem var þá að söluverð- mæti rúmar sjö milljónir. Lánsupphæðin var litlar þrjú hundruð þúsundir króna. Til þess að geta fengið þetta þurfti ég að ganga i byggingarsam- vinnufélag rikisstarfsmanna og fá rikisábyrgð fyrir láninu. Það sem þó er ef til vill fáránlegast i öllu þessu er, að ég á sjálfur inni i þessum sama lifeyrissjóði að minnsta kosti þessa upphæð er ég fékk lánaða ef ekki töluvert hærri. Þennan sjóð gekk ég i af frjálsum vilja en verð nú að vera i honum hvort sem mér likar betur eða verr, aðeins ef ég hætti sem rikisstarfsmaður fengi ég endurgreitt það sem ég hefi lagt fram og sjóðsstjórnin mundi ákveða vaxtagreiðslu fyrir timabiliðog þá væntanlega aðeins lágmarksvexti. Ekki vantar nú það, nóg er af spekingum og sprenglærðu fólki sem starfar að öllum þessum málum hverju nafni sem þau nefnast. Það hefur skapað og stjórnar „kerfinu”, en samt er þetta eitt allsherjar bla-bla. Eða er það einmitt vegna allra þess- ara spekinga að þetta er svona? Þaksaumurinn hauslaus 1 upphafi þessa pistils minnt- ist ég á að leita réttar sins. Mig langar að segja frá ein- mitt mjög táknrænu dæmi um þetta. Fyrir rúmu ári keypti ég húseign,. sem ekki er i frásögu færandi. Fljótlega eftir að ég tek við eigninni komu i ljós gall- ar, til dæmis lekur með öllum rúðum og þaksaumurinn er hauslaus i tugatali og segir sig sjálft hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Ég nefni að- eins þessi tvö atriði, en margt fleira var að. Nú ég vildi auðvit- að ekki una þessu og fór þvi til lögfræðings og bað hann að skrifa byggingameistaranum er égkeyptiafogberafram þessar kvartanir. Hann tók nú timann sinn, sá náungi, þeir eru ekkert allt of fljótir til þeir herrar nema ef maður er svo heppinn að eiga þá fyrir góða kunningja Skúli Óiason skrifar: Reykjavik, 25. 10. 1975. „Danir mótmæla 200 milna útfærslunni, en þessi mótmæli eru ekki vegna hagsmuna græn- lendinga og færeyinga, þar sem ibúar þessara landa vilja út- færslu hjá sér, en danir hafa átt samleið með þjóðverjum, eins og þeir hafi verið innlimaðir i Stór-Þýskaland. Innlimun Grænlands i Danmörku eftir seinni heimsstyrjöldina, án samþykkis ibúa Grænlands sem voru lýstir allsleysingjar án til- kalls til Grænlands, varð til þess að portúgalir gátu sýnt fram á hræsni dana i nýlendumálum, en við þögðum þunnu hljóði. Onnur „vinaþjóð” okkar hefur heldur betur átt þátt i efnahagserfiðleikum á Islandi. Norðmenn nota oliugróða sinn, til þess að undirbjóða fiskafurð- eða geta boðið nóg fé fyrir unnið verk. Hjá mér er um hvorugt að ræða, þannig að ekki var von um að.hratt væri farið af stað, en eftir langa mæðu var bréfið sent og svo var beðið annan eins tima eftir svari. Það kom aldrei, byggingameistarinn taldi og telur ekkert vera athugavert við frágang sinn á nefndri húseign, það verður maður að álita, en lágmarks- mannasiðireruaðsvara slikum bréfum einhverju orði. Húsið liggur undir skemmdum Þá var næsta skrefið að biðja fógetann að dómkveðja menn til að meta hvort eitthvað væri að. Liður nú langur timi. Þá loksins komu þeir á staðinn og enn leið timinn og mér vitanlega hefur skýrsla þeirra ekki enn séð dagsins ljós. Þessar linur eru sem sé skrifaðar nú i lok októ- ber. Það mun vera um ár siðan ég fór af stað með þetta. Það ætti að segja sig sjálft að húsið liggur undir skemmdum, og þvi lengur sem dregst að lagfæra þessi atriði, þeim mun meira skemmist. Finnst mönnum virkilega hægt að liða vinnu- brögð sem þessi? Ekki hef ég hugsað mér að gefast upp þó ógæfulega horfi, sem betur fer skulda ég byggingameistaran- um enn álitlega upphæð af kaupverði og þá upphæð fær hann ekki fyrr en eitthvað hefur gerst i málinu. Enda þótt ég sé aðeins örlitið peð og standi i neðstu tröppum þjóðfélagsstigans þá hef ég munninn fyrir neðan nefið eins og sagt er, og læt engan troða á mér, að minnsta kosti ekki átakalaust. Það er þvimiður staðreynd að ótrúlegur fjöldi fólks verður fyrir svipuðu og ég hefi hér tal- að um og þaðan af verra, og er mál að iinni. Það væri stórt skref i rétta átt að stórefla neytendasamtökin þannig að svið þeirra spannaði yfir bókstaflega allt er lýtur að verslun og viðskiptum. i eðli sinu hljóta þau að eiga að gera það. Ég vil skora á. menn að gefa þessu gaum.” ir, svo að litlar likur eru á, að kostnaðarverð fáist fyrir sjávarafurðir á næstunni. Við verðum þess vegna fyrst og fremst að vara okkur á „vin- um” okkar, þar sem efnahags- legtsjálfstæði er undirstaða alls sjálfstæðis. Jafnframt verðum við að gera okkur ljóst, að við getum ekki átt samvinnu við nálæg orku- veldi t.d. Noreg eða Bretland um orkumál á Islandi. Orka frá íslandi yrði aðeins vara-vara skeifa, og allur samdráttur lenti á útibúinu á Islandi. Hótun breta um að halda ryðkláfunum 100 (voru 140fyrir 2 árum) á Is- landsmiðum, þar til yfir lýkur, er eins og óværa, sem smám 1 saman má losna við, en gæti þó horfið vonum fyrr, en langvar- andi orkusamningar við keppi- nauta okkar i orkuframleiðslu, gæti orðið banabiti okkar.” Auglýsing einnar krónu Aq sendi visur: Snjall er snillingur mikill, snýr hann á Ijóðsins vit. Auglýsing einnar krónu er áralangt púl og strit. Röddin er rám og fögur, reisn yfir stöfum Ijóðs. Af kæti sem kvæðið vekur klóra ég mig til blóðs. Er ég um síðir sofna og syng meður englaher, má auglýsing Iðnaðarbankans alein blasa við mér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.