Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
407
Ur .daglegci lífinu
Þaí var í apríl.
Sunnanundir Kúsvegg
þar sem sólin skein í gœr
gægjast ofurlítil græn blöí
eins og litlir fingurgómar
upp úr moldinni.
Og bíSa eftir meiri sól.
Nokkrir sólardagar
og nokkrar hlýjar nætur.
— Laukarnir í moldinni
veita meira líf
og blaSafaSmar opnast
móti sólinni.
ÁSur en nokkurn grunar,
standa blómin rauS og gul,
á háum, mjóum stilkum,
og kinka sinum kollum
í vorgolunni.
LitskrúS og líf,
augnfró og ilmur,
sunnan undir húsvegg,
meSan alt annaS er dautt og visiS
í vetrardvala.
En hvaSan eru laukar,
niSri í svartri moldinni,
er Iáta slíka fegurS af sjer spretta?
— Þeir eru hiS vaknandi vor!
Gamlir sjómenn
standa á hafnarbakkanum
og horfa út á hafiS,
veSurbarSir,
vinnulúnir.
Þeir muna fífil sinn fegri.
Tíminn HSur.
Skútuöldin er löngu HSin hjá
og líf þeirra aS fjara út.
Eitt sinn var sjávarloftiS þeirra
andrúmsloft.
Á hverjum morgni
koma þeir fram á bakkann,
vetur, sumar, vor og haust,
og horfa á bátana,
skipin
og aflann,
sem aSrir flytja’ á land,
og snúa síSan heimleiSis.
— Hvar eiga þeir heima þessir
menn ?
SjerSu þessa konu,
sem gengur á götunni
meS slegiS sjal?
Uppbrett húfubarS,
á hælaháum skóm.
Hvert er hún aS fara?
Hún lítur til hægri og vinstri,
eins og drotning i ríki sinu.
Hún er drotning hvar sem Kún er
og hvar sem hún fer,
meS hús og heimili,
börn
og mann.
Hún á alt sem hún sjer.
Jeg sje þaS á látbragSinu,
á augnaráSinu,
á göngulaginu.
Hún gæti líka átt mig,
— en jeg hverf fyrir horn.
V. St.
einkum komið af því, að hann
hefir sjálfur sagst vera það.
Magnús Hákonarson setur t. a. m.
í hók sína um hann ítalska vísu,
sem var ort til hans 1823; þar er
hann ávarpaður: L’ islandiro
scultor! Kona ein þýsk, frú Hen-
riette Herz, sem var í Rómaborg
og þekti Thorvaldsen vel, en var
enginn vinur hans, og sinnaðist
mjög við hann vegna þess, hve
illa henni þótti honum hafa farist
í ástamálum, kallaði hann í brjefi
til vinar síns, hins merka danska
heimspekings, Sibberus, „íslensk-
an Don Juan“.
Kunningjar hans í listamanna-
hóp kölluðu hann venjulega Þór,
Thor; og því komst Adam Oehlen-
schláger svo að orði um hann í
kvæði, sem hann orti um ísland:
„Thor fra Island i Rom vækker
Kronion til Liv“.
Myndi mega telja fram fleiri
því lík dæmi, ef leitað væri, sbr.
upphafið í bók Magnúsar Hákon-
arsonar. Og fyrir 20 árum var
birt i danska dagblaðinu „Politik-
en“ lofkvæði á ensku, sem ind-
verji einn hafði þá ort nýlega um'
Thorvaldsen; var hann þar enn
talinn íslenskur. Hjet blaðið verð-
launum fyrir þýðingu af kvæð-
inu.
Hvað sem satt kann að vera um
fæðingarstað Bertels Thorvald-
sens, er það víst, að listgáfu sína
hafði hann af föður sínum og for-
feðrum íslenskum, og hann hafði
einnig ýms önnur einkenni, and-
leg og líkamleg, er hann hafði
erft af hinum ísiensku forfeðrum
sínum, og sóru hann mjög í ætt
þeirra, svo sem dr. Louis Bobé
hefir svo ágætlega minst á íupp-
hafi nýrrar bókar, sem haun hef-
ir fyrir skemstu riftð og hj ;r skal
bent á að síðustu: Thorvaldsen i
Kærlighedens Aldre.
M. Þ.