Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 útskrifaður þaðau 1735, en varð djákn á Reynistað í byrjun næsta árs, eins og getið var áður. Þeir feðgar voru af Geitaskarðs- ætt svo-nefndri í beinan karllegg. Þorvaldur, faðir Gottskálks lög- rjettumanns, var Gunnlaugsson, en Gunnlaugur sá bjó í Mikla- garði í Eyjafirði og á Gullbrekku, og var lögrjettumaður einnig; hann var Egilsson, sonur Egils Jónssonar, en Jón sá bjó á Revkj- um í Tungusveit og síðar í Geita- skarði, og var sýslumaður nokkur ár. Hann var sonur Egils sýslu- manns Jónssonar í Geitaskarði (d. 1560) og Guðrúnar, dóttur Þor- leifs lögmanns Pálssonar á Skarði. Foreldrar Egils sýslumanns voru þau Jón sýslumaður Einarsson og Kristín, dóttir Gottskálks bysk- ups Nikulássonar. Giftust þau 1516. Einar, faðir Jóns, var einn- ig sýslumaður; liann var sonur Odds lögrjettumanns Pjeturssonar á Holti í Saurbæ, en óvíst mun um framætt þess manns. Einar kvæntist 1480 Ásu, dóttur Egils sýslumanns Grímssonar, og komst föðurnafn hennar þannig inn í þessa ætt, en Þorvaldar-nafnið ber Þorvaldur Gunnlaugsson fyrst- ur í þessum karllegg, svo kunn- ugt sje, og hann tekur upp Gott- skálks-nafnið inn í ættina aftur, ef til vill vegna þess, að honum hefir verið kunnugt um, að hann var afkomandi byskupsins norska á Hólum með því nafni. En fleiri voru þær stórættaðar en Guðrún Þorleifsdóttir og Kristín, konurn- ar, sem giftust mönnum af þess- um ættlegg. Kona Jóns sýslu- manns Egilssonar á Geitaskarði, sonar Guðrúnar, var Guðný, dótt- ir Einars sýslumanns Þórarinsson- ar í Bólstaðarhlíð, Steindórssonar, Gíslasonar; en Egill, sonur Jóns, var kvæntur (1608) Rannveigu, dóttur Markúsar sýslumanns Ólafssonar í Hjeraðsdal og Ragn- heiðar, dóttur sjera Björns á Mel- stað, sonar Jóns byskups Arason- ar. Tengdadóttir Egils, kona Gunnlaugs lögrjettumanns, var einnig komin af Jóni byskupi, því að Halldóra Árnadóttir, móðir hennar, var sonardóttir Þuríðar, dóttur sjera Sigurðar á Grenjað- arstað, sonar Jóns byskups. Ættir þessara manna og kvenna, er nú Eiginhandar nöfn þeirra sr. Þorvaldar og Alberts Thorvaldsen. Hafa menn þóst sjá líkingu í rithönd þeirra. hefir verið getið, má vitanlega rekja lengra fram og til annara höfðingja, alt fram til Sturlunga- aldar eða sögualdar eða land- námsaldar, en, sem kunnugt er, voru ættir margra landnáms- manna raktar til konunga í þeim löndum, sem landnámsmennirnir komu frá, og svo má einnig gjöra um forfeður þessara feðga, Bert- els, Gottskálks og sjera Þorvald- ar, en þetta mun nægja til að sýna, af bve góðu, íslensku bergi Bertel Thorvaldsen var brotinn, og Gottskálk, faðir hans, í báðar ættir. VEIKIST Á ÖRÆFUM. — KEMST VIÐ ILLAN LEIK HEIM. Sjera Þorvaldur á Miklabæ átti ekki þeirrar gleði að njóta, að sjá aftur börnin sín. Hann lifði einungis 5 ár eftir burtför þeirra. Sjera Jón Konráðsson skýrir frá dauða hans á þessa leið, eftir góð- um heimildarmanni: „Sumarið 1762 fór hann með Iest suður á land, en í heimleið- inni, á Blöndu-bakka, í tjaldstað, greip hann svo æsilegt tak, að menn ætluðu honum ekki líf; var honum opnuð æð, hvar-við honum svíaði, svo honum varð komið á hest. Fylgdist hann mest lestinni yfir um Blöndu, en þegar yfir ána var komið, kvaðst hann mundu ríða á undan Iestinni slíkt, sem af tæki; tók síðan reiðhest sinn ann- an, lausan, og Ijetta-pilt úr lest- inni, 11 vetra, Nikulás að nafni. Reið hann síðan í einum spretti norður á Byskupsflöt á Mælifells- dal; þar stje hann af baki, og hvíldi sig og hestinn um stund. Hafði hann þá lítinn frið fyrir takinu. Aftur komst hann á bak með tilhjálp piltsins; reið hann þá í öðrum spretti ofan dalinn og alt til Hjeraðsvatnanna, undan Víðivöllum. Voru þá vötnin afar- mikil og hvergi nærri reið; kvaðst prestur mundu leggja til sunds, Ijet hestana blása, batt piltinn vandlega niður á hestinn, og tók af honum beislið. Grjet þá Niku- lás hástöfum, en prestur hug- hreysti hann vel; kvaðst sjálfur deyja mundu bráðlega heima á Miklabæ, en hann myndi gamall verða og saddur lífdaga. Rak prestur svo hestana til sunds og lagði á eftir. Gekk þeim vel yfir- ferðin, og náðu þegar heim. Lagð- ist prestur strax, og fór ei á fæt- ur síðan. Ljet bera sig út og tjalda yfir sjer á hlaðinu, þegar veður var stilt, og lá þar svo vikum skipti. Bauð hann Nikulási að hafa allt jafnt hestana til taks og vísa. Leið svo og beið, þar til þann 9. septembe; um haustið, að prestur, árla dags, Ijet kalla Niku- lás fyrir sig, og bað hann taka hestana og sækja sjera Jón Sveinsson í Goðdölum til að veita sjer sakrament, og færa honum hest sinn, ef honum vera kynni hestvant. Var sjera Jón kominn um miðjan dag. Veitti hann hon- um síðan prestlega þjónustu, og var hjá honum, þar til daginn eftir, þann 10. september 1762, þá sjera Þorvaldur andaðist. — Svo sagði mjer Nikulás þessi sjálfur hjer frá 1818, og lifði hann mörg ár þar eftir“. MIKLABÆJARSYSTKININ ERLENDIS. Um veru þeirra systkinanna, barna sjera Þorvaldar, í Kaúp- mannahöfn á þessum árum er lítið kunnugt. Jón Arason frá Sökku, ömmubróðir þeirra, kann þá enn að hafa verið þar og liðsint þeim, og að sjálfsögðu hafa ýmsir aðrir landar þar gjört það. Einn hinna mest metnu og auðugustu þeirra var þá Sigurður gullsmiður Þor- steinsson, sonur Þorsteins sýslu- manns Sigurðssonar á Ytri-Víði- völlum í Fljótsdal. Var hann for- seti (Olderman) í fjelagi gull- smiða í borginni. — Eru hjer á landi til ýmsir ágætir smíðisgrip- ir eftir hann eða frá vinnustofu hans. Til þessa manns fór Ari til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.