Vísir - 31.10.1975, Síða 5
5
VtSIR. Föstudagur 31. október 1975
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: GP
Spánska Sahara
fyrsta verkefni
Carlos prins
Juan Carlos hefur tekið
við stjórnartaumunum á
Spáni af hinum deyjandi
þjóðarleiðtoga Francisco
Franco hershöfðingja,
þegar spænska stjórnin
verður að beina athygli
sinni að hinu örlagaríka
ástandi í spænsku Sahara.
Juan Carlos sat i morgun i for-
sæti á rikisstjórnarfundi eftir
tveggja daga viðræður spænskra
yfirvalda og leiðtoga Marokkó,
Máretaniu og Alsir.
Fréttir herma að forsætisráð-
herrann, Carlos Arias Navarro,
fyrrum aðmiráll, hafði neyðst til
að láta til skarar skriða er ljóst
var að styrka hönd þurfti til þess
að leiða Spán úr ógöngunum i
Sahara.
i Forsætisráðherrann hefur beð-
iþ átekta s.l. 10 daga, en notfærði
sér loks lagalega smugu i
spænsku erfðalögunum þar sem
segir að prinsinn geti tekið við
stjórnartaumum um stundarsak-
ir i veikindaforföllum þjóðarleið-
togans.
Tilkynningu um að Juan Carlos
hefði tekit við völdum var frestað
þar til i gærkvöldi er læknar höfðu
gefið út yfirlýsingu um að liðan
Francos væri óbreytt, en mjög
væri af honum dregið.
Ef liðan hershöfðingjans hefði
versnað verulega, hefði stjórnin
beðið eftir dauða Francos, og
Juan Carlos hefði sjálfkrafa orðið
konungur Spánar.
Carlos endanlega
tekin við
Eins og stendur er allt útlit
fyrir að hann sé fastur i valda-
sessi þvi engar likur eru til að
Franco komist til heilsu eftir
hjartaáföll, innvortis blæðingar,
blóðtappa og ýmislegt annað sem
hefur hrjáð hann siðan hann fékk
inflúensu 17. október s.l.
Þetta er i annað skipti sem
Juan Carlos tekur við stjórnar-
taumunum til bráðabirgða á s.l.
16 mánuðum vegna forfalla
Francos hershöfðingja.
t fyrra sinnið var á s.l. ári er
prinsinn hélt varnfærnislega um
stjórnvölinn i sex vikur frá 19. júli
til 3. september, þegar Franco
fékk æðabólgu i fótinn.
— Lagt að Carlos
frá báðum hliðum
Prins Carlos stendur frammi
fyrir óvissri framtið Spánar. Að
honum verður lagt af hægri
mönnum að vikja sem minnst frá
einræðisstjórn Francos meðan
vinstri mennn og þeirsem aðhyll-
ast vestrænt lýðræði munu leggja
að honum að slaka á stjórnar-
taumunum.
En það vandamál sem nú blasir
Naverro forsætisráðherra og
Juan Carlos prins sem nú er
tekinn við völdum.
við Juan Carlos og þeirri rikis-
stjórn er hann hefur hlotið að
erfðum er fyrst og fremst i
spænsku Sahara.
— Samkomulag við
Marokko?
Utanrikisráðherra Marokkó,
Ahmed Laraki, sagði i gær þegar
hann fór frá Madrid að sam-
komulagsviðræðunum hefði mið-
að i rétta átt. Þrátt fyrir það eru
taldar miklar likur á að til vopn-
aðra átaka kunni að koma.
Sagt er að Spánn hafi gert
bráðabirgðasamkomulag við
Máretaniu og Marokkó um yfir-
ráð yfir hinu fosfat-auðuga eyði-
merkursvæði, og að Marokkó fái
bróðurpartinn.
Þá er sagt að Alsir sé þvi al-
gjörlega mótfallið þvi að
Marokkó fái meira landsvæði, og
verði þar með sterkari, og hefur
hótað að gripa til vopna til að
hindra það.
Flug-
slysið
í Prag
Fyrir einhverja Guðs mildi kom-
ust 52 menn lifs af þegar PC-9
þota, júgóslavnesk, fórst við flug-
völlinn i Prag. Hún var að fljúga
að til lendingar. Um borð i vél-
inni voru 115 farþegar og 5
manna áhöfn.
Myndin er við hliðina var tekin
af hraki vélarinnar, og eins og
sést hefur hún brotnað mélinu
smærra, og óskiljanlegt hvernig
nokkur slapp lifs úr þessum
ósköpum. —Farþegarnir i vélinni
voru allir tékkneskir.
HÍRINN VIÐ OllU ILLU
BÚINN Af HíRNUM
Herflokkar í uppreistar-
hug hafa lagt undir sig
aðalvopnabúr Portúgals til
að mótmæla áætlunum um
að fækka 18% í her Portú-
gals.
Hermennirnir lokuðu sig
inni í hergagnaskálum,
sem hafa að geyma vopn
er skilað hefur verið til
Portúgals frá Afrikuný-
lendum landsins.
Þeir krefjast þess að frestað
verði i bili áætlunum um að fækka
i hernum meðan stjórnmála-
ástandið er jafn ótryggt i Portú-
gal og raun ber vitni. — Foringjar
úr flestum deildum hersins komu
i gærkvöldi saman til fundar að
ræða málið.
Agaleysi
Agaskorturinn innan hersins
sem agerist jafnt og þétt hefur
orðið herforingjunum sivaxandi
áhyggjuefni. Menn kviða þvi að
ringulreiðin endi með þvi að her-
deildum lendi saman i illu, og þá
mundi skammt til borgara-
styrjaldar.
Atvinnu-
leysi
Ákvörðunin iim að fækka i
hernum er tekin á timum, þegar
atvinnuleysi rikir i Portúgal.
Flótti portúgala úr afrikönsku ný-
lendunum heim til Portúgals þar
sem hundruð þúsunda eru at-
vinnulausir fyrir hefur leitt til
mikilla vandræða i þessum efn-
um. Flest þetta flóttafólk (200.000
frá Angola einni) sneri heim
eignalaust.
Ur þessum vanda hefur stjórn
Jose Pinheiro de Azevedo for-
sætisráðherra ekki tekist að leysa
siðan hún sór embættiseiða sina
fyrir sex vikum.
Gruna sína
eigin menn
Til dæmis um ólguna innan
hersins er unnt að benda á um
sagnir yfirmanna flughersins.
Þeir hafa eflt vörðinn um flug-
vélarnar dag og nótt af ótta við að
aðrir herflokkar kunni að vinna á
þeim spellvirki, eða einfaldlega
þeir lægstsettu i flughernum.
Og á meðan eru uppi kvittir um
að hin og þessi deild innan hersins
Iumi á byltingaráformum.
Rœningjarnir
að þrotum
komnir
A ellefta degi umsátursins i
Monasterevin spáir irska lög-
reglan þvi að ræningjar hol-
lenska iðjuhöldarins, Tiede
Herrema, séu farnir að þreyt-
ast.
Gerir lögreglan sér vonir
um að ræningjarnir, hryðju-
verkamenn úr IRA, springi á
limminu i dag, á morgun eða
næsta dag.
Þau eru tvö sem verjast lög-
reglunni með Herrema á valdi
sinu. Eddi Gallagher og Mari-
an Coyle. Hafa þau búið um
sig á efri hæð húss þar sem
lögreglan kom að þeim.
Lögreglan hefur getað hler-
að samtöl þeirra og fylgst með
þvi hvernig þeim liöur.
Misstu niður
bombuna
Inni i Nevada-eyðimörkinni
misstu visindamenn niður
kjarnorkusprengju tólf metra
hátt fall — en ekkert skeði.
Þeir voru að slaka þessum
. 175 smálesta grip niður i nær
40metra djúpaholu. Gera átti
tilraun með að sprengja hana
neðanjarðar. — En þá varð
óhappið: Þeir misstú sprengj-
una niður siðustu tólf metr-
ana.
Sleppti gíslunum
Maður sem hélt fjórum gisl-
um i banka einum i Cleveland
i nær heilan sólahring og hót-
aði að sprengja þá i loft upp
gafst upp fyrir lögreglunni i
þann mund sem fresturinn
rann út.
Ræninginn sem nýlega var
látinn laus úr fangelsi, var eitt
sinn meðal 10 hættulegustu
glæpamanna Bandarfkjanna
sem FBI hafði á skrá sinni.
Hann kom inn i bankann i
fyrradag vopnaöur sprengj-
um. Tók hann niu fanga og
krafðist allra peninga bank-
ans, en lögreglan kom að áður
en hann komst út.
/ gegnum Súez
á leið til ísrael
Fyrsta skipið á leið með
vörur til ísraels mun fara um
Súezskurðinn i dag, en það er
nær aldarfjórðungur siðan
skip fór þá leið til Israels sið-
ast.
Þetta er samkvæmt nýjum
ekki-árásar-samningum
egypta og israela þar sem
Egyptar gangast inn á að opna
skurðinn til siglingar fyrir
skip á leið til Isrgels, svo
fremi þau flytji þá ekki her-
gögn.
Skip þetta er griskt og flytur
sementsfarm til Eilat i Akaba-
flóa.
Nýtt Karatemet
Karate kennarinn Tom
Slaven, 35 ára gamall og að
sjálfsögðu með svart belti, er
aumur i hægri hendinni eftir
að hann setti heimsmet i að
brjóta múrsteina. Hann
molaði alls 4487 múrsteina um
130 þús. kr. virði, á einni
klukkustund. Gamia metið
var 3774 múrsteinar.