Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 GESTUR PÁLSSON 25. maraí J8?b. w»/ Fyrirfram segi ég þér, að þetta blað er af mér ákveðið til þess, að sanna það fyrir þér að þú hefir rangt fyrir þér í mörgu því sem þú skrifar mér seinast ... — Mér þykir þú hafa æði djúpt „ind- blik“ í skáldskapinn, þar sem þú ert kominn að þeirri niðurstöðu, að hann sé eintóm mathematik; það hefur víst enginn fundið út fyr en þú, þú ættir annars að rita um það dispútatíu og verða Dr. í „æsthetik". Þú ert að reyna að verja það, að margir af kennurunum séu borneraðir og bækurnar stagn- eraðar. Getur þú borið á móti því, að maður sem kemur fram með skoðanir eins og Gísli Magnússon sé borneraður? Og vildi ég fara að verða langorð- ur, gæti ég sannaS það um marga fleiri. Ég vil ekki segja að það séu allir, enda minnir mig að ég skrif- aði þér það ekki. Nú, viðvíkjandi bókunum, getur þú borið á móti því að Munthe sé stagneraður? Get- urðu borið á móti því, að Bohr sé stagneraður? Get- ur þú borið á móti því, að kennslan í þýzku sé bæði borneruð og stagneruð? engir stýlar í máli, sem sér- hver maður, sem vill heita menntaðúr, hlýtur að kunna mjög vel. Getur þú borið á móti því, að kennslan í latínu sé stagneruð? Svona gæti ég setið í heilan sólarhring og prédikað, og þú mundir verða neyddur til að játa að ég hefði rétt fyrir mér. — Jæja, vinur minn, það tjáir ekki að hafa gylltar skoðanir um þetta; ég er enginn pessímisti, það veiztu sjálfur, en ég get ekki verið svo partiskur, að setja þetta í svo ógnarbjart ljós. En lærisveinar skólans, þeir eru langflestir sem ekkert hugsa um annað en fella tár yfir lágum karaktérum og gleðja sig og hressa við piparkökur eða annað verra. Held- ur þú að íslandi sé gagn eða verði gagn að svo hugsunarlausum sonum? Ég er hræddur um að ég neyðist til að segja nei! Af mér sjálfum er það að segja, að mér líður mikið vel og gengur vel í skól- anum, minna en mg í fögunum heyrir til „sjelden- heder“, þó er eitt fag þ. e. lat. stíll sem ég fæ aldrei mg í, en ég er heldur aldrei sub í honum. Historíu og Religíón fæ ég hérumbil altaf ug í. Ekki er samt lesturinn góður hjá mér, en bekkurinn er svo hund- léttur. Ef þú vilt heyra um „demonstrationina" í 3. bekk A þá farðu til Hallgríms, honum skrifaði ég hana greinilega. — Þar er ég þá búinn að berja saman heillangan pistil handa þér. Góði vinur minn borgaðu mér hann betur en seinast. — Líði þér ætíð eins og óskar þinn einl. vinur (Hdrs. Lbs. 1195 4to.) ATHUGASEMD. Á öðrum stað í Lesbókinni að þessu sinni er upphaf af fyrir- lestri eftir Gest Pálsson um Jónas Hallgrímsson og skáld- skap hans. Er ritstj. Lesbókar ekki kunnugt, að fyrirlestur þessi hafi áður verið prentaður, enda vantar aftan við handrit- ið í Landsbókasafninu. í inn- gangsorðum þeim, sem hjer eru birt, lýsir höf. áhrifum Jónasar Hallgrímssonar á sam- tíðina og eftirtímann, að vísu má það kalla á svipaðan veg og aðrir. En það er gaman að sjá, hvernig Gestur Pálsson kemst að orði, er hann talar um þjóðskáldið Jónas. Næsti kafli erindisins er um æfiatriði Jónasar og því ekki ástæða til að birta hann. Brjefin tvö frá Gesti, sem hjer eru birt, eru til hins þjóð- kunna manns Björns Jensson- ar, er síðar varð kennari við Latínuskólann. Efni þeirra er, eins og gengur með kunningja- brjef, sambland af gamni og al- vöru, og vafalaust dýpra tekið í árinni, en brjefritarinn myndi hafa gert, ef hann hefði ætlað þeim að fara lengra en til við- takanda. Verður að skoða þau í því ljósi. Samt sem áður varpa þau birtu yfir hugsanalíf hans og umhverfi hans, og því eru þau hjer prentuð. Það mun að mestu fallið í gleymsku, að hugmyndin um að reisa Ingólfi Arnarsyni minnis- merki sje frá þjóðhátíðarund- irbúningnum fyrir 1874 eins og Gestur segir frá. Væri fróðlegt að vita eitthvað nánar um þann undirbúning, sem síðan hefir doðnað út af og legið niðri í allmörg ár. Frásögn Gests um það mál er einkar glögt dæmi um, hvernig viðhorf og tíðar- andi hefir breyst frá árinu 1873 og fram á þennan dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.