Vísir - 14.11.1975, Page 8

Vísir - 14.11.1975, Page 8
8 Föstudagur 14. nóvember 1975 VISIR VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson y Ritstjórifrétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannésson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgrciðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasöl;u 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Á að fmmleiða menntamenn til atvinnuleysis? íslendingar hafa á undanförnum árum einblint mjög á stúdentsprófið sem þungamiðju i mennta- og fræðslumálum. Jafnframt hefur verið lagt kapp á að lengja námstimann og slita skólanemendur úr lifandi tengslum við dagleg störf i þjóðfélaginu. Ýmsir hafa varað við þessari þróun og þá ekki sist þeirri hættu, sem er i þvi fólgin að lengja árleg- an skólatima. Nú stöndum við einnig frammi fyrir þeirri staðreynd, að hlaupinn er ofvöxtur i það sem kallað hefur verið bóknám og af sumum æðra nám. Á sama tima hefur hvers kyns verkmenntun og sér- menntun dregist aftur úr. Nýlega hafa verið birtar tölur, sem sýna glöggt hver óheillaþróun hefur orðið i þessum efnum. Stú- dentum fjölgar óðfluga á sama tima og litil fjölgun verður i hópi nýsveina. Árið 1960 útskrifuðust 200 nýstúdentar og 350 iðnsveinar. Fyrir fimmtán árum fóru þvi talsvert fleiri nemendur i iðnskóla en menntaskóla. Árið 1970 var sú breyting orðin á, að stúdentar og iðnsveinar voru álika margir eða um 500. Nú aðeins fimm árum siðar hafa orðið þau umskipti, að ný- stúdentar eru um það bil 1.000, en nýsveinar enn sem fyrr tæplega 500. Þetta eru mjög alvarlegar tölur. Þær sýna, að á siðustu fimmtán árum hefur fjöldi þeirra, sem úr- skrifast úr menntaskólum á ári hverju nær fimm- faldast. Á sama tima hefur nýsveinum i iðnnámi aðeins fjölgað um helming. Þróunin allra siðustu ár virðist þó vera enn alvarlegri. Þannig hefur hópur nýstúdenta tvövaldast á siðustu fimm árum á sama tima og hópur nýsveina hefur staðið i stað og jafn- vel minnkað. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar i huga má öllum ljóst vera, að við erum ekki á réttri leið. Fram til þessa höfum við leitast við að apa sem mest eftir frændþjóðum okkar á Norðurlöndum á þessu sviði eins og ýmsum öðrðum. Þó að það sé góðra gjalda vert að ýmsu leyti er enginn sýnilegur hagur i þvi að hef ja hér f jöldaframleiðslu á atvinnu- lausum háskólamönnum eins og þar er, ekki sist i Sviþjóð. Þegar núverandi menntamálaráðherra tók við embætti lýsti hann yfir þvi, að hann hefði i hyggju að leggja meiri rækt við verkmenntun en gert hefur verið fram til þessa. Menn biða þess nú, að þessarar nýju stefnu fari að sjást merki. Þegar álit iðn- fræðslulaganefndar liggur endanlega fyrir á að vera unnt að hefjast handa i þessum efnum. Á þessu ári á samkvæmt fjárlögum að verja 6.000 milljónum króna til skóla. Þar af fá iðnskólar 136 milljónir króna, en framhaldsskólarnir 1.000 milljónir króna. Iðnskólarnir fá þannig 2% af fram- lögum til skólastofnana. Það er hættulegt fyrir at- vinnulif landsmanna ef þetta hlutfall helst óbreytt. Við hljótum að leggja á næstu árum meiri rækt við verkmenntun og hvers kyns sérmenntun. Mepntun á ekki að skipta i æðri og óæðri eins og gert hefur verið. Hér þarf að koma til veruleg hugar- farsbreyting og nýtt mat á gildi menntunar i þágu þjóðfélagsins. 7 Umsjón: OH Mikil vinna hefur farið i endurbyggingu skemmdra bygginga f Noröur-Vfetnam. Þeir sem fara þar um i dag, sjá litil verksummerki eftir striðið. Hœgar framfarir í Norður-Víetnam En norður-vietnamar gera sér ljósa þá hættu að halla sér um of að rússneska birninum. Þeir þiggja lika aðstoð frá vestrænum rikjum, t.d. Sviþjóð. Sviar eru nú að byggja barna- spitala og pappirsverksmiðju i Norður-Vietnam. Japanir veita einnig aðstoð, útvega lán, og leita að oliu úti fyrir ströndum landsins. Varfærni norður-vietnama gagnvart rússum byggist m.a. á þvi, að þeir óttast, að ef þeir þiggja of mikið fra þeim, verði að gera sitthvað i staðinn. Rússar hafa t.d. að undanförnu sóst eftir þvi að fá að hafa flota- stöð i Cam Ranh flóa, þar sem bandarikjamenn höfðu áður slika stöð. Stjórnin i Hanoi berst kröftug- lega gegn umsókn rússanna. Enda undarlegt ef þjóð sem hefur barist i hundrað ár gegn erlendum yfirráðum, færi að leyfa erlenda flotastöð i landi sinu, loksins þegar búið er að hrekja yfirdrottnarana úr landi. Aðal umræðuefnið i Hanoi er samt sem áður ekki erlend yfir- ráð. Pólitisk sameining Norður- og Suður^Vietnam er efst á baugi. Beðið er eftir heppilegum tima til að sameina lands- hlutana. Rætt hefur verið um að gera það rétt áður en flokksþing kommúnistaflokksins verður haldið i febrúar eða mars. Ýmislegt er gert til að undir- búa hina endanlegu sam- einingu. Sérfræðingar hafa verið sendir suður á bóginn, til að undirbúa jarðveginn. Vestræn riki hafa verið látin vita að þau megi setja á stofn ræðismannsskrifstofur i Saigon. Ef einhver þar i borg skyldi vera i vafa um það hver muni stjórna hinu sameinaða Vietnam, þá þarf hann ekki að leita lengi, til að finna eitt af hinum fjölmörgu kortum af Vietnam, sem sýna Hanoi sem höfuðborg alls landsins. Snögg sameining er ekki hættulaus. Hugsunarháttur og efnahagur ibúa hinna tveggja hluta er ekki sá sami. Norður-vietnamar eru bjart- sýnir, þrátt fyrir allt. Þeir telja, að með timanum geti Vietnam orðið jafn sterk efnahagslega og Japan er nú. Vietnam býr yfir gnægð hráefnis, og annarra auðlinda. Gert er ráð fyrir að strax árið 1977 verði landið sjálfu sér nægt um mat. Upp úr þvi ætti svo hagurinn að vænkast. Lifsgæði er orð sem ibúar Hanoi þekkja ekki nema af afspurn. Almenningssamgöngutæki þeirra eru yfirfull i öllum ferðum. Bilar sjást ekki, en mikið af hjólum. Þrátt fyrir aö meir en hálft ár sé liðið siðan striðinu í Vietnam lauk, hefur ekki mikið ræst úr lifskjörum íbúa Norður- Víetnam. Þeim ibúum Norður Vietnam sem bjuggust við að eftir lok striðsins mundu lifskjörin batna, skjátlaðist. Ástandið i sveitum landsins er eitthvað betra en i borgunum. Blaðamaður timaritsins Economist var á ferð i Hanoi og fleiri stöðum i Norður Vietman fyrir stuttu. Hann segir að þorri almennings hafi rétt fyrir brýnustu nauðsynjum. Ekkert af þeim lúxus sem ibúarnir i suðurhluta Vietnam höfðu vanist, viðgengst i norður- hlutanum. Litið hefur lekið á milli landshlutanna tveggja, þrgtt fyrir að sama stjórn riki á báðum stöðum. Reyndar voru landamærin opin fyrstu sex vikurnar eftir að striðinu lauk, en siðan var þeim lokað. Ástæða var sú gefin, að samgönguerfið- leikar yllu lokuninni. En það hefði aíveg eins verið hægt að segja, að ásókn suður á bóginn i mótorhjól, bila, myndavélar, útvörp og rafmagnsviftur hafi þótt full mikil. Þessa muni er enn þann dag i dag hægt að fá á svartamarkaði i Saigon — eða Ho Chi Mihn borg, eins og hún heitir nú. 1 Hanoi eru rikisreknar verslanir. En skammturinn sem hver má kaupa er takmarkaður — og nægir fæstum. Þvi þrifst friáls markaður ágætlega þar. — þrátt fyrir að háift ár sé liðið frá endalokum stríðsins Yfirvöld hafa tvisvar á þessu ári hafið herferðir til að berja þennan markað niður. Það hefur þó ekki tekist. Sölumenn- irnir fluttu sig aðeins um set, og hættu að selja þar til mesti æsingurinn var um liöinn. Húsnæðisskortur er enn tals- verður í Hanoi. I sumum hverfum sofa menn enn á gang- stéttum. Verslanir i borgum Norður- Vietnam selja aðeins nauð- synjavörur. Enda hafa fáir umframfé, nema hátt settir embættismenn. Nokkuð hefur borið á spillingu innan embættismannákerfisins, og að frændsemi ráði hver fær hvað. Yfirvöld berjast harðri hendi gegn þessu, og tekst, að þvi er virðist, að halda þvi i skefjum. Skrifstofubáknið er þungt i vöfum, likt og i öðrum kommúnnistarikjum. Útlendingum er sérstaklega vel tekið. Þeir eru umvafðir brosandi fólki. Þessu veldur bæði eiginlegt létt skaplyndi vietnama, og að útlendingarnir eru mjög oft álitnir rússar. Sovetmenn hafa verið mjög ra'usnarlegir við vietnömsku þjóðina. Kinverjar, sem studdu norður-vietnama dyggilega meðan á striðinu stóð, veita nú efnahagsaðstoð aðeins með þeim skilyrðum að endur- greiðsla fáist.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.