Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Síða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
415
förina og kvað ekki nema mak-
legt, þó að Fransmennirnir hefðu
orðið að láta af hendi bætur fyr-
ir tiltæki sitt, en gott þætti hon-
um það, að Vestmannaeyingarn-
ir hefðu ekki tekið skipið með
valdi og farið með það tli hafnar,
úr því að skipsmenn hefðu ekki
verið lengra komnir í sínum
verknaði en raun hafði borið
vitni um.
Sýslumaður borgaði öllum
þeim mönnum daglaun, sem hann
tók sjálfur með sjer, en ekki
hinum, sem verið höfðu á
Gideon. En daginn eftir her-
ferðina bauð hann Hjalta og
nokkrum öðrum, sem helst höfðu
gengist fyrir förinni, til súkku-
laðidrykkju á heimili sínu, og var
hann allra manna glaðastur
og skemtilegastur.
MÁLSHÆTTIR.
Óprýði líkamans eru sálarinnar
minstu lýti.
Opt deyr nafnið fyrr en mað-
urinn.
Betra er að erfa dygð en auð-
legð.
Alt er óhægra að leysa en binda.
Góð er lukkan, ef gefst til enda.
Heilsan er fátækra manna fast-
eign.
Langt er lífið nóg, ef rjett er
brúkað.
Ljótur sannleiki er lyginni fegri.
Margur hefir djúpa und, þó dult
fari.
Mikið dálæti dvinar oft fljótlega.
Mey setti hönd undir kinn, og
grjet yfir sín grá skinn.
SÖLVI--------------------
Með hjartað fult af hátíð og
viðkvæmni skilnaðarins gekk
hann niður af fellinu og heim.
*
Daginn eftir lagði hann af
stað; þeir fegðar riðu með til
strandar. Sölvi hafði gefið þeim
hesta sína. Þegar þeir voru
komnir yfir hraungjárhliðið
síðasta, leit Sölvi til baka. —
Helgafell stóð eins og vörður
þvert fyrir gjánni og Kaldár-
selsbærinn sást eins og þúst á
árbakkanum. Tár komu fram
í augu Sölva. Hann sagði við
Arnþór: „Nú finn jeg nokkuð
líkt og Gunnar forðum, er hann
á leiðinni til skips, ieit upp til
hlíðarinnar.“ — Arnþór svaraði
engu og svo hjeldu þeir áfram.
út í Hólm. Skipið var altilbúið;
bátur kom í land að sækja
Sölva. Sölvi kvaddi þar vini
sína. Litli Sölvi fór að gráta og
vafði sig um hálsinn á nafna
sínum. Óskila hundurinn, sem
hænst hafði að Sölva fyrir
norðan og fylgt honum af svo
mikilli trygð, hljóp ýlfrandi
kringum hann, og sleikti hönd
hans, er hann gat. Arnþór hafði
lofað að annast hundinn, og
Sölvi litli hafði þegar ánafnað
sjer hann og hænt hann að sjer.
Sölvi laut niður að hundin-
um og klappaði honum blíð-
lega. Hundurinn flaðraði upp
um hann. Sölvi tók hönd nafna
síns og lagði hana á hausinn á
hjeppa. Síðan fór hann út í
bátinn. Vinir hans stóðu eftir í
fjörunni. Þegar báturinn var
kominn nokkur áratog frá landi,
leit Sölvi til lands.
Litli Sölvi hafði þá lagt báða
armana um háls hundinum, og
grjet.
Sölvi varð að líta undan;
hann fann að hann átti bágt
með að þola þessa sjón. Svo
skreið báturinn út til skips.
Segl voru dregin upp, og brátt
rann skipið í blásandi byr af
stað.
Sölvi stóð við borðstokkinn
og horfði til fjallanna. Það var
glaða sólskin, aðeins ljettgár-
----------- (Frh. af bls. 398.)
aður sjór og stinningskaldi á
norðan. „Þetta er kveðja frá
föðurlandi mínu“,, hugsaði
Sölvi. Svo rann eins og móða
yfir fjöllin, en móðan var í
augum hans sjálfs. — Þannig
lagði Sölvi af stað frá ættlandi
sínu út á hafið á leið til nýrrar
hamingju á nýrri fósturjörð.
★
P. S.
Margir vinir sr. Friðriks Friðrijcs-
sonar hafa farið fram á það við hann,
að hann ljeti prenta Sölva. En hann
hefir verið ófáanlegur til þess. Sagan
er löng. En hún varð til með einkenni-
legum hætti.
Það var eitt kvöld fyrir allmörgum
árum, að sr. Friðrik þurfti að undir-
búa skemtiþátt á kvöldskemtun ungl-
inga í K. F. U. M. Hann var óvenju-
lega þreyttur eftir dagsins strit, og
honum hugkvæmdist ekkert í svip, sem
hann gæti notað drengjunum sínum
til skemtunar.
Er hann var að hugsa um þetta,
datt honum alt í einu í hug 12 ára
gamall drengur, sem væri á ferð um
hávetur upp í Grindaskörðum. Hann
furðaði á þessari hugmynd sinni, en
áður en hann vissi af, var hann byrj-
aður á upphafi sögunnar, og var fyrsti
sögukaflinn tilbúinn fyrir næsta kvöld.
A hverju miðvikudagskvöldi hafði
sr. Friðrik tilbúinn kafla af Sölva í
3V2 ár, sem hann las upp á skemti-
fundum drengja sinna. Aldrei hafði
hann neina hugmynd um það, er hann
endaði hvern kafla, hvernig sá næsti
yrði og hvernig Sölva reiddi af í sög-
unni. Drengirnir urðu því forvitnari
sem lengur leið, um þetta, og höfund-
urinn engu síður. Þannig varð sagan
tii, einn kafli fyrir hvert miðvikudags-
kvöld, uns þessi kafli var saminn, er
hjer birtist. Þá spurðu drengirnir höf-
undinn, hvort sögunni væri nú lokið.
Og sr. Friðrik datt í hug, að best væri
að láta hjer staðar numið.