Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Síða 12
404
yfir, með olíufarfa að framan- og
iunan-verðu; kvenmannamegin eru
2 þverslár, karlmannamegin eru
þil, til prjedikunarstóls, á þver-
slá með pílárum yfir, förfuðum,
sem standa milli málaðra þver-
fjala“. Sjera Jón Konráðsson á
Mælifelli þekti þessa kirkju vel,
og segir hann, að sjera Þorvald-
ur hafi smíðað hana sjálfur, og
að smíði á henni hafi verið frá-
brugðið annara smiða á sömu tíð.
Hún stóð með sömu gerð alt til
1841, segir hann. Kirkjan, sem
nú er á Víðimýri, var smíðuð
1834. Miklabæjar-kirkja sjera Þor-
valdar virðist hafa verið með
líkri gerð, og sömuleiðis kirkj-
urnar á Hofstöðum og Flugu-
inýri. Er ekki ólíklegt, að þær hafi
verið smíðaðar að sumu leyti með
kirkjuna í Miklabæ sem fyrir-
mynd. — Töldu þeir biskup og
prófastur, að kirkjan væri orðin
sjera Þorvaldi mikið skuldug,
þótt hún væri ekki fullbúin.
ERFIÐUR FJÁRHAGUR
SlRA ÞORVALDAR.
Biskupinn „yfirleit staðarhúsin,
svo vel utan- sem innan-bæjar, og
fyrirfundust þau öll í góðu standi,
að fráteknu einu búrhúsi. Hin öll
hefir áðurnefndur staðarhaldar-
inn, sr. Thorvaldur Gottskalksson
vel og sómasamlega uppbygt eins
og kirkjuna, með stórum kostn-
aði“. Skömmu eftir að biskup
vísiteraði, 1. sept., varð sjera Þor-
valdur að veðsetja kaupmannin-
um í Hofsósi, Sören Pens, fyrir
skuld til kaupstaðarins, þ. e.
verslunarinnar þar, 10 hundruð í
jörðinni Barkarstöðum í Húna-
vatnssýslu, sennilega þeirri, sem
er í Torfastaðahreppi. Hefir sú
veðsetning verið talin benda til
þess, að þá muni synir prests
hafa farið utan. Er það ekki ólík-
lega til getið, en ekki mun hinn
mikli kostnaður, sem sjera Þor-
valdur hafði haft af húsabygg-
ingunum, hafa orsakað þau fjár-
hagsvandræði síður, og kemur það
fram í þingbók sýslumanns, Jóns
Snorrasonar (tengdasonar Skúla
fógeta Magnússonar), er hann les
upp veðsetningu prests á þingi á
Okrum 16. sept. 1761, hina sömu
og gerð hafði verið 1757 og lesin
þá á hjeraðsþingi á Hofi og næsta
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sumar á alþingi; kemst sýslumað-
ur svo að orði: „-----sem vel-
nefndur presturen hefur af stórre
Naudsyn hloted ad setja i ved
sinna barna godz sem eckiu mað-
ur, ja barnanna modur arf til ad
fa sina naudsyn og sem bevisan-
legt kann giörast vared smum
Efnum til præstakallsens, sem var
gandske ruineret, godrar uppbygg
ingar samt kyrkiunnar i Stand-
sættelse, so til dæmest ej hans
sette pantur Compagnæinu (þ. e-
verslunarfjelaginu, sem þá hafði
verslunina hjer og þar með á
Hofsósi) fyrer utan vidara fore-
spörsel om prioritet“.
SKYLDULIÐ SÍRA ÞOR-
VALDAR I BLÖNDUHLÍÐ.
Það hefir verið sviplegt fyrir
sjera JÞorvald, er öll börnin hans
hurfu frá honum út í heiminn
haustið 1757. Að sönnu gat liann
átt von á því, að fá að sjá þau
aftur, því að hann var ekki gam-
all rnaður, hálf-fimtugur. Móðir
hans var dáin, en faðir hans var á
lífi, vel ern, og var nú nágranni
hans, og sömuleiðis systir lians,
Ólöf Gottskálksdóttir. Þau feðg-
in munu hafa komið til sjera
Þorvaldar að Miklabæ, er hann
tók við staðnum, eða skömmu síð-
ar, og verið þar nokkur ár. Mun
Gottskálk þá hafa verið ekkju-
maður og brugðið búi sínu af
þeim sökum jafnframt. Hann
hafði búið á Möðrufelli í Eyja-
firði og verið lögrjettumaður. Er
börn sjera Þorvaldar sigldu, voru
faðir hans og systir farin að búa
í Blönduhlíðinni. Ólöf hafði verið
í Miðskytju og gifst Guðmundi
Jónssyni fyrir 4 árum; áttu þau
nú 2 börn, Margrjeti og Guðrúnu,
og bjuggu á Litlu-Sólheimum, en
Gottskálk hafði kvænst (í annað
sinn) fyrir 3 árum, haustið 1754.
Kona hans hjet Guðrún og var
Þórarinsdóttir. Þau bjuggu á
Þorleifsstöðum í árslok 1757, en
hafa, ef til vill, ekki farið að búa
þar fyr en þá um vorið, því að
á árunum 1754—56 virðist Gott-
skálk hafa verið á Miklabæ með
presti.
Þau hjónin eignuðust nokkur
börn, og voru þau hálfsystkin
sjera Þorvaldar einkennilega mik-
ið yngri en börn hans. Einua
merkastur þessara hálfsystkina
lians var Gottskálk. Hann var
fæddur 1761; hann fór utan, var
lengi í Þýskalandi og Austurríki.
Kendi sig þá við átthaga sína og
kallaði sig Blander. En „taugin
ramma“ dró hann aftur til föður-
túnanna og bjó hann lengi á Mið-
grund; var hreppstjóri nokkur ár
í Akrahreppi, en druknaði í Hjer-
aðsvötnunum 1821. Er eftirtektar
Vert, að hann skyldi á unga aldri
leita til Þýskalands, en það mun
hafa stutt að því, að faðir hans,
Gottskálk gamli Þorvaldsson hef-
ir sennilega kent honum þýsku.
Það mál hefir Gottskálk nefnilega
kunnað, og hefir því að líkindum
verið sjálfur í Þýskalandi á yngri
árunx sínum. Er liann efalaust sá
hinn sariii Gottskálk Þorvaldsson,
sem Jón prófastur Steingrímsson
segist í ævisögu sinni hafa fengið
1750, er hann var ný-útskrifaður
xxr Hólaskóla, sem „yfrið góðan
tilsagnarmann og góðan uppfræð-
ara til þess“ að kenna sjer þýsku,
„þar skamt frá“, er hann átti
heima, en hann var þá á Ystu-
Grund með móður sinni. Segir
sjera Jón e. fr. svo um Gott-
skálk, að hann hafi verið „einn
sá ágætasti og frómlyndasti mað
ur, er ei sleit trygð og dánu-
mensku, hvorki við mig nje aðra,
svo leingi hann lifði“.
Gottskálk Þorvaldsson bjó fyrr-
um á Möðruvöllum í Eyjafirði og
var kvæntur Sigriði Jónsdóttur úr
Flatey á Skjálfanda. Hann mun
hafa verið fæddur 1685. Seinna
keypti Gottskálk Hreiðarsstaði í
Svarfaðardal og bjó þar lengi,
en að síðustu í Möðrufelli, áður
en hann fór að Miklabæ til sjera
Þorvaldar, sonar síns.
ÞEIR MIKLABÆJARFEÐG-
AR VORU AF GEITA-
SKARÐSÆTT.
Sjera Þorvaldur var hálf-fertug-
ur, er hann vígðist; hann var
fæddur á Möðruvöllum í Eyja-
firði 1712. Þegar hann var á 11.
árinu, var hann látinn fara að
læra undir skóla, latínu, hjá Þor-
steini prófasti Ketilssyni á Hrafna
gili; var hann hjá honum einn
vetur, en síðan 3 vetur hjá Stef-
áni Einarssyni á Munka-Þverá;
fór svo 1727 í Hólaskóla og var