Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 Ljósmynd gerð eftir ,,Daguerre“-myndl af Bertel Thorvaldsen í Róm úti fyrir vinnustofu hans. Mynd þessi er æfci mikið frábrugðin öSrum myndum af Thorvaldsen, sýnir hvernig hann var í hversdagslegri framgöngu á síÖustu árum æfinnar. Myndina tók einn af lærisveinum Daguerre, þess er fann upp slíka myndagertS. hinu fagra og merkilega höfð- ingjasetri, árið 1741. Faðir hans, Þorvaldur Gottskálksson, var þá djákn þar, en 6 árum síðar, 4. júní 1747, vígðist hann prestur að Miklabæ í Blöndahlíð, og þar ólst Gottskálk upp. Hann var fermd- ur í Víðivallakirkju, er hann var 16 vetra, 22. maí 1757, og það sumar fór hann ásamt tveim systkinum sínum, Ólöfu, er var fædd 1736, og Ara, er var árinu yngri en hún, til Kaupmanna- hafnar. Hafa þau sjálfsagt farið með kaupskipi frá Hofsósi. Sjera Þorvaldur var fátækur maður. Hann hafði verið skipaður djákn að Reynistað 10. jan. 1736 og kvænst þá, Guðrúnu, dóttur Ás- gríms Einarssonar frá Hraunum í Fljótum og Hólmfríðar, dóttur Ara Jónssonar í Sökku, og hafði Hólmfríður átt hana áður en hún giftist; hún gekk síðar að eiga Þorlák Markússon í Sjávarborg. Er nú ókunnugt, hvers vegna þau Ásgrímur áttust ekki. Hann var maður skólagenginn og þótti merkismaður. Þórunn, móðir hans, var systir Ólafs prófasts á Hrafnagili, afa Ólafs stiftamt- manns Stefánssonar; voru þeir því fjórmenniugar, Gottskálk, faðir Bertels, og Magnús kon- ferensráð Stephensen. Ari í Sökku, faðir Hólmfríðar, var son- ur sjera Jóns í Vatnsfirði og Hólmfríðar Sigurðardóttur pró- fasts, sonar Odds biskups Einars- sonar og Helgu, dóttur Jóns, son- ar sjera Björns á Melstað, sonar Jóns biskups Arasonar. Sjera Jón í Vatnsfirði, afi Hólmfríðar Ara- dóttur, var sonur Ara Magnús- sonar í Ögri og Kristínar, dóttur Guðbrands biskups Þorlákssonar. Guðrún, kona sjera Þorvaldar, var fædd 1713 og dó á Reynistað 1745, frá börnum sínum ungum, og kvæntist sjera Þorvaldur ekki aftur. SÍRA ÞORVALDUR VAR KIRKJUSMIÐUR. Bæði kirkja og bæjarhús á Miklabæ voru í ófæru ástandi, er hann kom þangað, og varð hann að byggja þau upp. Gengu efni hans öll í það og því mun hann ekki hafa sett sonu sína til skólalærdóms á Hólum. Hann er sagður hafa verið mikill hagleiks maður og virðist hafa verið list- hneigður. Embættisbækur hans eru til enn og er rithönd hans greinileg og mjög áferðarfalleg, ber vott um góðan smekk, ná- kvæmni og gætni. Hann skrifaði svo jafnan nafn sitt, stórgerðum snarhandarstöfum og skrautlega: Th. Gottskalksson, og sömuleiðis skrifaði hann svo nafn yngra sonar síns: Gottskalk Thorvalds- son, og nöfn hinna systkinanna í samræmi við það, en föðurnafn föour síns skrifaði hann þó með þorni. — Hann og þeir feðgar allir munu sjálfir hafa unnið mest að smíði kirkjunnar og bæjarhúsanna. Gísli biskup Magn- ússon vísiteraði í Miklabæ 19. ág. 1757 og Halldór prófastur Jóns- son 2 árum síðar. Var kirkjan þá nær fullsmíðuð og lýsa þeir henni nokkuð. Segir prófastur m. a., að milligerðin milli kórs og framkirkju, sem siður var að skreyta nokkuð, hafi verið þann- ig: „Milli kórs og kirkju eru 2 stafir með útskornum stykkjum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.