Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Síða 16
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ólafur Jóh. Sigurðsson; HONDIN Brot úr endurminningu aPI á loftinu bjó gömul kona, en jeg vissi ekki hvað hún hjet. Ef jeg vaknaði snemma á morgnana, þá heyrði jeg fótatak hennar, þegar hún læddist niður stigann. Það var lágt og auðmjúkt fótatak, svo jeg ályktaði að lífsskoðun hennar væri aðallega í því fólg- in, að valda ekki miklum há- vaða í heiminum. Stöku sinn- um mætti jeg henni líka í stig- anum, þegar hún var að koma heim á kvöldin. Stiginn var bæði mjór og brattur, og það var æfinlega hún, sem vjek úr vegi, hmpraði sig upp við vegginn og reyndi að gera eins lítið úr sjer og mögulegt var. Það tókst merkilega vel. Mað- ur sá hana varla. Enda virtist hún hafa langa æfingu í, að víkja úr vegi. Einu sinni gerði jeg það að gamni mínu, að hliðra til fyrir henni í stiganum. Jeg stóð kyr og beið þess, að hún hjeldi áfram. En gamla konan stóð einnig kyr.Hún hreyfði sig ekki — og beið eins og jeg. Ætlarðu ekki að halda á- fram? spurði jeg óþolinmóður. En hún hristi höfuðið og skildi ekki þessa nýstárlegu kurteisi. Hún var lág vexti og bogin. Þegar hún leit upp — og það kom örsjaldan fyrir — þá sá maður óendanlega þreytu í dökkum augunum, andlitið var svipbrigðalaust og ópersónu- legt, hörundsliturinn grár, hár- ið tjásulegt. Hún hafði engin sérkenni, sem skipuðu henni í ákveðinn flokk. Hún var ein af þeim fjölmörgu manneskj- um, sem fyrirfinnast alls staðar á jörðinni, enda fanst mjer til- vera hennar skifta engu máli. Jeg hafði ekki hugmynd um hvaðan hún var, hvað hún gerði, eða hvort hún hefði alið allan aldur sinn hjerna á loft- inu; en einhver sagði mjer, að son ætti hún, myndarlegan strák, sem væri sjómaður. Svo komu fyrir ýms atvik, sem færðu okkur nær hvort öðru. Atvik, sem urðu þess valdandi, að mörgum árum seinna samdi jeg nokkur lög, sem jeg kallaði Söngva gömlu konunnar. Z. Fyrstu vikurnar, sem jeg bjó í húsinu, gekk alt að óskum. Jeg hafði nóg að bíta og brenna, mjer leið vel, jeg horfði björt- um augum fram á veginn. En hamingjubyrinn varð ekki langær, því miður. Peningarnir mínir gengu smám saman til þurðar, vinir mínir gengu smám saman til þurðar, það steðjuðu að mjer vandræði, svo jeg átti oft erfitt með svefn á næturn- ar. Jeg gekk um gólf. fram og aftur. Nóttin var hljóð, auðn- arþögnin drekti hverri hugsun, hverju andartaki. — Að sitja við gluggann og horfa á það, sem gerðist í hús- inu hinumegin við gðtuna, var mín besta dægrastytting. Á morgnana sá jeg holduga frú sýsla við matartilbúning. Hún handljek diska og pönnur með fullkomnu öryggi, brosti að sínum skemtilegu hugsunum, og vaggaði öðru hverju inn í borð- stofuna. Hún var sjálf einskon- ar borðstofa. Á kvöldin hafði jeg mestan áhuga fyrir Ijós- inu í einum herbergisgluggan- um á neðstu hæð. Þar bjó ung- ur maður, sem virtist ákveðinn f. að njóta lífsins. Sem betur fór var hann ekki kvöldsvæf- ur, en hitt var þó enn þá meira virði fyrir mig, að jeg gat aldrei vitað, hvenær hann myndi slökkva. Það kom meira að segja fyrir, að hann slökti alls ekki, og ljósið logaði alla nótt- ina. Jeg ásetti mjer að telja upp að fimm þúsund. Jeg veðjaði um það við sjálfan mig, að áð- ur en þeirri tölu væri náð, myndi nábúinn slökkva. Jeg lokaði augunum og byrjaði að telja: skifti mjer í tvo menn, annar taldi, en hinn gætti þess að öllum reglum væri hlýtt. En þegar liðið var á fjórða þúsundið, gat jeg ekki stilt mig um, að opna augun ofurlítið, þannig, að jeg sá, hvort ljósið lifði ennþá. Ef svo var, taldi jeg hægar, uns komið var upp í fjögur þúsund og fimm hundruð. Þá opnaði jeg augun eldsnögt, svo að fjelagi minn, sem stóð á verði, yrði þess ekki var, bætti síðan þrem hundruð- um í viðbót, opnaði augun einu sinni enn, og síðustu tugina taldi jeg mjög hægt, ákveðinn í að vinna. En nábúi minn hinumegin við götuna hefir að öllum líkindum ekki haft hugmynd um, hvað hann var þýðingarmikil per- sóna. Annað hvort hefir hann verið mjög illa innrættur eða húsráðendur hans mjög óþol- inmóðir, því að einn góðan veðurdag sje jeg nýtt andlit í glugganum. Það var miðaldra piparmey, uppþomuð og skorp- in, manneskja sem slekkur ljós- ið stundvíslega klukkan tíu á hverju kvöldi. Vinur minn hafði flutt sig — og andvökunæturnar urðu enn þá. eyðilegri og viðburðasnauð- ari. 8. Eftir þetta fór jeg að veita gömlu konunni meiri at- hygli. Jeg tók sjerstaklega eft- ir því, að hún var upplitsdjarf- ari og glaðlegri, ef veður var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.